Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
4 Kvikmyndir
Á
unglingsárum heillaðist ég af spagettí-
vestrum Sergios Leone og fékk mikið
æði fyrir goðsögulegu umhverfi
ítalska vestursins, í bland við epískar
bardagasenur og suddalega karaktera. Ær-
andi tónlist Ennios Morricone, með skerandi
blásurum, kór, orgelleik og rafmagnsgítars-
urgi átti stóran þátt í að skapa stemninguna
og ég rölti gjarnan í gegnum miðbæ Reykja-
víkur með einmanalegt trompethljóð í eyr-
unum, eins og ég væri sjálfur Clint að ganga
til einvígis við Lee Van Cleef eða Gian Maria
Volontè. Síðan þá hafa vestrar Leone átt fast-
an sess í hjarta mínu og það er með
ákveðnum trega að ég lýsi því hér með yfir
að ég hef eignast nýjan uppáhaldsvestra.
Il Grande Silenzio er á sinn hátt and-vestri,
þar sem leikstjórinn Sergio Corbucci snýr
flestum hefðum á haus, vinnur markvisst
gegn hetjudýrkuninni og spilar með vænt-
ingar áhorfenda um ofbeldi og baráttu góðs
og ills. Corbucci var einn af meisturum spa-
gettívestrans og átti sinn þátt í að móta hefð-
ir geirans, einkum og sér í lagi með Django
(1966), sem sló rækilega í gegn, uppskar tugi
eftirhermumynda og hlaut þann heiður að
vera fyrsti vestrinn sem var bannaður innan
18 ára á Ítalíu. Django er mun ofbeldisfyllri
en aðrir vestrar sjöunda áratugarins og er
m.a. frægur fyrir senu þar sem eyra er skorið
af manni og því stungið upp í hann. Það er
ákveðið einkenni á verkum Corbucci að of-
beldið er gjarnan tilviljanakennt og ekki ofur-
stílfært. Upphafning með leikrænum, jafnvel
óperulegum byssuleikjum, líkt og Leone var
þekktur fyrir, er ekki til staðar. Ofbeldið á
sér stað í óreiðu – hvenær sem er og hvar
sem er – og aðalpersónan er ekki einu sinni
örugg.
Il Grande Silenzio er besta dæmið um stíl-
brögð meistarans og sker sig úr vestrahefð-
inni á ýmsa vegu. Corbucci leikur sér að stað-
alímynd þöglu hetjunnar með því að gera
aðalpersónuna mállausa. Sögusviðið er Utah
frostaveturinn 1899 þar sem snjóskaflar
koma í stað eyðimerkursands. Nístandi kuld-
MYNDIR VIKUNNAR
GUNNAR THEODÓR
EGGERTSSON
Dauðaþögn í snjónum.
Il Grande Silenzio [1968] – Sergio Corbucci
Klaus Kinski Eitt allrabesta
vestrahlutverki hans sem ill-
mennið Loco í Il Grande Si-
lenzio. Á móti honum lék
Jean-Louis Trintignant mál-
lausa aðalhetjuna.
V
elgengni kvikmyndarinnar Viltu vinna
milljón, eða Slumdog Millionaire eins og
hún heitir á frummálinu, hefur beint
sjónum fólks á ný að indverskri tónlist,
og ekki síst tónskáldi kvikmyndarinnar Allah
Rakha Rahman.
Indversk kvikmyndatónlist hefur frá upphafi
átt gríðarlegri velgengni að fagna; indverski
kvikmyndaiðnaðurinn sá stærsti í heiminum og
þeir indversku söngvarar sem hafa orðið hvað
vinsælastir, eins og Mohammed Rafi, Hemant
Kumar og Lata Mangeshkar, hafa verið nánast
í guðatölu. Það er því löng hefð fyrir vinsældum
kvikmyndatónlistar á Indlandi. Miðstöð kvik-
myndaiðnaðarins var lengi í Bombay, sem nú
heitir Mumbai, en gekk undir nafninu Bollywo-
od á sínum bestu árum, en nú hefur höfuðborg
Tamil Nadu, Chennai, sem áður var kölluð Ma-
dras, tekið yfir sem höfuðvígi kvikmyndafram-
leiðslu og um leið kvikmyndatónlistar.
