Ísland - 10.05.1943, Blaðsíða 4

Ísland - 10.05.1943, Blaðsíða 4
ÍSLAND Örstutt greinðrgerð Framhald af 1. síðu., þungum orðum um óheilbrigði og spillingu í fjármála- og við- skiptalífi. Allur þorrinn af les- endum mínum hefur metið þessa viðleitni mína vel og talið að með henni væri lítillega bætí úr brýnni þörf í opinberum wca- ræðum hér á landi. Þessir menn hygg ég að leggi mér ekki til lasts að ég vildi ekki starfa á- fram við Þjóðólf að óbreyttri þessari nýju blaðstjórn. Þegar formaður blaðstjórnar, Páll Magnússon, vakti máls á áframhaldandi starfi mínu við blaðið, sagði ég honum, að það kæmi ekki til mála, nema Jón Kjartansson viki úr félagsstjórn- inni. Benti ég formanninum jafnframt á, að stjórnin leitaði endurkjörs á nýjum hluthafa- fundi. Samtímis bárust for- manni áskoranir um nýjan hlut- hafafund. f stað þess að taka þessar óskir félagsmanna til greina skrifar formaðurinn mér og segir mér upp starfi. Er mér fundið það eitt til foráttu, að ég hafi ekki viljað taka upp samn- inga við félagsstjórnina, meðan Jón Kjartansson ætti þar sæti. „Stjórnin tekur þetta sem beina uppsögn af hálfu Árna Jónssonar, á ritstjórnarstarfi hans við blaðið Þjóðólf og tek- ur uppsögnina gilda", segir í uppsagnarbréfinu. Að dómi þeirra manna, sem nú eru í stjórn Þjóðólfs, er það „bein uppsögn", ef ritstjóri skorast undan að starfa undir stjórn manns, sem svo er ástatt um, sem hér hefur lýst verið. Þeir eru svo öruggir um rétt- mæti málstaðar síns, að það hvarflar ekki að þeim að skjóta ' máli sínu undir nýjan hluthafa- fund, jafnvel þó ekki sé hægt að slá fundarhaldinu á frest, nema fáeina daga, samkvæmt þeim áskorunum frá félags- mönnum, sem fyrir liggja. Þeg- ar loks fundur var haldinn höfðu hinir nýju stjórnendur Þjóðólfs gert sér hægt um hönd og gefið út mörg ný hlutabréf til þess að geta haft tangarhald á blaðinu. Mun verða úr því skorið með dómi, hvort sú ráð- stöfun er lógleg. Hér hefur mjög stuttlega ver- ið greint frá þeim atburðum, sem leiddu til þess, að ég lét af ritstjórn Þjóðólfs. Eg er sann- færður um að Þjóðveldismenn og aðrir lesendur mínir, skilja afstöðu mína, nálega undan- tekningarlaust, alveg eins og þeir félagar mínir, sem standa að útgáfu þessa blaðs. Eftirmanni mínum við Þjóð- ólf, hr. Halldóri Jónassyni frá Eiðum, vil ég svo — að end- ingu— segja, að mér dettur ekki í hug að leggja honum til lasts, þótt hann hafi látið villa sér sýn í bili. Hann er heiðursmaður og vill ekki vamm sitt vita í neinu. En kunnugt er að miklir hug- sjónamenn eru oft allra manna hrekklausastir. Hr. Halldóri Jónassyni er óhætt að trúa því, að hið hjartfólgna áhugamál hans, umbætur á stjórnskipun Iandsins, hefur einlægan og ó- skoraðan stuðning þessa blaðs, Frattnídarlandíð Framh. af 1. síðu. Við viljum að hver einstakl- ingur fái að njóta hæfileika umst þess jafnframt, að hann láti sér skiljast, að almennings- hagsmunir sitji ávallt ofar ein- staklingshagsmunum. Við viljum gera hvern íslenzk- an borgara að góðum þegn með því að mennta hann vel, ekki einungis í hagnýtum fræðum, heldur einnig í listum og bók- menntum. Því við erum þeirrar trúar, að ekkert sé líklegra til að efla