Ísland - 17.06.1943, Blaðsíða 4
4
I S L A N D
íslenzki fáninn
Framh. af 1. síðu.
óskir um það, sem þeir kjósi helzt
að innræta sér og vefa inn í skap-
gerð sína heldur en sem frásagnir
um sina eigin eðliskosti.
Þetta þrennt: skáldhneigð og dul-
rænt eðli, sannleikshollusta (vit-
rækt), og kærleikur — er vissulega
„heilög þrenning“, sem enginn ein-
staklingur og engin þjóð má án vera.
Oss íslendingum er heiður að því
að lýsa því yfir, að vér viljum dýrka
þessa heilögu þrenningu, með þvi
að hafa tákn hennar í fána vorum.
íslenzki fáninn er krossfáni. Með
því að hafa merki krossins í fána
vorum, lýsum vér því yfir, að vér
viljum leggja stund á og tlíeinka
oss það, sem krossinn táknar, en það
er sjálfsagi og sjálfsfórn, auk þess
sem segja mætti og, að með þessu
séum vér að gefa tli kynna, að vér
viljum kristnir vera. Annars er
merki krossins kristindóminum
miklu eldra, og hefur stundum ver-
ið litið á það sem merki MANNSINS
fyrst og fremst, ef tii vill vegna þess,
að það minnir á sköpulag mannsins,
og ekki síður hins ’vegna, að þróun-
arbraut mannsins er yfirleitt erfið
og miklum takmörkunum háð. ís-
lendingar hefðu áreiðanlega gott af
því, ekki sízt á þessum síðustu tím-
um, að gera sér grein fyrir því, sem
kalla mætti þróunargildi erfiðleik-
anna. og að SÖNNUM MANNDÓMI
er einatt nokkur hætta búin, þegar
vellíðunin fer að verða mjög mikil.
Þeir mættu gjarna vera meiri
KROSSMENN i þessum skilningi en
þeir eru.
III.
Satt að segja, hef ég furðað mig
dálítið á því, hve lítið hefur verið
gert, bæði af hálfu íslenzkra stjórn-
arvalda og annarra íslendinga, til
þess að hvetja sem flesta hér á Jandi
til þess að eiga hinn íslenzka fána
og gera veg hans að öðru leyti sem
mestan. Sannleikurinn er sá, að allir
húseigendur ættu að eiga hann til
þess að geta haft hann uppi við öll
hátíðleg tækifæri, og á hverju is-
lenzku heimili ætti að vera til ís-
lenzkur borðfáni. Á „ástands“-tím-
um síðustu ára hefði átt að hefja
mikla sókn i þessu efni og herja á
sinnuleysið. Nú dettur mér ekki í
hug að halda, að ekki væri unnt að
vera góður og þjóðhollur íslending-
ur, þótt ekkert þjóðlegt einingarákn
væri til. En hitt er ég ekki í neinum
efa um, að útbreiðsla fánans og rétt-
ur skilningur á þýðingu hans, bæði
hinni hagnýtu og hinni táknrænu,
mundi mjög glæða þjóðarvitund og
þjóðernistilfinningu, og mundi fleira
gott á eftir fara. Þetta er sálfræði-
legt atriði, sem vér höfum ekki ráð
á að fyrirlíta, — og þvi aðeins hé-
gómamál, að þjóðernismálin séu það
líka.
IV.
Táknmál og likinga er að mörgu
leyti æðra þvi máli, sem vér tölum
hversdagslega, og það krefst meira
skáldeðlis og innsæis en hið venju-
lega málfar vort. — Hvar sem þjóð-
arfáni blaktir, talar hann með ein-
hverjum dularfullum hætti máli
hlutaðeigandi þjóðar, þylur sögu
hennar og syngur tvísöng við blæinn
um óskir hennar og drauma. — í
þjóðarfána er samanþjöppuð hug-
sjónaorka heillar þjóðar, — og for-
tíð, nútíð og framtíð mætast þar
eins og í einum punkti. — Þjóðar-
Til sölu eru 20 smálestir af
járnbrautartemuin.
GEIR ZOE6A
Strandgötu 7, Hafnarfirði. — Sími 9099.
Framtíðarfralsi
Framh. af 1. síðu.
Þegar Jónas Jónsson tók sjálf-
stæðismálið upp fyrir rúmum
tveimur árum, skrifaði Jóhann
Jósefsson, alþ.m., langa og skil-
merkilega grein um málið í blöð
sjálfstæðismanna. Hann svarar
þeirri kenningu Jónasar Jóns-
sonar, að um vanefndir séu að
ræða af hálfu konungs og Dana:
„Allir vita að hér er ekki
um vanefndir að ræða í
þeim skilningi, sem það orð
er venjulega notað. Hvorki
Dönum eða konunginum er
það sjálfrátt að ástandið
— samgönguleysið milli
landanna — er eins og það
er nú. Ef vér getum talað
um vanefndir konungs í
þessum efnum gæti hann
sagt það sama um oss. Hið
sanna er að hvorugur á sök
á þessu. — — „Metnaður
þjóðar vorrar og mikilvægi
málsins krefst þess, að með
fullum drengrskap sé á mál-
inu haldið af vorri hálfu.'1
(Leturbr. vor).
