Ísland - 17.06.1943, Blaðsíða 3
í S L A N D
Ó
irleitt hver fræðilegur og eiginleg-
ur Góseningur. En þið — þið Árni
— skiljið ekki neitt.
— Því segi ég það — hélt Gestur
áfram. — Ef Ámi skildi lífið í Gós-
en, væri hann hvorki að abbast upp
á Garðar né sykurseðlamanninn. Eg
hitti kunningja minn, Jón nokkurn,
ég held hann sé að norðan. Hann er
í íhaldinu og er orðinn dálítið stuttur
til hnésins. Hann er nefnilega alltaf
á þönum frá morgni til kvölds til að
bera sannleikanum vitni. Hann var
alveg sammála mér og Garðari og
Páli. Eg spurði Jón, hvemig á því
stæði, að (íjlafur Thors, Jakob og
Bjarni Ben. hefðu ekki fengizt til
að vitna það með Garðari, að Árni
hefði heimtað þriðjunginn í Gamla
Bíó fyrir ekki neitt og forstjórastöðu
í ofanálag. „Skilurðu það ekki“
sagði Jón, hallaði undir flatt og gaut
augunum inn í næsta vegg — hann
hefur dálítið einkennilegt upplit.
„Skilurðu það ekki“, sagði hann.
„Þeir vilja hlífa Árna. Þó hann
væri aldrei nema bölvaður kvisling-
ur var hann þó í flokknum og meira
að segja í miðstjórninni. Þess vegna
vildu þeir ekki gera hann alveg ó-
mögulegan.'
Já, en hvað meina þeir með því
að láta Garðar standa uppi eins og
opinberan lygara, spurði ég.
Nú deplaði Jón augunum ákaflega
svo laut hann að mér og hvíslaði:
„Jú, Garðar fær sína uppreisn á
landsfundinum. Það á að kjósa
hann i miðstjómina í staðinn fyrir
Árna — skilurðu — svo er allt i
iagi“. Þar með skildi með okkur
Jóni.
Nú notaði ég tækifærið til að
grípa fram í fyrir Gesti, því sann-
ast að segja var ég búinn að fá nóg
af honum: Jæja, þú ætlar ,þá aldrei
framar að senda Árna línu í blaðið’
Ekki voru það nú beinlínis mín
orð, sagði Gestur. En sannleikurinn
er sá, að Jónas okkar, sem nú i
heima í Hamragörðum, var að kalsa j
það við mig að skrifa greinar- I
stúf í Dag á Akureyri, við og við. |
Hann er bara svo fjandi kröfuharð- |
ur. Heldurðu hann heimti ekki að
það séu minnst 71 sannleikskorn í
hverri einustu grein. Annars bið ég
að heilsa Árna og vona að hann átti
sig líka á lífinu í Gósen, þá —
Já, vertu blessaður — ég skil —
sagði ég.
Gvendur á faralðsfæti.
ooooooooooooooooo
NOTIÐ
IDEAL Sólarolía
gerir yður brún.
IDEAL hcmdábur&ur
heldur höndunum
mjúkum.
JDEAL brillantine
er bezt.
IDEAL hároatn
fegrar hárið.
Fyrirliggjandi.
JÓH. KARLSSON & CO.
Sími 1707.
ooooooooooooooooo
MACS-BÍLABÓN
G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H.F.
Happdrætti
verkaföiksins
er í
Ráðningarskrifstofu landbúnaðarins
Lœfyjargötu 14 B. — Sími 2151.
Opið daglega kl. 9—12 árdegis og I—7 síðdegis.
Þar er úrval sveitaheimila, sem vantar kaupafólk í sumar,
bæSi hpnur, liarla og unglinga.
Þeir, sem fyrstir veröa til aS gefa sig fram til vinnunnar,
hafa úr mestu aS velja.
Komið jljótt og látiÖ ekfci happ úr hendi sleppa.
FramleiSsla til fæSis og klæSis er ‘ávaílt þjóSarnauSsyn, en
hldrei fremur en nú.
_ I
Fyrirliggjandi: j
DmbAðapappir |
5
sulphite hvítur: 20, 40 og 57 cm.
kraftpappír brúnn: 40, 57, 90 og 125 cm.
