Árroði - 08.11.1933, Qupperneq 6

Árroði - 08.11.1933, Qupperneq 6
78 Á R R 0 Ð I set ég fagran sigurkross sængina yfir mína. Gef mér, Drottinn, góða nótt, svo gleymdum sútum hafni. Svo skal blunda sætt og rótt í signuðu Jesú nafni. Úr dagbók lífs míns. Frh. Pá svífur hugurinn að nýju til fyrstu æskustöðvanna, sem mér eru í fersku rninni, og dett- ur þá fyrst í hug ásigkomulag staðháttanna, eins og ég kyntist þeim sem barn. Mig minnir að foreldrar mínir hafi búið í dálitlum húskofa, er bygður var uppi á lítilli gras- lendisflöt sunnan við bæjarrönd- ina, og par á milli lá stétt eða hlað, sem svo var kallað, milli áður nefndra bæja. En austan undir nefndri grasflöt lágu trað- ir, nokkuð niðurgrafnar, suður yfir læk eða farveg, sem leiðin lá um þegar farið var að Syðri- Steinsmýri eða lengra, og lágu þær aðallega frá eystri bænum, er amma mín sál. og maður hennar bjuggu í. Vesturbæjar- bygðin var nokkru norðar með gangstéttinni, eða sem næst í útnorður frá okkar kofa. Lítill kálgarður var austan megin nefndra traða, beint suður af syðri bænum, og voru þar, að mig minnir, ræktaðar næpur og rófur. Annars var víða lítið um kál- garðsrækt á þeitn árum, en jókst, er fram liðu stundir. Nú er orðið lapgt síðan hús- stæðið okkar var niðurbrotið í rófu- og kartöflugarða. Auk garða við bæinn hafa verið ræktaðar kartöflur í smá- reitum og kiipum uppi í hraun- brúninni. Par er sendinn jarð- vegur og skjól gott, og mun oft hafa sprottið vel í góðum árum þar. Ég hefi áður getið um það, hvernig Niðurbænum var fyrir- komið neðan undir aðal hálend- inu, og var það að sumu leyti fremur til óþæginda, að fenni var þar geysimikið ( byljatíð á veturna. Pað bætti ekki heldur úr, að heygarður og hlöður stóðu á hólrana niður úr aðal-hálend- inu austan undan bænum, og er mér í barnsminni síðast er ég dvaldi þar, hversu miklar fannir hlóðust þar að. Það sást ekkert nema upp í loftið, eftir byljina, er út var komið, og tröppur varð að moka í skafl- ana, og ganga upp sem stiga upp frá húsadyrunum, álíka og þegar gengið er upp stiga, upp með húsum hér í Reykjavík til

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.