drengskap manna og lífshamingju en fagrar listir. \ 7IÐ viljum koma atvinnuveg- * um okkar á öruggan grund völl, meðal annars með því að stofna tryggingabanka atvinnu- veganna, svo að framleiðslan þurfi aldrei að stöðvast. Enginn íslendingur á að vera atvinnu- laus. Við erum þeirrar trúar, að framtíð íslands byggðist fyrst og fremst á sjávarútvegi. Þess- vegna teljum við höfuðnauðsyn að auka og bæta skipaflotann, koma upp nýjum verksmiðjum til hagnýtingar sjávarafla, leita nýrra markaða og nýrra bættra vinnuaðferða við framleiðsluna. Við viljum að bændur lands- ins geti lifað sjálfstæðu lífi, en teljum það bezt tryggt með því að sjávarútvegurinn blómgist sem mest. Við viljum stefna að því að siglingaflotinn verði efldur svo, að við séum ekki einungis sjálf- um okkur nógir í því efni, held- ur getum tekið að okkur sigling- ar fyrir aðrar þjóðir á sama hátt og Norðmenn hafa gert. Við viljum útrýma flokksræð- inu af Alþingi, gera íöggjafar- samkomuna að virkri og virðu- legri þjóðarstofnun. Teljum við að tillögur Halldórs Jónas- sonar sé það langmerkilegasta, sem komið hefur fram í því efni á seinni árum. T TÉR héfur verið lauslega ¦*¦ * drepið á fátt eitt af því, sem fyrir okkur, aðstandendum þessa blaðs, vakir. Við höfum þá bjargföstu sannfæringu, að íslenzka þjóðin sé í þeirri hættu stödd, að glata virðingu og sam- úð annarra þjóða, ef hún sér ekki að sér þegar í stað. Stjórn- málalíf okkar er til háðungar. Fjármála- og viðskiptalíf gagn- sýrt af brellum og hrekkvísi. Fórnfýsi og drengskap hrakar. Sekir menn vaða uppi eins og þeir séu réttbornir til ríkis á þessu landi. Á mestu velgengn- istímum í sögu okkar er verið að skapa „verra ísland". Kjörorð okkar, sem að blaði þessu stöndum er „betra Is- land". Það kom til orða að nefna blaðið því nafni, en þótti ekki fara vel í munni. En þó það heiti bara ísland á það líka að vera „betra ísland", því ætlun okkar er að gefa út gott blað og því marki verður bezt náð með því að keppa að því að það verði alltaf betra eftir því sem fram líða stundir. V/FIR heiminn ganga nú meiri ¦*• skelfingar en nokkru sinni fyrr síðan sögur hófust. Meðal frjálsra manna í öllum löndum er nú hugsað og rætt, hvernig koma megi í veg fyrir endur- tekningu þessara atburða. Öll- um er ljóst, að það getur ekki tekist nema ofbeldinu og ójöfn- uðinum sé útrýmt úr samlífi þjóðanna. Á sama hátt er leitað ráða til að fyrirbyggja misréttið og yf- irganginn innan hinna einstöku þjóðfélaga. Öllum er ljóst að það er ekki hægt meðan blind hags- munastreita er gerð að grund- velli stjórnmálalífsins. Þess- vegna er hin gamla flokkaskipt- ing brátt úr sögunni. Okkur íslendingum er skylt að gera okkur grein fyrir þessu. Ef við eigum að gera okkur von um „betra ísland" verður flokkskergjan með allri þeirri spillingu, sem henni fylgir, að hverfa úr sögunni. Þeir sem hugsa líkt, verða að fylkja sér saman. Við heitum á liðsinni góðra drengja, hvar í fylking sem þeir stand'a nú. Með sam- eiginlegu átaki víðsýnna og frjálslyndra manna er enn hægt að bjarga þessu landi. Gleðilegt sumar! Eadarrelsn Alþlngls Stjórnmálaflokkarnir íslenzku hafa nú samfleytt í nær fjögur ár lofað