Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Qupperneq 5
heitaorðabók götunnar, að annað eins hefur ekki sést (enda var sérstakur ráðgjafi í blótsyrðum ráðinn til starfa við gerð myndarinnar). Myndinni vindur fram í aðdraganda sameiginlegrar stríðsyfirlýsingar Bandaríkjamanna og Breta á hend- ur ónefndu landi í Mið-Austurlöndum, sennilega í kringum 2003. Tengslin við sögulegan veruleika eru skýr þótt Saddam beri aldrei á góma. Sjónarhornið, eins og áður segir, tilheyrir Bretunum en það er ójafnvægið milli þeirra og Bandaríkjanna, hins raun- verulega áhrifavalds á gang heimssögulegra atburða samkvæmt myndinni, sem reynist einn helsti aflvaki kátínu og kaldhæðni í myndinni. Bretarnir eru settir fram eins og hálfgerð gæludýr í sambandi sínu við of- urveldið, gagnlegir að sumu leyti en í eðli sínu næst- um óþarfir, eins konar skraut eða barmmerki. Segja má að hér sé á ferðinni verðskulduð gagnrýni á bresk- an sleikjuhátt í heimspólitíkinni, gagnrýni sem sann- arlega hittir í mark. Kaupin á eyrinni En þannig er innsýn gefin í tvo ólíka heima jafnframt því sem hið margumtalaða „sérstaka samband“ Bandaríkjanna og Breta er gegnumlýst. Það er t.d. sannfærandi á afar skondinn hátt hvernig bresku stjórnmálamennirnir verða upp með sér, og óhemju spenntir, þegar þeim er boðið í opinbera reisu til Washington; það er eins og það sé verið að leyfa þeim að fara frá pylsuveislunni við barnaborðið í steikina og vínið á fullorðinsborðinu, hinu sanna veisluborði. Myndin er reyndar ekki síður eitruð í garð Bandaríkj- anna, hinir heimaóttarlegu Bretar reynast þegar upp er staðið meinlausir í samanburði við tryllt hags- munapot, sem og algert siðleysi, valdhafanna í vestri. Spennuvaki atburðarásarinnar er samkeppni stríðs- mangara við friðarsinna í bandarísku ríkisstjórninni. Aðkoma Breta að málinu er eins og áður segir til málamynda, en báðar fylkingarnar treysta á stuðning þeirra til að gera sinn málstað söluvænlegri hjá Sam- einuðu þjóðunum. Eitt það gráglettilegasta er þó hvernig mynd er dregin upp af kaupunum á eyrinni – aðstandendur myndarinnar leggja mikið á sig til að fella allar þær draumsýnir sem áhorfendur kunna að bera í brjósti um mikilhæfi og göfugleika þeirra sem halda um tauma þjóðarbúsins, eða heimsbúsins. Sam- kvæmt myndinni eru þetta tækifærissinnar sem kunna ekki fótum sínum forráð. Öðruvísi er hins veg- ar farið með myndina sjálfa, þetta er klassísk pólitísk gamanmynd, ein af þeim fyndnari sem kemur fyrir sjónir okkar á árinu. vilhjalmsson@wisc.edu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hrífandi listviðburður á Stóra sviðinu Í Óðamansgarði Verk eftir Sunleif Rasmussen Söngvarar: Bjarni Thor Kristinsson, Eyjólfur Eyjólfsson og Þóra Einarsdóttir Fyrsta færeyska óperan í samstarfi við Tjóðpallinn og Listahátíð í Reykjavík Aðeins tvær sýningar 22/5 og 23/5 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 5 N okkuð er um liðið síðan hryll- ingshöfundurinn Clive Barker skaust upp á stjörnuhimininn í krafti blóðbókarsmásagnasafnanna (Books of Blood), og lesendur hafa æ síðan klórað sér í kollinum. Hvaðan kom þessi maður sem á tveimur árum sendi frá sér sex binda smásagnaröð, hugsanlega bestu smásögur sem skrifaðar hafa verið í hryllingsgeir- anum? Bókmenntaverk Barkers hafa verið kvikmynduð margoft og smásög- urnar eru þar engin undantekning. Ný- lega bar fyrir sjónir nýtt framlag á þessu sviði. Japanski leikstjórinn Ryû- hei Kitamura hefur lagað Midnight Meat Train, sem er ein af blóðbók- arsögunum, að hvíta tjaldinu með al- veg hreint ágætum árangri. Segir hér af listaljósmyndaranum Leon (Bradley Cooper) sem á næturferðum sínum um New York kemst fyrir tilviljun á snoðir um tilvist fjöldamorðingja sem virðist ferðast um neðanjarð- arlestakerfið að nóttu til; óhæfuverkin eru sennilega býsna mörg, morðinginn gæti átt sér langa sögu, en hefur að sama skapi tekist að hylja spor sín. Fótboltatuddinn Vinnie Jones er full- kominn í hlutverki morðingjans, og til- þrifin eru stórfín þar sem við fylgj- umst með Leon elta jakkafataklæddan, svipbrigðalausan skelfinn um borgina í tilraun til að grafast fyrir um líf hans utan lest- arstöðvanna. Midnight Meat Train (2008) | Ryûhei Kitamura Kjötfarmur miðnæturlestarinnar N ýjasta kvikmynd Azazel Jacobs, Momma’s Man, er bráð- skemmtilegt dæmi um óháðu bandarísku listamyndina, í raun stend- ur myndin á svo traustum óháðum grunni, og tengslin við listaklíkur neðri austurhluta Manhattan eru svo skýr og rík, að stutt virðist jafnvel í paródíuna. Ekki er þó beinlínis um skrumskælingu að ræða, en húmorinn er til staðar. Hér skiptir máli að foreldrar Jacobs, þau Ken og Flo, bæði þekktir listamenn í New York, fara með hlutverk foreldra aðalpersónunnar, Mikey (Matt Boren), en sá síðastnefndi er í helgarheimsókn hjá fjölskyldunni. Frásögninni vindur að mestu leyti fram á æskuheimilinu, þessu dæmigerða listamannalofti sem alltaf er til sýnis í bíómyndum en mað- ur hélt fyrir víst að væri ekki til í alvör- unni. En svo virðist vera því þetta er raunverulegt heimili Ken og Flo. Í ljós kemur að Mikey, sem áhorfanda er farið að gruna að sé allöflugt frávarp leik- stjórans sjálfs, er fastur í fortíðinni, heimsóknin lengist sífellt, hann segir að flugi hafi verið seinkað, það hafi fall- ið niður, en sannleikurinn er sá að hann langar ekki aftur heim til sín. Myndin lýsir svo viðbrögðum foreldra hans þegar þau uppgötva að þau sitja uppi með fullorðinn son sinn og nostalg- ískum tilraunum Mikey til að end- urheimta blóma æskunnar. Momma’s Man (2008) | Azazel Jacobs Mömmustrákur snýr heim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.