Árroði - 08.11.1939, Page 3

Árroði - 08.11.1939, Page 3
ÁRROÐI ♦----------------------------| Á R R O Ð I Málgagn Félags ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík. Ritstjóri: Ág. H. Pétursson. Áskriftargjald: Kr. 1,50 árg., en í lausasölu 15 aura ein- takið. Utanáskrift: F. U. J. Reykjavík. Alþýðuprentsmiðjan h.f. I----------------------------1 STOFNUN F. U. J. Frh. af 1. síðu. — myndað sín eigin samtök. Nú voru kraftar alþýðuæskunnar sameinaðir í einu félagi, er vinna átti að skipulagningu starfseminnar í framtíðinni. Eftir að svo var komið, var það vitað mál, að ekki myndi reyn- ast eins auðvelt fyrir íhalds- öflin i landinu að liggja á mál- efnum æskunnar. Eins og vænta mátti var eitt af aðaláhugamálunum að fá því til leiðar komið, að kosningar- rétturinn væri miðaður við 21 árs aldur. Og eftir mjög harða og stranga baráttu alþýðuæsk- unnar og Alþýðuflokksins tókst að bera það mál fram til sigurs á Alþingi. Það æskufólk, sem þarna hófst handa og stofnaði fyrstu samtökin á meðal ungra jafn- aðarmanna, má sannarlega kalla brautryðjendur. í starfi sínu sýndi það mjög mikinn á- huga, dugnað og fórnfýsi, er því mun seint verða fullþakk- að. Og hin íslenzka alþýðuæska kunni að meta þetta brautryðj- endastarf að verðleikum. Á næstu árum á eftir flykktist hún svo inn í raðir ungra jafn- aðarmanna, að félagatalan skipti brátt hundruðum. Áhugi alþýðuæskunnar fyrir hagsmunamálum æskulýðsins í landinu var vakinn, og nú vildi hún ekki lengur standa álengd- ar sem áhorfandi, heldur taka virkan þátt í því starfi, sem ver- ið var að vinna henni sjálfri og alþýðunni allri til heilla. Fundarstarfið í Félagi ungra jafnaðarmanna var í fyrstunni mjög mikið. Voru umræðufund- ir haldnir með stuttu millibili og voru að jafnaði margir ræðu- menn og umræður þar af leið- andi miklar og á köflum all- snarpar, enda varla við öðru að búast, þar sem hér átti hlut að máli æskufólk, er ræddi sín brennandi áhugamál. Margir umræðufundir voru haldnir með andstæðingunum, og urðu endalok þeirra jafnan þannig, að ungir jafnaðarmenn máttu vel við una. Alþingishátíðarárið 1930 fóru fram bæjarstjórnarkosningar, og voru það fyrstu kosningarn- ar eftir félagsstofnunina. í þeirri kosningabaráttu unnu ungir jafnaðarmenn með svo miklum dugnaði, að þess verð- ur ávalt minnzt, er um samtök þeirra verður rætt eða ritað. Þá gaf félagið út sitt fyrsta kosn- ingablað, er var dreift út um bæinn í þúsundum eintaka og félagarnir unnu á allan hátt að sigri Alþýðuflokksins. Mun ó- hætt að fullyrða, að Félag ungra jafnaðarmanna hafi átt stóran þátt í þeim kosninga- sigri, er Alþýðuflokkurinn vann þá. Það má segja, að starfsemi F.U.J. hafi fyrstu árin aðallega beinzt að hinu raunverulega út- breiðslustarfi. Mjög mikil á- herzla var lögð á það, að félag- ið yrði sem allra fjölmennast, án tillits til þess, hvernig hinni innri félagsbyggingu væri hátt- að, og að ekki hafði verið lagð- ur traustur grundvöllur undir fræðslustarf félagsins í fram- tíðinni. Enda kom það brátt í ljós, er árin liðu, að þessi starfs- aðferð var ekki sú rétta, er fé- laginu bar að vinna eftir á kom- andi tímum. Þes$ vegna hefir nú hin síðari ár verið unnið all- mikið að því að breyta innri starfsemi félagsins. Er nú lagt allt kapp á að skapa sem flestum félögum á- kveðið hlutverk við þeirra hæfi. Og með auknum starfshópum má teljast víst, að takast megi að skapa hverjum einasta fé- laga ákveðið þroskandi verk- efni til að vinna að. Þegar félagsstarfinu er þann- ig fyrir komið, má óefað telja, að félagið sé á góðri leið með að verða sá félagsmálaskóli al- þýðuæskunnar, er hinir hug- djörfu stofnendur þess sáu hylla undir í framtíðarfyrir- ætlunum sínum. Á þessum tímmótum í sögu Félags ungra jafnaðarmanna, er það nú í dag fyllir 12. árið, á ég enga betri ósk því til handa en að það verði hinn raunveru- legi félgsmálaskóli alþýðuæsk- unnar, er verði þess megnugur að ala upp þá starfskrafta, er koma mega að gagni í barátt- unni fyrir bættri afkomu og menningu alþýðu í landinu. | Nýstárleg bók j |j Förumenn, I. bindi, jj Dimmuborgir j; eftir Elínborgu Lárnsdóttur j; ;; Bókin lýsir íslenzku !; fólki í íslenzkri sveita- jl !; byggð — högum þess ;; !| og háttum á síðari '1 ;! hluta 19. aldar. Inn í frá- ;; ;; sögnina fléttast þjóð- !; ;! trúin samhliða hinum ;! ;; sérkennilegu og harla !; 1! ólíku myndum föru- ; 1 ;; manna. Þetta er bókin, !; sem allir þurfa að lesa ;! ;; og eiga. ;| Áoæt tæbifærisgjöi. jj Munið árshátíð F.U.J. í kvöld.

x

Árroði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.