Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009
4 Kvikmyndir
H
ugmyndir sem hafa sannað sig gróða-
vænlega á tjaldinu, fá ekki að falla í
gleymsku. Gott dæmi er myndbálk-
urinn um Tortímandann – The Term-
inator, sem stakk fyrst upp ófrýnilegum koll-
inum fyrir aldarfjórðungi. Síðan gerðist fátt til
1991, þá var röðin komin að The Terminator 2: –
Judgement Day, og kassarnir fylltust og fram-
leiðendur kættust. Samt kom langt hlé; Term-
inator 3: The Rise of the Machines, var ekki
frumsýnd fyrr en 2003 og sú fjórða, Terminator
Salvation er að hefja göngu sína í júní.
Það sem á undan er gengið
Bálkurinn, sem hefur tekið inn milljarð dala,
hófst á B-mynd, sem kostaði litlar 6.4 milljónir.
Hér var sjálfur James Cameron (Titanic), að
gera sitt fyrsta stórvirki og ekki skemmdi fyrir
að hann valdi lítt þekktan leikara í titilhlutverki
- vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger. Fyrr en
varði skapaðist sterkt költ-fylgi í kringum
myndina, og í kjölfar Salvation, er búið að
ákveða fimmtu og sjöttu viðbótina.
The Terminator, sú fyrsta og að margra dómi
sú besta, fjallar um byltingarkenndan örgjörva,
Skynet, sem er framleiddur af Cyberdyne-
fyrirtækinu, sem verður alls ráðandi í fram-
leiðslu á tölvum og tólum til hernaðar. Tölv-
urnar þróast með ofurhraða og ákveða að út-
rýma mannkyninu í stríði sem lýkur árið 2009,
og kostar milljarða mannslífa. Síðan víkur sög-
unni til 2004, drápstólið Tortímandinn
(Schwarzenegger), er sendur aftur í tímann til
jarðar til að koma ófrískri konu fyrir kattarnef,
þar sem John Connor, sonurinn sem hún geng-
ur með, ógnar vélunum í framtíðinni. Á sama
tíma er mennskur maður sendur af Connor aft-
ur til fortíðar til að ráða niðurlögum Tortímand-
ans
Í annarri myndinni er T-1000, enn fullkomn-
MYNDIR VIKUNNAR
SÆBJÖRN VALDIMARSSON
Að ragnarökum liðnum
Terminator Salvation sver
sig fullkomlega í ætt við
fyrri myndirnar.
Þrír nýir Tortímendur
þokast nær
Terminator Salvation (2009) | McG
F
yrir ekki svo löngu rakst ég á grein í
virtu blaði vestan hafs þar sem menn
veltu því fyrir sér hvað orðið hefði um
hiphopið sem eitt sinn var annað vin-
sælasta tónlistarform Bandaríkjanna (næst á
eftir kántrýinu); voru rímnasmiðir búnir að
syngja (kveða) sitt síðasta? Höfðu monthæns
kafnað í eigin ýkjum? Gekk efnið frá and-
anum?
Sem betur fer eru margir þeir sem röppuðu
um hórur og hólka þagnaðir, en eftir situr
grúi rappara sem glímir við hinstu rök tilver-
unnar og frumlegir taktsmiðir og upp-
tökustjórar eru legíó. Gróskan er mest á jaðr-
inum, oft í tilbrigðum af hiphopi sem seint ná
almennri spilun, en frábær engu að síður.
Rappfélagarnir AmpLive og MC Zumbi
skipa tvíeykið Zion-I sem hefur verið starf-
andi í rúman áratug. AmpLive er frá Texas og
fékk snemma mikinn áhuga á rafeindatólum.
Tónlistaráhuginn kom eitthvað seinna, en sem
unglingur var hann þó farinn að spila
á trommur og píanó í hverf-
iskirkjunni. Vendipunktur í hans
sögu var þegar faðir hans færði
honum EPS-hljóðsmala og eftir
það varð ekki aftur snúið.