Þá spyr Jóhann: Hvert yrði
álit umheimsins? Hann minnir
á að landið hafi verið hernumið
10. maí árið áður (greinin er
skrifuð í marz 1941) og segir síð-
an: *
, Hvernig er nú líklegt að
á það yrði litið, ef íslending-
ar segðu skilið við Dam
meðan á stríðinu stendur og
kæmu á nýju stjórnarfars-
skipulagi í landinu? Sjálf-
sagt verður að taka þetta til
nákvæmrar athugunar, áð-
ur en spor eru stigin út í ó-
vissuna. því að nauðsyn
mundi landinu vegna við-
skipta við umheiminn, að
fá viðurkenningu annarra
þjóða, fleiri eða færri. fyrir
hinu nýja lýðríki. Áhætta,
og hún meiri en verjanleg
væri, hlyti að vera því sam-
fara, að koma á nýju stjórn-
skipulagi, án þess slík við-
urkenning væri íengin eða
tryggð.“ (Leturbr. hér).
Þetta sagði Jóhann Jósefsson
í marzmánuði 1941 — 4 mánuð-
um áður en við komumst undir
tvöfalt hernám. Hann hefur
ekki breytt um skoðun síðan.
T dag minnumst við þess
manns, sem vann að því ó-
sleitilegast allra landa sinna, að
tryggja framtíðarfrelsi íslenzku
þjóðarinnar. Hvenær á við að
ræða það mál, fremur en á af-
mælisdegi Jóns Sigurðssonar ?
Flestir íslendingar munu sam-
mála ríkisstjóra um það, að sam-
úð annarra mikilsmetinna þjóða
sé „lífsskilyrði fyrir öryggi um
framtíðarfrelsi og sjálfstæði ís-
lenzku þjóðarinnar.“
Við megum ekki stofna þessu
öryggi í hættu. Það er sýnilegt
að teflt er á fremsta hlunn um
samúð á Norðurlöndum og víð-
ar, ef slitin eru „öll tengsl“ við
Dani án þess að virða þá viðtals.
Sambandsmálið er til lykta leitt
og er öllum fyrir beztu að frá
því sé gengið endanlega í bróð-
erni og sátt. Allar lýðræðisþjóð-
ir heimsins berjast um þessar
mundir fyrir gagnkvæmri sam-
úð og samvinnu. Minnsta þjóðin
getur ekki án mikillar áhættu
skorizt þar úr leik.
Við megum ekki dreifa hug-
anum frá því höfuðviðfangsefni,
að tryggja efnahagslega afkomu
I þjóðarinnar, með því að auka at-
I vinnutækin þegar kostur er,
auka afköst og framleiðslu á
samkeppnisfærum vörum, auka
samúð og skilning milli atvinnu-
rekenda og launþega, koma
stjórnskipuninni í það horf, að
völdin verði dregin úr höndum
ráðríkra flokksforingja í hendur
þjóðarinnar sjálfrar. Eftir því
sem við stöndum fastar saman
um efnaleg og andleg verðmæti
þjóðarinnar, eftir því er fram-
tíðarfrelsinu betur borgið.
Þessa ber okkur að minnast
alla daga, og þó umfram allt
þann dag, sem helgaður er
minning Jóns Sigurðssonar.
Á. J.
*
fáni er því í raun og veru einskonar
eilífðartákn, og hann á að vera
hafinn yfir öll dægurmál, allar stétt-
ir og stjórnmálaflokka, öll BROT
þjóðarheildarinnar, en er vígður
þjóðinni, allri og óskiptri. — Hann
er því — ekki sízt af þessum ástæð-
um — HEILAGT tákn, sem hver
þjóð ætti að hafa í sem mestum há-
vegum.
Ýms félög og félagasambönd hafa
sína fána, og sum þeirra vígja fána
sína. — Eg held að slíkar vígslur
séu ekki að öllu leyti þýðingarlaus-
ar, þótt sumir sjái ekki annað í þeiin
en innantóman ytri sið. — En hitt
er ég sannfærður um, að íslenzki
fáninn hefur ekki ennþá fengið þá
VÍGSLU í HJÖRTUM hinnar ís-
lenzku þjóðar, sem honum ber og
sem hann þarf að fá, ef hann á að
verða það heillatákn og sá ham-
ingjuboði, sem honum er ætlað að
vera. — — Allir góðir íslendingar
ættu því að sameinast UM fána
sinn og UNDIR honum um liinn ÍS-
LENZKA MÁLSTAÐ.
Gretar Fells.
NÆSTA BLAÐ kemur út mánudaginn 28. þ. m.
Reykjavík - Stokkseyri
Okkar vinsaelu kvöldferðir til Stokkseyrar eru byrjaðar.
Frá Reykjavík klukkan 7 síðdegis.
Einnig aukaferð laugardaga og sunnudaga kl. 2 e. h.
Sími á sérleyfisstöðinni er 1585.
Farmiðar verða að kaupast með minnst eins tíma fyrir-
vara. ,
Bifreiðastöð Steindórs.
Tðlg og mðr
hefir ekki verið jafn ódýr og nú síðan snemma á árinu 1940.
Mör \ostar nú k.r. 4,00 kS-
Tólg „ „ „ 4,80 „
Allt annað feitmeti hefur á sama tíma stórhækkað í verði.
Samband ísl. samvinnufélaga,
sími 1080.
Aðalfundur
Sjóvátryggingarfélags Islands
verður haldinn á skrifstofu félagsins mánudaginn 21. þessa
mánaðar kl. 2 e. h.
Dagskrá samkvœmt félagslögum.
STJÓRNIN.
Steinsteypan, h.f.
SKÚLAGÖTU 30 — SÍMI 4978
hefir fyrirliggjandi:
Steinsteypurör og fittings —- Holstein — Hlífar
fyrir jarðstrengi. — Vikurplötur 5 og 7 cm.
Söluumboð:
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN,
Bankastræti II. — Sími 1280,