Ísland - 17.06.1943, Blaðsíða 1

Ísland - 17.06.1943, Blaðsíða 1
I Gerist áskrifendur að ís- I landi. Það kemur út einú sinni í viku og flytur fróðleg- ar greinar inn stjómmál og atvinnumál. Áskriftasímar eru 3012 og 5314. Utanáskrift til blaðsins er Vikublaðið ís- land, Garðarstræti 17 Rvík. í'sland fyrir íslendinga. _____________________ í. árg., 6. tbl. — Fimmtudagur 17. júní 1943. RITSTJÓRI: ÁRNI JÓNSSON FRÁ MÚLA VÍKINGSPRENT H.F. Framtiðarfrelsi Islantfs „Fjör kenni oss eldurinn frostið oss herði, fjöll sýni torsóttum gæðum að ná.“ (B. Th.). I. 1 Allar nienningarþjóðir hafa valið sér einhver merki, svokölluð flögg eða fána, og eru merki þessi fyrst og fremst einingartákn þjóðanna, hverrar fyrir sig, og um leið tákn- rænn tengiliður milli fortiðar, nú- tíðar og framtíðar og stöðug áminn- ing um tilveru og gildi hinna þjóð- legu verðmæta. — Af þessum ástæð- um eru þjóðunum þessi merki venju- iega mjög heilög, enda stundum marg ar merkilegar og viðkvæmar minn- ingar við þau bundin. — Mjög eru merki þessi misjöfn að gerð og feg- urð. — En öllum er það sameigin- legt, að þau hafa einkennilega sefj- andi áhrif á sálir og geta komið mörgum hjörtum til að slá hraðar, — að minnsta kosti við ákveðin tækifæri. II. Vér íslendingar erum svo heppnir að eiga fána, sem er bæði mjög tákn- rænn og fagur. Litirnir þrír, hinn blái, livíti og rauði, segja frá því, sem vel mætti nefna hin þrjú höf- uðeinkenni íslands: Blái liturinn niinnir á hin bláu fjöll, livíti litur- inn á jöklana og hinn rauði á eld- inn. sem býr í iðrum jarðar og' oft hefur niinnt all-óþægilega á tilveru sína, eins og saga íslands kann frá að greina. En litir þessir segja meira en þetta. Eg vona áð hinir efagjörnu Tómasar fyrirgefi mér, að ég gerist svo gamaldags að ganga undir hand- arkrika hinna skyggnu manna eða „ófresku", eins og þeir voru nefndir í fornöld, til þess að vita, hvað ég sjái. Þar sé ég þetta: Blái liturinn táknar yfirleitt skáldhneigð, trúar- þel og dulúð. Allt er þetta ríkt í eöli íslendingsins. Hvíti liturinn táknar sannleikann og getur því verið tákn vizku. Hvað sem um íslendinga má segja, heid ég að óhætt sé að segja þeim það til hróss yfirleitt, að þeir séu vitsmunamenn, og kjósi mjög eindregið að hafa vizkuna að leiðar- ljósi. — Itauði iiturinn, að minnsta kosti sá rauði litur, sem í íslenzka fánanum er, táknar kærleikann. — Um það má deila, hvort kærleikur sé mjög áberandi eiginleiki í fari ís- lendinga, en það skiptir í raun og veru ekki máli í þessu sambandi. Þvi líta má á litina í hinum ís- •enzka fána frá þessu sjónarmiði fi'fcniur sem drauma íslendinga og \ Framhald á 4. sirtu AÐ virðist vera hugmynd ýmsra forystumanna í ís- lenzkum stjórnmálum að sam- eina þjóðina um þá kröfu að við slítdm „öll tengsl“ við Dan- mörku nú þegar og stofnum lýð- veldi, ekki síðar en 17. júní 1944. Ekkert er frumlegt við þessa hugmynd. Og það er skiljanlegt að þetta sé reynt þegar ekki er öðru til að dreifa, vegna þess að þjóðin hefur síðustu árin verið býsna einhuga í afstöðunni til Dana, þrátt fyrir mikla sundr- ung í flestum greinum. En hugmyndin vekur enga hrifningu. Gamla sjálfstæðis- trumban hljómar öðruvísi í eyr- um manna nú en áður var. Síðan 10. apríl 1940, höfum við raur,- verulega verið skildir við Dani. Það eru aðeins nokkur forms- atriði, sem ekki er búið að ganga frá endanlega. Hinsvegar erum við undir hernámi tveggja vold- ugra þjóða, og vitum ekki hve- nær þvi verður létt. Fyrir kosningarnar í fyrra vor var gerð tilraun til að hai'a sam- bandsmálið á oddinum. Þa átti Tílkynning frá ríkisstjórninni í Alþýðublaðinu 6. maí, birtist grein eftir Karl ísfeld. er nefndist , Himneski brúð- guminn og hinar forsjálu meyjar“, og voru þar gerð að umtalseíni ummæli. sem höfð voru eftir Gústu Thorsteins- son, starfsstúlku á skrifstofu aðalræðismanns íslands í New York, og frú Kristínu Thoroddsen. Voru ummæli þessi eins og þau voru til- færð, þannig, að ráðuneytið taldi ástæðu til eftirgrennsl- ana. Samkvæmt skýrslu, sem ráðuneytinu hefur borizt fra aðalræðismanninum í New York, hefur Gústa Thor- steinsson