Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Lesbók 3TÓNLIST
Eftir Árna
Matthíasson
arnim@mbl.is
S
pot-hátíðin er norræn tónlistarhátíð
sem haldin er árlega í Árósum. Það
kemur væntanlega ekki á óvart að
obbi hljómsveitanna 112 sé dansk-
ur, en það er líka stöku hljómsveit
frá hinum Norðurlöndunum,
stundum enskar og franskar og þetta árið líka
einhverjar belgískar.
Óvenju mikið var af íslenskum hljóm-
sveitum þetta árið, ein hljómsveit og fjórir
stakir listamenn; For a Minor Reflection, Em-
ilíana Torrini, Dísa, Ólafur Arnalds og Svavar
Knútur Kristinsson.
Hálfrokkuð tilraunamennska
112 hljómsveitir og flestar að spila popp eða
rokk með ýmsum tilbrigðum. Íslendingarnir
líka; Emilíana með sína tilraunakenndu róm-
antík, Svavar Knútur söngvaskáld, síðrokks-
sveitin For a Minor Reflection, Ólafur Arnalds
með sveimkennda klifun og Dísa, tja, Dísa var
eiginlega allstaðar – rómantísk brothætt þjóð-
lagatónlist, hálfrokkuð tilraunamennska og
svo lokalag hennar sem var eiginlega bara
raddspuni, en þá sátu áheyrendur líka gapandi
yfir snilldinni.
Emilíana stóð uppúr, en hún var að leika á
sínum stærstu tónleikum í Danmörku til
þessa. Víst hafði hún ekki leikið á tónleikum í
nokkurn tíma, var með hljómborðsleikara sem
ekki hafði verið í sveitinni nema viku og að
auki með glænýja tónleikadagskrá, en hún er
komin svo miklu lengra en aðrir sem tróðu upp
á Spot að þessu sinni, var komin þangað sem
þeir stefna, alþjóðleg stjarna. Svo er hún með
Sigtrygg á trommur.
Eins og ég nefndi var erfitt að henda reiður
á Dísu, sem var heillandi á sinn hátt, en hefði
verið skemmtilegra með betra skipulagi, smá
handriti. Hjóðfæraleikur var til að mynda ekki
vel samstillur og slidegítarleikarinn óþarfur að
mínu viti, en það sem hún gerði vel gerði hún
frábærlega.
Ólafur Arnalds var líka að spila á sínum
stærstu tónleikum í Danmörku, þó ekki hafi
hann náð að troðfylla stóra salinn eins og Em-
ilíana.
Svavar Knútur skráði sig í hóp norrænna
söngskálda sem skipaður var auk hans dönsk-
um, norskum og færeyskum lagasmiðum. Það
bar þann góða árangur að lokalag tónleika
hópsins, sálmur eftir Svavar, var líka hápunkt-
ur þeirra.
Danirnir stóðu fyrir sínu: viðlagapopp með
The William Blakes, nýrómantískt diskó með
When Saints Go Machine, nýgilt popp í boði
Choir Of Young Believers, harðkjarnakrydd-
aðan trega með Kellermensch, uppskrúfaða
væmni að hætti The Green Lives, hátimbrað
strengjapopp Ave, þjóðlagasull með Helene
Blum & Harald Haugaard Band, fram-
úrstefnulega raftónlist Mike Sheridan,
strengjaharðkjarna A Kid Hereafter (Special
Edition) og léttgeggjaða froðu frá Bodebrixen
svo nokkur dæmi séu tekin. Finnarnir áttu
sterkan leik með Joensuu 1685, sem spilar síð-
rokkssýru, og Norðmenn lögðu til frábært
band, Shining, sem leikur einhverskonar sam-
suðu af harðkjarna og jazz; Agent Fresco á
sterum sem endaði á geggjaðri útgáfu af 21st
Century Schizoid Man og gladdi gömul eyru
mín og félaga míns frá New York, enda höfð-
um við báðir legið yfir In the Court of the
Crimson King á sínum tíma (um 1970).
Alheimsþorp í fleirtölu
Á sínum tíma töldu margir að netvæðing
heimsins myndi skapa heimsmarkað tónlistar,
gera tónlistarmönnum kleift að keppa á jafn-
réttisgrundvelli, fletja heiminn út og til yrði
risamarkaður. Það hefur gengið eftir að vissu
leyti, því auðveldara er fyrir listamenn að ná
til fólks í gegnum netið, slá í gegn á MySpace,
en að sama skapi virðist netvæðingin hafa orð-
ið til þess að draga úr áhuga manna á innfluttri
tónlist (maður finnur hana á netinu) og styrkja
um leið innlenda tónlist.
