Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Síða 4
N
ýjasta verk þýska jöfursins Werner
Herzog nefnist Encounters at the End
of the World (Samverustundir á
heimsenda). Óhætt er að segja að Her-
zog sé eini leikstjórinn í heiminum sem á að
baki svo yfirnáttúrlegan og að öllu leyti undur-
furðulegan feril að mynd sem þessi geti talist
„rökleg“ viðbót við heildarverkið. Encounters
er tekin upp á frosnum auðnum Suðurskauts-
lands, sem og í djúpinu undir ísnum, og skráset-
ur fundi leikstjórans við fólkið sem hann fyr-
irfinnur í McMurdo-stöðinni, höfuðvígi
mannskepnunnar í þessari eyðilegu heimsálfu
og aðalnýlenda vísindahópa af ýmsu tagi. Her-
zog þræðir sér fimlega leið um þessa byggð með
myndavélina að vopni, hann hefur einlægan
áhuga á hvötum og sálarlífi þeirra sem borist
hafa með vindum á hjara veraldar. Vísinda-
samfélagið í McMurdo verður í meðförum hans
að sérkennilegri og tímalausri kommúnu
frjálsra anda og draumóramanna. Það er
reyndar dálítið eins og Herzog krefjist þess að
viðmælendurnir séu allir á sömu bylgjulengd og
hann sjálfur og hugsanlega má túlka slíkt við-
horf sem yfirgang. Sérviskulegar og oft bráð-
fyndnar spurningar Herzogs slá þó vopnin úr
höndum gagnrýnenda, og brátt fyllist maður
aðdáun yfir því hversu vakandi leikstjórinn er
fyrir fegurðinni sem býr í dagfarslegum smáat-
riðum, og hversu opinn hann er fyrir fantasíu og
spuna.
Andspænis alheimnum
Encounters er framleidd af bandarísku sjón-
varpsstöðinni Discovery Channel og í samvinnu
við The National Science Foundation, en síð-
arnefnda stofnunin rekur einmitt McMurdo
stöðina. Þá var myndin nýverið tilnefnd til ósk-
arsverðlauna, líkt og mynd Herzogs frá 2005,
Grizzly Man, sem fjallaði um dýravininn Tim
Treadwell sem hélt langdvölum til í óbyggðum
Alaska og reyndi þar að vingast við grábirni.
Ólíkt Grizzly Man fjallar Encounters reyndar
ekki um tiltekna persónu, né er auðvelt að ein-
angra viðfangsefni myndarinnar, hér vinnur
Herzog með hugleiðingar og afstrakt ritgerð-
arform; viðmælendur eru fjölmargir og eiga í
sjálfu sér fátt sameiginlegt annað en auðnina
sem umlykur þá. Hvað þetta varðar má reyndar
sjá einkenni sem löngum hefur verið sem fastur
stuðull í verkum Herzogs – náttúruöflin eru sett
í forgrunn og mannfólkið, sem ekki er beinlínis
aumt í samanburði við ofgnótt náttúruheimsins
heldur miklu frekar ómarkvert, líkist sam-
ansafni statista í risavöxnu listaverki sem er
mannlegri vitund algjörlega framandi. En þessi
lausbeislaða frásagnarformgerð, sem er öllu
jafnan heillandi og opinberandi, verður bók-
staflega unaðsleg þegar hljóðrásin bætist við,
en þar leikur Herzog lausum hala, eins og oft
vill vera í heimildarmyndum leikstjórans, og
deilir með áhorfendum vangaveltum sínum um
lífið og tilveruna, mörgæsir og íshella, þróun lífs
á jörðinni og það hversu forkastanlegt það sé að
jógastöð skuli vera rekin á Suðurskautslandi.
Hið upphafna tillitsleysi
Velgengni Encounters er að mörgu leyti vitn-
isburður um þá endurnýjun lífdaga sem kvik-
myndaleikstjórinn Werner Herzog hefur geng-
ið í á síðustu árum. Segja má að þegar
kvikmyndaáhugamenn uppgötvuðu þá hlið í
heildarverkinu sem snýr að heimildarmyndum
hafi hugmynd þeirra um leikstjórann gjör-
breyst; í staðinn fyrir mynd af útbrunnum
stjórnanda leikinna mynda birtist okkur leik-
stjóri sem hefur alla tíð unnið markvisst á
mörkum hins sannferðuga og hins skáldaða;
leikstjóra sem hefur yfirheyrt og rannsakað
hæfileika kvikmyndamiðilsins til að miðla veru-
leikanum og því sem er handan hans, hinu göf-
uga og upphafna tillitsleysi alheimsins. Þá er
ljóst að svipuð þemu og í leiknu myndunum
gera vart við sig í heimildamyndunum: þrauta-
ganga einstaklingsins á vit hins ómögulega og
óskiljanlega er hið eilífa viðfangsefni Herzogs,
sem og tilvistarleg bölsýni sem eignar mann-
inum ekkert annað en fjarstæðukenndan sjálfs-
birgingshátt.
