Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009 Lesbók 11 Draugasetrið Stokkseyri Draugar fortíðar, hljóðleiðsögn og sýning Opið allar helgar frá kl. 14-18 Opnum fyrir hópa á öðrum tímum www.draugasetrid.is draugasetrid@draugasetrid.is sími 483-1600 895-0020 Icelandic Wonders Safn um álfa, tröll og norðurljós Opið allar helgar frá kl. 14-18 www.icelandicwonders.com info@icelandicwonders.com sími 483 1600, 895 0020. Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík og nýjasta margmiðlunartækni. Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna! Þrælkun, þroski, þrá? Ljósmyndir af börnum við vinnu. Leiðsögn á íslensku alla sunnudaga kl. 14. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn. www.thjodminjasafn.is Söfnin í landinu Görðum, 300 Akranes Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is museum@museum.is Listasafn: Það sem gerðist, ný verk Huldu Vilhjálmsdóttur. Bátasafn: 100 bátalíkön Bíósalur: Verk úr safneign Opið virka daga 11.00-17.00, helgar 13.00-17.00 Ókeypis aðgangur reykjanesbaer.is/listasafn LISTASAFN ASÍ Bjargey Ólafsdóttir Stungið af til Suður-Ameríku og Keiko Kurita tree/sleep Sýningarnar opna laugardaginn 4. apríl kl. 15:00 Opið 13-17 alla daga nema mánud. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is SKART OG SKIPULAG Danska skartgripaskrínið Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir Hveragerði – nýr miðbær Fyrirlestur í dag kl. 13 Elísabet V. Ingvarsd. OPIÐ: fim. – sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS Hveragerði NOKKRIR VINIR 13.2.-3.5. 2009 DIETER ROTH – PUZZLE Heimildarmynd Hilmars Oddssonar um myndlistarmanninn Dieter Roth er sýnd í sal 2. KÚLAN - hönnun og húsgögn frá tímabilinu 1957-62 til sýnis í kaffistofu SES - design: Kynning á hönnuðinum Sigríði ELfu Sigurðardóttir í Safnbúð LEIÐSÖGN Sun. kl. 14-15 í fylgd Ólafs Inga Jónssonar forvarðar Hádegisleiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10-12.40 Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mán. Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR. www.listasafn.is P latan sem á hug minn allan þessa dagana er samnefnd frumraun New York- sveitarinnar The Pains of Being Pure at Heart, en aðgengilegt og melódískt indírokkið hitti mig beint í mark við fyrstu hlustun. Með árunum hefur tónlistarsmekkur minn breyst mikið. Áður fyrr gat ég velt mér upp úr plötum dögum saman og sett mig í stellingar til að pæla í hinum og þessum tónsmíðum, en sá tími er liðinn. Þessi plata uppfyllir einfaldar kröfur mínar; hún er skemmtileg, töff og mel- ódísk. Sumarfílingurinn allsráðandi. Áhrifavaldar hljómsveitarinnar leyna sér heldur ekki. Sveitin er greinilega undir sterkum áhrifum frá bresku indírokki frá níunda og tíunda áratug síðustu aldar og má þar helst nefna sveitir eins og The Smiths, My Bloody Valentine, Blur (frá þeim tíma þegar drengirnir gátu eitthvað), Ride og Stone Roses. Ekki ónýt blanda það! Önnur plata sem mig langar að nefna er þriðja hljóðversplata frönsku sveitarinnar Phoenix sem heitir því skemmtilega nafni Wolfgang Amadeus Phoenix. Ég hef verið að hlusta aðeins á plöt- una að undanförnu og hún lofar góðu. Skemmtilegt og melódískt rafpopp, þá sérstaklega lagið „1901“ sem ég hef á tilfinningunni að verði mikið spilað í sumar, að minnsta kosti í partíum heima hjá mér! Svo má minnast á væntanlega plötu Doves frá Englandi, The Kingdom of Rust, sem lofar góðu, en sú sveit er í miklu uppáhaldi hjá mér. Já og svo hlusta ég á lagið „Mykonos“ með Fleet Foxes nokkrum sinnum á dag, því mér finnst það eitt flottasta lag í heimi! HLUSTARINN | Ægir Þór Eysteinsson Þessi plata uppfyllir ein- faldar kröfur mínar; hún er skemmtileg, töff og mel- ódísk. Sumarfílingurinn allsráðandi. Höfundur er