Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Blaðsíða 7
t hrein og tær einlægni“
1. Ægifegurð Klettafjallanna Rammi úr einu fimm myndskeiða í verkinu sem
Ragnar sýnir í Feneyjum. Davíð Þór Jónsson situr við flygilinn.
2. Leikstjórinn Ragnar vinnur með tökumanni í kanadísku Klettafjöllunum í
vetur, við upptökur á myndbandsverkinu með þeim Davíð Þór.
3. Í frostinu Ragnar og Davíð Þór leika inn á eina mynd- og hljóðrásina.
Ragnar segir hljómburðinn afar vandaðan, þrát fyrir aðstæðurnar.
4. Vinnustofan í Feneyjum Skissa eftir Ragnar; ljósmynd af salarkynnunum
þar sem hann mun mála 180 myndir af Páli Hauki Björnssyni, eina á dag
fram á haust, og gestir á Feneyjatvíæringnum geta fylgst með. Hann hefur
teiknað sig inn á skissuna, málandi, Pál við gluggann og tómar bjórflöskur.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009 Lesbók 7
„RAGNAR er frjór og
skapandi listamaður,“
segir galleristi hans hér
á landi, Börkur Arn-
arson í i8.
Ragnar varð liðs-
maður í i8 gallerínu eftir
að hafa verið þátttak-
andi á sumarsýningu
nokkurra íslenskra
listamanna í Tanya Bo-
nakdar galleríinu í New
York sumarið 2004.
Eftir að Ragnar útskrifaðist úr Listahá-
skóla Íslands hefur hann haldið tólf einka-
sýningar í fimm löndum og tekið þátt í nær
þrjátíu samsýningum víða um heim, síð-
ustu árin í samstarfi við i8. Síðasta einka-
sýning hans hér, Guð, í Nýlistasafninu, var
tilnefnd til Sjónlistarverðlaunanna 2008.
„Samband listamanns og gallerís hefur
eflst og það hefur síðan verið frábært fyrir
okkur að fara í samstarf við annað gallerí
vestanhafs um listamanninn,“ segir Börkur.
„Það er ánægjulegt að sjá aðra deila sann-
færingu okkar um hæfileika Ragnars.“
Börkur segir að það sé eins og það hafi
legið fyrir frá fyrsta degi að Ragnar væri
listamaður.
„Það er merkilegt að upplifa hversu
óhræddur Ragnar er við að gera mynd-
listina sína. Hann er það vel að sér, hrein-
skilinn og opinskár að hann leyfir sér að
gera mistök og að gera hluti sem hann sér
síðar meir að hann getur lært af og nýtt sér
á skapandi hátt. Verkin hans verða alltaf
betri og betri.“
Óhræddur við
myndlistina
Börkur
Arnarson.
„ÉG tel að Ragnar
Kjartansson verði mik-
ilvægur og skær viti í
framtíðinni, svo sann-
arlega í íslenskum
myndlistarheimi en
einnig í alþjóðlegri per-
formans- og vídeólist.“
Sá sem hefur svo
miklar væntingar fyrir
hönd Ragnars er Rol-
and J. Augustine, ann-
ar eigandi hins kunna LuhringAugustine
gallerís í New York, en þar hefur Ragnar
verið á mála síðustu misserin.
„Ég er búinn að vera mjög spenntur
fyrir verkefni Ragnars í Feneyjum,“ segir
Augustine sem kemur að fjármögnun
þess. „Við höfum í þessu ferli átt ein-
staklega ánægjulegt og fagmannlegt sam-
starf við kollega okkar í i8 galleríinu og
við Christian Schoen, framkvæmdastjóra
Kynningarmiðstöðvar íslenskrar mynd-
listar.
Ragnar er efnilegur listamaður og það
er mikill heiður fyrir hann að vera fulltrúi
þjóðar sinnar í Feneyjum.
Ég hlakka til að sjá myndbandsverkið
komið upp í Feneyjum, en ég tel það vera
í góðu samræmi við leikræna þáttinn í list
hans til þessa, og verkið inniheldur einnig
tónlist eins og oft áður. Ég hlakka ekki
síður til að sjá performansinn þar sem
Ragnar málar módelið í vinnustofunni. Um
útkomuna treysti ég mér hins vegar ekki
til að tjá mig fyrr en ég hef séð þetta.
Þetta er djarft og ævintýralegt verkefni.
Ég fagna því þegar listamenn ráðast í
viðamikil verk sem eru ekki söluvæn í eðli
sínu.
Við höfum nú unnið með Ragnari í eitt
ár, eða síðan sýning með íslenskum lista-
mönnum var sett upp hér í galleríinu, og
ég hef virkilega notið þess að vinna með
honum,“ segir Augustine.
„Mikilvægur
og skær viti“
Roland J.
Augustine
Ragnar Kjartansson segir frá sýningu sinni á Feneyjatvíæringnum.
VEFVARP mbl.is