Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.2009, Síða 12
Í Hallgrímskirkju hefur verið haldið úti dagskrá í minningu Sigurbjörns Ein- arssonar biskups og ber þar hæst sýn- ingu Hörpu Árnadóttur, Nánd, í fork- irkjunni. Harpa, sem er sonardóttir Sigurbjörns, tileinkar sýninguna afa sínum og ömmu, Magneu Þorkelsdóttur, og sýnir vatns- litamyndir á striga og teikningar unnar út frá ræðu Sigurbjörns og krosssaum Magneu sem prýddi ræðubók biskups. Vatnslitamyndirnar eru hvíttónaðar og gegnsæjar og línur teikninganna daufar og á köflum næsta ósýnilegar. Það er þá ekki ætlunin að lesa ræðu Sigurbjörns í teikningunum eða stúdera saum Magneu heldur er hverfulleikinn hafður í frammi. Má þess vegna draga beina línu frá þess- um verkum Hörpu aftur til upprunalegs lútersks myndmáls, sem á sínum tíma spornaði gegn krists- og Maríumyndum kaþólskunnar með svokölluðum vanitas- málverkum, sem m.a. innihéldu myndir af hauskúpum, pöddum og rotnandi ávöxt- um. Þetta myndefni var hvað vinsælast í norðurhluta Evrópu á 17. öld, en tilgang- urinn var að minna á hverfulleika alls þess sem jarðneskt er. Hverfulleikinn spilar líka veigamikinn þátt í mínímalisma módernismans, sem er sú liststefna sem Harpa tengist hvað mest. Og má greina streng á milli sýn- ingar Hörpu og verka fransk-pólska konseptlistamannsins Romans Opalka, sem árið 1965 hóf að mála hvíta tölustafi, frá einum og upp úr, á svartan bakgrunn sem svo hvítnar eftir því sem listamað- urinn telur hærra og eldist. Þetta magn- aða æviverk Opalka nefnist „Memento mori“ (Mundu dauðann), en það er draumsýn listamannsins að þegar verkin verða einlit hvít verði hann allur. Í dag eru þetta næsta hvítar myndir. Aðferð Hörpu við gerð málverkanna byggist á hverfulleika, hún lætur strigann drekka í sig efnið en halda eftir hvítunni. Hér kemur vatnsliturinn sterkur inn þar sem hann er laus við allt hold, ólíkt olíu- blönduðum litum. Málverkin virka þar af leiðandi hold- og formlaus og þannig séð ótakmörkuð, því, eins og bandaríski gagn- rýnandinn og einn helsti talsmaður míní- malismans, Lucy R. Lippard, hefur haft á orði: þótt jaðar eða rammi málverks af- marki ímynd þess þá takmarkar hann ekki málverkið. Málverk er stærra en efnið segir til um. Rétt eins og maðurinn. Hverfult efnið Morgunblaðið/Eggert Vatnslitamyndir Aðferð Hörpu við gerð málverkanna byggist á hverfulleika, hún lætur strigann drekka í sig efnið en halda eftir hvítunni. MYNDLIST JÓN B. K. RANSU HALLGRÍMSKIRKJA | Harpa Árnadóttir Opið alla daga frá 09.00-18.00. Sýningu lýkur um miðjan júní (nákvæm dagsetning ekki ákveðin). Aðgangur er ókeypis. bbbmn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 12 LesbókGAGNRÝNI Leiklist Borgarleikhúsið Söngvaseiður „Með hlutverk Maríu fer söngkonan Val- gerður Guðnadóttir. Hér er um að ræða burðarhlutverk sýn- ingarinnar. Í skemmstu máli má segja að Valgerður skilaði hlutverkinu með stakri prýði, hún hefur mjög fagra rödd og mikla út- geislun á sviði. Hlut- verk kapteins Von Trapp er ekki eins líf- legt og Maríu, en Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk kapteinsins með ágætum. Jó- hannes hefur undanfarið leikið gamanhlutverk og var skemmtileg tilbreyting að sjá hann í alvarlegri kantinum. Á heimili Von Trapps eru hjú sem leikin eru af Bergi Þór Ingólfssyni og Hönnu Maríu Karlsdóttur. Þau eru bæði mjög skemmtileg í hófstilltum leik. Jóhann Sigurðarson leikur fjöl- skylduvininn Max með mikilli kómík og Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer vel með hlutverk hinn- ar ríku Elsu, unnustu Von Trapps. Þau eru ekki síður færir söngvarar [...] Söngvaseiður er klassískur söngleikur sem höfð- ar til allra aldurshópa. Borgarleikhúsið er með stórsýningu í höndunum, vel heppnaða, skemmtilega og afar vel unna.