A. J. Bertelsen & Co. hf.
Hafnarstræti 11. — Sími 3634.
til að koma slíku stórvirki í fram
kvæmd, eins og fjárhagur hans
var þá. En Óskarsbryggjan í
Keflavík varð hin mesta lyfti-
stöng, bæði fyrir þann stað og
Suðurnesin öll.
❖ * *
En það sem lengst mun
halda nafni Óskars á lofti af
því, sem hann hefur afrekað til
þessa, er, að hann átti frum-
kvæðið að stofnun síldarverk-
smiðju ríkisins. Mér er minnis-
stæður fundur, sem haldinn var
í Kaupþingssalnum, snemma
vorið 1926. Þar var saman kom-
inn mikill fjöldi útgerðarmanna,
og auk þess bankastjórar, þing-
menn og ráðherrar. Þar gerði
Óskar grein fyrir þessari hug-
mynd sinni. Þetta var eitt-
hvert fyrsta skiptið, sem hann
talaði á opinberum fundi, enda
draup af honum svitinn, meðan
hann var að tala.
Óskar hélt því fram, að við
yrðum að hef jast handa um hag-
nýtingu þeirra miklu auðæfa,
sem væri í hafinu fyrir Norður-
landi á sumrin. Hann sagði, að
síldin væri gullnáma íslendinga.
Fyrir bræðsluafurðirnar væri
heimsmarkaður, sem auka mætti
nálega takmarkalaust. Ef at-
vinnurekendur hefðu nægilega
fjárhagsgetu, bæri þeim vitan-
lega að koma þessu máli í fram-
kvæmd. En af því svo væri ekki,
yrði ríkið að ríða á vaðið.
Nokkrum árum síðar var
fyrsta síldarverksmiðja ríkisins
komin upp á Siglufirði. Síðan
hafa nýjar og fullkomnar verk-
smiðjur bætzt við. bæði í ríkis-
rekstri og einkarekstri. Kemur
öllum saman um, að með þessu
hafi verið stigið eitt mesta
heillaspor í atvinnusögu lands-
ins. Og nú verður reistur fjöldi
af nýjum vei'ksmiðjum, þegar er
því verður við komið.
I upphafi létu margir sér
finnast fátt um þessa hugsmíð
Óskars Halldórssonar. En ekki
lét hann það á sig fá. Hann
barðist ótrauður fyrir þessu
áhugamáli sínu, þar til skriður
komst á það.
Tveim árum áður en fundur
þessi var haldinn. hafði Óskar
reifað málið í Vísi, í langri og
ýtarlegri grein, sem birtist 11.
apríl 1924. Þar segir m. a.:
„Þær síldarverksmiðjur, sem
nú eru til í landinu, starfa að
mestu með útlendu f jármagni og
undir stjórn útlendinga, sem
fara burt með öll auðæfin. Þetta
þarf að breytast, og verksmiðj-
urnar að komast á íslenzkar
hendur og undir stjórn íslend-
inga. En til þess að koma því í
framkvæmd, þarf að grípa ti1
alveg nýrra ráða, í raun og veru
nokkurs konar ófriðarráðstafana.
sem ekki er rétt að nota nema
í sjálfsvörn.11
Síðan sýnir hann fram a, að
tæplega verði hafizt handa með
minna fé en 3 milljónir króna.
Og heldur svo áfram:
„Því miður er því vart að
heilsa, að einstakir menn, eða
félög, hér á Iandi geti lagt þetta
fé fram.“
Á öðrum stað í grein þessari
segir:
,,Hér er fjöldi útvegsbænda,
sem engan atvinnurekstur getur
annast upp á eigin spýtur, og
mundi glaður fá ríkinu afurðirn-
ar í hendur. Virðist þetta gott
og heilbrigt fyrirkomulag. Má
t. d. nefna stærstu andstæðurn-
ar í íslenzkri pólitík, þá hr. Ólaf
Thors og hr. Ólaf Friðriksson.
Um þetta ættu þeir að geta sam-
einazt. Hr. Ólafur Thors, sem á
skipin og hefur á þeim háseta
frá hr. Ólafi Friðrikssyni, er róa
fyrir hlut sínum. Hví geta þeir
ekki lagt hlut sinn í verksmiðj-
urnar. alveg eins og skipshlut-
inn, og fengið sama verð fyrir
lýsið og mjölið sem hr. Ólafur
Thors?“
Þótt mai'gir tæki hugmynd
Óskars fálega í upphafi, voru
aðrir. sem sáu fljótt, að hér var
um þjóðþrifafyrirtæki að ræða.
