Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Page 2
F
rétt er frásögn af breytingum. Hún felur
í sér nýjar upplýsingar sbr. enska orðið
news eða danska orðið nyheder. Ég hef
áður bent á það á þessum vettvangi að
það er einn helsti vandi íslenskra fjölmiðla-
manna að í okkar fámenna landi gerist oft
býsna fátt og því frá litlu nýju að segja frá degi
til dags. Því reynist það ábyggilega oft erfitt
að fylla blöð og fréttatíma með efni sem talist
getur fréttnæmt. Ekki síst sé horft til þess að í
lýðræðisþjóðfélagi verður einnig að gera þá
kröfu til fréttamiðla að fréttirnar sem þeir
flytja séu ábyggilegar.
Í íslenska fréttaleysinu höfum við vanist því
að lesa og heyra sömu „fréttirnar“ aftur og aft-
ur. Þannig er t.d. yfirleitt lítill munur á sjón-
varpsfréttum Stöðvar 2 og RÚV eða fréttum
Morgunblaðsins og Fréttablaðsins nema þá
helst í framsetningunni. Sl. laugardag var því
t.d. slegið upp með breiðri fyrirsögn á forsíðu
Morgunblaðsins að nokkrir aðilar væru grun-
aðir um auðgunarbrot. Í fréttinni sjálfri var
greint frá því að embætti sérstaks saksóknara
hefði gert húsleit á tólf stöðum til að fylgja eft-
ir rannsókn á viðskiptum með hlutabréf í
gamla Kaupþingi í aðdraganda hrunsins.
Einnig kom fram að nokkrir hefðu nú rétt-
arstöðu grunaðra í málinu og að búast mætti
við að þeim fjölgaði. Með fréttinni lét Morg-
unblaðið fylgja andlitsmyndir af þremur
mönnum. Einn þeirra var saksóknarinn sem
stýrir rannsókninni en hinir tveir eru kaup-
sýslumenn sem tengjast málinu. Frétt Frétta-
blaðsins af sama máli var hins vegar á annarri
síðu blaðsins og henni fylgdu myndir af sak-
sóknaranum og húsi Kaupþings. Þessi ólíka
framsetning hefur hins vegar mögulega áhrif á
túlkun lesandans á sömu frétt.
Spyrja má hvers vegna Morgunblaðið kaus
að setja andlitsmyndir af kaupsýslumönn-
unum tveimur á forsíðuna, ásamt stjórnanda
rannsóknarinnar. Samkvæmt fréttinni hafa
fleiri réttarstöðu grunaðra en þó birtust ekki
myndir af þeim né voru þeir nafngreindir.
Sjálf dró ég ósjálfrátt þá ályktun, m.a. af stærð
myndanna og letrinu á fyrirsögninni, að Morg-
unblaðið vildi undirstrika ábyrgð mannanna
tveggja jafnvel þótt málið væri enn í rannsókn.
Blaðalestur í gegnum árin hefur kennt mér að
það er óvenjulegt að röð andlitsmynda birtist á
forsíðu Morgunblaðsins nema því aðeins að
einstaklingarnir hafi verið formlega dæmdir
eða látist af slysförum. Ég man þó t.d. eftir því
að Morgunblaðið birti fyrir nokkru röð andlits-
mynda af dómurum Hæstaréttar til að undir-
strika vanþóknun sína á vægum dómum vegna
kynferðisbrota gegn börnum.
Í fréttaleysinu ganga stundum fréttir aftur.
Ein slík er frá því í vikunni um að til stæði að
stofna nýtt ráðuneyti efnahagsmála á grunni
viðskiptaráðuneytisins og efnahagsverkefna
forsætisráðuneytisins. Málið var sett fram eins
og þetta hefði aldrei borið á góma áður. Ekki
eru þó liðnar nema tæpar þrjár vikur frá því að
þessi hugmynd var kynnt í fjölmiðlum sem lið-
ur nýrrar ríkisstjórnar í breytingum á stjórn-
arráðinu. Hér voru því engin ný tíðindi. Það
sem var hins vegar nýtt í málinu var að rík-
isstjórnin hefur nú tímasett breytingarnar og
auðvitað hafa margir áhuga á hvernig þeim
vindur fram.
Þá hef ég tekið eftir að fréttamenn taka sér
stundum það bessaleyfi að segja að eitthvað
hafi gerst erlendis „í gær“ sem átti sér stað
degi eða svo áður. Þetta er annað dæmi um
villandi framsetningu fréttar því auðvitað
skiptir máli að rétt sé greint frá því hvenær
eitthvað gerðist. Fréttamenn vilja sjálfsagt
ekki verða uppvísir að því að segja gamlar
fréttir og nota því þetta orðalag til að breiða
yfir að fréttin komst ekki fyrr að. stefosk@hi.is
Framsetning frétta
FJÖLMIÐLAR
STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR
Forsíður dagblaðanna Hefur ólík framsetning áhrif á túlkun lesandans á sömu frétt?
Blaðalestur í gegnum árin
hefur kennt mér að það
er óvenjulegt að röð and-
litsmynda birtist á forsíðu
Morgunblaðsins nema því
aðeins að einstakling-
arnir hafi verið formlega
dæmdir eða látist af slys-
förum.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009
2 LesbókSKOÐANIR
Ó
hætt er að vekja athygli á einkar at-
hyglisverðri kvikmynd sem sýnd
verður í Sjónvarpinu annað kvöld.
