Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.2009, Qupperneq 12
T íbrá hefur á undanförnum árum varpað ljósi á ungt hæfileikafólk landsins á sviði tónlistar með þar til gerðum tónleikaröð- um sínum sem eru orðnar eiginlegur gæðastimpill út af fyrir sig. Síðastliðinn laug- ardag var sjónum beint að Ástríði Öldu Sigurð- ardóttur píanóleikara sem hefur tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum sem einleikari, meðleikari og kennari. Ástríður hélt fyrstu opinberu einleikstónleika sína hér á landi árið 2003 í Salnum þar sem hún lék nokkr- ar perlur píanóbókmenntanna, m.a. eftir Beethoven og Chopin. Á tónleikunum sl. laug- ardag var sýnd önnur hlið á sama peningi þar sem flutt voru m.a. krefjandi verk suður- amerísku tónskáldanna Villa-Lobos og Ginast- era. Viðburðurinn var vel sóttur og virtist margt trekkja að; einleikari, efnisskrá og fyrr- nefnd gæði tónleikaraðar. Umritun á orgelhljóðheimi sálmaforleikja J.S. Bach fyrir píanó kann að hljóma undarlega fyrir þá sem hafa vanist hefðbundnum kirkju- flutningi upprunalegu verkanna. Sumar umrit- anir ítalska tónskáldsins og píanóleikarans Fe- ruccio Busoni koma þó furðuvel út fyrir slaghörpu, einkum rólyndari og/eða heterófón- ískari sálmaforleikir eins og „Wachet auf, ruft uns die Stimme“ (BWV 645) og hið krefjandi „Nun freut euch, lieben Christen gemein“ (BWV 734). Ástríður Alda lék af næmni og ná- kvæmni og bárust fyrrnefnd verk vel út í sal. Hinir hómófónískari forleikir eins og „Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist“ (BWV 667) hljómuðu volduglega á Steinway-flyglinum með öruggum áslætti einleikarans, en engu að síður nokkuð hjákátlega miðað við orgelfyrirrenn- arann. Það er einfaldlega ekki það sama, mörg þúsund pípur og nokkur hundruð strengir. Noktúrna Liszt, „Liebestraum“, var leikin af mikilli mildi með þýðum og lagrænum áslætti. Aldrei var að heyra groddaralegar fraseringar eða ofsmurt rúbató sem heyrist stundum í túlk- un á Liszt. Konsertetýða nr. 3 eftir Franz Liszt, „La Campanella“, er frægur fingurbrjótur og var hér leikin í hægara tempói en venjan er mið- að við þær upptökur sem til eru. Einkennandi laglína verksins var þó skýrari og fékk á sig ákveðnari blæ en ella, en það var nánast hægt að skynja að einleikari ætti litla samleið með verkinu, a.m.k. á þessum tónleikum. Mun meiri sveifla var í etýðu nr. 6 í a-moll sem einkenndist af snerpu og skýrleika. Síðari helmingur tónleikanna, eða sá suður- ameríski, var nánast einn samfelldur hápunktur frá upphafi hans til enda. Ástríður virtist hrista hvern brúðukafla Svítu nr. 1, „A Prole do Bebê“ eftir Villa-Lobos úr erminni á eftir öðrum án fyrirhafnar. Svítan öll er afar ánægjuleg áheyrnar eins og reyndar flest sú tónlist sem tónskáldið skrifaði, einkum ef flytjandi nær að tengja við hana sem hér var klárlega raunin. Ástríður náði loks að keyra upp magnaða stemmningu í salnum þegar hún flutti fyrstu pí- anósónötu Ginastera. Í fjórum köflum byggðist ítrekað upp einbeitt spenna, einkum í ytri köfl- unum, og var áheyranlega fullmótuð hugsun frá upphafi til enda. Mikil breidd var í dýnamík og blæbrigðavali og var flutningurinn hreinlega stórkostlegur. Tónleikarnir vörpuðu ljósi á