Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 2 LesbókSKOÐANIR J óhanna talar íslensku við BBC! Ekki- frétt vikunnar sem byggir á landlægu ofmati Íslendinga á enskukunnáttu sinni. Mennta- skólaenska Íslend- inga dugir skammt þegar til kastanna kemur í samskiptum við enskumælandi menn. Önnur ekki- frétt var að þýski utanríkisráðherrann verð- andi neitaði að svara á ensku á blaðamanna- fundi í eigin landi eftir kosningarnar þar. Halda menn að leiðtogar þjóða tali bara ensku til að auka leti blaðamanna? Síðari fréttin var frekar sú að BBC skyldi ekki senda þýskumælandi fréttamann til að fylgj- ast með þýsku kosningunum. Hann fengi ein- ungis svör á þýsku frá Merkel, frönsku frá Sarkozy, rússnesku frá Pútín; þjóðarleiðtog- ar bera ábyrgð á orðum sínum sem fulltrúar þjóða sinna og þeir gera það best á móð- urmálinu. gautikri@hi.is Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent E itthvað stórt og sérstakt, sem reisir sig hátt yfir hversdagsleikann, einstök stund upplifunar og ef til vill einstæð á heilli mannsævi.“ Þannig skrifaði Jón Ásgeirsson tónlistar- gagnrýnandi í upphafi gagnrýni sinnar um tónleika Lucianos Pavarottis í Laugardalshöll 20. júní 1980 á Listahátíð. Ég held að margir þeir sem fóru á tón- leikana hafi upplifað þá á sama máta og Jón. Maður fann að þarna var eitthvað algjörlega einstakt að gera; snilli söngvarans smaug í merg og bein og upplifunin var engu lík. Engu. Það eru hartnær þrjátíu ár síðan þetta var og nú er Pavarotti allur. Árið 1980 var hann vissulega orðin stjarna í heimi óperusöngsins, en þó ekki sú stórstjarna sem hann átti eftir að verða. Þarna var hann kominn á toppinn sem hann hátti eftir að tróna á í 20 ár. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Pavarotti þá að takmark hans væri að verða betri en hægt væri að verða. Ég er ekki frá því að hann hafi náð því takmarki. Ekki einasta hafði hann til að bera algjörlega fyrirhafnarlausa tæknilega full- komnun; hann var á valdi náðargáfu músíku, og átti í ofanálag þessa einstöku unaðsrödd. Hann sagði líka að áheyrendur skiptu sig öllu máli. Jóni Ásgeirssyni þótti það tíðindum sæta að tónleikagestir hefðu sleppt sér í taumlausri hrifningu og lauk skrifum sínum með því að segja: „Ekkert nær eins til hjartans og glæsi- legur söngur og þess vegna elskar maður Pav- arotti.“ begga@mbl.is Þess vegna... „Takmarkið er að verða betri en hægt er að verða,“ sagði Luciano Pavarotti á Íslandi í júní árið 1980 H var er draumurinn?“ spurði popparinn einu sinni og það er ljóst að hann er fokinn út í veður og vind. Þar er þó ekki náttúruöflunum um að kenna; bæði var draumurinn ósvikinn „pípudraumur“ um „rík- asta land í heimi“ og síðan létu allir sem við stjórnvölinn voru eins og um veruleika væri að ræða. Þegar vaknað var upp af hinum vota draumi hefði mátt ætla að ráðamenn hefðu líka vaknað og tekið til við að reyna að hreinsa til eftir sig ósómann og einnig annarra eins og ábyrgðarfullum foreldrum sæmir. Því er nú verr að svo er ekki; flestir hafa reynt að breiða yfir samsekt sína og bent á ein- hverja aðra í stað þess að hefja tiltektina. Og sýni einhver tilburði til þess hefur verið spillt fyrir því til að breiða yfir þessa sömu sekt. Álitið á íslenskum stjórnmálamönnum var ekki hátt fyrir hrunið þannig að það gat ekki hrapað mik- ið við það, en það nær sennilega ekki mikið lægra en nú er. Það er líka full ástæða til þess eftir þær pólitísku leikfimiæfingar sem lands- mönnum hefur verið boðið upp á undanfarið ár eftir hrunið þar sem ábyrgðarleysið og spuninn hefur borið alla skynsemi og vitræna umræðu ofurliði. Það er eins og sumir stjórnmálamenn hafi tekið upp hætti bankamannanna sem rass- inn spiluðu úr buxum og vilji taka sér pólitískar stöður í málefnum dagsins. Það sem verra er, þeir eru í raun að leggja undir í hráskinnsleik með framtíð þjóðarhags að veði. Þeir sem hugsa ættu um raunverulega hagsmuni þjóðarinnar gera sér þá að leik vegna eigin hagsmuna. Besta dæmið um þá hræsni og spuna sem við- gengst í þessu tilliti er eilífðarmálið Icesave; mál sem stjórnmálastéttin hefði átt að afgreiða fyrir löngu því staðreyndir þess hafa lengi legið fyrir. Segja má að þrenns konar viðhorf hafi haft áhrif á framgang þess máls. Andóf villta vinstrisins hjá VG á rót að rekja til hug- myndafræði þess og höfnun á stofnunum hins kapitalíska kerfis. Hún er að því leyti jafn heið- arleg og hún er órökrétt og, eins og hin við- horfin, missir sjónar bæði á lýðræðislegum við- miðum og siðlegum umgangsreglum þjóða á milli. Andóf Framsóknarflokksins er að hluta til gamaldags þjóðernisrembingur sem vaknaði upp við ósanngjarna