ekkert viðtal gefið þessu blaði eða greinarhöf- undi, og Kristín Thoroddsen hefur jafnframt upplýst. að hún hafi eingöngu veitt eitt viðtal, síðan hún kom vestur um haf, og birtist það i New York blaðinu World Tele- gram. Hvorug þeirra kannast við greinarhöfundinn, og hin tilfærðu ummæli eru því til- búningur einn. að „stefna hiklaust að markinu“ alveg eins og nú. Reyndin var sú, að víðasthvar í kjördæmun um var lítið um málið talað. Og noKkrum vikum siöar varaoi ao- ai-verndarþjóð okkar viö þvi, að „stefna hiklaust að markinu“ Seinna létu Bandaríkjamenn það eftir okkur, að gera eins og okkur sýndist í sambandsmál- inu. Hinsvegar liggur ekki nein suk yfirlýsing fyrir frá Bretum, hvað þá heldur öðrum þjóðum. egar Alþingi var sett í fyrra haust brýndi ríkisstjóri fyi ir þingmönnum og alþjóð, að vanda framkomu sína svo gagn- vart öðrum þjóðum, að við stæð umst þá ,,prófraun“, sem við verðum að levsa. Sveinn Björns- son sagði: „Á því hvernig vér revn- umsc í peirri prófraun, get- ur oltið, hvort oss tekst að haída þeirri samúð .annarra mikilsmetinna þjóða, sem vér höfum átt því láni að , fagna að njóta hingað tii, J samúð, sem að minni skoð- un er lífsskilyrði fyrir ör yggi um framtíðarfrelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðar- innar.“ Við fengum í fyrra sumar ( mjög alvarlega leiðbeiningu frá Bandaríkjunum. Enda þótt af- staða þeirra virðist nokkuð breytt, gæti það varla aukið samúðina með okkur þar í landi, að hrapa að neinu í þessum efn- um. Við vitum það eitt um Breta, að hingað til hefur ekki 'verið um jákvæða afstöðu að , ræða af þeirra hálfu. Þá hafa íslendingar í Kaup- mannahöfn óskað þess eindreg- ið að úrslitum yrði frestað „þangað til báðir aðilar hafa tal- ast við“. í áskorun þeirra til Al- þingis áegir: „Sambandsslit án þess að umræður hafi farið fram, eru líkleg til að vekja gremju gegn íslandi annars- staðar á Norðurlöndum og gera afstöðu Íslendinga þar erfiðari, þar sem einhliða ákvörðun íslendinga í þessu máli yrði talin andstæð norrænum sambúðarvenj- um.“ SUMIR íslendingar hafa viljað gera lítið úr þessum aðvör- unum landa okkar í Höfn, og Einn af fyunnustu athafnamönnum landsins, Ós\ar Halldcrsson, á fimmtugsafmœli i dag. öm hann er grein inni í blaðinu. jafnvel leyft sér að gefa í skyn að þær væru „áf erlendum toga spunnar.“ Það er því fróðlegt að kynna sér hvernig afstaða Norð- urlandaþjóðanna heíur komið fram í blöðum þeirra. í brezka stórblaðinu Evening Standard birtist 8. maí grein um framtíð íslands og sambandsslitin við Danmörku. Þar segir, að tillögur íslenzku stjórnarskrárnefndarinnar um sambandsslit við Danmörku og stofnun lýðveldis 1944, hafi komið miklu róti á í Danmörku _ og öðrum Norðurlöndum. Blaðið segir, að meðal stjórn- málamanna í Svíþjóð sé einkum rætt um, hvernig þetta snerti norræna samvinnu. Eru tekin upp ummæli sænska blaðsins Nya dagligt Allehanda, sem gef- ið er út í Stokkhólmi. Þar segir: „Bráðlæti íslendinga virð- ist ónauðsynlegt, óviðeig- andi og hvatvíslegt (tact- less).“ Allar líkur benda til þess að aðvaranir landa okkar i Höfn séu í fyllsta samræmi við al- menningsálitið á Norðurlönd- um. Og sú staðreynd að brezk stórblöð halda þessu áliti á lofti er ekki til þess fallin að auka samúð með okkur í Bretlandi. En hvernig stöndum við sjálf- ir að þessu máli? Kommúnistar hafá tekið í strenginn með Ólafi Thors. En við höfum svo oft séð þá breyta afstöðu sinni til ann- arra þjóða, að heilindum þeirra er tekið með nokkrum fyrir- vara. Hvorki Alþýðuflokkurinn né Framsókn hafa tekið hreina afstöðu til málsins og er talið að ágreiningur sé um það innan beggja flokka. EN hvað er um Sjálfstæðis- flokkinn sjálfan að segja? Ólafur Thors talar eins og hann hafi flokkinn óskiptan að baki sér. En benda má á það, að marg- ir af þeim. sem taldir voru „hægri“ við skoðanakönnunina 'í vetur, tjáðu sig andvíga bráð- um aðgerðum í málinu. Sumir af mestu áhrifamönnum flokksins hafa lýst skoðunum sínum. Framh. á 4. síðu.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/748

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.