að vinna bug á dýrtíð- inni. En árangurinn er ekki burð ugur í samanburði við vopna gnýinnn, sem stöðugt hefur dun ið fyrir eyrum manna Það hefur verið barist og varist af mikilli leikni, en án sýnilegs markmiðs annars en þess að láta heyrast í vopnunum. Reyndin hefur orðið sú að þingmenn eins og aðrir hafa fengið kaup sitt greitt með nýrri og nýrri vísi- tölu, hækkandi með hverjum mánuði. Alþingi reyndist ekki fært um að stöðva dýrtíðina. Þjóðin stendur agndofa og þær raddir. gerast nú æ hávær- ari sem telja sig hafa fundið skýringuna. Alþingi er skipað umboðsmönnum ákveðinna sér- hagsmunaflokka, og enginn til að skera úr er allt fer í strand. Á hinum alvarlegustu tímum, sem komið hafa yfir íslenzku þjóðina, hafði flokkunum á Al- þingi tekizt að stofna til slíks sundurlyndis, að ekki var leng- ur unnt að mynda stjórn innan þingsins. Ríkisstjórn, sem fyrirvara- laust var skipuð utanþings- mönnum, sem eðlilega þurftu langan tíma til þess að átta sig á þeim málum, sem fyrir lágu, tókst aftur á móti svo að segja samstundis að stöðva dýrtíðina, og hefur auk þess náð allveru- legum árangri í að lækka hana og fengið þjóðinni nýja trú á mátt sinn til þess að rísa upp úr öngþveitinu. Hefði verið unnt að gefa hinni nýju stjórn nægi- legan frest og starfsfrið væri ár- angurinn vafalaust enn meiri. Þeir menn, sem standa að þessu blaði, hafa áður í blöðum sínum bent á að hið taumlausa flokksræði og virðingarleysi fyrir málstað þjóðarinnar, hlyti fyrr eða síðar að leiða til þeirr- ar ógæfu, sem nú hefur dunið yfir þjóðina. Þær umbætur, sem Þjóðveldismenn hafa bent á að gera þyrf ti á skipan Alþing- is, þola enga bið. Núverandi skipan Alþingis hefur réttilega verið líkt við það að dómarar í Hæstarétti væru sendir heim, en málfærslumönnum beggja aðila skipað að útkljá sín mál sjálfir. fsland mun berjast fyrir því að skipan Alþingis verði á þann veg í framtíðinni að þar sé þjóð- kjörin Efri deild, sem sé Hæsti- réttur í öllum löggjafarmálum, en hinir flokkskjörnu meðlimir Neðri deildar einskonar mál- færslumenn hver fyrir sinn flokk eða sérhagsmunaheildir. Ríkisstjórnin sé óháð flokkun- um, skipuð af ríkisstjóra og starfandi á hans ábyrgð, en Rík- isstjóri kjörinn af þjóðinni. ORÐIÐ LAUST Noregssöfnunín Hr. ritatjórií Mér hefur virzt þér taka svo hleypidómalausa afstoðu til ýmsra þeirra mála, sem nú eru efst á baugi. að ég vona ritstjóra þess og allra aðstand- enda. Baráttunni fyrir því máli mun verða haldið hér uppi, jafn- framt því, sem barizt verður vægðarlaust gegn spillingu og rotnun þjóðfélagsins. Árni Jónsson. Árvekní þingsíns Framh. af 3. líðu. að' minnsta kosti gera stjórninni svo erfitt fyrir, að hún hreyki ekki heldur kambi. Þetta var mórallinn. Samt tókst stjórn- inrii þó að stöðva dýrtíðina. Hvað ætli Moggi hefði hossað „sínum manni" hátt, ef hann hefði stað- ið sig svona vel? Einna broslegast af öllum uppá- tækjum þingflokkanna eru þessir sífelldu samkomulagstilburðir sitt á hvað. Þeir ganga hver um sig daginn út og daginn inn, með framrétta hönd og alltaf er það „hinn" sem slær á hendina. Hvað eiga þessar hun'dakúnstir að þýða? Það er auðskilið. Þingflokk- arnir vita vel að kjósendurnir vilja samkomulag og frið. Þess yegna er um að gera að „látast". Þeir þekkja líka hver annan, svo þeir yita að það ~er engin hætta á að saman gangi. Svo heyrast hrójpiin mísserin út. frá þinginu vinstri! hægri! Allir eitt! Þetta er einskonar pólitísk eilífðarvcli og alltaf er það ,,hinn" sem brást. Og svo er það tajsvert mikið í munni að vera í ,samninganefnd'. 