Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Qupperneq 2
F átt annað en Evróvisjón komst að í ís- lenskum fjölmiðlum þessa vikuna enda er áhugi þjóðarinnar á söngvakeppn- inni mjög mikill ef eitthvað er að marka áhorfsmælingar. Á miðvikudagsmorgninum eftir að íslenski fáninn hafði gægst upp úr all- rasíðasta sýndarumslaginu í undankeppninni var evróvisjónslúður í fimm efstu sætunum yf- ir mest lesnu fréttirnar á fréttavefnum mbl.is og í fjórum efstu sætunum yfir helstu fréttir dagsins fram undir hádegið. Vissulega veitir íslensku þjóðinni ekki af því að auka sjálfs- traustið örlítið en eigum við það skilið að verða svo ólánsöm að sigra í þessari miklu glys- og glamúrkeppni í kjölfar efnahagshrunsins? Skyldu bitrir IceSave-sparifjáreigendur á Bretlandseyjum hafa lagst á eitt um að kjósa Jóhönnu Guðrúnu í símakosningunni til að veita íslenskum efnahag náðarhöggið? Það kæmi sér nú afar illa fyrir Jóhönnu Sigurð- ardóttur að þurfa í miðri IceSave-deilu að biðja Gordon Brown um að lána sér fyrir evr- óvisjónpartíi á næsta ári. Kannski sigur í kvöld myndi leiða til þess að tónlistarhúsið á hafn- arbakkanum í Reykjavík yrði drifið upp fyrir hátíðina, Ólafur Elíasson þyrfti líklegast að hanna veglega viðbyggingu ef út í þá sálma er farið. Það voru ekki mörg önnur mál sem komust á blað í fjölmiðlaheiminum þessa vikuna, nema að í sjónvarpsfrétt RÚV um nýja þingmenn sem þurfa að fá skólun í þingsköpum og öðru gagnlegu flaut með stutt viðtal við Helga Bernódusson, skrifstofustjóra Alþingis, þar sem hann staðfesti að bindisskylda þingmanna í þingsal hefði nú verið aflögð. Átti hann þar við hálsbindi karlmanna því ekki tengist þetta margumræddri bindiskyldu bankanna, ætli hugsunin sé ekki að nú muni blóðið flæða óhindrað til höfuðs þingmanna sem áður hertu hálstauið um of og kannski mun hug- myndaauðgi efla þjóðþing vort á næstu miss- erum. En aftur að máli málanna. Fjölmiðlar hafa eðlilega gert sér mikinn mat úr Evróvisjón og áhorf á undanúrslitin mældist í sögu- legum hæðum hér heima og líklega mun þessi sama þjóð sitja með snakk og ídýfu í endurteknum spenningi á sófakantinum í kvöld enda stórgóð skemmtun í vændum. Tónlistartímaritið Mónitór var ófeimið í sinni umjöllun um Evróvisjón hér heima og sú spurning sem helst brann á blaðamanni fag- tímaritsins var hvort Jóhanna Guðrún, þessi fyrrverandi barnastjarna, væri hrein mey og hvort hún hefði látið stækka á sér brjóstin. Arnar Eggert Thoroddsen tók reyndar þetta mikilvæga mál upp í viðtali sem hann tók við söngkonuna og birti í Morgunblaðinu í vikunni sem leið og spurði hana hvernig henni hefði fundist að fá svo nærgöngular spurningar en Jóhanna Guðrún virðist eiga auðvelt með að halda ró sinni gagnvart anatómískum áhuga fjölmiðla og tókst að snúa smekklega út úr fyr- ir Mónítórmönnum. Arnar Eggert er reyndar staddur á merki- legri tónlistarhátíð í Tbilisi í Georgíu, sú hátíð var stofnuð til höfuðs Evróvisjón eftir að Rúss- ar bönnuðu Georgíumönnum að syngja lagið „We Don’t Want To Put In“. Evróvisjón hefur alla tíð verið umdeilt fyrirbæri og jafnvel póli- tískt, framlag Ísraels þykir t.d. framsækið í ár. Ísraelar virðast nota Evróvisjón til að viðra út í þjóðarsálinni ýmiss konar tabú, ég minni á Dana International. Undankeppnin á þriðjudagskvöldið var frá- bær skemmtun fyrir alla aðdáendur Evró- visjón, aulahrollurinn varð ekki stöðvaður og flæddi óhindraður í hvert sinn sem rússnesku kynnarnir opnuðu munninn og í lok keppn- innar kom í ljós að það var rússneski herinn sem átti bestu tónlistarmennina í ólympíu- höllinni í Moskvu. Sigmar Guðmundsson er orðinn vel skólaður í evróvisjónumfjöllun sinni í sjónvarpinu og kann sitt fag. Í undankeppninni var Sigmar með hæfilegan skammt af statistík tengdri keppninni, til dæmis hafa bláir kjólar ekki verið sigurstranglegir og Ísland er í fjórða sæti yfir þau lönd sem hafa keppt hvað lengst án þess að bera sigur úr býtum og þar fram eftir götunum. Sigmar hefur greinilega stúderað Terry Wogan sem hefur með hárbeittu háði sýnt áhorfendum BBC fram á hvar skemmtigildi keppninnar raunverulega liggur, nefnilega í hlægilegum búningum og klaufalegri sviðsframkomu … annarra þjóða. dagurfoto@gmail.com Evróvisjón er málið FJÖLMIÐLAR DAGUR GUNNARSSON Evróvisjón Kannski að sigur í kvöld myndi leiða til þess að tónlistarhúsið á hafnarbakkanum yrði drifið upp. Það kæmi sér nú afar illa fyrir Jóhönnu Sigurð- ardóttur að þurfa í miðri IceSave-deilu að biðja Gordon Brown um að lána sér fyrir evróv- isjónpartíi á næsta ári. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 2 LesbókSKOÐANIR Þ að er varla hægt að ímynda sér ólíkari músík en ládauð íslensk þjóðlög og hvellandi stórsveita- músík. Þess vegna er ég forvitin að heyra hvernig bandaríska stórsveitag- úrúnum Bob Mintzer tekst upp á Listahátíð með umritanir sínar á íslensk- um þjóðlögum fyrir Stórsveit Reykjavík- ur. Miðað við feril hans og frama býst ég þó við mjög góðu og er forvitin um út- komuna þótt ég eigi erfitt með að ímynda mér hvernig hún verður. Það sama á við um tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar á hátíðinni. Þar op- inberar hann okkur íslensk sönglög í eig- in píanóumritunum, eins og frábærir pí- anistar gerðu á öldum árum, s.s. Liszt. Þótt hvorir tveggju tónleikarnir verði sönglausir ættu þeir þó engu að síður að höfða sérstaklega til allra þeirra sem unna íslenska sönglaginu og þjóðlaga- hefð okkar. begga@mbl.is Sönglög án söngs MÆLT MEÐ Gömul verk verða ný Þ ó að Evróvisjón hafi sogað til sín megnið af dálks- entimetrum og útsend- ingartíma fjölmiðla þá flutu með fréttir af öðr- um málum. Sagt var frá skotveiðiskóla hval- veiðimanna og óánægju meðal Vinstri grænna að þurfa að taka þátt í ríkisstjórn sem leyfir hvalveiðar. Hvalveiðar eru viðkvæmt umtalsefni og falla í sama flokk og stjórnmál og trúar- brögð. Það er, hlutir sem maður ræðir ekki við ókunnuga ef maður vill forðast illdeilur. Þeir sem búið hafa erlendis vita að fljótlega lærist manni að vera ekki að gaspra mikið um veið- arnar á þessum dýrum við útlendinga. Hvalir hafa svo sterkan „kjútnessfaktor“ að það getur bara ekki verið sniðugt fyrir mjög svo laskaða ímynd Íslands að nú fari innan tíðar að birtast myndir af blóði drifnum hvalskrokkum og vösk- um körlum og konum í óða önn að flensa þá. Nú þurfum við að sýna svolitla auðmýkt gagnvart umheiminum en ekki ganga fram af honum. Væri ekki nær að setja myndavélar á hval- veiðibátana, þá gætu hvalveiðimenn dundað sér við að mynda hvali og bjóða útlendingum að ættleiða þá á netinu (þ.e. hvalina)? Kannski yrði sigur í Evróvisjón bara lyftistöng fyrir ferðamannaþjónustuna og við gætum brátt greitt upp IceSave-skuldirnar með hagnaði af stóraukinni sölu á ískápaseglum og hvala- böngsum. dagurfoto@gmail.com ÞETTA HELST Tími auðmýktar ? Hvalir Þeir hafa sterkan „kjútnessfaktor“. Og hvernig skyldu tónleikar þessara snjöllu spilara svo hafa verið; annar að nálgast lok fer- ilsins en hinn nýkominn í sviðsljósið? Í gagnrýni Guðmundar Emilssonar í Morg- unblaðinu 20. júní 1972 segir að tónleikarnir hafi fremur einkennst af „sérleik en samleik“. Hann talar um kynslóðamun og gagnkvæma virðingu en leikur Menuhins einkenndist af gríðarlegri reynslu. „Snilli Menuhins kom skýrast fram í d-moll svítu Bachs. Þrjú þúsund áheyrendur – einn fiðluleikari. Hvert bogastrok og hver tónhend- ing lýsti þeirri innri baráttu, sem listamaðurinn átti í, baráttunni við greiningu verksins í aðal- atriði og aukaatriði, baráttunni við ógnvekjandi tæknilegar kröfur og baráttunni um andlegt jafnvægi. Óafvitandi opinberaði hann sálarlíf sitt, hver geðsveifla endurspeglaðist í leikn- um.“ efi@mbl.is Þegar salurinn beið Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon „Hver geðsveifla endurspeglaðist í leiknum,“ skrifaði gagnrýnandinn um spilamennsku Yehudi Menuhins Þ að er komið að enn einni Listahátíðinni í Reykjavík. Í gegnum tíðina hafi margir listamenn í fremstu röð sótt landið heim undir formerkjum hátíðarinnar; listamenn sem Íslendingar kynnu að hafa farið á mis við ef há- tíðin hefði ekki verið sá segull sem hún varð strax, fyrir tilstilli Vladimirs Ashkenazy og ann- arra sem komu að stofnun hennar. Þegar fiðlusnillingurinn Yehudui Menuhin steig fram á svið Laugardalshallarinnar sum- ardag einn árið 1972 var nýbúið að setja aðra Listahátíðina. Salur var tómur þegar Ólafur K. Magnússon myndaði Menuhin á sviðinu þar sem hann mundaði bogann og bjó sig undir kammertónleika ásamt hinum unga Askhenazy; á efnisskránni verk eftir þrjú tónskáld sem byrj- uðu á B: Bach, Brahms og Beethoven. Það er eins og tóm sætin bíði tónanna í spennuþrung- inni þögn. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent Fiðluleikarinn Yehudi Menuhin leitar að hinum hreina tóni í tómri Laugardalshöllinni í júnímánuði árið 1972.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.