Myndin, sem er þýsk/tyrknesk, nefnist
Auf der anderen Seite og í aðalhutverkum
eru Nurgül Yesilçay, Baki Davrak, Tuncel
Kurtiz og Hanna Schygulla.
Leikstjóranum, Faith Akin, eru málefni
innflytjenda í þýsku samfélagi afar hug-
leikin og kemur togstreita á milli ólíkra
menningarheima og trúarbragða fram í
myndinni sem og fyrri verkum hans. Sjálf-
ur er Akin fæddur og uppalinn í Þýska-
landi, sonur tyrkneskra innflytjenda.
Myndin var meðal þeirra sem kepptu
um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í
Cannes árið 2007 og vann til fjölda verð-
launa á kvikmyndahátíðum víða í Evrópu.
Auf der anderen Seite verður sýnd í
Sjónvarpinu á sunnudagskvöld klukkan
21.50. birta@mbl.is
Togstreita
menningarheima
MÆLT MEÐ
Þýsk/tyrknesk verð-
launamynd í Sjónvarpinu
Æ
tli sífelld end-
urtekning skili
miklum árangri
þegar kynna á mikilvægi
tiltekinna sjónarmiða?
Undanfarið hefur Morg-
unblaðið varið miklu plássi
í að birta sjónarmið fólks
tengds sjávarútvegi um
áhrif fyrirhugaðrar fyrn-
ingarleiðar. Flest segir það
sömu söguna; fyrning-
arleiðin mun leiða sjávarútveginn í þrot. Málið er
brýnt en ég held þó að sífelld endurtekning á
þessari staðreynd sé ekki áhrifarík til að kynna
málið fyrir almenningi. Best gæti ég trúað að fáir
lesi þetta og því missir umfjöllunin marks.
Vandinn er að hinn almenni lesandi sér tæpast
að sér komi málið við því fjarlægðin á milli höf-
uðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar í
menningarlegu og efnahagslegu tilliti fer síst
minnkandi. Þessi fjarlægð kemur einnig t.d. fram
í mun á afstöðu fólks í þéttbýli og dreifbýli til að-
ildar að ESB. Hagsmunir sjávarútvegsins eru t.d.
æ oftar í umfjöllun álitsgjafa kallaðir sérhags-
munir sem stangist á við almannahagsmuni. Í því
ljósi þykir lítið tiltökumál þótt kvóti sé innkall-
aður þrátt fyrir að fullt verð hafi verið greitt fyrir
hann. En hvað ef tapið fellur líka á höfuðborg-
arbúann, því ekki búa hér tvær þjóðir? Jón og
Gunna í Breiðholtinu hefðu áhuga á að heyra af
því. stefosk@hi.is
ÞETTA HELST
Máttur endur-
tekningarinnar?
Sjómennskan Er
ekkert grín.
var milli kústskafta. Þeir fóru kurteislega fram
á að trúbræðrum í Hare Krishna-hreyfingunni
yrði sleppt úr fangelsum í Sovétríkjunum.
Þarna biðu líka fleiri ljósmyndarar. Þar á
meðal þessi jafnaldri minn sem stendur hjá
mönnunum með áskorunina til leiðtogans.
Hann heitir Börkur Arnarson og höndlar nú
með myndlist. Við vorum 19 ára og lærðum lík-
lega meira um fréttaljósmyndun á einni viku en
við hefðum lært á skólabekk í heilan vetur. Ég
var búinn að mynda fyrir stærstu erlendu
fréttastofurnar þessa vikuna, og fréttatímarit
að auki – og aðalmyndstjóri AP kenndi mér svo
vel að mynda hús, með nokkrum vel völdum
orðum, að því gleymi ég aldrei.
Ég man hinsvegar ekki hvort ég náði mynd af
Gorbachev þegar hann ók upp Ægisgarð. En ég
á mynd af Reagan veifa í bíl í Lækjargötu.
efi@mbl.is
Beðið eftir valdinu
Fyrir rúmum 22 árum vildu margir koma óskum og
hugmyndum á framfæri við valdsmenn í Reykjavík
Þ
AÐ var ekkert smáræði sem gekk á þessa
októberdaga fyrir tæplega 23 árum.
Þetta var haustið 1986 og leiðtogar stór-
veldanna höfðu boðað komu sína til landsins.
Við að rekast á þessa gömlu mynd mína í
myndasafni blaðsins rifjast upp bið efst á Æg-
isgarði, við Reykjavíkurhöfn. Sovétríkin voru
ennþá til og leiðtogi þeirra var um borð í
snekkju sem lá bundin við garðinn. Ég beið með
myndavélina og átti að ná mynd af Mikhail Gor-
bachev er hann brunaði hjá á leið að Höfða, til
móts við Ronald Reagan.
Á borði leiðtoganna, undir portrettinu af
Bjarna Bendiktssyni, lágu tillögur sem áttu eft-
ir að marka endalok kalda stríðsins – og upp-
lausn ríkisins sem maðurinn sem ég beið eftir
stýrði.
Fleiri biðu en ég. Þar á meðal góðlegir menn
sem rúlluðu út léreftsstranga, sem strengdur
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent