Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Síða 1
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 STOFNUÐ 1925 14. TBL. 85. ÁRGANGUR LESBÓK ELFRIDA ANDRÉE Spáð góðri framtíð seint og um síðir 9 Morgunblaðið/Heiddi Húmanímal „Það var djókur innan hópsins að við ættum ekki að kalla þetta dansverk. Því þá myndi enginn koma“ 3 Brandari í bænum: Íslensk nýbylgju- tónlist vorið 1982 6Siðleysi stjórnmála:Saga Evu Joly og hlið-stæður á Íslandi 9Kundera áttræður:Útdráttur úr óútkominni grein É g hitti mann í vikunni. Hann minnti mig á þá óþægilegu staðreynd að eftir mesta góðæristímabil í íslensku þjóðlífi er menningarstigið enn ekki komið á það stig að í safnaflóru landsins sé alþjóðlegt samtímalistasafn. Hér er ekki einu sinni safn helgað innlendri sam- tímalist. Við eigum m.ö.o. engar innistæður á þessu sviði nú þegar kreppan er sest að. Þegar Safn Péturs Arasonar lokaði dyr- um sínum fyrir nokkrum misserum lauk eftirtektarverðri tilraun. Tilraun sem dró til sín um 20 þúsund gesti á ári – Íslendinga og útlendinga um það bil til helminga. Ef einungis er horft til ávinningsins af slíku samtímalistasafni fyrir íslenskt mynd- listar- og menningarlíf ber fyrst að nefna að erfitt er að gefa raunsanna mynd af ís- lenskri myndlist nema setja hana í sam- hengi við umheiminn. Íslenskir samtíma- listamenn eru engin eylönd; þeir hafa bæði numið og unnið erlendis. Tengsl þeirra við alþjóðlegar stefnur og strauma; við kollega sína í öðrum löndum eru ekkert minni en tengsl Laxness við verk Hamsuns, Sinclairs eða Brechts á sínum tíma. Skilningur okkar á Kristjáni Guðmundssyni er dýpri ef við þekkjum Donald Judd, á Kristni Hrafns- syni ef við höfum séð Lawrence Weiner – og á þeim báðum ef við horfum á verk Hreins Friðfinnssonar. Þannig mætti lengi telja. Þjóðin er stolt ef íslenskir myndlist- armenn selja verk sín til erlendra safna eða safnara. Samt safna íslensk söfn engum myndlistarverkum annars staðar frá. Þeim örfáu hugsjónamönnum hér á landi sem það hafa stundað hefur ekki staðið margt til boða vilji þeir deila verkum sínum með þjóðinni, án þess að kosta til þess eigin fjármunum – auk þess að leggja fram verk- in. Þarf ekki að vinna í þessum málum? fbi@mbl.is Hugsunarháttur eyþjóðarinnar ORÐANNA HLJÓÐAN FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Erfitt er að gefa raun- sanna mynd af íslenskri myndlist nema setja hana í samhengi við um- heiminn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.