fréttamaður hjá RÚV. Ég fór í Kolaportið um síðustu helgi. Þar var maður að selja DVD-safnið sitt. Renndi í gegnum bunkann, þessi hafði greinilega góð- an smekk. Hann var með mikið af góðum myndum, eiginlega bara góðar myndir. Allavega keypti ég og hef verið að skoða; Body Double / Brian De Palma – eldist vel, en hann hefur fengið mikið frá Hitchcock, samt meðvitað. The Samaritan Girl / Ki-duk Kim – mjög áhugaverð mynd um stelpur í Kóreu sem fara að selja sig, en eins og oft áður meika þessar asísku myndir ekki nógu mikinn sens fyrir okkur sem erum alin upp í Evrópu. Trading Places / John Landis, hún er ennþá fyndin, Eddie Murphy eins og hann gerist bestur. Hanky Panky / Sidney Poitier – of mikil steypa, hún er allavega ekki fyndin í dag. The Boston Strangler / Richard Fleischer, óvenjuleg mynd með flottum pælingum. Keypti líka en á eftir að horfa á þessar; Ben Hur / William Wyler – hestvagnaatriðið situr enn í mér frá því ég sá hana fyrst, er smá kvíðinn, það gæti skemmt minninguna að sjá hana aftur. Less than Zero / Marek Kanievska – ég á von á klassík þar. Í lokin langar mig að mæla með heimildarmynd sem ég sá um daginn í London; Anvil! The Story of Anvil, sem fjallar um kan- adíska rokkhunda sem eru ekkert á því að gefast upp þótt ekkert gangi upp hjá þeim. Snilld. Í sjónvarpinu get ég nefnt fjóra þætti sem ég missi ekki af; Silfur Egils, Kiljan, Little Britain USA og 60 minutes. Hestvagnaatriðið situr enn í mér frá því ég sá hana fyrst, er smá kvíðinn, það gæti skemmt minninguna að sjá hana aftur. GLÁPARINN | Júlíus Kemp Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Það vill svo skemmtilega til að ég er að lesa nýju bókina hans Johns Perkins sem ber þann rosa- lega titil The Secret History of the American Empire: The Truth About Economic Hit Men, Jac- kals, and How To Change the World. Og John Perkins er einmitt væntanlegur til landsins í næstu viku til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmyndinni Draumalandið. Ég var búin að bíða lengi eftir þessari bók en hún hefur ekki verið fá- anleg á Íslandi fyrr en núna. Ég las fyrri bók hans, Confessions of an Econmic Hit-Man, þegar hún kom út fyrir nokkrum árum. Sú bók hafði mikil áhrif á mig og sat lengi, lengi í mér. Síðan hef ég alltaf sagt að hún ætti að vera skyldu- lesning fyrir hvert mannsbarn. Þegar ég las þessa bók fyrst þurfti ég að lesa hana í áföngum af því að ég varð svo reið eftir hvern kafla. Bókin segir frá persónulegri reynslu Perkins sem „economic hit man“ en þeirra starf er að finna land eða ríki sem býr yfir nátt- úruauðlindum sem amerísk stórfyrirtæki sækjast eftir. Þeir plata stjórnmálamenn til þess að taka risastór lán, svo stór að löndin geta alls ekki borgað þau til baka, en peningurinn fer aldrei til landsins heldur til stórfyrirtækjanna sem standa fyrir framkvæmdum í land- inu og tryggja þannig greiða leið að ódýrum náttúruauðlindum. Það er nauðsynlegt að rifja þessa bók upp núna þegar Ísland er á hausnum. Kárahnjúkavirkjun, stærsta framkvæmd Íslandssögunnar, átti að skila okkur svo miklum hagvexti og mala gull. En þjóðin er of- urskuldsett, Kárahnjúkavirkjun skilar tapi og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn farinn að stjórna landinu. Hljómar kunnuglega eftir að hafa lesið John Perkins. En svo til að vega upp á móti óréttlæti heimsins er ljóðabókin Hid- den Music eftir persneska skáldið og súfistann Rumi aldrei langt undan og ég les eitt ljóð nánast á hverjum degi. Það er nauðsynlegt að hafa smá súfisma í lífinu. LESARINN | Hanna Björk Valsdóttir Þegar ég las þessa bók fyrst þurfti ég að lesa hana í áföngum af því að ég varð svo reið eftir hvern kafla. Höfundur er menningar- og fjölmiðlafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.