Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Síða 3
Þ að vantar ekki langlokurnar um OK Computer, hvort sem er í ræðu eða riti, en fram að henni hafði Radiohead verið að móta sig og fínpússa, smátt og smátt. Því að ekki er hægt að segja að hún hafi sprottið fullsköpuð úr höfði Seifs, því fer fjarri. Og margir voru steinhissa yfir þessari þróun, því að sveitin stóð ekki beint upp úr lengi vel og virtist í raun ætla að verða „undur með einn smell“ eins og það er kallað, vegna lagsins „Creep“ sem er enn leikið í útvarpi og á samkomum glaðra sveina og meyja (því miður … hóst…). Pablo Honey var tekin upp um haustið 1992, þegar hin svokallaða skóglápssena („shoegazing“) var að dofna. Gruggið var hins vegar allsráðandi en Bretapoppið var enn ekki orðið til. Platan kom því út í ákveðnu tómarúmi, og stíllega er hún út um allt, og eiginlega nokkuð amerísk í hljómi. Radiohead varð að „Radiohead“ á næstu plötu á eftir, The Bends (1995). Hljómurinn til muna breskari og ekki örgrannt um að andi Pink Floyd svifi að einhverju leyti yfir, en um leið má heyra hið dramatíska rokk U2, en sú sveit var í slíkri tilvistarkreppu á þessum tíma að margir veðjuðu á Radio- head sem nokkurs konar arftaka Íranna. Meðlimir Radiohead voru reyndar sjálfir í tilvistarkreppu rétt áður en The Bends kom út, Thom Yorke fannst „Creep“ vera orðið að myllusteini um háls sveitarinnar, hún væri föst í einhvers konar MTV-hringrás. Við þessu var brugðist með stuttskífunni My Iron Lung árið 1994 og svo var heldur betur sett í jaðargírinn með The Bends, sem stuð- aði margan er hún kom út, aðallega vegna þess hversu metnaðarfull og hugdjörf hún var. Djúpsjávarköfunin sem þar var stunduð átti svo eftir að halda áfram á næsta verki, eins og lesa má um í aðaltexta. Upptaktur að meistaraverki MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Lesbók 3TÓNLIST Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is M ikið hefur verið rætt og ritað um téða plötu allt síðan hún kom út og afar reglulega toppar hún lista yfir helstu þrekvirki rokk- sögunnar. Í sumum tilfellum skákar sveitin meira að segja sjálfum Bítlunum að því leytinu til. Ástæða þess að penna er stungið niður enn og aftur, er að platan var fyrir stuttu endur- útgefin með bravúr. Tvær fyrstu plöturnar, Pablo Honey (1993) og The Bends (1995) hafa þá fengið svipaða yfirhalningu. Um þriggja diska sett er að ræða í öllum tilfellum, sem skiptast þannig að fyrst fáum við upprunalegu plötuna, síðan stútfullan disk af b-hliðum, prufuupptökum og tónleikalögum. Þriðji disk- urinn inniheldur svo myndbönd, tónleika o.s.frv. Mjög svo tæmandi útgáfa verður að segjast og það er þægilegt þegar lögum sem hafa verið á stangli hér og hvar er smalað saman í eina rétt. Það auðveldar allt end- urmat á þessum plötum og þarf vart að taka það fram að þungavigtarsveit eins og Radio- head var nokkurn veginn fyrirmunað að búa til léleg lög. Munaðarlausu lögin skipta því jafnmiklu máli fyrir heildarmyndina og þau sem rötuðu inn á breiðskífurnar. Gáfumannarokk Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir stöðu mála í dægurtónlist er meistarastykki sveit- arinnar, OK Computer, kom út. Breskt rokk hafði verið endurreist af Oasis árið 1994 og hið svokallaða