Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.2009, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2009
8 LesbókKVIKMYNDIR
Gunnar Eggert
Thoroddsen
gunnaregg@gmail.com
F
yrir unnendur jaðarmynda úr hryll-
ings- og fantasíuheimum er sér-
staklega áhugavert að komast á slík-
ar hátíðir, þar sem hægt er að
upplifa það helsta sem er í gangi
hverju sinni og fá nokkurs konar
sneiðmynd af helstu straumum samtímans.
Hátíðin var sjálf með tvo sérflokka: „Anarchy
in the UK“, sem beindi sjónum að nýrri öldu
harðneskjulegra hryllingsmynda frá Bret-
landseyjum, og „Brave New Worlds“, sem
taldi vísindaskáldsögulegar myndir sem léku
sér á frumlegan máta með veruleikamörkin.
Minna var um sératburði í ár, enda minna um
fjárráð í kreppunni, sem kom fyrst og fremst
niður á því að enginn heiðursgestur gat bless-
að okkur með nærveru sinni (síðustu gestir
hafa verið stór nöfn á borð við Tim Burton,
Terry Gilliam og Roger Corman). Ég vil lýsa
tveimur þemum sem ég þóttist sjá skína í gegn
á hátíðinni og fjalla stuttlega um myndir sem
sköruðu þar fram úr.
Ógeðsleg börn
Börn hafa alltaf átt fastan sess í heimi hryll-
ingsmynda, a.m.k. eftir að Regan litla varð
fyrst andsetin af djöflinum í The Exorcist
(1973). Síðan þá hafa ýmsar „barnamyndir“
notið vinsælda, þar sem börn eru á einn eða
annan hátt í aðalhlutverkum, bæði sem
skrímsli (It’s Alive, 1974 og The Omen, 1976)
og sem söguhetjur (Poltergeist, 1981 og
Child’s Play, 1988). Börn voru sérstaklega
áberandi á hátíðinni í ár – eða öllu heldur ótti
við börn, þar sem uppruni hryllingsins liggur í
afkvæmum okkar. Það er þekkt minni að hryll-
ingsmenning ólíkra tímabila endurspeglar
gjarnan helsta ótta hvers tíma, en erfitt er að
koma auga á slíkt nema í ákveðinni tíma-
fjarlægð og því vil ég ekki endilega koma með
yfirlýsingar um að samtímahryllingsmyndir
séu innbyggðar ótta við komandi kynslóðir
(þ.e. framtíðina) – en engu að síður er áhuga-
vert hvað ég kynntist mörgum hryllilegum
börnum á þessum sjö dögum. Helst ber að
nefna The Children (2008), skuggalega mynd
um tvær fjölskyldur sem eyða jólahátíðinni
saman í sveitinni. Smátt og smátt fara börnin
að haga sér undarlega, þau gerast ofbeld-
ishneigð og að lokum hefjast þau handa við að
myrða allt fullorðna fólkið. Myndin spilar sig
grafalvarlega í gegn og tekst að ná fram blóð-
kaldri stemningu, þar sem foreldrarnir þurfa
að drepa börnin sín til að lifa af. Barnadráp
eru líklega það eina sem enn er heilagt í heimi
hryllingsmynda – að drepa barn á skjánum er
litið stórvöxnu hornauga – og ég get ekki ann-
að en dáðst að leikstjóranum Tom Shankland
fyrir djörfung og hug.