þá ástríðu sem býr í einleikaranum þrátt fyrir áheyranlega vit- rænan fyrirvara í meðhöndlun verka, en spila- mennskan var yfir höfuð næm, blóðheit og mús- íkölsk. Ljóst er að Ástríður er mjög spennandi píanóleikari sem vert er að fylgjast með, hvort sem um er að ræða perlur klassíska tímans eða krefjandi nútímaverk. Ástríða með fyrirvara TÓNLIST ALEXANDRA KJELD SALNUM, KÓPAVOGI | Píanótónleikar Lög unga fólksins í Tíbrá. Ástríður Alda Sigurðar- dóttir píanóleikari lék umritanir eftir Feruccio Bu- soni á fimm sálmaforleikjum Johanns Sebastians Bach, ásamt noktúrnu nr. 3 og tveimur konsert- etýðum nr. 3 og 6 eftir Franz Liszt, Svítu nr. 1 eftir Heitor Villa-Lobos og Sónötu op. 22 nr. 1 eftir Al- berto Ginastera. Laugardaginn 7. mars 2009 kl. 17. bbbbn „Ástríður náði loks að keyra upp magnaða stemmningu í salnum þeg- ar hún flutti fyrstu píanó- sónötu Ginastera.“ Ástríður „ [...] mjög spennandi píanóleikara sem vert er að fylgjast með, hvort sem um er að ræða perlur klassíska tímans eða krefjandi nútímaverk.“ Morgunblaðið/Ásdís Er sjónrænum þætti sýningarinnar hald- ið í algeru lágmarki og gerir listakonan eiginlega út á fjarveru sjónræns áreitis. Þ að er áhugavert að spá í muninn á því hvernig listamaður og fræðimaður vinna með sama viðfangsefni enda voru þær vangaveltur í hávegum hafðar af gestum á opnun sýningar Susan Hillers í 101 Projects hér um daginn. Hiller er mannfræðingur að mennt sem sneri sér að myndlist. Viðfangsefnið sem hún tekur fyrir að þessu sinni er alþekkt innan mannfræðinnar þ.e. frumstæð tungumál (eða menning) í útrýming- arhættu. Hiller er nokkuð kunn á alþjóðlegum vettvangi og sýnir rann- sóknir sínar undir verndarvæng myndlistar en ekki fræðigreina. Af þeim sökum fær hún visst frelsi undan akademískum höftum í rann- sóknarvinnunni og fullt leyfi til að stóla á persónulega túlkun gesta út frá gildi lista. Er sjónrænum þætti sýningarinnar haldið í algeru lágmarki og gerir listakonan eiginlega út á fjarveru sjónræns áreitis, mun frem- ur en nokkur akademíker mundi gera. Hiller sýnir kvikmynd, „Síðasta þögla kvikmyndin“ (The Last Si- lent Movie), sem er allt annað en þögul í hefðbundnum skilningi. Hún er auð en hljóðrásin spilar upptökur af 24 framandlegum tungumálum af ólíkum uppruna, textuð á ensku. Þögnin felst þá í fjarveru hins sjónræna en ekki hins hljóðræna, sem ég vil túlka sem líkingarmynd við hverfulleika umræddra tungumála sem eru þögul að því leyti að sum þeirra eru útdauð en önnur í bráðri hættu. Þegar ég „horfði“ á þessa 20 mínútna kvikmynd í fyrra skiptið miðaði ég enska textann við hljóm tungumálanna, sérstaklega í þeim tilfellum þegar tungutakið hljómaði í eyrum mínum sem gól eða bara bull. Í seinna skiptið fóru þessi viðmið að vega minna og fegurð hljómanna að skipta meira máli. Í ætingum listakonunnar, þar sem hún ritar enska þýðingu á setningum úr þessum sömu 24 tungumálum undir hljóðbylgjum, var sama upp á teningnum. Í fyrstu var það samhengi texta og hljóðs (túlkað með bylgjum) sem skipti máli, en þegar á leið fóru bylgjurnar að taka athyglina, jafnvel sem heildræn mynd í rými. Ég fann mig því ekki ýkja upptekinn af fræðilegum eigindum sýningarinnar heldur var það skýr fagurfræðin sem náði mér og skynræn upplifunin yfirtók hneigð mína til að skilgreina það sem fyrir mig bar. Þögult tungutak MYNDLIST JÓN B. K. RANSU 101 PROJECTS | Susan Hiller Opið miðvikudaga til laugardaga frá 14-17. Sýningu lýkur 5. apríl. Aðgangur ókeypis. bbbmn Susan Hiller „[...] kunn á alþjóðlegum vettvangi og sýnir rannsóknir sínar undir verndarvæng myndlistar en ekki fræðigreina.