Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2009 Lesbók 5TÓNLIST B andaríska söngkonan Neko Case sló ræki- lega í gegn með breiðskífunni frábæru Fox Confessor Brings the Flood sem kom út fyrir þremur árum. Síðan hefur lítið heyrst frá henni nýtt þar til platan Middle Cyclone kom út á dögunum. Undanfarin ár hefur hún unnið með sama mannskap að mestu í hljómsveit og sá kjarni leggur henni lið á skífunni en fjölmargir aðrir koma við sögu, til að mynda M. Ward, Garth Hud- son, liðsmenn The New Pornographers, Los Lo- bos, Calexico, The Sadies, Visqueen, The Lilys og Giant Sand svo nokkrir séu nefndir. Case stýrði upptökum á skífunni að mestu og á öll lögin nema tvö; eitt lag er eftir Sparks og annað eftir Harry Nilsson sáluga. Neko Case er alin upp í pönki, lék á trommur í nokkrum pönkhljómsveitum frá fimmtán ára aldri, og fór síðan í einskonar bræðing af sveitatónlist og indírokki og söng um tíma með ýmsum tónlist- armönnum meðfram því sem hún ræktaði eigin feril, en lengst af söng hún indírokk með Kan- adasveitinni New Pornographers. Á Middle Cyc- lone má segja að hún sé búin að stíga skrefið til fulls í átt að sveitatónlistinni, með þeim for- merkjum þó að hvergi sé stálgítar í aðalhlutverki og fiðluspil í lágmarki Um það leyti sem menn mærðu Fox Confessor Brings the Flood hvað mest var það oft nefnt hversu framúrskarandi söngkona Neko Case er, en það gleymdist ekki að hún er líka fyrirtaks lagasmiður og þá ekki bara hvað varðar laglínur heldur eru textar hennar líka betur gerðir en gengur og gerist. Að vísu er enginn texti á skífunni nýju eins magnaður og sá sem sagði frá Green River-fjöldamorðingj- anum, en hvarvetna er að finna fínar myndlíkingar og frumlega hugsun. Middle Cyclone | Neko Case Magnaður söngur S umar plötur hlustar maður mikið á um tíma og leggur svo frá sér. Löngu seinna, jafnvel árum seinna, og jafnvel aftur og aftur enn fleiri árum seinna, vaknar þörfin fyrir að hlusta á þær. Þannig plöt- ur eru klassískar. Ég veit ekki hvort ameríska hljómsveitin Steeley Dan á sér marga aðdáendur á Íslandi, hún var upp á sitt besta á miðjum 8. áratug síð- ustu aldar, þegar hún gaf út þá plötu sína sem hefur fylgt mér alla tíð síðan, Katy Lied. Steeley Dan var borin uppi af dúóinu Donald Fagen hljómborðsleikara og söngvara og Wal- ter Becker sem lék á bassa, gítar og söng. Á Katy Lied söfnuðu þeir um sig hirð frábærra tónlistarmanna sem allir áttu sinn þátt í því að gera plötuna að klassík. Í þessum litríka hópi voru meðal annarra djass-saxófónleikarinn Phil Woods, soul-söngvarinn Michael McDonald sem gekk til liðs við Doobie Brothers um það leyti sem Katy Lied kom út; Chuck Rainey bassaleikari Quincy Jones og Arethu Franklin og gítarsnillingurinn Larry Carlton, sem á mörg Grammy-verðlaun í handraðanum. Það var reyndar gítarleikur Larry Carlton sem kveikti í mér á Katy Lied.í laginu „Daddy don’t live in that New York City no more“ nett- ur og skemmtilega blús-fönkaður. Það er ekki hægt að segja að spilamennska hans í laginu sé fyrirferðarmikil, en styður það sem sagt er að stundum sé minna meira. Áður en ég heyrði Katy Lied þekkti ég Stee- ley Dan aðeins af einu lagi, stóra smellinum þeirra, „Ricky don’t lose that num- ber“ af plötunni Pretzel Logic. Það er góð plata, en mér finnst hún ekki hafa jafnsterkan heildarsvip, og ekki jafnmörg góð lög. Það er víst örugglega hægt að skilgreina tónlist Steeley Dan á Katy Lied