Ísland - 07.06.1943, Síða 1

Ísland - 07.06.1943, Síða 1
Gerist áskrifendur aö ís- landi. faö kemur út á hvcrjum mánudegi og flyt- ur fróðlegar greinar um stjórnmál og atvinnumál. Áskriftasímar eru 3012 ' og 5314. Utanáskrift til blaösins er Vikujblaöiö ís- land, Garöarstræti 17 Rvík. Island fyrir íslendinga. Þegar litið er til þess, að vinnuaflið er mesta verðmæti hverrar þjóðar og undirstaða allrar efnahagsstarfsemi, gegn- ir furðu, hve tómlátir menn eru um hagnýtingu þess í þágu ein- staklinga og alþjóðar. Það er úrræðaleysi, að atvinnuleysi ömurlegur vottur um basl og skyldi geta orðið eitt erfiðasta viðfangsefni í Iandi, þar sem ótal aðkallandi verkefni bíða úrlausnar. Það er ekki afsökun þó sagt sé, að þetta sé ekki annað en það sem gerzt hefur í flestum Iöndum Norðurálfunnar. Við höfum ekki hugleitt nógu ræki- lega, að annarra og ólíkra úr- ræða er þörf í þéttbýlum lönd- um, sem löngu eru fullnumin, en í landi, sem ekki er numið nema að litlu leyti. Við erum landnámsþjóð, ekkert síð- ur í dag en fyrir þúsund árum, og við getum haldið áfram að vera landnámsþjóð öld eftir öld, ef við lokum aldrei augun- um fyrir þehn ónotuðu mögu- leikum,sem finnast munu, ef leitað er — og höfum manndóm og atorku til að bera okkur eftir björginni. Við ermn umkringdir gagn- auðugu úthafi á alla vegu. Þar liggja í djúpi framfærsluskil- yrði handa margfalt fleiri mönnum en nú eiga heima á íslandi. Þar er okkar framtíð, trygging okkar gegn örbirgð og atvinnuleysi. Ef við getum orð- ið einhuga um hagnýtingu hafs- ins með fullkomnustu fram- leiðslutækjum á sjó og landi, hverskonar nýtízku iðnaði í sambandi við vinnslu sjávaraf- urða, fyllstu vöruvöndun og sí- vakiö auga á nýjum mörkuðum, getum við útrýmt hugtakinu at- vinnuleysi úr íslenzkri vitund. Ekkert stendur okkur nær en að koma upp stofnun, sem sér um að atvinnan þuríi aldrei að stöðvast vegna skorts á tækjum — tryggingarbanka atvinnuveg- anna. Nú er tækifæri til þess, ef ekki skortir skilning og stór- hug. ísland er umfram ajlt land hinna Ónotuðu möguleika. í slíku landi á engan að skorta verkefni. Takmark okkar sé vinnandi þjóð, efnalega sjálf- stæðir einstaklingar, starfsglatt fólk og hamingjusamt. I. árn., 4. tbl. — Mánudagur 7. júní 1943. mm RITSTJÖRI: ÁRNI JÓNSSON FRÁ MOLA VIKINGSPRENT H.F. Sambandið við NorOnrlond SENN eru liðnar 7 aldir síö- an ísland komst undir erlend yfirráð. Af þessum 7 öldum er aðeins einn mánuöur em við höfum' verið þess um- komnir aö ráða öllum okkar málum til lykta án nokkurrar íhlutunar annarra þjóða. Það er mánuðurinn 10. apríl—10. mai 1940. Þegar eftir hernám Dan- merkur samþykkti Alþingi að við tækjum öll mál í okkar hendur „aö svo stöddu“. Á- lyktun þessi var nauðsynleg og' réttmæt það sem hún náði. Hinvegar hlaut mönn- urn að skiljast, að sambandið við Danmörku í sínu fyrra formi yröi aldrei tekiö upp að nýju. Var þá ekki réttara að stíga sporiö út þá þegar? Það lá í loftinu að Englend- ingar kynnu að taka landið undir vernd sína bráölega. Enginn efaðist um aö þeir myndu telja sér skylt að skila, landinu í sömu réttar- afstööu til annarra ríkja — aö ófriðarlokum — sem það væri í er þeir tækju það. Var þá ekki rétt að nota tækifær- ið, hamra járnið meðan það var heitt, gera út um Sam- bandsmálið og leggjai grund- völlinn að hinu nýja ísenzka ríki, meöan 'við gátum ráðið þessum málum til lykta, án þess að nokkur erlend áhrif kæmust þar aö? Eg var víst eini maöurinn hér á landi, af þeim sem viö stjórnmál hafa fengizt, sem hélt því fram opinberlega áö viö ætt- um þá þegar aö ráöa sam- bandsmálinu til fullra lykta. Eg skrifaði nokkrar greinar um máliö og mæltust þær misjafnlega íyrir. Morgunblaðið er órækast yitni þess, hvernig á þessi mál var iitiö, jafnvel þar sem skeleggast er nú tekiö á þeim. Blaöiö skrifar 21. apríl 1940: „Uppástunga hefur kom- iö fram um það opinber- lega aö viö ættum nú að vinna að því aö' gera upp