Þetta var í það minnsta mat Dirk Steenhaut,
blaðamanns belgíska dagblaðsins De Morgen
sem staddur var á Spot í fimmta sinn, og eins
Henrik Friis, forsvarsmanns danska rokkráðs-
ins, ROSA, á Spot. Þeir sögðu báðir að inn-
flutningur á erlendir tónlist hefði dregist
harkalega saman en að sama skapi yrðu þeir
varir við það að áhugi fyrir innlendri tónlist
hefði aukist. Henrik minnti mig á að ég hefði
ekki verið ýkja hrifinn af því sem bar fyrir
eyru á fyrri Spot-hátíðum, en nú væri gróskan
öllu meiri. Það er satt, flestar dönsku sveit-
anna voru í senn forvitnilegar og framsæknar
og sumar frábærar; Choir Of Young Believers
er með bestu hljómsveitum Norðurlanda nú
um stundir.
Að því sögðu þá var það merkilegt í sjálfu
sér að allar hljómsveitir sem ég sá og heyrði á
hátíðinni sungu á ensku, ef það var sungið á
annað borð, nema Jooks. En hann misskildi
þetta hvort eð er; hún vildi ekki rappara held-
ur enskumælandi rokkara.
„Hvad nu, spillemand?“
Annars voru Danir mjög uppteknir af þeim
hörmungum sem ganga yfir danska tónleika-
staði og var mikið rætt á ráðstefnu sem tengd-
ist Spot. Undanfarin ár hafa danskir tónlist-
arbúllueigendur nefnilega gengið að hluta
fyrir fjárstyrk frá hinu opinbera enda fá þeir
staðir sem bjóða upp á lifandi tónlist einskonar
lífeyri. Það dugir þó ekki til, staðirnir hafa
margir ekki staðið undir sér nema með harm-
kvælum og nú syrtir í álinn; kreppan gerir að
verkum að fólk mætir á tónleika og situr /
stendur þurrbrjósta, eða það situr frekar
heima með sinn bjór og hlustar á plötur (eða
ekki neitt). Hvað er til ráða spurðu menn í ang-
ist, Hvad nu, spillemand?
Augljósa svarið var náttúrlega að gera ekki
neitt, þeir staðir sem væru illa reknir myndu
bara deyja og hinir lifa, en sú uppástunga mín
hugnaðist mönnum ekki – betra væri ef hægt
væri að kreista meira út úr ríkinu, nú eða
breyta lögum um tónlistarhátíðir. Þær njóta
nefnilega skattfríðinda með þeim skilyrðum að
hagnaði af þeim sé varið í samfélagsleg verk-
efni, sbr. Hróarskelduhátíðina sem er mikil
peningamaskína, en mega ekki leggja fé í
kráarekstur. Er það ekki samfélagslegt verk-
efni að menn geti sest niður með bjór og hlust-
að á smá rokk? spurði einn Daninn mig í hálf-
kæringi að ég held. Kannski var honum alvara.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Stjarna Tónleikar Emilíönu Torrini á Spot voru stærstu tónleikar hennar í Danmörku til þessa, en 1.500 voru í salnum og nokkur hundruð urðu frá að hverfa. Sveitin var óstyrk fyrstu skrefin, en eftir það lék hún á als oddi.
„Hun vil ha’ en rapper“
Svo rappaði Jooks í stóra tjaldinu fyrir tónlist-
arhöll þeirra Árósinga; engan lúða sem hlustar á
Neil Young og Gasolin’, nei takk, bara rappara í
hlýrabol og strigaskóm. Spot er keppni í spretthlaupi; til þess að
ná að sjá og heyra sem mest er maður á
hlaupum. Sumt er þannig að ekki má
missa af mínútu, en stundum er eitt lag
eða tvö meira en nóg. Það besta:
Ave
Choir Of Young Believers
Dísa
Emiliana Torrini
Joensuu 1685
Kellermensch
Mike Sheridan
Ólafur Arnalds
Shining
Svavar Knútur
The State, The Market and the DJ
The William Blakes
Thee Attacks
Á sprettinum
Það besta á Spot 2009