sem fjúsjón; þar mæt- ast djass, popp, blús og rokk, með vænum skammti af fönki. Sum lögin eru meira rokk, önnur meiri djass, en það merkilega er að þrátt fyrir þessi stórkostlegu aðföng úr ýmsum greinum rytmísku tónlistar- innar og þann fjölda tónlistarmanna sem spilar á plötunni, þá er hún merkilega stílhrein heild. Söngur Don Fagens skiptir þar miklu máli. Þeir Becker og Fagen eru höfundar allra laganna á plötunni. Fyrsta lagið sem kom út á smáskífu var fyrsta lag plötunnar, „Black Friday“, hressilegt og þétt rokklag sem náði í 37. sæti smáskífulist- ans vestanhafs. Lagið um Katy, „Doctor Wu“ kem- ur úr allt annarri átt með djassætt- uðum hljómagangi og ískrandi góðu saxófónsólói Phil Woods. „Chain Lightning“ er enn eitt gæðalagið og gjörólíkt hinum, fönkaður hægur blús með seið- andi „shuffle“ bíti. „Any World, næstsíðasta lag- ið á plötunni og það síðasta, „Throw back the little ones“ eru bæði umtalsvert sterkari, en maður átti að venjast af plöturest á þessum tíma, og sýna því hvað best hve platan er jöfn að gæðum. Mér hefur alltaf þótt eitthvað sérstaklega þægilegt við Katy Lied. Það skín svo sterkt í gegn að þeir Becker og Fagen voru fyrst og fremst að skapa þá tónlist sem þá langaði til að skapa. Og þótt platan sé hlaðin í bókstaflegri merkingu og stór og massífur hljóðheimur allra þeirra hljóða sem nítján stúdíóspilarar leggja til, er platan samt einlæg og persónuleg. Donald Fagen hefur vissulega svolítið skrýtna rödd, og syngur stundum eins og hann ætli að gleypa hverja setningu oní sig, en það er hans skemmti- legi og persónulegi stíll. Og raddanirnar á plöt- unni eru kapítuli út af fyrir sig. Þótt þær séu oft í mjög knúsuðum og þröngum djasshljómum er söngurinn áreynslulaus og leikandi. Þótt „Daddy don’t live in that New York City no more“, sé sjaldan nefnt sem eitt topplaganna á Katy Lied, þá varð það vinsælt í ákveðnum kreðsum á Íslandi, þegar hljómsveitin Eik tók það upp á sína arma. Og ég er nokkuð viss um að það er í og með þess vegna sem mér hefur alltaf þótt það langsamlega flottast, þótt Eikin sé löngu þögnuð. begga@mbl.is F yrir einhverjar sakir er Svíum einkar lagið að hrista grípandi laglínur fram úr erminni og síðasta dæmi þar um er rokksveitin Fanfarlo, sem starfrækt er í Lundúnum. Reyndar er ekki nema einn Svíi í sveitinni, Simon Balthazar, en hann er aðal. Í síðasta mán- uði kom út fyrsta breiðskífa Fanfarlo, Reservoir, sem sveitin selur sjálf, sjá: www.fanfarlo.com/ reservoir. Fanfarlo hefur starfað í fjögur ár eða þar um bil, og sendi frá sér fyrstu smáskífuna í október 2006. Síðan hafa komið þrjár slíkar og svo loks breiðskífa um miðjan febrúar, en um þá plötu vélaði Peter Katis sem frægur er fyrir aðkomu sína að plötum The Nat- ional og Interpol. Sveitin var sjö manna á meðan skífan var tekin upp, en einn liðsmanna, sá fjölhæfi Mark West, heltist úr lestinni rétt fyr- ir áramót. Músíkin á skífunni er býsna grípandi indípopp sem er ríkulega skreytt með óvenjulegum hljóð- færum; trompet, klarínett, mandólín, sög, klukkuspil, banjó, melódíka, saxófónn, harm- onikka, fiðla og fanfarlophone (heimasmíðað hljóðfæri). Á köflum minnir Fanfarlo á Beirut, og ekki leiðum að líkjast, en alla jafna heldur sveitin sig við eigin hljóm, eigin grípandi alþjóðavætt popp. All- mikið er lagt í texta hjá sveitinni og seg- ir sitt að heiti hennar er fengið úr smá- sögu Charles Baudelaire frá 1847 og eins að síðasta smáskífa