Brit-popp brast á af fullu afli og átti sína gósentíð, ja, ca upp að OK Computer. Oasis vísuðu veginn með niðurstrípuðu, frem- ur ófrumlegu en melódíuvænu rokki og róli, eitthvað sem fólk hafði greinilega verið að bíða eftir. Þetta var svona minniháttar pönk- bylting í ákveðnum skilningi; horfið var aftur til rótanna, hlutirnir einfaldaðir og kjarninn skilinn frá hisminu. Þetta verkamannaviðhorf aflaði Oasis óhemjumikilla vinsælda og enn þann dag í dag eru lög þeirra nokkurs konar pöbba-þjóðsöngvar, samdauna þjóðarsál hins „venjulega“ Breta, hryggjarstykkis sam- félagsins. Engu að síður var pláss fyrir ögn listrænni tæklun á Bretapoppinu og munaði þar helst um Blur og Pulp. Radiohead átti hins vegar eftir að fara enn lengra með gáfu- mannavinkilinn og að mörgu leyti var þar fundinn nokkurs konar and-Oasis sveit. Á meðan Oasis sungu um sígó og bjór yfir þriggja gripa bílskúrsstemmum sveif Thom Yorke dreyminn upp í skýin, en þó með heim- inn á herðum sér, og textarnir lyklaðar vanga- veltur um einangrun, firringu og allra handa bölmóð. Tónlistin var í sama gír; marglaga og kaflaskipt, með óvenjulegum hljómum og hljóðum og alltaf örstutt í tilraunamennskuna. Svona hljómaði Radiohead á OK Computer en leiðin þangað var ekki alltaf augljós. Þegar hlustað er á fyrstu lög sveitarinnar hefði mað- ur aldrei trúað því að hlutirnir ættu eftir að þróast eins og þeir gerðu. Samþætting Þegar hlustað er á Pablo Honey, heyrir maður í rokksveit sem er ... tja ... …alveg ágæt. Einn risasmellur prýðir plötuna, „Creep“, en restin er svona í kringum meðallagið. Smá U2, smá Dinosaur Jr., smá Pixies. Þar er nákvæmlega ekkert sem gefur til kynna þær ótrúlegu hæð- ir sem sveitin átti eftir að ná. Það sama verður hins vegar ekki sagt um næstu plötu þar á eftir, The Bends. Metnaður er tilfinnanlegur og þörfin til að nota rokkið til að búa til eitthvað nýtt og spennandi er afar greinileg. Það er einhver nútíma proggrokk- andi í gangi, eins og glögglega má heyra í opn- unarlaginu, „Planet Telex“. Mögnuð plata, hreint út sagt. En sveitin átti svo eftir að gera enn betur á næstu plötu … Það sem er kannski hvað merkilegast við OK Computer, þegar allt er saman tekið, er að hún nær að sameina tvo mislynda hópa með hárfínu jafnvægi á milli aðgengilegheita og tilraunamennsku. Þannig datt fólk inn í plötuna sem sætti sig allajafna vel við mat- reiðslu markaðsútvarpsstöðvanna og var síst á höttunum á eftir einhverju „erfiðu“. Í öðru hverju teiti á þessum tíma var sungið hástöf- um með í lögum eins og „Karma Police“, „No Surprises“ og „Lucky“. En þeir sem vildu fá einhver þyngsli fengu sömuleiðis mikið fyrir sinn snúð, og það held- ur betur. „Fitter Happier“ er klárlega skrítnasta „tónsmíðin“. Tölvurödd les upp ýmis ráð sem fólk getur nýtt sér til að öðlast heilsusamlegra og hamingjusamara líf yfir drungalegu píanó- stefi og draugalegum rafhljóðum. Áhrifin eru vægast sagt hrollvekjandi, stubburinn vel heppnað skot á vélræna firringu nútímalífsins. En svo eru það lög eins og „Paranoid Android“, opnunarlagið, „Airbag“ og svo „Climbing up the Walls“, óvenjulega byggðar lagasmíðar, uppfullar af litlum hlutum sem gera betur vart við sig með endurteknum hlustunum. Illt blóð Afrek plötunnar liggur