En það að erfitt sé að henda reiður á afmörk-
uðu viðfangsefni í nýjustu mynd Herzogs verð-
ur í raun til þess að viðfangsefnið virðist vera
allur heimurinn; eyðilandið sem birtist í Suð-
urskautslandi er í huga Herzogs tákn um fram-
tíð mannkyns og veraldarinnar. Eins og hann
segir undir lok myndarinnar: „Viðvera okkar á
þessari plánetu virðist ekki endurnýjanleg. Vís-
indamenn ræða um hnattræna hlýnun og marg-
ir eru sammála um að endalok mannlífs á jörð-
inni séu bæði fyrirsjáanleg og óumflýjanleg. Líf
mannverunnar er hluti af röð hörmunga og
stórslysa, líkt og þegar risaeðlurnar liðu undir
lok. Við erum næst. Og þegar við erum farin,
hvað gerist þá, eftir þúsund ár? Geimveru-
fornleifafræðingar munu koma til Suðurskauts-
landsins í leit að svörum um hvað við vildum
eiginlega hér í þessu yfirgefna eyðilandi – og
kuldinn varðveitir allt. Það sem geimverurnar
munu finna er þetta“, segir Herzog meðan
grímuklæddur maður heldur á gaddfreðnum
gljáfiski. Þetta að mati Herzogs er það sem
mannkynið skilur eftir sig – styrja í íshelli á
hjara veraldar. Maður veit ekki hvort maður á
að gráta eða hlæja. Og það er aðall Herzogs,
hann afvopnar áhorfendur og sýnir þeim nýja
heima. vilhjalmsson@wisc.edu
Encounters at the End of the World (2008) | Werner Herzog
MYNDIR VIKUNNAR
BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON
Eyðilandið
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2009
4 LesbókKVIKMYNDIR
Þar til Berlusconi valhoppaði inn á stjórn-
málasviðið var Giulio Andreaotti án efa al-
ræmdasti stjórnmálamaður ítalskrar eft-
irstríðssögu. Hann varð forsætisráðherra sjö
sinnum, en hröklaðist iðulega úr valda-
stóli sökum spillingarmála. Fjarvera
hans frá kjötkötlunum var þó aðeins
tímabundin, líkt og ókindin í djúpinu
sneri hann ávallt aftur. Ítrekaðar
ákærur á hendur honum fyrir tengsl
við mafíuna endurspegla hins vegar
myrkustu hliðar ítalskra stjórnmála.
Andreaotti má sjá sem holdgerving
þess sem farið hefur úrskeiðis í pólitísku
lífi Ítalíu síðustu áratugi. Það er
þó aðeins með erf-
iðismunum sem hægt
er að kalla Il Divo eftir
Paolo Sorrentino ævisögulega kvikmynd, enda
þótt hún geri lífshlaupi Andreaotti skil – hún
er of meðvituð um form ævisögulegra kvik-
mynda til laga sig að hefðinni; í raun mætti
lýsa henni sem póstmódernískri hugleið-
ingu um spillingarveldi og embættis-
mannakerfið. En þrátt fyrir „dauf-
legt“ viðfangsefni – jakkafataklædda
stjórnmálamenn – er myndin lífleg,
útsjónarsöm og rokkuð, hún er í
raun eins og harðkjarna rokklag sem
þrátt fyrir gagnrýna afstöðu til sam-
tímans og samfélagsins leggur sér-
staka áherslu á viðmótið og andrúms-
loftið. Il Divo er
frumsýnd í þessum
mánuði í Svíþjóð og
víðar í Evrópu.
Il Divo (2008) | Paolo Sorrentino
Ókindin í djúpinu
Þ
ótt netið liggi svo auðveldlega fyrir
okkur flestum að nánast er búið að út-
rýma hefðbundnum bréfaskriftum er
ljóst að ýmislegt er í þónokkurri óvissu
varðandi eignarhald og aðgengi að því sem þar
gerist manna í millum. Um þetta hefur tölu-
vert verið skrifað undanfarin ár, en sú umræða
breytir ekki þeirri staðreynd að fæstir gera
sér rellu út af þessu eignarhaldi fyrr en þeir
lenda í vanda – skrifa bara póstinn sinn og lesa
skilaboð án þess svo mikið sem hugleiða hvar
hann varðveitist eða í hvers höndum hann gæti
lent að lokum.
Erfingjar fá ekki aðgang að tölvupósti
Árið 2005 kom upp mál í Bretlandi þar sem
foreldrar ungs manns sem lét lífið í Íraksstríð-
inu vildu fá aðgang frá Yahoo! að tölvupóstum
hans þaðan. Ætlun þeirra var að búa til eins-
konar minningasíðu um soninn þar sem póst-
urinn þjónaði sem einskonar dagbókarfærslur.
Yahoo! neitaði þeim um aðgang að tölvupóst-
inum á þeim forsendum að ungi maðurinn
hefði gengið að skilmálum þar að lútandi um
leið og hann skráði netfangið. Þetta er ein-
ungis eitt dæmi um fjölmörg þar sem eign-
arhald á tölvupósti er óljóst. Aðrir, svo sem
AOL og Hotmail, voru með ákvæði á þessum
tíma sem urðu til þess að aðstandendur látinna
fengu yfirráðarétt yfir pósti þeirra rétt eins og
öðrum eigum.