hennar, Ha- rold T. Wilkins, segir frá breskum blaðamanni og áhugasagnfræðingi sem frægur var fyrir sjóræn- ingjarannsóknir sínar og eins áhuga á fljúgandi furðuhlutum. Aðrir textar eru margir sama marki brenndir, bóklegir og for- vitnilegir. Reservoir | Fanfarlo Bóklegt popp S afnplötur til styrktar góðu málefni eru legíó og flestar heldur ómerkilegar enda eru þær oft notaðar fyrir af- ganga, það sem ekki hefur þótt nógu gott fyrir útgáfu á plötum viðkomandi lista- manna, aukinheldur sem þar ægir saman svo ólíkri tónlist að stemmningin hrekkur til og frá. Það er því best ef sá aðili sem stendur að slíkri plötu hefur skýrar hugmyndir um það hvaða listamenn eiga heima á plötunni og, best af öllu, að hann leggi línurnar hvað varðar lagaval og útsetningar. Dæmi um það hvernig á að gera hlutina var safnskífan Red Hot + Blue sem kom út fyrir mörgum árum og var ætlað að vekja athygli manna á alnæmisvandanum og safna fé til kynningarstarfs. Á þeirri plötu voru lögin öll eftir Cole Porter og fyrir vikið var hún bráð- skemmtileg og aðgengileg í senn þó á henni væru svo ólíkir listamenn sem U2, Sinead O’Connor, Neville Brothers, Salif Keita, Tom Waits, Les Negresses Vertes, Erasure og The Jungle Brothers. Frá því Red Hot + Blue kom út hafa nokkrar plötur komið út frá sömu samtökum, til að mynda Red Hot + Riot, Red Hot + Rio, Red Hot + Lisbon og Red Hot + Dance, svo dæmi séu tekin. Ekki hefur mikið borið á þeim upp á síð- kastið en fyrir skemmstu kom út enn skammtur og sá ekki af verri endanum: Dark Was the Night. Hér í blaðinu hefur verið getið um eitt lag- anna á Dark Was the Night, Sleeps Happiness með Riceboy, en það er samstarfsverkefni þeirra Jóns Þórs Birgissonar, söngspíru úr Sigur Rós, og Alex Somers. Þeir félagar eru heldur en ekki í góðum félagsskap því af þeim sem eiga lög á plötunni má nefna Dirty Proj- ectors & David Byrne, José Gonzalez & Books, Leslie Feist, sem er með öðrum í einu lagi og ein í öðru, Bon Iver, Grizzly Bear, Antony, Sufjan Stevens, annars vegar einn og svo einn- ig með Buck 65, Spoon, Cat Power, The Nat- ional, Feist, Yo La Tengo, Conor Oberst & Gillian Welch, The New Pornographers, My Morning Jacket, The Decemberists, Andrew Bird, Beirut, Kronos kvartettinn, Sharon Jon- es and the Dap-Kings og Arcade Fire - Af nógu er að taka því 31 lag er á diskum tveimur. Lögin eru ýmist gamlar eða nýjar lummur eða að listamennirnir hafa samið lög í stíl við þau gömlu, en stemmningin átti einmitt að vera sem þjóðlagakenndust. Heiti plötunnar vísar vel í það en það er fengið úr lagi Blind Willie Johnson, Dark Was The Night, Cold Was The Ground, sem hann hljóðritaði í des- ember 1927, en Kronos kvartettinn á magnaða útgáfu af því á plötunni. Samhengi á skífunum tveim skrif- ast væntanlega einna helst á það að þeir National-bræður Bryce og Aaron Dessner stýrðu verkinu, völdu listamenn og lögðu mörgum þeirra lið við útsetningar og upp- tökur, aukinheldur sem þeir koma við við sögu sem hljóð- færaleikarar. arnim@mbl.is Dark Was the Night | Ýmsir PLÖTUR VIKUNNAR ÁRNI MATTHÍASSON Drungi Kronos kvartettinn á magnaða útgáfu af almögnuðu lagi. Gott málefni Kata krítar liðugt í fönkaðri einlægni PLÖTUR VIKUNNAR BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR Steeley Dan átti fáa sína líka í tónlist áttunda áratugarins og náði sínum hæstu hæðum með plötunni Katy Lied

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.