Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 STOFNUÐ 1925 21. TBL. 85. ÁRGANGUR LESBÓK Tortímandinn Það verður hart barist í framtíðinni 4 Morgunblaðið/Einar Falur Listmálarinn „Þetta er ekki bara einhver paródía á mál- ara,“ segir Ragnar Kjartans- son sem málar 180 portrett á næstu mánuðum. Bókmenntir: Einkalíf alþýðunnar undir félaga Stalín 5 8Ótti og óbeit:Hryllingsmyndahátíð í Amsterdam 12Gagnrýni:Arfleifð Hoffmannsá Kjarvalsstöðum Ö ll listsköpun er að einhverju leyti áróð- ur,“ skrifaði breskur rithöfundur að nafni Eric Arthur Blair um miðja síð- ustu öld og hitti um leið naglann á höf- uðið. Áróður listaverksins getur að sjálfsögðu verið misjafnlega beinskeyttur og jafnvel ómeðvitaður en í listaverki er þó ávallt að finna hugmynd eða gjörning sem með einum eða öðr- um hætti leitast við að hafa áhrif á skynjun móttakandans – og að lokum skilning. Orð Blairs þarf auðvitað að skoða með tilliti til þeirra módernísku vinda sem blésu um Evrópu þegar fullyrðingunni var kastað fram í ritgerð um T.S. Eliot – en fullyrðingin stenst engu að síður póstmóderníska hugmyndafræði nú- tímans. Á miðopnu Lesbókarinnar ræðir Einar Falur Ingólfsson við myndlistarmanninn Ragn- ar Kjartansson, fulltrúa Íslands á Fen- eyjatvíæringnum í ár. Ragnar segir á einum stað í viðtalinu að hann heillist af sjálfu ferlinu við að skapa listaverkið og að athöfnin skipti hann meira máli en sjálf lokaafurðin. Ef við heimfærum fullyrðingu Blairs upp á list Ragn- ars mætti segja að áróðurinn í listaverkinu hefði nú færst frá því að vera eiginlegur boð- skapur – þ.e.a.s. hugmynd sem hægt er ná utan um með rökrænum hætti – yfir í forsendu og jafnvel forsendubrest hugmyndarinnar um listaverkið. Svo ég mati þetta nú ofan í þig, kæri lesandi; áróður listaverksins er ekki í listaverk- inu sjálfu heldur í ferlinu sem listamaðurinn gengur í gegnum við sköpunina á listaverkinu!? Þetta rímar við hugmynd Ásmundar Ásmunds- sonar myndlistarmanns í heimildarmyndinni Steypu þegar hann útskýrir listina svo: „List er það sem listamaðurinn gerir.“ Einfaldari út- skýringu á hugtakinu list hefur maður ekki oft rekist á. En hver er þá áróðurinn í list Ragn- ars? Ef til vill er listamaðurinn ómeðvitaður um hann en líklegra er að það velti á hugarástandi móttakandans hverju sinni. Óneitanlega hefði þó verið gaman að spyrja Blair álits væri hann enn á meðal vor. Slíkur kunnáttumaður var hann um áróður. Skrifaði meira að segja merkar skáldsögur um efnið, undir höfundarnafninu George Orwell. Listin áróðursins vegna ORÐANNA HLJÓÐAN HÖSKULDUR ÓLAFSSON Ragnar segir á einum stað að hann heillist af sjálfu ferlinu við að skapa listaverkið […].

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.