“ Ingibjörg Þórisdóttir Myndlist Gallerí Fold Tryggvi Ólafsson bbbnn „Á einn veg virka myndir hans sem kyrralífsmyndir en á annan sem kompos- isjón, hreinir litir og form, nema hvað formin eru fundin og samsett eins og „collage“. Liggur því vel við að setja hlutina eða formin saman og lesa sem frásögn, enda margt formið táknrænt. En kjósi maður svo, þá má láta samsetningu lita og forma tala sínu máli. Tryggvi er staðfastur málari og því fátt um flökt úr einu í annað. Hann heldur þess fremur áfram þar sem frá var horfið. Hins vegar er ljóst að eftir það sem á undan er gengið er listamaðurinn ekki einungis að fagna listrænum sigri, og er vissu- lega ánægjulegt að fá að njóta þessa samhliða listaverkunum. “ Jón B. K. Ransu Kvikmyndir Kringlubíó Alfreð Elíasson og Loftleiðir eftir Sigurgeir Orra Sigurgeirsson bbbbn Sigurgeir styðst við ný og eldri viðtöl, hagnýtir það mikla efni sem til er á filmu og fléttar við það auglýsingum, blaðagreinum og -fyrirsögnum, af nógu er að taka. Útkoman er ekki aðeins fræð- andi heldur firnaskemmtileg mynd áhorfs, það er vel haldið á viðfangsefninu, þessu hrífandi ösku- buskuævintýri með mikla sjarmöra í aðal- hlutverkum. Maður minnist þess hversu þjóðin hreifst af atorku þeirra í slagnum við IATA og há- karlana, hugmyndaflæði þeirra, sem var drif- krafturinn í baráttu við erlenda og síðar íslenska áhrifamenn. Myndin mun hjálpa til að halda nafni Alfreðs og félaga hans á loft um leið og hún er merk heimild um einstakan útrásarkafla í at- vinnusögunni (áður en óorði var komið á hug- takið). Sæbjörn Valdimarsson Sambíóin og Laugarásbíó Star Trek bbb 1/2n „Fátt er um frumlega drætti í framvindu og per- sónugerð en þess ber að geta að hún er vel lukk- uð, kraftmikil, hröð og í höndum leikara sem eru vel til þess fallnir að fást við goðsagnakennda forvera sína. Engu að síður eru það leiktjöldin og tæknivinnan sem fær mann til að grípa allnokkur andköf, svo frábærlega er útlit og brellur af hendi leyst í myndinni.“ Sæbjörn Valdimarsson Í GANGI N æstsíðustu gulu sinfóníutónleikar 2008-9 lukust upp við vonandi síðasta norðangarra vertíð- arinnar og þokkalega meðalaðsókn. Á boðstólum voru fyrst tvö frönsk 16 mínútna hljómsveit- arverk frá 1913 og 1964, en síðan hinn erkiklassíski „Keis- arakonsert“ Beethovens frá 1809 er, líkt og hundadaga- bylting Jörundar eitt sumar á landinu bláa, stendur nú á 200. ári. Í fljótu bragði heldur ósamstæð dagskrá (valin af unga franska stjórnandanum að manni skilst), en þó eng- an veginn óbrúandi að milligengnu hléi – þökk sé einkum óhagganlegri stöðu síðasttalda verksins er séð hefur aðra eins og ólíkari verkefnagranna í tímans rás. Það myndaði jafnframt líklegasta meginaðdráttarafl kvöldsins. Sem kunnugt er trekkir Beethoven allra tón- skálda bezt, og eftir hærumprýddum meginhluta áheyr- enda að dæma vissu flestir vel að hverju þeir gengu, þó svo að Debussy-verkið hefði skv. tónleikaskrá aðeins verið flutt hér einu sinni áður (1993) og Métaboles frá 1964 eftir Dutilleux m.a.s. aldrei. „Tennis“-ballett Debussys, Jeux, síðasta hljómsveit- arverk franska impressjónistans, hlaut þau sáru örlög að vera saminn á sama ári og fyrir sama Rússaballett Djagí- levs og Vorblót Stravinskíjs, og þar með að standa í æver- andi skugga. Að auki þarf viðkvæmari litbrigðafágun þess á sérstakri natni að halda, ásamt góðum hljómburði. Þar eð hvorugu var til að dreifa varð útkoman því frekar dauf. Íslandsfrumflutningurinn á Métaboles eftir yngri land- ann Dutilleux (f. 1916) kom hins vegar betur út, því í hressilegri meðferð Morlots og SÍ var ekki annað að heyra en að höfundur sé enn vanmetið tónskáld hér á landi er ætti tíðari flíkun skilda. Ekki sízt í ljósi þess að Sinfónía nr. 2 ku eina áður flutta verk hans á okkar fjörum (1968). „Hjávörpin“ reyndust glettilega skemmtilegt stykki og hlaðið andstæðuríkri orkestrun, m.a.s. með strengjaplokkuðum votti af bíboppuðum djassi, er SÍ skil- aði af samtaka leikgleði. 5. og síðasti píanókonsert Beethovens er viðmið- unarverk par excellence fyrir píanista, enda líklega mest hljóðritaði konsert síðustu þriggja alda. Bíófíklum til upp- rifjunar má minna á dýrðlegan miðþáttinn, er tónlýsti nátthimni í Bonn fyrir hinum barnunga Ludwig á flótta undan föðurlegum barsmíðum í Immortal Beloved (1994). Hinn palestínski Saleem Abboud Ashkar fór afar ljóðrænt með þennan þátt, og þó að maður saknaði ögn rytmískari sveifluþunga í einkum rondó-fínalnum, þurfti varla að deila um lipra skalameðferð og persónulega yfirvegun hans á öðrum stöðum. Undirtektir voru enda harla góðar, jafnvel þótt drjúgt uppklappið leiddi ekki til aukalags að sinni. Ófeig ást TÓNLIST RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON HÁSKÓLABÍÓ | Sinfóníutónleikar Debussy: Jeux. Dutilleux: Métaboles. Beethoven: píanókonsert nr. 5 í Es. Saleem Abboud Ashkar píanó og Sinfóníuljómsveit Ís- lands. Stjórnandi: Ludovic Morlot. Fimmtudaginn 7. maí kl. 19:30. bbbmn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.