Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Page 7
972. Óhætt er að fyllyrða að
m þessar mundir. Í Ástralíu hef-
húsið og Company B. Síðan
Schaubühne-leikhúsið í Berlín.
andi sínu og þykir einn af
m litið er til Ástralíu eða
elstu jöfra leikbókmenntanna,
ímamanna. William Shake-
el Beckett, Eugene Ionesco,
s, Caryl Churchill, David
ru þar á meðal.
æður um að hann vinni verkefni
ws
Ljósmynd/Brett Boardman
inn viti ekki alltaf hvað hann er að gera, það að
vita ekki er oft lykillinn að því að vera skapandi
því þá leitar maður hvað mest og þá þarf leik-
arinn að koma með fleiri tilboð. Listamenn fyll-
ast oft ótta þegar þeir vita ekki nákvæmlega
hvert þeir eru að fara en sá ótti getur verið
frelsandi ef hann er notaður rétt. Stundum
byrja ég á því að setja mér mjög skýrar reglur
sem ég vil að leikararnir vinni út frá á æfinga-
tímabilinu, reglur geta gefið mikið frelsi. En ég
get aldrei undirbúið mig þannig að ég viti ná-
kvæmlega hvernig hlutirnir verða, það er mik-
ilvægt að mæta hæfilega opinn til leiks til þess
að geta brugðist við þeim listamönnum sem
vinna með manni þá stundina. En þegar verkið
er komið á lokastig í æfingu og komið upp á svið
er ég mjög nákvæmur og þá fara smáatriðin að
skipta miklu máli. Starf leikstjórans snýst að
miklu leyti um það að geta verið algerlega opinn
en öfgafullt nákvæmur á sama tíma.
Hvað finnst þér vera mikilvægast þegar kemur að
vinnu með leikurum, hverju leitar þú að í fari leikara?
Eins og ég kom inn á áðan þá er hugrekki
mikilvægt, leikarar hafa auðvitað mismunandi
eiginleika en það sem er höfuðatriði fyrir mér er
að leikarinn sé gjafmildur á þessa eiginleika
sína, að hann þori að gefa af sér og sé opinn.
Leikarar þurfa að hafa eiginleika barnsins, vera
forvitnir og leitandi, njóta þess að leika sér og
fíflast, njóta þess að verða einhver annar. En
það má aldrei verða öruggt, við förum í leikhús
til þess að verða vitni að augnablikinu þar sem
leikarinn er á leiðinni að verða einhver annar, ef
hann er nú þegar orðinn einhver annar þá er
augnablikið dautt. En ég tel einnig mikilvægt að
leikarar séu krítískir, spyrji spurninga og hafi
gagnrýna hugsun.
Hverjir eru þínir helstu listrænu áhrifavaldar?
Danshöfundurinn Pina Bausch og hennar
sýningar höfðu mikil áhrif á mig á sínum tíma.
Einnig hefur samstarf mitt og vinátta við leik-
skáldið Marius Von Mayenburg mótað mig mik-
ið. Hvorki ég né Mayenburg tilheyra þessu svo-
kallaða póstmóderníska leikhúsi þar sem línuleg
frásögn og sagan sjálf er oft sett til hliðar. Ég
var hrifinn af þess háttar leikhúsi í byrjun og
fylgdist með hópum eins og Wooster group en
póstmóderníska leikhúsið er ekki mín tegund af
leikhúsi. Ég vil fara aftur í ræturnar, það sem
heillar mig er einfaldleikinn og fegurðin sem
felst í því að segja sögu. Það er mikilvægt fyrir
mína kynslóð að sýna hvernig leikhúsið getur
enn þá gert þetta. Það var til dæmis mikil upp-
lifun fyrir mig að vinna War of the Roses sem er
hringrás af sögum um ofbeldi og mátt tungu-
málsins. Sú sýning reyndi mikið á mig bæði til-
finningalega og fagurfræðilega enda er um sjö
tíma sýningu að ræða. Þrátt fyrir þessa lengd
sýningarinnar er hún afar vinsæl, það er alltaf
fullt hús og áhorfendur verða fyrir miklum
áhrifum. Þeir mæta af því að þeir tengja við sög-
urnar sem verið er að segja. Þegar verið er að
vinna með góð klassísk verk heldur maður
stanslaust áfram að finna efnivið, þessi stóru
verk eru endalaus uppspretta sagna sem hægt
er að vinna með aftur og aftur. Ég er mjög
þakklátur þegar það tekst að vinna svona sýn-
ingu og vera alltaf með fullt hús, ég elska að
vera með fullan sal af fólki. Það er frábært þeg-
ar nútímaleikhús reynir ekki að vera öruggt,
heldur tekur áhættur og nær að taka með-
aláhorfandann inn í leikhúsið. Ég hata leikhús
sem biður áhorfendur sínar afsökunar, leikhúsið
á að tengja áhorfandann.