meðferð Breta á Íslend- ingum og að hluta til örvæntingarfull tilraun stjórnmálaflokks til að öðlast tilgang á ný. Hvorugt er gott vegarnesti fyrir þá sem hafa raunverulega hagsmuni þjóðarinnar að leiðar- ljósi og það er augljóst að hagsmunir stjórn- málaflokksins vega nú þyngra þar sem sögunni verður ekki snúið aftur og við Íslendingar mun- um þurfa að standa skil á Icesave með ein- hverjum hætti, hvað sem hver segir. Þriðja við- horfið kemur síðan frá þeim sem mestan þátt áttu í því að svo illa fór sem fór, bæði frá hug- myndafræðilegum sjónarhóli og einnig í því að þeir höfðu töglin og haldirnar í öllu stjórnkerfi Íslands árum saman áður hrunið varð og að allt of miklu leyti eftir það. Þeirra markmið er vita- skuld „smjörklípan“ til að breiða yfir eigin klúð- ur og skemmdarverk og það er í málflutningi þeirra sem hræsnin og spuninn nær hæðum sem fá mann á stundum til að standa á öndinni yfir ósvífninni. Það voru þáverandi fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, og fyrrverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, sem undirrituðu skuldbind- ingar fyrir Íslands hönd að gangast undir þær kvaðir sem Icesave hefur síðan valdið. Við Ís- lendingar erum þannig fyrir löngu orðnir ábyrgðarmenn á lántökum „óreiðumanna“ sem þessi sami stjórnmálaflokkur kom til eigna í Landsbankanum og hafði sérstakan fulltrúa í bankaráði hans til að hafa „talsamband“ við hann. Það eru íslenskir stjórnmálamenn sem þvælast fyrir uppbyggingunni með því að virða ekki samninga sem undirritaðir hafa verið eins sjá má á af þingsályktuninni sem samþykkt var af Alþingi Íslendinga og birt hefur verið á vefj- um bloggara undanfarna viku. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur undan- farið farið mikinn um „niðurstöðu þingsins“ í Icesave málinu sem er hlálegt þegar litið er til þess að það var ríkisstjórnarmeirihluti þingsins sem greiddi því atkvæði og flokksmenn hans sátu hjá; Framsóknarmenn voru a.m.k. sjálfum sér samkvæmir og greiddu atkvæði gegn mál- inu. Þetta er enn hræsnisfyllra þegar litið er til þess að Bjarni Benediktsson og flokksmenn hans samþykktu í desember í fyrra að ganga til samninga um Icesave; sami maður, sem nú virð- ist vera tilbúinn að leggja valtan efnahag þjóð- arinnar að veði með því að reka AGS úr landi, samþykkti aðkomu þess sama sjóðs í fyrra. Hann gaf meira að segja í skyn í Kastljósi sl. þriðjudagskvöld að það mætti bara afnema gjaldeyrishöft án samkomulags við AGS; það er veðmál gæti reynst dýrt, ekki síst skuldsettu þjóðarbúinu. Hann klykkti síðan út með herhvöt um að „standa í lappirnar“, les að standa ekki við þær skuldbindingar sem við höfum und- irritað, með orðunum: „Og ef að menn telja að það muni hafa afleiðingar sem til skamms tíma verða alvarlegar þá er alveg öruggt það muni allir verða tilbúnir til að fallast á það...“ Það er með ólíkindum að formaður eins stærsta stjórnmálaflokksins í landinu, flokksins sem mesta ábyrgð ber á því hvernig komið er skuli tala svona; hann er greinilega tilbúinn að taka áhættuna á öðru hruni bara til að geta sagt Bretum og Hollendingum að „við borgum ekki“. Hann skyldi ekki undrast að „greiðsluvilji“ al- mennings hlýtur að vera á sama stigi, enda gilda að miklu leyti sömu rök um að hafna greiðslum á ófyrirsjáanlegum skuldbindingum. Það er sorglegt að tilraunin um samstöðu stjórnmálamanna á Alþingi við erfiðar aðstæður hefur algjörlega brugðist. Alþingi hefur að mín- um dómi brugðist þjóðinni í Icesave málinu vegna þess að sumir þingmenn misnotuðu sér vettvanginn til að þyrla upp moldviðri spuna þar sem þeir töluðu eins og hægt væri að ganga bak orða sinna nokkrum mánuðum eftir að þeir und- irrituðu þau. Ég er ekkert minna ósáttur við að borga skuldir „óreiðumanna“; mér finnst hins vegar verra að íslenskir stjórnmálamenn viljir gera mig og landa mína að óreiðumönnum með því að svíkja undirrituð loforð sem þeir gáfu í krafti stöðu sinnar á sínum tíma. gautikri@hi.is Hvar er ábyrgðin? Morgunblaðið/Ómar AGS „Það er með ólíkindum að formaður eins stærsta stjórnmálaflokksins í landinu, flokksins sem mesta ábyrgð ber á því hvernig komið er skuli tala svona,“ segir Gauti. FJÖLMIÐLAR GAUTI KRISTMANNSSON Andóf Framsóknarflokks- ins er að hluta til gamal- dags þjóðernisrembingur ÞETTA HELST Tjá sig best á móðurmálinu Jóhanna Talar móðurmálið Morgunblaðið/Emilía Luciano Pavarotti á Íslandi „Ekkert nær eins til hjartans og glæsilegur söngur og þess vegna elskar maður Pavarotti,“ sagði Jón Ásgeirsson tónlistargagnrýnandi eftir tónleika Pavarottis á Listahátíð í Reykjavík. Úr myndasafni Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.