Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Side 3
Eftir Ásgeir H.
Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
É
g er hingað kominn til þess að berjast
fyrir frelsið, sannleikann og Am-
eríku.“ Þannig lýsir Súperman til-
gangi sínum á jörðinni fyrir Louis
Lane í fyrstu kvikmyndinni um síð-
asta son Krypton. En hver er sann-
leikurinn um Ameríku, hverju myndu ofur-
hetjur raunverulega berjast fyrir í þeim heimi
sem við byggjum?
Sú spurning hefur vafalítið verið þeim Alan
Moore og Frank Miller ofarlega í huga þegar
þeir gjörbyltu ofurhetjuarfleifðinni og afbyggðu
hana árið 1986. Miller með The Dark Knight
Returns og Moore með Watchmen, tveim sög-
um sem enn þann dag í dag eru hornsteinn
þeirrar endurreisnar myndasögunnar sem átt
hefur sér stað síðustu tuttugu árin – og það er
varla tilviljun að rúmum tuttugu árum síðar
komi The Dark Knight (myndin er ekki byggð á
sögu Miller en sækir hins vegar öðrum Batman-
myndum fremur í þá arfleifð heimspekilegs
Blaka sem Miller var upphafsmaður af) og
Watchmen út með minna en árs millibili. Am-
eríka er farin að spyrja sig og ofurhetjur sínar
spurninga enn á ný – og líklega er ofurhetjan
bandarískust allra gilda, gott ef ekki ameríski
draumurinn holdi klæddur. En í draumi sér-
hverrar þjóðar er fall hennar falið.
Nixon eða Reagan
Breski myndasöguhöfundurinn Alan Moore
hafði raunar áður tekist á við breska ofurhetju-
arfleifð í Captain Britain skömmu áður, en út-
gangspunktur Watchmen er nútími þess tíma –
1985 eins og Moore ímyndar sér það ef ofur-
hetjur hefðu verið til staðar síðustu sextíu árin.
Þessi Ameríka er vissulega keimlík þeirri sem
var til staðar en þó er ýmislegt breytt, til dæmis
virðist ein af vafasamari hetjunum hafa komið í
veg fyrir að þeim Woodward og Bernstein tæk-
ist að fletta ofan af Watergate og því er Nixon
enn forseti, fimmta kjörtímabilið í röð.
Bókin ýjar þó að því að þessi Ameríka sé ansi
fasísk án þess þó að beinlínis sýna þann fasisma
mikið, en um leið og það má kenna ofurhetj-
unum um að Nixon sé enn í Hvíta húsinu þá
benda líkindin við hið raunverulega 1985 til þess
að Moore telji Reagan ekki mikið skárri kost.
Enn athyglisverðara er þó að skoða pólitík
meðlima Watchmen (það er vandasamt að þýða
nafn hópsins, hann vísar bæði í klukkur og það
hvernig ofurhetjurnar eru gæslumenn, jafnvel
nokkurs konar orwellískur Stóri bróðir -1985
sem framhald af 1984?). Einn þeirra er kallaður
nasisti í bókinni, annar er afskaplega ógeðfelld-
ur öfgahægrimaður (en þó á endanum í vissum
skilningi hetja verksins sökum einurðar sem hin
hafa ekki til að bera) og sá þriðji og öflugasti
lætur sig hafa það að vera notaður sem eins
konar gereyðingarvopn þegar ríkisstjórninni
hentar, hetja sem Rússum stafar meiri ógn af
en sjálfri kjarnorkusprengjunni. Eini vinstri-
sinnaði meðlimur hópsins er svo ófyrirleitinn
kaupahéðinn með stórmennskudrauma sem
notar vafasöm meðul til þess að sameina mann-
kynið. Þá eru ótaldar tvær veikustu hetjurnar,
Nite Owl og Silk Spectre. Þau eru í raun tákn-
gervingar mennskunnar í sögunum, skoðanir
þeirra og lífssýn rímar við hinn almenna borg-
ara enda upplifir lesandinn söguna mest í gegn-
um þau. Þá kemur fram að sumir forverar
þeirra í Mínútumönnunum döðruðu við nasisma
og virðist Moore þar reyna að draga línu frá Of-
urmenni Nietzsches til ofurmenna myndasagn-
anna og ofurmennishugmynda nasista. Súp-
erman sjálfur flaug þó í aðra átt. Skömmu eftir
að hann hjálpaði Frökkum í baráttu sinni við
Þjóðverja (löngu áður en Bandaríkjamenn urðu
þátttakendur í stríðinu) fékk hann á baukinn í
vikuriti SS, Das Schwarze Korps, en þeir velta
meðal annars fyrir sér hvort maður á baðfötum
fái inngöngu í höfuðstöðvar Þjóðabandalagsins
– og ekki bætti úr skák að upprunalegir höf-
undar Súpa voru tveir gyðingar.
