Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Síða 6
sem riðu um héruð, vondum Dönum sem kúguðu Íslendinga og frelsishetjum sem risu upp gegn ok- inu. Með öðrum orðum: Kannski vill hann bara goðsögnina. Eins óheppileg er vörn Einars Más Jónssonar fyrir þá ráðamenn þjóðarinnar sem freistast til að ýkja ágæti Íslendinga og fegra söguna í ræðu og riti. Í gagnrýni minni á goðsagnir þorskastríðanna benti ég á þá augljósu staðreynd að fullyrðingar stjórnmálamanna, embættismanna og annarra málsvara landsins um mikil áhrif Íslendinga á þró- un hafréttar, þjóðareiningu í átökunum og ótví- ræða réttarstöðu Íslands í landhelgismálinu stæð- ust ekki gagnrýni – og lof þeirra um þessa þætti og fleiri fengi á sig goðsagnakenndan blæ. Einar Már finnur að því að dæmin sem ég nefndi væru jafnan úr ræðum og skrifum við einhver hátíðleg tækifæri og það gengi einfaldlega ekki: „Hér sést höf. yfir þá augljósu staðreynd að stjórn- málamaður sem tekur til máls við slíkar aðstæður er ekki að halda fyrirlestur um sagnfræði, mælskulist hans hlítir allt öðrum reglum og verður að dæma hana hverju sinni eftir hennar eigin for- sendum en ekki eftir einhverju sem var alls ekki á dagskrá.“ Annars vegar er því að svara að ráðamenn tala yfirleitt ekki um liðna tíð nema við hátíðleg tæki- færi. Það er því úr fáu öðru að velja. Hins vegar mátti alls ekki skilja mig svo að ég ætlaðist til þess að menn gerðust einhverjir veisluspillar en ýkj- urnar verða bara engum til gagns þegar til lengd- ar lætur. Hvaða sérstöku reglur og forsendur eru þetta sem hinir háu herrar eiga að hafa út af fyrir sig á hátíðarstundum? Er til of mikils mælst að þeir reyni bara að muna Ara fróða og hafi það sem sannara reynist? Væri það ekki ágæt regla? Á þessum síðustu og verstu tímum má einmitt ætla að Íslendingar séu búnir að átta sig á því að eigið skjall skilar okkur engu. Það er háð en ekki lof, svo maður vitni nú líka í Snorra. Reyndar var Einar Már ekki sá fyrsti til að kvarta yfir því að ég gerði allt of lítið úr hinum merka þætti Íslendinga í sögu hafréttarmála, þjóðareiningunni sem hefði verið til staðar þó menn hefðu vissulega verið að deila innbyrðis í sí- fellu og þar fram eftir götunum. Kannski gæti ég bara ekki skilið þessa þjóðarsögu, kannski gætu aðeins þeir sem tóku þátt í henni miðlað henni á réttan hátt til komandi kynslóða. Kannski þyrfti einhver embættismaðurinn bara að taka það að sér þegar hann settist í helgan stein; þannig fengj- um við hina sönnu sögu. Er það kannski hún sem Einar Már Jónsson vill? Þriðja athugasemdin snýst að þeirri umvöndun Einars Más að í lok greinar minnar í Skírni slái ég um mig með stórum orðum, sé „að fara í kross- ferð“ og eigi ekkert eftir en girða mig meg- ingjörðum. Þetta er alrangt og beri menn saman mín skrif og hans held ég að þeir finni frekar stóru orðin og krossferðina hans megin. Það á einkum við þegar Einar Már beinir spjótum sínum að þeim sem styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu o „mælist til þess af fylgismönnum slíkrar aðildar a þeir láti af sauðskinnsskóa- og torfbæjarökunum, geri hlé á krossferðinni gegn „goðsögnum“ og fjalli í raun og veru um þá kosti sem fyrir hendi eru“. Kannski yrði Einar Már Jónsson undrandi ef hann vissi hvað mér þykir um Evrópumál, en hvaða máli á það annars að skipta? Það er eins og Einari Má finnist að það verði að vera til einhver pólitísk víglína. Kalda stríðið er búið en nú skuli a staða til ESB skipa fólki í stríðandi fylkingar. Og hvað með þá sem eru ekki vissir, eða hafa bara ekki nógu mikinn áhuga á málinu? Eru þeir þá pólitísk viðrini og nytsamir sakleysingjar – lýs- ingar sem maður vonaði að hefðu líka horfið 1989? Mín meinta krossferð snerist um það eitt að sagnfræðingar mega ekki láta sér nægja að skrifa um rannsóknir sínar í fræðirit, flytja erindi á ráð- stefnu og finnast þeir þá hafa gert sitt. Þeir þurfi líka að miðla fræðunum og staðreyndin sé sú að þótt sagnfræðingar gagnrýni ríkjandi goðsagnir í fræðiritum og annars staðar á eigin vettvangi sé hætt við að þeir nái ekki eyrum fjöldans; fólk kjós líklega