Hvað er ánægjulegast við það að starfa í leikhúsi?
Ég er ekki viss, mér líður alltaf mjög vel í
þeim hjúp sem myndast í æfingarrýminu áður
en farið er á svið, það er mikilvægt að leyfa sér
að vera þar og þróa hlutina, vera algerlega op-
inn fyrir öllum tilboðum og hugmyndum. Þetta
er vanalega mjög frjótt og skemmtilegt tímabil.
Þegar komið er upp á svið tekur við annað tíma-
bil, þar gerast hlutirnir mjög hratt, leikstjórinn
þarf að taka endanlegar ákvarðanir og að lokum
verður maður að sleppa tökunum og leyfa leik-
urunum að taka við, þeir verða að yfirtaka verk-
ið og til þess að það geti gerst þá verður leik-
stjórinn að hætta að stjórna.
Telur þú að það sé hægt að kenna leikstjórn?
Já, en ég tel að það sé ekki hægt að kenna það
til fullnustu, það verður að vera hungur til stað-
ar í leikstjóranum og það hungur þarf að vera
einstakt. Þú getur kennt fólki að lesa leikrit og
hvernig er hægt að miðla hugsunum í gegnum
leikhúsið en þetta hungur þarf að veratil staðar í
grunninn.
Er eitthvert leikrit sem þig hefur alltaf lang-
að til að gera en hefur ekki látið verða af?
Já, það er Hamlet en ég er enn að leita að
rétta leikaranum og ég ætla að leyfa því að
koma til mín, vil ekki þvinga það fram.
efur merkingu hér og nú
Rósastríðið
„Þú getur ekki verið
trúr Shakespeare...“
Moving Target eftir Marius von Mayenburg Mótandi samstarf.
Rósastríðið „Hringrás af sögum um ofbeldi og mátt tungumálsins.“
The Ugly One eftir Marius von Mayenburg „Hugrekkið er mikilvægt“.
Ábyrgð leikstjórans felst í því að aflæsa eða opna sögu
sem hefur einhverja merkingu í nútímasamhengi, þessi
saga er oftast falin undir textanum og maður þarf að
grafa til að finna hana. Þegar unnið er með Shakespeare
er efniviðurinn svo ríkur að undir hverju einasta samtali
liggja milljón sögur, það er leikstjórans að velja hverja
þeirra hann ætlar sér að leggja áherslu á.
Fyrir mér er endurtekninginn kjarni leikhússins, leikhúsið er
eini staðurinn þar sem endurtekningin er sönn, þar ganga
sögur aftur, draugar þeirra koma aftur og aftur upp á yfirborð-
ið. Staðreyndin er sú að Hamlet og Lér konungur halda áfram
að ganga aftur í gegnum líkama mismunandi leikara. Mýta
þessara verka heldur áfram að tala vegna þess að við höfum
ekki enn leyst hana, ef við værum búin að leysa hana væri
verkið dautt. Á meðan við höldum áfram að leita höldum við
líka áfram að leika. Þú getur ekki nálgast klassísk leikrit á
sama hátt og uppáhaldsbókina þína sem þú lest aftur og aftur.
Við uppsetningu á klassísku verki verður þú að finna núning-
inn á milli verksins og samtíma síns. Þar liggur hlutverk leik-
hússins; samtal sem hefur merkingu hér og nú.
Ég reyni að skapa myndir sem eru eins og röntgenmynd af
verkinu sem er verið að setja upp: sýna okkur það sem er
falið undir yfirborðinu, afhjúpa beinin sem verkið er gert úr.
Höfundur er leikstjóri.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Lesbók 7