í því að þessar smíðar hrundu fólki ekki frá, heldur drógu það frekar að. Og tilraunarottur gátu ekki staðist „venju- legu“ smíðarnar heldur, þótt þær reyndu. Lögin voru einfaldlega það góð, og öll platan er bundin saman í heillandi hljóðheimi; draumkenndum, afbyggðum og atmósper- ískum sem náði, af einhverjum sökum, að brjóta niður múra og sameina ólíka hópa í að- dáun á plötunni/sveitinni. Tónleikaferðalag í kjölfar The Bends hafði tekið á sveitarmeðlimi, en textar þar eru væg- ast sagt dökkir á brá og meðlimir sammæltust um gagngera yfirhalningu í stíl og áferð. Thom Yorke, leiðtogi sveitarinnar, lýsti því yf- ir að það hefði verið fremur einfalt að halda áfram í sama þunglyndisgírnum en hann hefði einfaldlega ekki haft áhuga á því (OK Compu- ter er þó síst einhver gleðiskífa, en tónninn er þó meira afstrakt og óræðari en á The Bends og tilfinningalitrófið er fjölbreyttara). Að þessu öllu gefnu ákvað sveitin að stýra upp- töku sjálf, en fékk þó Nigel Godrich, upp- tökustjóra sem hafði lítillega unnið með þeim áður (var t.a.m. upptökumaður á The Bends) til að hjálpa sér. Hans hlutverk varð þó á end- anum mun stærra og síðar átti hann eftir að verða einn af virtustu og eftirsóttustu upp- tökustjórnendum Bretlandseyja. Fleiri breytingar fylgdu gerð þessa tíma- mótaverks. Í fyrsta skipti þurfti sveitin ekki að vinna undir tímapressu, útgáfan, hin sögu- fræga Parlophone gaf sveitinni lausan taum. Einnig var ákveðið að flýja hefðbundin borg- arhljóðver og taka upp úti í sveit. Það gekk brösuglega framan af, salernisleysi og almenn einangrun hleypti illu blóði í menn. Þeir fluttu því sig og sitt hafurtask í St Catherine’s Co- urt, óðalssetur í eigu leikkonunnar Jane Seymour og kláruðu plötuna, svona að mestu, þar. „Óseljanlegur andskoti“ Þegar Radioheadmenn afhentu svo útgáfunni kláraða plötu runnu tvær grímur á menn. „Óseljanlegur andskoti“ og „markaðslegt sjálfsmorð“ hrópuðu menn, engin fannst smá- skífan o.s.frv. Menn fóru þó að lokum af stað með óvenjulegar markaðsherferð, Parlophone birti risastórar og fremur óaðlaðandi auglýs- ingar með textabrotum úr áðurnefndu „Fitter Happier“ á meðan Capitol í Ameríku sendi út 1000 kassettutæki með plötuna límda ofan í tækið. Viðbrögð gagnrýnenda voru síðan á einn veg. Meistaraverk og ekki nóg með það heldur kolféll pöpullinn líka, þvert á spádóma þeirra sem vitið þóttust hafa. OK Computer sannaði að vel væri hægt að sýna djörfung og þor inn- an markaðsvænnar kreðsu og ekki nóg með að sveitin kæmist upp með það, heldur setti hún öðrum fordæmi um leið. Radiohead átti síðan eftir að fara enn lengra út í geim á næstu plöt- um en það er önnur saga … Heilbrigðari … hamingjusamari Þriðja hljóðversplata bresku rokksveitarinnar Radio- head, OK Computer, kom út 1997 og stendur sem ein áhrifaríkasta rokkplata sem út hefur komið. Plat- an olli straumhvörfum í bresku rokki og X-kynslóðin hafði allt í einu eignast sína eigin Sgt. Pepper. Út í óvissuna Meðlimir sammæltumst um gagngera yfirhaln- ingu í stíl og áferð þegar lagt var í OK Computer. Á meðan Oasis sungu um sígó og bjór yfir þriggja gripa bílskúrsstemmum sveif Thom Yorke dreym- inn upp í skýin. „Hinar“ tvær plöturnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.