sambandiö viö Danmörku fyrir fullt og allt- Undir- tektir undir þá tillögu eru af skiljanlegum ástæð'um litlar. Auðvitaö tökum við sjálf- í ir ákvörðunina um okkar “iáifstæöismái og hefur ekki iario uuit hvdi^ sttefnir i því efni. En alþjóö er áreið- > anlega andvíg því að hafa sjáifstæðismálið og sam- bandsmálið á oddinum nú, þegar frændþjóð okkar, Danir, eru í sárum“. (Let- urbreyting vor). Þetta er allt saman hverju oröi sannara. Enginn tók und- ir þá tillögu að gera út um málin meðan við vorum laus- ir viö alla erlenda íhlutun. Og þáð var álit manna að sæmst væri að láta þessi mál kyrr liggja meöan Dan- ir væru í sárum. Engum datt í hug að halda því fram, að við hefð- um ekki réttarfarslega að- stöðu til að gera út um málin þá þegar. Enda er augljóst að svo var, um leið og öllu sambandi var raun- verulega slitið. Hin réttaj- farslega aðstaða okkar var þannig jafn óvéfengjanleg og í dag. Það var hluttekn- ing með FRÆNDÞJÓÐ 1 SARUM, sem réði að mál- inu var slegið á frest — ekkert annað. EN er þá samúðin meö Dön- um minni í dag en fyrir 3 árum Hvert mannsbam veit að samúðin með Dönum hef- ur farið dagvaxandi þessi þrjú j ár.Við erum, sem betur fer, ! ekki haldnir þeirri ónáttúru ; að hluttekning okkar með frændþjóðinni færi minnk- ; andi eftir því sem hún liggur ; lengur í sáram. Hafi þaö verið réttmætt áö láta samúöina meö Dönum hefta endanlegar ákvaröanir í sjálfstæðismálinu fyrir 3 ár- um, þarf ekki aö rökræöa, áð þaö er réttmætt nú — rétt- mætara en þá var. Þaö er alveg óþarfi að ' hrópa af öllum kröftum: I „Brautin er mörkuð!“ Þetta I vit-a allir. Morgunblaðið segir í annari málsgreininni, sem tilfærð er hér aö fíu.nan „Auövitaö tökum við sjálfir ákvöx'ðunina um okkar sjálfstæðismál cg hefur ekki fariö dult, hvert stefnir í þessum efnum". Það er ekki til neinn á- greiningur um endanlegá lausn sambandsmálsins hér á landi. Spurningin er bara. Hðfundur bókarinnar, sem mesta athygli vekur Meiri ljómi stendur nú um nafn Sigurðar Nordals en nokkru sinni fyrr. Arfur Islendinga er óvenjulegt bók- menntaafrek. 1 síðast blaði birtist grein um bók þessa og önnur í dag. hvort viö teljum eðlilegra aö leysa málið einhliða eins og högum er nú komið, en þann eina mánuð á síðustu 700 ár- um sem við höfum veriö fylli- lega sjálfum okkur ráðandi. HINN 10. maí 1940 gerist sá atbui'öur sem ör- lagaríkastur getur orðið í sögu okkar. Landið er hertek- ið af Englendingum. ViÖ ber- um fram mótmæli. Annaö gát- urn við ekki gert>- Rúmu ári síöar, 7. júlí 1941, er ame- rískur herfloti að sigla upp að ströndum landsins. Alþingi er á 11. stundu kallað sam- an til þess aö samþykkja verndarbeiðni til Bandaríkj- anna, svo fyrir það verði girt. að hermenn hins vestræna lýðræðisríkis komi hingað ó- boðnir. Bretar höföu heitið því skilyröislaust aó hverfa héðan að ófriðarlokum með lið sitt og tilfæringar. í verndarsamningnum viö Am- ei’íkumenn er burtfarartínrinn hvergi nærri skýlaus. VerndarbefiJnin er stntdd með því, aö Bretar verði að flytja herliö sitt héöan vegna aökallandi nauösynja annai’s- staðar. Það kynni að vefjast eitthvaö fyrir sagnfræðing- um framtíðarinnar hvernig það gei'ðist 14 mánuðum eft- ir aö viö höfum mótmælt her- námi Breta, aö við getum ekki hugsað til þess aö þeii' hverfi héöan nema jafnframt sé kallað á nýtt herliö sem ekki þarf frekar en verkast vill að hverfa héöan þegar að lokinni styrjöldinni. Viö vormn ekki nerna und- ir einfaldri hervernd þegar beðist var verndar Bandaríkj- anna. Samt er litiö á þessa verndarbeiðnl sem annarra mál en okkar sjálfra, og hef- ur margt fráleitara heyrzt. Höfum við nokkuð hugs- að úi í, hvernig á það verð- tvöfaldri hervernd — ger- um þær ráðstafan ir gegn öðrum í'ikjum, sem þjóöin ur htið, að við nú — undir vildi ekki líta við, þann Framh, 4 4, síðu.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/748

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.