Það var einmitt í Chennai sem Rahman fædd-
ist, og þar hóf hann feril sinn sem tón-
listarmaður. Hann var sendur í
læri hjá meisturum klassískrar
indverskrar tónlistar, en á þrítugs-
aldri stofnaði hann eigið stúdíó, í
bakgarðinum hjá mömmu sinni.
Saga hans eftir það hefur verið æv-
intýri líkust því frá upphafi hefur
Rahman gegnum fyrirtæki sitt selt
meir en 100 milljón plötur og 200
milljón kassettur og er í sjötta sæti yfir sölu-
hæstu tónlistarmenn allra tíma
Tónlistin í Slumdog Millionaire ber þess
merki hve yfirgripsmikla þekkingu Rahman
hefur á tónlist. Hann er gjörkunnugur
klassískri indverskri tónlist, bæði
hindustani-stílnum úr norður-hluta
landsins, og hinum flúraða karnatak
stíl af Suður-Indlandi eins og kemur
skemmtilega fram í laginu „Liquid
Dance“, þar sem hann viðrar
reyndar einnig vestrænan klass-
ískan stíl. Í tónlistinni við myndina
sækir Rahman þó mun meira í
indverska kvikmynda- og dæg-
urtónlistarhefð, hindi-poppið, þar sem skærar
söngraddir svífa yfir strengjum og hefð-
bundnum indverskum hljóðfærum. Lagið
„Ringa Ringa“ sver sig í þessa hefð.
Grundvallarþætti tónlistarinnar sækir
Rahman þó í vestræna dægurtónlist, bítið, bass-
ann, hljóðgervlana (sem hann er snillingur í að
spila á), blús, rokk, rapp og popp. Úr að-
fangabræðingnum skapar Rahman sérstakan
stíl, sem er, þrátt fyrir víðfeðmið, mjög per-
sónulegur. Rahman aðeins er liðlega fertugur
en hefur samið tónlist við vel á annað hundrað
myndir. Sköpunarkrafturinn er þvílíkur, að það
er ekki að undra að tímaritið Time hafi kallað
hann Madras-Mozartinn. begga@mbl.is
Slumdog Millionaire Myndin hefur sópað að sér um 80 verðlaunum, þar af átta Óskarsverðlaunum. Rahman
fékk tvo óskara fyrir tónlistina, annan fyrir tónlist myndarinnar í heild og hinn fyrir besta lagið, Jai Ho.
PLÖTUR VIKUNNAR
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR
Mozart frá Madras
Slumdog Millionaire | Allah Rakha Rahman
B
reski hljómsveitarstjórin Sir
Simon Rattle sem gegnt hef-
ur starfi aðalhljómsveit-
arstjóra Fílharmóníusveitarinnar í
Berlín frá árinu 2002, á í sérstöku
sambandi við verk Ravels, L’enfant
et les sortilèges, Barnið og töfrarn-
ir. Skömmu eftir að hann fór með
sigur af hólmi í al-
þjóðlegu John Player
hljómsveit-
arstjórakeppninni í
maí 1974, aðeins
nítján ára, stjórnaði
hann verkinu á tón-
leikum í Liverpool og
hlaut fyrir mikið lof og
alþjóðlega athygli og
viðurkenningu. Nú hefur hann hljóð-
ritað verkið með Fílharmóníusveit-
inni í Berlín, ásamt öðru verki Ra-
vels fyrir börn, Gæsamömmu.
Platan er falleg, fyrir auga sem
eyra og Sir Simon tekst vel að
skapa barnslega gleði og innileik í
tónlistinni, sem Ravel ætl-
aði börnum á öllum aldri.
Það eru engin með-
almenni sem syngja með
hljómsveitinni, Magda-
lena Kožena og Sophie
Koch, José van Dam,
Jean-Paul Fouchécourt
og einn magnaðasti
kontra-alt okkar tíma,
Nathalie Stutzmann.
Ravel | Fílharmóníusveitin í Berlín
Barnið og Gæsamamma
Engin
feilspor
POPPKLASSÍK
JÓHANN BJARNI KOLBEINSSON
H
ún er ansi algeng í samkvæmum, um-
ræðan um það hver sé besta plata írsku
hljómsveitarinnar U2. Oftast eru tvær
plötur nefndar til sögunnar, The Jos-
hua Tree (1987) og sú sem hér verður tekin til
umfjöllunar, Achtung Baby (1991).
