Árdís - 01.01.1962, Page 20

Árdís - 01.01.1962, Page 20
18 ÁRDÍ S Aldarminning EMILY VIGFÚSSON Á iþessu ári, 1962, teljast vera liðin eitt hundrað ár síðan byrjað var að stunda hjúkrunarstörf sem sérfræðigrein. Að þetta komst í framkvæmd var að mes'tu fyrir atorku einnar manneskju, Florence Nightingale. Má heita, að hún helgaði þeirri göfugu hugsjón allt sitt líf, að bæta kjör þeirra, sem áttu við eymd og sjúkleik að stríða, ffá því að hún var unglingur til þess tíma er hún dó, þá orðin níræð. Florence Nightingale var fædd í bænum Florence í ítalíu árið 1820. Voru foreldrar hennar, Fanny og William Edward Nightingale, þar á ferðalagi. Þau áttu heima á Englandi, og voru af ríku fólki. Eyddu þau mikið af tíma sínum í samkvæmislíf, þegar þau voru ekki að ferðast. Þegar Florence fór að stálpast, fann hún sárt til þess hvað þetta líf var tilgangslaust og langaði1 til að gjöra eitthvað þarflegt og gott af sér, en hún varð að fylgjast að með foreldrum sínum og eldri systur. Þegar hún var átján ára, voru þær syst- ur kynntar við hirðina. Var þar mikið um dýrðir. Var móðir þeirra ánægð hvað dætur hennar voru eftirsóttar 1 veizluhöldin, en Florence hafði samvizkubit af öllu saman. Nokkru seinna kynntist hún manni, sem hafði svipaðar hug- myndir og hún um það, að hægt væri að bæta kjör alþýðunnar. Þau felldu hugi saman, en ekki lágu samt leiðir þeirra saman, því hin sterka löngun að líkna þeim, sem voru fátækir og sjúkir, var öllu yfirsterkari. Fólkið hennar stóð á móti því sem mest það gat, að hún gæfi sig að þessu starfi — fannst það ekki sam- boðið henni að umgangast fólk af þessu tagi. Á þessum tíma voru öll sjúkrahús í mikilli niðurníðslu, mest fyrir þekkingarleysi. Vann hún hvíldarlaust að því að safna upp- lýsingum um ástandið þar og koma þessu á framfæri við þá, sem höfðu áhrif í stjórninni. Sérstaklega var það einn stjórnmála- maður, Sidney Herbert, sem síðar varð hermálaráðgjafi, sem barð- ist með henni fyrir þessum umbótum.

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.