Tuðran - 01.01.2001, Síða 8
8
Lykilatriði til uppbyggingar!
Hér eftir fer smá samantekt Guðjóns Þorvarðarsonar varðandi starf 3. flokksins:
Núna er að hefjast 3. tímabil mitt með 3.flokk á Selfossi. Síðustu ár hefur margt
verið prófað og breyst í þjálfun flokksins, samfara breytingum á knattspymudeildinni.
Fyrsta árið var æfingahópurinn frekar lítill, á bilinu 12-16 strákar, svo það varð
meginmarkmið að stækka hópinn ár frá ári. Þar sem að ég var svo heppinn að
hafa ávallt góða þjálfara í yngri flokkunum, Gylfa Gísla, Tóta Ingólfs, Stebþa
Stebb o.fl., fór ég að hugsa hvað einkenndi þeirra störf. Mín niðurstaða var sú
að þeir áttu það allir sammerkt að sýna okkur strákunum gríðarlegan ÁHUGA
og STUÐNING í tengslum við fótboltann, bæði innan vallar og utan. Þetta eru
lykilorð í því sambandi að fá unglingana til að halda áfram að stunda íþróttir,
sérstaklega þegar margskonar tilboð um afþreyingu eru til staðar. Auk þess tel
ég að mikla áherslu þurfi að leggja á yngri árganginn hverju sinni, því þeir
strákar eiga oftar erfitt upþdráttar með að komast í liðið (FÁ ATHYGLI). Þess
vegna þarf að hugsa sérstaklega vel um þá og reyna að gefa þeim tilboð sem
hentar þeim.
Hvernig mátti því tryggja það að allir fengju þá athygli og stuðning sem þeir áttu
skilið, ásamt því að stækka hópinn töluvert ? Lykilatriði í því var að fá Sigurjón
Birgisson á Stokkseyri sem samþjálfara fyrir tímaþilið 2000 og að ganga til sam-
starfs við Umf. Stokkseyrar, þar að lútandi að 3. flokks strákar þaðan færu að
æfa og spila með okkar drengjum. Með því gátum við skiþt með okkur verkum,
tilkynnt bæði 11 og 7 manna lið í íslandsmóti, þannig að allir fengju að spreyta
sig.
Ásamt þessu var ákveðið að fara með flokkinn á alþjóðlegt knattspyrnumót í
Liverpool og þangað fóru 27 leikmenn (2 lið) ásamt þjálfurum og 2 gríðarlega
öflugum unglingaráðsmönnum, Stefáni Ólafs og Einari Magg. Nafnalistinn í lok
sumars taldi 31 leikmann sem allir höfðu tekið þátt í mótum sumarsins. Að
mínu mati hafa því síðustu 2 ár verið árangursrík. Auk þess má nefna að 3 -4
af þessum leikmönnum eru þegar byrjaðir að æfa og spila reglulega með meistaraflokki
og fleiri eiga eflaust eftir að feta í þeirra fótspor.
í ár er nafnalistinn þegar orðin töluvert lengri, aðallega vegna æfingahelga á
Hvolsvelli í vetur, þar sem strákar allt frá Eyjafjöllum tóku þátt. Þar eru
efnilegir strákar á ferð, en þeir munu keþpa undir merkjum síns félags,
Knattspyrnufélags Rangæinga í sumar og er það vel. Fyrirhugað er áframhald-
andi samstarf við austanmenn í einhvetju formi. Þetta mun auka hróður knattspym-
unnar á Suðurlandi og styrkja okkur til framtíðar.
Lokaorð mín til ykkar ágætu félagsmenn eru þessi:
“í stað þess að hugsa um hvað félagið getur veitt þér, skaltu hugsa um hvað þú
getur veitt félaginu”.
Knattspyrnukveðja, Guðjón Þorvarðarson.
Vel málað hús er
vel varið hús!
í tilefni af 35 ára afmæli
Málningarþjónustunnar
á Selfossi í júní veróur tilboó
á Kjörvara og útimálningu
í allt sumar.
ÁFRAM SELFOSS
Suðurgarður hf
S: 482 1666 - Fax: 482 2807 Gsm: 854 2522
Helmlllsfang: Austurvegur 6, Selfossl
en vlö flytjum á mlöju sumrl oð:
Eyrarvegl 23, Selfossl
Suðurgarður óskar knattspyrnudeild
U.M.F. Selfoss góðs gengis á
komandi sumri með baráttukveðju.
Reynsla - Gæði - Þekking - Þjonusta
SET ehf. Röraverksmiója • Eyravegur 41 • P.O. Box 83 • 800 Selfoss
Simi 480 2700 • Fax 482 2099 • Netfang: setííflset.is • Vefsiða: http://www.set.is
Hitaveituror
Afram
Plast vatnsrör
Frarennslisrör
Hlífdarrör