Grace (2009) segir frá konu sem hefur lengi
reynt að eignast barn og er loksins orðin ólétt
þegar hún lendir í bílslysi stuttu áður en hún á
að eiga. Eiginmaðurinn deyr og samkvæmt
læknum er barnið líka dáið. Engu að síður
ákveður móðirin að eignast barnið og öllum að
óvörum fæðist það lifandi. Í fyrstu virðist
barnið vera heilbrigt, en það hafnar móð-
urmjólkinni og vill ekki borða neitt. Það græt-
ur stöðugt og virðist laða til sín flugur í massa-
vís. Þegar Grace litla fer að sjúga blóð úr
brjóstum móður sinnar er augljóst að hún þarf
á öðruvísi næringu að halda en flest önnur
börn. Mamman þarf nú að redda barninu sínu
blóði og til að flækja málin er hún sjálf harð-
svíruð grænmetisæta. Þannig tekst leikstjór-
anum að velta fram alls kyns siðferðislegum
hnútum og fjalla um móðurástina á frumlegan
hátt með persónulegri, jafnvel hugljúfri sögu
um móður og uppvakning. Af öðrum barna-
hryllingsmyndum má nefna japönsku manga-
myndina Tamami – The Cursed Baby (2007),
þar sem unglingsstúlka þarf að horfast í augu
við vanskapaða og smávaxna tvíburasystur
sína, og bresku myndirnar Donkey Punch
(2008), þar sem hópur spilltra unglinga gengur
of langt í kynlífstilraunum, og Eden Lake
(2008), þar sem ungt uppa-par í tjaldferð lend-
ir í stríði við unglingagengi á svæðinu og fest-
ist í stigvaxandi ofbeldisöldu sem ferðast langt
út fyrir velsæmismörkin.
Kynferðislegt últra-ofbeldi
Og varðandi velsæmismörk, þá voru nokkrar
myndir sem gengu lengra en flestar, hvað
varðar tengsl kynlífs, dauða og ofbeldis.
Nauðgunarmyndir vekja reglulega athygli á
kvikmyndahátíðum og eiga sinn undirgeira í
hryllingsheimum (nauðgunar/hefndarmyndir
– sú frægasta er líklega I Spit On Your Grave,
1978). Ein slík – I’ll Never Die Alone (2008) –
kemur nú frá Argentínu og segir frá fjórum
vinkonum sem er hrottalega nauðgað á ferða-
lagi og þurfa að kljást við árásarmennina úti í
villtri náttúrunni til að leita hefnda. Myndin er
erfið áhorfs og gerir sitt allra besta til að láta
áhorfendum líða raunverulega illa. Önnur
nauðgunarmynd (sem ég sá samdægurs) er af
allt öðrum toga og tekst á sinn eitursúra og of-
urýkta hátt næstum að gera umfjöllunarefnið
fyndið. Someone’s Knocking at the Door
(2009) fjallar um hóp bandarískra ungmenna
sem vekja óvart upp raðmorðingjapar – mann
og konu – sem myrða fórnarlömb sín með því
að nauðga þeim til dauða með ofvöxnum kyn-
færum. Líkamar eru tættir í sundur í grótesk-
um stíl og með brjáluðu myndmáli sem gerir
að verkum að áhorfendur vita ekki hvort þeir
eiga að (eða mega?) hlæja eða ekki. En þetta
er grínmynd, þrátt fyrir allan viðbjóðinn, og þó
að fólk hafi gengið út af sýningunni var upplif-
unin vel þess virði. Að lokum vil ég nefna
furðuverkið Deadgirl (2008). Tveir ungir menn
brjótast inn í yfirgefið geðsjúkrahús í bænum
sínum og finna lifandi-dauða konu, hand-
járnaða við borð í kjallaranum. Þeir dragast
inn í furðulega atburðarás þar sem annar
þeirra missir stjórn á valdafíkninni og gerir
konuna að kynlífsþræl sínum. Kynlíf með lif-
andi dauðu líki býður upp á ógrynni af subbu-
legum atriðum og leikstjórarnir nýta sér sögu-
efnið til hins ýtrasta. Í grunninn er þetta
zombíu-mynd, en fyrst og fremst er Deadgirl
hugleiðing um algjört vald og algjört frelsi,
þar sem ungmennin skapa sinn eigin myrka
heim í dimmum kjallaranum. Myndin er gerð
fyrir lítinn pening og mun vonandi ekki festast
í b-mynda-hrúgunni í ár, því Deadgirl er ein
sjaldséðra hryllingsmynda sem tekst samtímis
að vera virkilega ógeðsleg og reglulega áhuga-
verð og á sér langt framhaldslíf fyrir höndum.