Lög gegn leka mannréttindabrot?
Nýverið kom annarskonar mál – sem snerist
þó einnig um eignarhald á tölvupósti – upp á
yfirborðið í Finnlandi. Stórfyrirtækið Nokia
þurfti að glíma við leka til samkeppnisaðila,
kínverska fyrirtækisins Huawei, á trúnaðar-
upplýsingum sem varða framleiðslu þeirra.
Lekinn var í gegnum tölvupóst og brugðu for-
svarsmenn Nokia á það ráð að grafa sig í gegn-
um tölvupóst starfsmanna sinna til þess að
verða einhvers vísari. Úr þessu spannst deila
þegar upp komst, því samkvæmt finnskum
lögum er álitamál hvort þeir hafi leyfi til að
skoða póst starfsmanna.
Málið allt varð þó til þess að mikil umræða
skapaðist í Finnlandi um eignarhald á tölvu-
pósti starfsmanna fyrirtækja og nú er svo
komið að finnska þingið hefur samþykkt lög
sem kveða á um mun rýmri heimildir vinnu-
veitenda til að fylgjast með pósti starfsmanna
sinna en áður var talið réttlætanlegt. Lögin
eiga að koma í veg fyrir leka á viðskiptaleynd-
armálum, afritun á efni sem fellur undir höf-
undarrétt og truflun á tölvunetum fyrirtækja
vegna þungra sendinga og fylgiskjala. Miklar
deilur voru um lögin – sem kölluð voru njósna-
lögin – og var því m.a. haldið fram að forsvars-
menn Nokia hefði beitt miklum bolabrögðum
til að koma lögunum að. Hefðu meira að segja
hótað að flytja fyrirtækið úr landi ef lögin yrðu
ekki að veruleika. Þess ber að geta í því sam-
bandi að Nokia hefur gríðarlega efnahagslega
þýðingu fyrir Finna enda stærsta fyrirtæki
landsins.
Fleiri dæmi eru um að fyrirtæki hafi njósn-
að um tölvupóst starfsmanna sinna með þeim
rökum að pósturinn sé hluti af vinnuumhverfi
þeirra, fríðindi eða atvinnutæki, í eigu fyr-
irtækisins rétt eins og farsími, tölva eða bíll. Á
móti benda mannréttindasamtök á að það
flokkist undir persónunjósnir ef fyrirtæki fara
leynt eða ljóst að hafa eftirlit með pósti starfs-
manna sinna. fbi@mbl.is
Hver á tölvupóstinn „þinn“?
Eignarhald á tölvupósti fólks liggur ekki alltaf ljóst fyrir
NETIÐ
FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR
Einkamál eða hvað? Veistu hvort einhver les póstinn
þinn að þér forspurðum?
E
r hægt að líkja markaðskapítalismanum
eins og hann hefur þróast í skjóli nýfrjáls-
hyggjunnar á liðnum árum og áratugum
við einhvers konar sláturhús menningarinnar? Er
fyrirtækjavætt samfélagið orðið að frumskógi,
vettvangi þar sem aflsmunar er neytt til arð-
ráns og hugmyndir um réttlátt og siðað
samfélag lúta sjálfkrafa lægra haldi fyrir
óstjórnlegri sjálfselsku og græðgi fram-
settra og forréttindafullra gróðapunga? Sú
virðist vera skoðun Richards Jobson sem í
stórskemmtilegri spennumynd, New
Town Killers, setur fram gagnrýna
sýn á tuttugustu og fyrstu aldar
samfélag Bretlandseyja. Hann
birtir mynd af þjóðfélagi þar sem
viðskiptavíkingar ráða lögum og
lofum og víla ekki fyrir sér að
hrinda myrkustu verkum í framkvæmd, allar lof-
semdir heimsins tilheyra þeim með réttu, allt er
leyfilegt, þeir eru hafnir yfir lög og reglu, boðorð
góðs og ills eru merkingarlaus, þeir eru of-
urmenni sem horfa niður til almennings úr
ólympískum hæðum auðsöfnunar og ótak-
markaðs valds. Samhliða þessari sýn á
þjóðfélagslega misskiptingu endurskoðar
og endurnýjar Jobson, sem einnig skrifar
handritið, söguefni klassískra mynda á
borð við The Most Dangerous Game og The
Running Man, og setur í samhengi
hnattvædda spákaupmennsku og
nútímalegar fjármálastofnanir. New
Town Killers hefur farið á milli kvik-
myndahátíða undanfarna mánuði,
en hefur enn ekki verið tekin til al-
mennra sýninga.
New Town Killers (2008) | Richard Jobson
Framþungt frumskógarlögmál
Eyðilandið
„ [...]í huga Herzogs
tákn um framtíð mann-
kyns og veraldarinnar.“