Eins og AmpLive rekur sögu
sína var lítið um hiphop í Texas á
hans uppvaxtarárum, en MC Zion
var á kafi í hiphopi sem krakki,
enda bjó hann í Kaliforníu. Hann hreifst þó
ekki af takti og tónlist heldur var það glíman
við orðin sem heillaði hann og bráðungur var
hann farinn að etja kappi við aðra rímnasmiði.
Þeir félagar kynntust svo í skóla í
Atlanta, fjarri heimaslóðum, og þar
varð sveitin Metufour til við fjórða
mann fyrir átján árum. Sú náði svo
langt að komast á samning hjá
Tommy Boy, en ekki lengra í bili,
því engin plata kom út úr þeim
samningi.
Þegar Tommy Boy svo sagði
upp samningi við sveitina hélt
Zion aftur heim til Kaliforníu, en
AmpLive hélt sig í Atlanta um sinn, en fluttist
síðan vestur og úr varð Zion-I.
Þeir félagar sömdu við smáfyrirtæki,
Ground Control Records, og gáfu út fyrstu
smáskífuna fyrir rétt rúmum áratug. Fyrsta
stóra platan kom út 2000 og síðan eru breið-
skífurnar orðnar fimm og smáskífurnar ótelj-
andi. Um daginn kom The TakeOver.
Aðal Zion-I eru textar sem eru jákvæðir og
djúpir og löðrandi í kímni, en líka fram-
úrstefnulegar útsetningar sem eru þó gríp-
andi og skemmtilegar. Það heyrist líka vel á
þessari nýju skífu þar sem ótrúlegustu hljóð
eru notuð, en stendur þó alltaf föstum fótum í
grípandi hiphopi. arnim@mbl.is
Á jaðrinum Rappteymið snjalla sem kallar sig Zion-I; MC Zumbi og AmpLive.
PLÖTUR VIKUNNAR
ÁRNI MATTHÍASSON
Gróskan á jaðrinum
The TakeOver | Zion-I
Þ
ýska plötufyrirtækið Kompakt
er þekkt fyrir sitt naum-
hyggjutechno og ýmsir skipa
eflaust sænska tónlistarmanninum
sem kallar sig The Field á þann bás.
Á nýrri skífu hans má þó segja að
hann gefi merkimiðanum langt nef,
því þótt sumt sé naumhyggjulegt er
annað uppfullt með
fjör og flækjur.
Axel Willner er á
bak við listamanns-
nafnið The Field, en
hann hefur reyndar
líka gefið út tónlist
sem Lars Blek, porte,
Cordouan og James
Larsson. Fyrsta skífa
hans var platan From Here We Go
Sublime sem kom út fyrir tveimur
árum og var ein ágætasta platan
sem bar fyrir eyru manna á því
ágæta ári. Fyrir stuttu kom svo út
ný skífa hans, Yesterday and Today.
Willner er lagið að gera mikið úr
litlu, ef svo má segja, að
teygja einn gítarhljóm
svo langt að úr verður
heilt lag og heldur þeim
hætti á skífunni nýju. Í
titillagi plötunnar leikur
Battles-bóndinn John
Stanier á trommur og
gæðir það lag miklu
lífi. Meira svoleiðis
takk.
Yesterday and Today | The Field
Mikið úr litlu
Kannski
menn?
POPPKLASSÍK
ARNAR EGGERT THORODDSEN
A
ð undanförnu hafa Félag hljóm-
plötuframleiðenda, Rás 2 og tonlist.is
gengist fyrir leit að hundrað bestu
plötum Íslandssögunnar. Sumar af
þeim plötum sem nú fylla hundraðið hafa verið
ófáanlegar um hríð og
hefur Sena bætt nokkuð úr þeim
málum, en nýverið
kom út platan Álfar
sem Magnús Þór
Sigmundsson gaf út
árið 1979 í gegnum
Fálkann. Platan kom
fyrst út á geisladisk
árið 1991 en hefur ver-
ið sjaldséð um árabil.