Myndasöguhöfundar létu þó ekki þar við sitja
í umfjöllun um kalda stríðið og ofurhetjur. Fyrir
sex árum sneri Mark Millar hressilega upp á
goðsögnina um Ofurmennið þegar hann lét eld-
flaug kornabarnsins Kal-El villast af leið og
lenda í Úkraínu í stað Kansas. Úr varð epísk
hvað-ef saga, Superman: Red Son, þar sem Su-
perman er hvort tveggja í senn, orwellískur
Stóri bróðir og arftaki Jósefs Stalín – á sama
tíma er það Lex Luthor sem ræður ríkjum í
Bandaríkjunum. Rétt eins og í Watchmen raska
ofurhetjurnar valdajafnvæginu og skapa þar
með nýja og ferska leið til þess að skoða Kalda
stríðið og ógnina sem fylgdi því, ógn sem er erf-
itt að skilja að fullu eftir á í heimi þar sem mann-
kynssagan hefur dæmt þessa ógn meinlausa.
Eins spyrja þessar nýju ofurhetjusögur
þeirrar spurningar hvort okkar sterkasta sjálf
sé endilega okkar besta sjálf – er sá sterkasti
endilega sá sem er best fallinn til þess að bjarga
heiminum? Er hann ekki líklegri til þess að
halda bara áfram að slást?
Eftir afbygginguna
En af hverju er alltaf verið að segja þessar sög-
ur aftur? Fjölmargar kynslóðir hafa alist upp
við myndasögublöð en það er fyrst núna und-
anfarna áratugi sem þær eru farnar að hafa þá
vigt sem ætla mætti að væri eðlileg. Nú eru að
koma upp kynslóðir sem sjá Súperman og Bat-
man frekar sem goðsagnir heldur en popp-
kúltúr. Eru þeir Hamletar og kristgervingar
tuttugustu aldarinnar og lestur þeirra oft tákn-
ræn uppreisn gegn eigin vanmætti? Vald nú-
tímans er oftast nær ósýnilegt, stórfyrirtæki og
ríkisstjórnir sem öllu stjórna í krafti þess að
þær eru bak við fleiri og fleiri svið lífs okkar og
varpa sprengjum með mikilli nákvæmni af
himnum ofan.
Nú er nýhruninn sá heimur sem hægri menn
bjuggu okkur, heimur þar sem kerfið, hin ósýni-
lega hönd markaðarins, kramdi á endanum ein-
staklinginn og allan hans frjálsa vilja. Rétt eins
og ríkisvald kommúnismans kramdi ein-
staklinginn áður. Stjórnmálakenningar virðast
flestar duga fjandi vel til þess arna. Þá virðist
stundum eina svarið vera að klæða sig upp í
spandexbuxurnar og skikkjuna og flytja fæðing-
arstaðinn til annarrar plánetu. Plánetu sem tor-
tímdi sjálfri sér vel að merkja – Súperman var
sá eini sem náði að snúa á alla spillinguna á
Krypton, sá eini sem lifði af. Kannski farnast
okkur betur – en vonandi geyma einhverjir
framsýnir foreldrar örlítið geimskip í bakgarð-
inum hjá sér, til öryggis.
Klukkugengið Dr. Manhattan vakir yfir þeim Rorschach, Ozymandias, Næturuglunni, Silkivofunni og Spaugaranum sem og öðrum íbúum New York-borgar.