8-mannanefnd, 9—mannanefnd o, s. frv. Svo þingmennirnir eru hálfu kotrosknari eftir öll þessi látáíæti. að þér sjáið yður fært að birta þessar línur um Noregshjálpina. Undir forustu Norræna félags- ins var stofnað til fjársöfnunar til Norðmanna. Fjársöfnunin gekk eftir atvikum vel, þó flest- ir munu hafa búizt við betri ár- angri. Það var í byrjun ákveðið að fénu skyldi skilað aðí stríðinu loknu og mun sú ákvörðun hafa verið tekin í samráði við fulltrúa Norðmanna, sem sjálfir, eins og kunnugt er^ safna nú bæði fé og fatnaði til þess að nafa handbært þegar Noregur opnast. Á því er enginn efi, að margir eru þeirr- ar skoðunar aðí við hefðum lýst meiri samúð með baráttu frænda okkar í Noregi með því að af- henda þeim féð sam safnaðist jafnótt, svo þeir gætu notað það til þess að leysa Noreg úr klóm innrásarhersins, þó að hinir séu tvímælalaust mörgum sinnum fleiri, sem telja það réttast, sem gert hefur verið í þessu máli. Hinsvegar er það auðsætt að hver og einn. sem bess óskar, getur afhent féð strax. Þannig hafa nokkrir rithöfundar farið að, og er það athyglisvert að þeir hafa lagt meira að mörkum tiltölu- lega en nokkur annar. Okkur ber tvímælalaust að leggja miklu meira kapp en gert hefur verið til að hjálpa Norð- mönnum. Þeir sem vilja að það komi þeim að liði strax geta af- hent féð nú þegar, beint eða til Rithöfundafélags Islands. Hinir leggja það í Noregssofnunina. Hvorugur þessara aðiia ætti að reyna að spilla fyrir hinum, þvi líkur eru til þess að meira ¦ fé Eáist með því móti að menn geti 3jálfir ákveðið hvernig fénu skuli ráðstafað. Hitt má ekki eiga sér stað að við séum að rífast fyrir aughti þúsunda Norðmanna um það hvernig hjálpin skuli fram- kvæmd. Okkur ber að hjálpa til að frelsa Noreg. Til þess þarf féð að koma strax. Okkur ber ekki síður skylda til þess að hafa handbært fé og axmað, sem þeim kann að koma að liði er þeir verða leystir úr ánauðinni. Við þurfum að margfalda fram- log okkar til Norðmanna, við getum það vel. Við skulum að því leyti taka rithöfundana til fyrir- myndar. En við skulum ekki láta Norðmenn gjalda þess þó að við séum ekki nákvæmlega á eitt sáttir um það hvort féð eigi að afhendast strax eða síðar. Það geri hver upp við sjálfan sig og hagi sér eftir því. e. Gegn ðtvinnuleysinu Framhald af 1. síðu. sem hefur umsjón með því, að allur vinnukraftur íandsins sé hagnýttur í stað þess að ausa út fé í styrki fyrir að vinna ekki. Nú þegar ætti ríkisstjórnin að fara að undirbúa herferð gegn atvinnuleysinu, með því að skipa nefnd, fárra en hæfra manna. til þess að gera tillögur um fyrirkomulag slíkrar stofn- unar. ÍSLAND Vikublað Askriftarsímar' 3012 og 5314

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/748

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.