Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.2009, Síða 12
Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð 1.900,- kr. Pantanir: jons@snerpa.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2009
12 LesbókGAGNRÝNI
LEIKLIST
Sædýrasafnið
Þjóðleikhúsið
„Í leikskrá segir höfundur
að hún hafi skrifað leik-
ritið „… án grein-
armerkjasetningar og leik-
lýsinga, í hálfgerðum
stikkorðastíl“ og láti leik-
stjóra eftir að setja textann á svið. Þessi stik-
korðastíll er auðsær. Senur eru stuttar og text-
inn á þá leið að hann gæti komið hvar sem er í
sýningunni. Efni leikritsins er áhugavert, þörf
mannsins að lifa af. Textinn er draumkenndur
og oft fallegur. Sjón þýddi verkið í náinni sam-
vinnu við höfundinn og er textinn alþýðlegur og
lítt háfleygur […].“
Ingibjörg Þórisdóttir.
Þú ert hér
Borgarleikhúsið
„Samkvæmt aldagamalli hefð fá […] leikskáld,
leikstjóri, tónskáld, jafnan að rexa í og ráðskast
með leikara í tvo til þrjá mánuði, en einungis
sjálfir að stíga í eina mínútu á svið í lok frum-
sýningar og verða svo að láta sig hverfa úr leik-
húsinu, ofurselja það sem þeir oft telja „sitt“
hugverk eftirleiðis og alfarið leikurum. Þessir
aðstandendur hafa nú einfaldlega ýtt leik-
urunum út af sviðinu, enginn flækist þar fyrir
þeim lengur, þeir gera þetta bara allt sjálfir! Þó
ekki væri nema vegna þessarar uppreisnar
gegn ofríki leikarans í íslensku leikhúsi, sem
margir leikmyndateiknarar hefðu glaðir tekið
þátt í, þessa lævísa brandara, gæfi ég sýning-
unni fimm stjörnur, væri ég ekki alfarið á móti
stjörnugjöf í samskiptum manna.
María Kristjánsdóttir.
Í GANGI
Þ
að er engin nýlunda að nýjar kynslóðir
listamanna standi í spurn frammi fyr-
ir yfirþyrmandi magni uppsafnaðra
menningarafurða frá ólíkum menn-
ingarskeiðum. Á sýningunni „Hver er hrædd-
ur við hvern“ í D-sal Hafnarhússins veltir
Jeannette Castioni því fyrir sér „hvort fólk
gæti notið þessarar arfleifðar og skynjað
hana á persónulegan hátt, en ekki sem upp-
hafið farg sem gæti lagst ofan á einstak-
lingana“ (Mbl. 19.3. ’09).
Sýningargestum býðst að fara upp á upp-
hækkaðan pall fyrir miðju salarins. Úr
smáum götum berast upptökur af röddum
ýmissa listamanna, þ.á m. súrrealistans Salva-
dors Dalí, og má því segja að raddir fortíð-
arinnar tali þarna beint í eyru þeirra gesta
sem lúta niður, eða leggjast, til að hlusta. Á
sama hátt þurfa leikendur í fallegu mynd-
bandsverki að virkja líkamann til að end-
urskapa stellingar þekktra, goðsögulegra
höggmynda frá barokktímanum á Ítalíu. Þar
sjást einstaklingar í hversdagslegum sam-
tímaklæðnaði máta sig við goðsögulegar stell-
ingar með því að ganga inn í sviðsmynd með
sterkri hliðarlýsingu eða chiaroscuro – list-
sögulegu stílbragði – og öðlast um stund-
arsakir hlutdeild í tímaleysi og upphafinni
fegurð.
Myndbandsverkið dansar á mörkum helgi-
myndar og afhelgunar, líkt og segja má um
önnur verk sýningarinnar. Útlínur mannvera
úr myndverkum frá barokk- og endurreisn-
arskeiði sjást á reitaskiptum renningum á
vegg og þar eru jafnframt tölumerkingar sem
sýningargestir geta mátað við tölusett papp-
írspjöld upp við vegg þar sem heiti verka og
listamanna eru skrifuð í klifkenndum texta.
Verkið virðist enduróma – og skopstæla –
reynslu af söfnum þar sem menningararf-
urinn getur sannarlega virkað endurtekning-
arsamur og yfirþyrmandi. Upplýst eftirmynd
bókaropnu á gólfinu gnæfir yfir smáar, út-
klipptar ljósmyndir af fólki og gætu verið
komnar beint úr ferðamannabæklingi. „Söfn-
uðurinn“ stendur líkt og við helga bók, stað
eða mynd. Embodied Meanings segir þar (en
það er titill bókar eftir heimspekinginn og
listgagnrýnandann Arthur C. Danto) og er
þar væntanlega komin lykiláhersla Castioni:
„holdgerving“ merkingarvídda, eða mannleg
tjáning eins og hún birtist í „helgimyndum“
hefðarinnar, hverra merking umbreytist er
þær öðlast nýjar merkingarhliðar í skynjun
og líkama áhorfenda/viðtakenda.
Í heild reynir sýningarþátttakan þó á full-
flókinn hátt á samspil hlustunar, lesturs, sjón-
og rýmisskynjunar, vitsmuna, þekkingar og
ímyndunar – fyrir þá nautn og skynjun sem
ætla má að Castioni sækist eftir fyrir okkar
hönd.
Hefðarinnar farg
Morgunblaðið/Einar Falur
MYNDLIST
ANNA JÓA
Myndbandsverkið dansar
á mörkum helgimyndar og
afhelgunar, líkt og segja
má um önnur verk sýning-
arinnar.
HAFNARHÚSIÐ „Verkið virðist enduróma – og skopstæla – reynslu af söfnum þar sem menningararfurinn getur
sannarlega virkað endurtekningarsamur og yfirþyrmandi.“
LISTASAFN REYKJAVÍKUR | HAFNARHÚS
Jeanette Castioni – Hver er hræddur við hvern
Til 3. maí 2009. Opið alla daga kl. 10-17.
Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Yean Fee Quay.