Álfar er um margt
giska merkileg plata.
Magnús hafði verið á all- nokkru flandri er-
lendis, eltandi frægðardrauma eins og lög gera
ráð fyrir í Popplandi, með Change m.a. Álfar
hljómar því dálítið eins og nokkurs konar
heimkomu- og þroskaplata; skýjaborgirnar að
baki en heilnæm jarðtenging komin þess í
stað. Ja … ef hægt er að lýsa þemaplötu um
álfa sem jarðtengdri. En að öllu gríni slepptu
notar Magnús álfana og þeirra heim sem nokk-
urs konar mótvægi við tilvist mannsins og velt-
ir fyrir sér því sem aflaga hefur farið hér í
raunheimum. Heimur álfanna er því nokkurs
konar draumheimur, dæmi um hvernig hægt
væri að haga hlutunum ef góðar og gegnar
gjörðir stýrðu nú mannskepnunni. Textalega
er platan því afar hippísk; umhverfisvernd er
tekin traustatökum og djúpar andlegar pæl-
ingar svífa um.
Plötuna kannast efalaust flestir við vegna
lagsins „Jörðin sem ég ann“ sem sló rækilega í
gegn og er reglulega leikið í útvarpi enn þann
dag í dag. Lagið „Álfar“, þar sem hinni merku
spurningu „Eru álfar kannski menn?“ er varp-
að fram, er einnig nokkuð vel kynnt. Restin af
plötunni er hins vegar nokkuð ólík þessum
„slögurum“; flókin og spunakennd lög sem
bera íbyggin nöfn eins og „Gróðurþel“ og „Al-
heimsþel“. Þrír Þursar sjá um undirleik og það
heyrist vel, hljómafléttur og stígandi nokkuð í
takt við það sem sú merkissveit var að pæla í á
þessum sama tíma.
Magnús átti svo eftir að hnykkja óbeint á
boðskap Álfanna þremur árum síðar með plöt-
unni Draumur aldamótabarnsins, þar sem m.a.
er að finna hinn óopinbera þjóðsöng, „Ísland
er land þitt“. Þemað þar er þó öllu óhlutbundn-
ara en á Álfum, sem stendur í dag sem nokkuð
einstakt síðproggrokksverk – með tveimur út-
varpsslögurum. arnart@mbl.is
Rogério Duprat hefur verið kall-
aður George Martin Brasilíu, enda
annaðist hann strengjaútsetningar
á mörgum Tropicália-skífum, til að
mynda hjá Os Mutantes, Gilberto
Gil og Caetano Veloso. Hann kunni
og vel til verka, hámenntaður í
músíkfræðum frá evrópskum skól-
um, en líkt og Martin
var hann upp á sitt
besta þegar hann
var að liðsinna öðr-
um tónlistar-
mönnum. Það má
heyra á þessari skífu
hans, „A Banda Tro-
picalista Do Rogerio
Duprat“, sem kom út
fyrir rétt rúmum fjörutíu árum og
var endurútgefin á disk fyrir
stuttu. Á plötunni glímir hann við
blöðrupopp úr ýmsum áttum, bras-
ilískt, bandarískt og breskt með
aðstoð Os Mutantes. Skífan er
merkileg í sögulegu samhengi,
varpar ljósi á merkan
kafla í tónlistarsögu
Brasilíu, og músíklega
líka vegna þess að Os
Mutantes heldur plöt-
unni á floti með frá-
bærri frammistöðu.
Duprat var nefnilega
snjall tónlistarmaður
án þess að vera nema
miðlungi frumlegur.
A Banda Tropicalista Do Duprat | Rogério Duprat
George Martin Brasilíu
Tónlist