Afbyggðar ofurhetjur
Ofurhetjurnar hafa
fengið ófáar andlistlyft-
ingar í gegnum árin og
endurnýjast með hverri
kynslóð. Nú síðast bíó-
útgáfa kaldastríðshetj-
anna í Watchmen.
Líklega er ofurhetjan
bandarískust allra
gilda, gott ef ekki Am-
eríski draumurinn holdi
klæddur. En í draumi
sérhverrar þjóðar er
fall hennar falið.
Afbyggðar ofurhetjur
VEFVARP mbl.is
V
issulega má færa gild rök fyrir því að
ýmsar helstu persónur heims-
bókmennta fyrri alda hafi í raun verið
ofurhetjur – og fornir guðir sem flestir eru
hættir að trúa á, svo sem þrumuguðinn Þór
og Herkúles, hafa gengið í endurnýjun líf-
daga sem nútíma ofurhetjur.
Ofurhetjurnar sem við þekkjum úr mynda-
sögum fæðast þó á fjórða áratug síðustu ald-
ar og voru nokkuð merkilegur kokteill, settur
saman úr ofurmennishugmyndum Nietszc-
hes, gólemi gyðinga og tvífarahugmyndum
Freuds, Goethe og Robert Louis Stevenson.
Flestir skaparar hetjanna voru gyðingar og
tengslin við góleminn má lesa betur um í
sögu Michael Chabon, The Amazing Advent-
ures of Kavalier & Clay.
DC Comics og Marvel Comics gefa flestar
ofurhetjurnar út og eru meira en bara út-
gáfufyrirtæki í raun, því ofurhetjuheimarnir
skiptast í raun upp í DC-heiminn og Marvel-
heiminn. DC er eldra og helstu
hetjur þeirra (Súperman, Batman
og Wonder Woman) eru upprunnar
á fjórða og fimmta áratug síð-
ustu aldar en á sjöunda ára-
tugnum fór Marvel útgáfan
verulega að láta að sér
kveða með Köngulóarmann-
inum, Kapteini Ameríku, Hulk,
X-Men, Járnmanninum og fleirum.
Þessar nýju hetjur svöruðu kalli
tímans betur en hetjur DC sem
enn voru fastar í saklausari
fortíð, nokkuð sem DC hefur
þó leiðrétt undanfarin ár því
þeir hafa verið mun duglegri
að hugsa sínar hetjusögur upp
á nýtt – en hugsanlega hefur
bara ekki verið sama þörf á
því hjá Marvel ennþá.
Spilling hinna saklausu
Myndasagan hefur oft verið nefnd níunda
listgreinin, enda bæði sú yngsta og sú sem
var síðust til þess að fá viðurkenningu. Hún
hefur þróast á afskaplega mismunandi hátt í
Evrópu, Ameríku og Japan. Í Japan þá er
langt síðan myndasagan, manga, fékk við-
urkenningu og þar er breiddin í myndasögum
ekki ólík því sem við á Vesturlöndum erum
vön þegar kemur að skáldsögum og kvik-
myndum.
Hér á Vesturlöndum var myndasagan lengi
helst ætluð börnum og á Bandaríski sálfræð-
ingurinn Fredric Wertham ekki lítinn þátt í
því. Hann skrifaði árið 1954 áróðursrit gegn
myndasögum, Seduction of the Innocent,
sem var notað til þess að herða mjög á rit-
skoð- unarreglum myndasagna og lokaði
hana um leið tímabundið inní
barnasögugettóinu.
Í kringum 1980 varð hins
vegar algengara að mynda-
sögur væru gefnar út í
skáldsögubroti og voru
þá kallaðar graphic no-
vels í staðinn fyrir comic
books, nafngift hugsuð
til þess að aðgreina
fullorðinssögurnar frá
barnasögunum, sem
voru þó margar að fást
við alvarlegri málefni
en þær fengu viðurkenningu
fyrir. Upp úr þessum jarðvegi
spruttu svo ekki bara afbygg-
ingar á ofurhetjuminninu heldur
líka verk sem tóku á mannkyns-
sögunni eins og MAUS og Persepol-
is og sögur sem takast á við sjálfan
guðdóminn eins og Sandman.
Uppruni ofurhetjunnar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2009 Lesbók 3MYNDASÖGUR