Árið 1988 sendi U2 frá sér plötuna
Rattle and hum. Plat-
an var sambland af
nýjum lögum og
upptökum frá tón-
leikum þar sem sveit-
in flutti lög af eldri
plötum. Platan hlaut
frekar misjafnar við-
tökur og í kjölfarið
munaði litlu að sveitin
legði upp laupana. Það gerði
hún þó ekki, heldur tók sér nokkuð langt hlé
áður en hún hóf upptökur á næstu plötu.
Í ljósi þeirrar hörðu gagnrýni sem Rattle and
hum hafði fengið ákváðu Bono og félagar að
skipta um gír, taka áhættu og prófa eitthvað
nýtt. Þeir fengu til liðs við sig upptökustjórana
Daniel Lanois og Brian Eno, sem átti eftir að
reynast mikið heillaspor. Á plötunni mátti heyra
margt sem ekki hafði áður heyrst hjá U2, svo
sem áhrif úr elektrónískri danstónlist. Þrátt
fyrir slíka tilraunastarfsemi er hvergi veikan
blett að finna á plötunni, lögin eru hvert öðru
betra og melódíurnar einstaklega grípandi þótt
ólýsanlegur drungi hvíli yfir plötunni frá upp-
hafi til enda.
Í stuttu máli má segja að Achtung Baby hafi
slegið í gegn, bæði á meðal aðdáenda og gagn-
rýnenda. Platan náði efsta sætinu í Bandaríkj-
unum, öðru sæti í Bretlandi og hefur selst í yfir
18 milljónum eintaka. Ekki má gleyma Zoo TV-
tónleikaferðalaginu sem U2 fór í til að fylgja
plötunni eftir, en á þeim tæpu tveimur árum
sem ferðalagið stóð yfir kom sveitin fram á 157
tónleikum. Tónleikagestir höfðu líklega aldrei
séð annað eins, sviðsmyndin samanstóð meðal
annars af forláta Trabant-bifreiðum og ótelj-
andi sjónvarpsskjám þar sem alls konar sjón-
varpsefni var sjónvarpað, allt frá fréttatímum til
beinna útsendinga frá baksviði tónleikanna.
Í kjölfar Achtung Baby fór heldur að halla
undan fæti hjá Bono og félögum. Að vísu var
næsta plata á eftir, Zooropa (1993), mjög góð,
en svo kom hvert floppið á fætur öðru. Nýjasta
platan, No Line on the Horizon (2009), er hins
vegar skref upp á við þótt hún komist að vísu
ekki með tærnar þar sem Achtung Baby hefur
hælana. Enda líklegt að U2 muni aldrei gera
betri plötu.
jbj@mbl.is
M
aria João er kannski ekki vel
þekkt söngkona á Íslandi,
en ný plata hennar og eig-
inmanns hennar, píanóleikarans
Mários Laginha kemur skemmtilega
á óvart og verðskuldar að á hana sé
hlýtt. Þetta indæla djasspar er sagt
það heitasta í Portúgal. Víst er það
heitt og víst er tónlist-
in djass, en hvorugt
er einhlítt. Maria
João er fjarri því að
vera dæmigerð djass-
söngkona, blæbrigði
raddar hennar eru
marglit, ekki bara
djössuð, heldur líka etn-
ísk, blúsuð og klassísk
og spanna óvenju breitt raddsvið.
Hún á djúpa þrungna tóna í anda
Söruh Vaughan, en líka fislétta og
leikandi stelpurödd sem minnir á –
ja, hvað á ég að segja, Cindy Lau-
per, og ætti sá samanburður að
segja sitt um breiddina í söng Mar-
íu. Platan heitir Chocolate
og flest lögin eru eftir
Laginha; restin er vel
þekktir standardar sem
Maria syngur undurvel,
eins og lag Charlie
Mingus og Joni Mitch-
ell, „Goodbye pork pie
hat“ og „I’ve grown
accustomed to his
face“.
Chocolate | João og Laginha
Vel kryddað súkkulaði
Tónlist