Ótti og óbeit í Amsterdam
Árleg hátíð fantasíu- og hryllingsmynda var haldin nýverið í Amsterdam. Hátíðin er hluti af stærra neti
evrópskra fantasíuhátíða en hver hátíð velur sína bestu mynd. Í lok árs keppa þær allar um aðalverð-
launin: Hinn gyllta Méliès. Greinarhöfundur var viðstaddur hryllingshátíðina í Amsterdam.
Nánari upplýsingar um evrópsku fantasíuhá-
tíðirnar má finna á www.melies.org
Barnadráp eru líklega það
eina sem enn er heilagt í
heimi hryllingsmynda – að
drepa barn á skjánum er
litið stórvöxnu hornauga.
Óöruggt kynlíf Hópur spilltra unglinga gengur of langt
í kynlífstilraunum í kvikmyndinni Donkey Punch.
Upp að eyra Uppa-par lendir í stríði við unglingagengi á svæðinu og festist í stigvaxandi ofbeldisöldu. Börnin Tvær fjölskyldur eyða jólahátíðinni saman í sveitinni. Smátt og smátt fara börnin að haga sér undarlega.
Höfundur er kvikmyndafræðingur.
U
ppruni hryllingsmynda er jafnan rakinn
til áhrifa frá þýska expressjónismanum,
sem blómstraði sem hreyfing í kvik-
myndagerð í Þýskalandi snemma á þriðja ára-
tug síðustu aldar. Myndirnar flokkuðust ekki
undir jaðarmyndir í Þýskalandi þótt þær þættu
róttækar og framúrstefnulegar og voru mynd-
irnar sýndar í almennum sýningum í kvik-
myndahúsum. Ýktur leikur, brengluð sviðs-
mynd og leikur með skugga voru einkenni
myndanna sem hentuðu því vel til að miðla
ýmiskonar óhugnaði og dulúð til áhorfenda.
Frægasta mynd þýska expressjónismans er
án efa Das Cabinet des Dr. Caligari (1920) eft-
ir Robert Wiene sem átti eftir að hafa mikil
áhrif á kvikmyndasöguna. Uppgangur hryll-
ingsmynda hófst til að mynda í Bandaríkjunum
eftir að myndin var sýnd þar vestra ári eftir að
hún kom fyrst út.
Hljóðið jók á óhugnaðinn
Kvikmyndafyrirtækið Universal varð fljótt
fremst í flokki í framleiðslu hryllingsmynda
þar vestra og hryllingurinn fékk svo byr undir
báða vængi þegar þýskir leikstjórar fóru að
flytjast til Hollywood vopnaðir áhrifum frá
þýska expressjónismanum.
Myndir á borð við The Hunchback of Notre
Dame (1923) og The Phantom of the Opera
(1925) gáfu áhorfendum forsmekkinn af því
sem koma skyldi í þessum geira. Óhugnað-
urinn varð svo áþreifanlegri eftir tilkomu
hljóðsins og myndir á borð við Dracula (1931)
og Frankenstein (1931) fengu hárin til að rísa á
höfði bíógesta. Með tilkomu hljóðsins óx hryll-
ingsmyndunum fiskur um hrygg í Hollywood
en margar þessara mynda þættu þó lítið hrika-
legar í dag. Taka þurfti tillit til bíógesta sem
enn voru að slíta barnsskónum í þessum efn-
um.
Auk þess vildi svo til að einmitt á sama
tíma, í byrjun þriðja áratugarins, var umræða
um hvers kyns ritskoðun á kvikmyndum afar
hávær í Hollywood. Meðal annars vegna nokk-
urra hneykslismála innan geirans þótti nauð-
synlegt að grípa í taumana og bjarga orðspori
hinnar nýju listgreinar sem kvikmyndalistin
var með því að banna allan óhugnað, kynferð-
islegar tilvísanir og annað sem gæti spillt sið-
gæði áhorfenda.
Tvíræðni jókst því til muna í kvikmyndagerð
og leikstjórar nýttu sér myndmál og hljóð til
að gefa til kynna það sem ekki mátti sýna.
birta@mbl.is
Hryllingsmyndir verða til
Hryllingur Uppgangur hryllingsmynda hófst í
Bandaríkjunum eftir frumsýningu Das Cabinet
des Dr. Caligari þar í landi.