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARS 2009 12 LesbókGAGNRÝNI Leiklist Óskar og bleikklædda konan Borgarleikhúsið „Framsaga Margrétar Helgu er almennt ró- leg í gegnum leikritið og rödd hennar er þægilega mjúk og lágstemmd en þegar hlutverkið krefst þess hefur hún upp raust sína með áhrifamikl- um hætti. Þrátt fyrir að ekkert sé út á leik Margrétar að setja má jafnvel búast við því að hún nái betri tökum á hlutverkunum eftir því sem sýningum fjölgar. Á hinn bóginn er það mat undirritaðs að leikritið sjálft sé ekki sérlega vel samið. Leikverk sem fjallar um tíu ára dreng, haldinn ólæknandi hvít- blæði, ætti að láta „engan ósnortinn“ eins og segir í auglýsingu en eitthvað fór það ofan garðs og neðan. Af hverju? Ástæðan er aðallega sú að áhorfandinn fær það á tilfinninguna að ör- lög þessa Óskars hafi ekki verið efst í huga leik- skáldsins Erics-Emmanuel Schmitt. Þess í stað heyrir maður heimspekinginn Schmitt hugleiða líf og dauða í gegnum Óskar og aðrar persónur leikritsins. “ Martin Stephan Regal Myndlist Hafnarborg Helgi Gíslason – teikningar og skúpt- úrar bbbnn „Við erum af því við hugsum, sagði Desc- artes einu sinni en við vitum að tilvera okkar á jörðinni er háð efn- isheiminum og grund- vallarþáttum eins og fæðu og klæðum. Ein stór teikning og ein lágmynd á sýningu Helga innihalda form skálar sem kallast á við höfuðskeljarnar um leið og skálin eða diskurinn vísar til fæðunnar. Þessar myndir heilluðu undirritaða mest þar sem hár- fínt jafnvægi milli táknmyndanna gefur þeim aukin lífsmögn og fagurfræðilegan trúverð- ugleika jákvæðrar lífssýnar.“ Þóra Þórisdóttir Kvikmyndir Aldrei stríð á Íslandi Stuttmynd eftir Braga Þór Hinriksson Sambíóin bbbnn „Það er ástæða til að hæla unga kvikmynda- gerðarmanninum fyrir góð tök á þessu efni sem er ekki eins fjarstæðukennt í dag og þegar myndin var tekin, því fengum við að kynnast í vetur. Skothríðin er óvægin og raunveruleg og aðalleikarinn stendur sig vel, hræddur og ráð- villtur. Borgin okkar er ljót og fráhrindandi, en Aldrei stríð á Íslandi er tekin að mestu leyti í rústum gömlu Hampiðjunnar við Hlemm og lítur út eins og brot úr raunverulegu borgarastríði í t.d. gömlu Júgóslavíu. Það lofar góðu um fram- tíð Braga Þórs.“ Sæbjörn Valdimarsson Marley og ég Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borg- arbíó bbbnn „Marley sjálfur er óviðjafnanlegur í höndunum á þeim hundaher sem „leikur“ hann frá goti til grafar og Wilson og Aniston túlka óaðfinnanlega hlýtt, viðfelldið og gott fólk og krakkarnir þeirra eru sæt og eðlileg. Marley and me er vönduð og ómissandi fjölskyldumynd öllum þeim sem unna lífinu í kringum okkur. Það má vel vera að einhverjum öðrum þyki hún væmin. Það er þeirra vandamál.“ Sæbjörn Valdimarsson Í GANGI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.