Tuðran - 01.04.2006, Side 12

Tuðran - 01.04.2006, Side 12
Kvennabolti á uppleið! Þaö er mikið að gerast í kvennaboltanum á Selfossi en undan- farin ár hefur markvisst verið unnið að því að hafa hér öflugt starf í kringum yngri flokka kvenna. Það er farið að skila árangri og núna er knattspyr- nudeildin með sex kvennaflokka . Flokkarnir eru: 7. 6. 5. 4. 3. og 2. fl. kvk. en sá síðast nefndi var einmitt stofnaður nú í febrúar. Þar eru að æfa stelpur sem hafa einmitt æft fótbolta upp alla yngri flokkana svo það vonandi styttist bara í meistaraflokk kvenna að nýju áður en langt um líður! Margir af þessum flokkum hafa verið að gera mjög góða hluti í vetur og oftar en ekki er Selfoss með lið í úrslitum sem segir okkur að við erum að taka skref í rétta átt í kvennaboltanum. Nýstofnaður 2.flokkur er skráður í íslandsmótið, 3.flokkur er á leið til útlan- da í æfingaferð, 5.flokkur fer til Siglufjarðar að keppa og allir flokkar hafa í nógu að snúast bæði í æfingum og leikjum. Ef við höldum áfram á sömu braut er engu að kvíða með kvennaboltann, hann er kominn til að vera. Stöndum með stelpunum okkar og segjum ÁFRAM SELFOSS- ÁFRAM STELPUR!!! ÞJÁLFARAR STELPNANNA ERU SEM HÉR SEGIR 2. flokkur kvenna: Laufey Guðmundsdóttir 3. flokkur kvenna: Guðmundur Sigmarsson 4. flokkur kvenna: Guðmundur Sigmarsson 5. flokkur kvenna: Laufey Guðmundsdóttir 6. flokkur kvenna: Ásdís Björg Ingvarsdóttir 7. flokkur kvenna: Ásdís B. Ingvarsdóttir Sjá má æfingartíma flokkanna á öðrum stað í blaðinu og að sjálfsögðu eru allar nýjar stelpur velkomnar að koma að æfa. Eins eru að hefjast æfin- gar fyrir börn fædd 2000-2001 en það verður aulýst síðar. Laufey Guðmundsdóttir, þjálfari. 5. flokkur kvenna Selfoss. Með boltakveðju, Laufey Guðmunsdóttir, þjálfari. Stuðningsmannaklúbbur knatt- spyrnudeildar var stofnaður í október- mánuði 2004 og er því kominn vel á annað starfsár. Klúbburinn hefur aðal- lega unnið að því að styðja við bakið á þjálfara og leikmönnum meistaraflokks með ýmsum hætti. Eins hefur hann staðið fyrir uppákomum fyrir félags- menn og á síðasta sumri komu félags- menn að vinnu á leikdögum á Selfossvelli m.a. með gæslu að ógleymdri þeirri skemmtilegu umgjörð sem þeir bræður og klúbbfélagar Kjartan og Einar ,,EB“ Björnssynir stóðu fyrir með tónlist og ógleymanlegum kynningum. Sífellt er unnið að því að bæta við félagatöluna en núna eru félagsmenn vel rúmlega hundrað. Betur má ef duga skal og því hvetjum við alla sem ekki hafa nú þegar skráð sig að gera það hið fyrsta, stjórnarmenn klúbbsins verða með skráningareyðublöð á heima- leikjum félagsins í sumar og eins er hægt að nálgast nánari upplýsingar um klúbbinn og skráningu á heimasíðu Knattspyrnudeildar www.selfossfc.com Gleðilegt knattspyrnusumar Áfram Selfoss! Stjórnin. www.arvirkinn.is Viö styðjum Selfoss 12

x

Tuðran

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tuðran
https://timarit.is/publication/740

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.