frekar goðsagnirnar sem betur hljómi og hafi lengi hljómað. Þetta á örugglega við um þorskastríðin og þá nefni ég smásögu sem getur hæglega stutt það sjónarmið að saga þorskastríðanna sé gjarnan goðsagnakennd hér á landi. Frá árinu 2005 (til 2008?) hafði Landsbankinn það fyrir sið að útbúa „hátíðisdagaauglýsingu“ og óska þannig „lands- mönnum til hamingju á helstu hátíðisdögum þjóð- arinnar“. Í fjórðu „hátíðisdagaseríunni“ fyrir árin 2007-2008 voru fræg atvik úr Íslandssögu 20. alda „endursköpuð í ljósmyndum með þekktum leik- urum í hlutverki þjóðkunnra Íslendinga“. Fyrir Hvaða sérstöku reglur og forsendur eru þetta sem hinir háu herrar eiga að hafa út af fyrir sig á hátíðarstundum? Er til of mikils mælst að þeir reyni bara að muna Ara fróða og hafi það sem sannara reyn- ist? Væri það ekki ágæt regla? Á þessum síðustu og verstu tím- um má einmitt ætla að Íslendingar séu búnir að átta sig á því að eigið skjall skilar okkur engu. Það er háð en ekki lof, svo maður vitni nú líka í Snorra. Bara góða sögu takk Kannski yrði Einar Már Jónsson undrandi ef hann vissi hvað mér þykir um Evr- ópumál, en hvaða máli á það annars að skipta? Það er eins og Einari Má finnist að það verði að vera til ein- hver pólitísk víglína. Kalda stríðið er búið en nú skuli afstaða til ESB skipa fólki í stríðandi fylkingar. Og hvað með þá sem eru ekki vissir, eða hafa bara ekki nógu mikinn áhuga á málinu? Auglýsing Landsbankans Eflaust vantar ekkert upp á að hvert smáatriði í brú Ægis sé sann- leikanum samkvæmt en hið stóra samhengi hlutanna er rangt Eftir Guðna Th. Jóhannesson gj@ru.is G rein sem ég skrifaði í hausthefti Skírnis í fyrra um goðsagnir þorskastríðanna á Íslandi varð Einari Má Jónssyni tilefni til and- svara í Lesbókinni fyrir hálfum mánuði. Hann gagnrýndi sitthvað í greininni enda var hún um umdeilanlegt efni. Að mörgu leyti fannst mér gagnrýnin þó skrýtin, og stundum ósanngjörn. Vilji menn til dæmis glöggva sig á því sem ég sagði í Skírn- isgreininni bið ég þá að lesa hana frekar en frásögn Einars Más af henni. Hér ætla ég að benda á þrennt sem ég er ósammála honum um: í fyrsta lagi skilgrein- ingu hans á hugtakinu goðsögn (einnig nefnt mýta, á ensku myth), í öðru lagi álitamál við túlkun á orðum stjórnmálamanna um liðna tíð og í þriðja lagi hugleiðingar hans um þá kross- ferð sem ég eigi að vera í. Einar Már Jónsson heldur því fram að orðið „goðsögn“ hafi í sagnfræði „sitt vissa hlutverk þótt það sé vandmeðfarið“. Sagnfræðingar geti því aðeins notað þetta hugtak þegar svo beri undir að atburðir taki á sig aðra mynd í sameiginlegum endurminningum manna en samtímaheimildir sýni: „Þessi notkun er góð og gegn, en með því skilyrði þó, að það sé not- að á algerlega hlutlausan hátt, án nokkurrar niðrandi merkingar“. Einar Már segi að þessu hafi hvorki ég né margir aðrir sagnfræðingar farið eftir, allra síst þeir sem hafi á seinni árum haldið fram „tískukenningum um að „þjóðir“ væru ekki til sem forn og rótgróin fyrirbæri, þær væru ein- ungis pólitískur tilbúningur“. Í þeim skrifum hafi hugtakið goðsögn einatt „niðrandi merk- ingu“ og það standist ekki fræðilegar kröfur. Að mínu mati getur þessi þrönga og óvenju- lega skilgreining Einars Más Jónssonar á hug- takinu goðsögn þó ekki staðist. Hver á að dæma um það að notkunin sé „algerlega hlut- laus“ eða „niðrandi“? Getur hún yfirleitt verið algerlega hlutlaus? Og verður orðið ekki alger- lega innantómt ef það á að vera algerlega hlut- laust? Sagnfræðingar og aðrir hafa notað hugtakið goðsögn einmitt vegna þess að það felur gagn- rýni í sér. En sú gagnrýni þarf ekkert að vera „niðrandi“ og reyndar held ég að Einar Már verði að útskýra betur hvað hann á við með notkun þess orðs í grein sinni. Engu er líkara en hann vilji ekki sjá hina endurskoðuðu sögu sjálfstæðisbaráttunnar sem margir íslenskir sagnfræðingar hafa borið á borð undanfarin ár því hún sé svo „niðrandi“, miklu frekar kjósi hann „gömlu, góðu“ Íslandssöguna af hetjum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2009 6 LesbókHUGVÍSINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.