Meðal þeirra A?ar Magnús heit-
inn Kristjánss. Hann var einn af
mestu áhrifamönnumFramsókn
ar og einhver farsælasti maður,
sem nokkurn tíma hefur verið í
þeim flokki. Magnús hafði ein-
lægan áhuga á þessu máli, og
góða aðstöðu til að koma því í
framkvæmd. En það er ekki rétt
að kalla hann „föður síldarverk-
smiðjanna“ eins og stundum
hefur verið gert, því upphafs-
maður málsins var Óskar Hall-
dórsson. Um þetta er smágrein
í Morgunblaðinu 28. júlí 1932,
eftir Sigurjón Ólafsson. fyrrv.
skipstjóra. Hann segir, að
Magnúsi heitnum Kristjánssvni
hafi verið eignaður allur heiður-
inn af þessu máli. vegna þess
að hann hafi komið fram lögun-
um um stofnun síldarverksmiðjú
ríkisins.
Hver hefur séð grátt háð í höfði
„En — segir greinarhöf. -— i
sambandi við þessa stofnun er
sjálfsagt að minhast annars
manns ekki síður. Það er Óskar
Halldórsson útgerðarmaður, þv.í
það var hann. sem fyrstur
manna kom fram með hugmynd-
ina um stofnun verksmiðjunnar
og starfstilhögun hennar. Hann
ritaði um málið í „Vísi" og „Lög-
réttu“. Hann ræddi það einnig
á aðalfundi Fiskifélags íslands
árið 1925 og landsfundi síldar-
útvegsmanna 1926.
A aðalfundi Fiskifélagsins v'ar
Magnús Kristjánsson staddur og
þakk^ði hann Óskari fyrir þessa
hugmynd og fyrir að hafa hreyft
henni á fundinum. Sagði hann
ennfremur, að ritgerðir Óskars
og tillögur í málinu vœru svo
stórmerkilegar, að annað hefði
ekki hrifið huga sinn meir í
langan tíma. (Leturbr. hérþ
Er með þessum orðum á éng-
an hátt verið að kastd rýrð á
minningu Magnúsar Kristjáns-
sonar, þess mæta manns. En
hann mun ekki hafa talið sér
frægð í, að sér væri eignað meira
en hann átti skilið.“
Mér finnst ekki ósanngjarnt
að á þetía sé bent á þessum
tímamótum í ævi Óskars Hall-
dórssonar. Magnús Kristjánsson
var sá drengskaparmaður, að
hann þakkaði Óskari opinber-
lega fvrir að hafa átt frumkvæð-
ið að þessu máli. En flokksmenn
Magnúsar hafa ekki haft orð
hans að neinu. Óskar Halldórs-
son hefur i augum þeirra ekki
verið annað en ótíndur braskari,
þó hann eigi raunar stærstu
skrautfjöðrina í sparihatti Fram-
sóknar.
Á skrifstofum sildarverksmiðj-
anna á Siglufirði er brjóstlíkan
af Magnúsi Kristjánssyni og
annað af Ásgeiri Péturssyni.
Það ætti vel við að gera þriðja
brjóstlíkanið — af Óskari Hall-
dórssyni.
Fjarri fer því að dregið hafi
úr starfsþreki Óskars og athafna
löngun með árunum. Hitt dylst
engum. að hann er orðinn ráð-
settari og gætnari en fyrrum.
Hann er búinn að „hlaupa af
sér horninú Trú hans á framtíð
landsins, grundvallaða á sjávar-
útvegi, og einkum síldariðnaði,
haggast ekki. Hann hefur ein-.
hvern tíma sagt, a'ð sig langaði
mest til að eignast síldarverk-
smiðju. Allt bendir til þess að
sú ósk rætist.
Þeir, sem þekkja Óskar Hall-
dórsson, munu geta unnt honum
þess, að hann fái notið krafta
sinna um langan aldur. í eigin
þágu og alþjóðar.
Á. J.