Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Side 4
N
ý mynd eftir Roland Emmerich vekur
jafnan væntingar hjá þeim bíógestum
sem gaman hafa af spennumyndum þar
sem heimsendir vofir yfir. Þessi þýski
leikstjóri og handritshöfundur hefur gert ófá
verk af þessum toga, flest þeirra með þeim
bestu, því ættu kvikmyndafíklar að bíða vongóð-
ir eftir frumsýningardegi 2012, sem er nafn nýju
Ragnarakamyndarinnar hans Emmerich og
sækir nafn sitt í trúarbrögð Maja-indjána.
Ástæðan augljós, tímatal þessarar fornu menn-
ingarþjóðar endaði á þessa ártali, sem nú er rétt
hinu megin við hornið.
Emmerich er í góðri æfingu við að sprengja í
tætlur menningu og mannvirki, um það bera
bestu myndirnar hans vitni, hágæða-hamfara-
myndir sem skipa sér í flokk með toppunum. Það
verður sannarlega forvitnilegt að sjá hvernig
hann spáir í tímatal Majanna.
Í rauninni koma engir spádómar fram í menn-
ingararfleifð Maja, um að heimsendir sé yfirvof-
andi á þessu herrans ári, tímatalið þeirra endar
þar aftur á móti, mjög svo snubbótt og af ástæð-
um sem enginn þekkir lengur. Nýaldarpostular
hafa gripið þessa staðreynd á lofti sem óbrigðult
merki um yfirvofandi gjöreyðingu og Hollywood-
framleiðendur tekið því fagnandi. Ekki síst þeg-
ar Roland Emmerich var á lausu. Ekki skorti fé í
jafn útgjaldasamt verkefni, og er álitið að kostn-
aður við gerð og auglýsingaherferð 2012 nálgist
350 milljónir dala áður en öll kurl koma til graf-
ar. Roland hefur sjálfur látið hafa eftir sér að
hann elski heimsendamyndir, og kemur það ekki
beint á óvart. Hann lét einnig hafa eftir sér að
hann væri hættur að fást við slíka eyðilegging-
arstarfsemi (í kjölfar mistakanna 10.000 B.C.),
en þá kom þetta einstaka tækifæri og útilokað að
sjá á eftir þvílíku dekurverkefni í hendur ein-
hverra minniháttar spámanna. Nú á að gera
stærstu og flottustu brellumynd sögunnar og
þeir sem hafa skoðað sýnishornið á alnetinu eru
hreint ekki frá því að svo geti verið. Jörðin bein-
línis tortímist fyrir augum manns, heilu borg-
irnar rísa og hrynja, flóðöldur skapa ógnvænlega
eyðileggingu, jarðeldar, nefndu það, einu ham-
farirnar sem bregður ekki fyrir er bankahrunið.
En myndin er ekki um eyðileggingarmátt af
manna völdum heldur náttúrulegum, en af risa-
vaxnari stærð en áður hefur sést. Sögur af tor-
tímingu eru margar aftan úr forneskju, okkur
kristnum mönnum kemur að sjálfsögðu fyrst í
KVIKMYNDIR
Ragnarök
Íbúar Jarðar eru nánast ekkert
upplýstir um skelfinguna sem lúrir
innan seilingar, hrikalegar nátt-
úruhamfarir sem engu munu eira.
Heimur á heljarþröm
2012 (2009) | Roland Emmerich
SÆBJÖRN VALDIMARSSON
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009
4 Kvikmyndir
Í
talska söngkonan Cecilia Bartoli
hefur lengi átt gríðarlegum vin-
sældum að fagna. Nú í október
gefur Decca út nýja plötu með
henni sem er sérstæð á allan hátt.
Sacrificium heitir platan, eða Fórn-
in, og á henni syngur Bartoli aríur
sem samdar voru í Napólí á seinni
hluta sautjándu aldar og fram á þá
átjándu. En Fórnin geymir ekki bara
einhver verk eftir einhver tónskáld.
Öll verkin voru á sínum tíma samin
fyrir castrati-söngvara, eða geldinga,
og sungin af þeim. Aðeins eitt verk-
anna hefur verið gefið út áður. Platan
er því einstök heimild um þá líflegu
flóru tónlistar sem þessar horfnu
stjörnur söngsins skemmtu ítölskum
aðli með.
En platan ekki einungis plata, því
henni fylgir vegleg 150
síðna efnismikil bók
með textum allra verk-
anna, fjölda mynda og
ítarefni um tíma geld-
inganna, æviágripum
þeirra þekktustu í þeirra
röðum, eins og Farinellis
og Caffarellis, og greinum
um líkamlega, lækn-
isfræðilega og félagslega þætti geld-
ingatímans. Fórnin er því saga þeirrar
gríðarlegu fórnar sem um fjögur þús-
und ítalskir drengir voru skikkaðir til
að færa á hverju ári í þágu tónlistar-
innar, fórnar sem kostaði þá mann-
dóminn.
Aríurnar á plötunni eru eftir nokk-
ur þekktustu tónskáld geldingatím-
ans, Nicola Porpora, Antonio Caldara
og fleiri. Á bónusplötu eru svo þrjár af
þekktustu aríum þessa tíma, líka
samdar fyrir geldinga, Ombra mai fu
eftir Händel er ein þeirra.
Það þarf svo sem ekki að fjölyrða
um söng Ceciliu Bartoli. Hún syngur
af miklu öryggi og rennir sér í gegn-
um blúnduverk söngflúrsins af miklu
listfengi. Hér syngur hún með einni
þekktustu barrokksveit Ítala, Il Giar-
dino armonico, en sú hljómsveit spilaði
með henni á frábærri plötu með verk-
um eftir Vivaldis fyrir nokkrum árum.
Þótt óperurnar, sem geyma aríurn-
ar sem Bartoli syngur hér, séu flestar
löngu gleymdar eru aríurnar margar
stórbrotnar. Þetta voru „vinsælustu
lögin“ og söngvararnir með drengs-
raddirnar voru súperstjörnur.
Aríurnar eru þó ekki bara tómar
flugeldasýningar, því á meðal þeirra
eru líka hægar og ljóðrænar aríur,
sannarlega „bel canto“-aríur, þar sem
fegurð söngraddarinnar, frekar en
fimi, fær að njóta sín til hins ýtrasta.
begga@mbl.is
Cecilia Bartoli Hún syngur af miklu öryggi og rennir sér
í gegnum blúnduverk söngflúrsins af miklu listfengi.
PLÖTUR VIKUNNAR
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR
Fórnin til dýrðar tónlistinni
Sacrificium | Cecilia Bartoli
S
aga geldings – Carestini er
plata sem rímar afar vel við
útgáfu Cecilu Bartoli. Þar
syngur franski kontratenorinn Phil-
ippe Jaroussky aríur sem ítalski
geldingurinn Giovanni Carestini
söng, snemma á átjándu öld. Ca-
restini var í metum sem einn mesti
geldingssöngvari
sinnar tíðar og átti
glæstan feril. Fari-
nelli, sem margir
muna eftir úr mynd
Gérards Corbiau frá
1994, þótti tæknilega
fullkomnastur geld-
ingssöngvaranna, en
Carestini þótti hins
vegar hafa tærustu og fegurstu
röddina.
Jaroussky rekur sögu Carestinis í
söng og platan er því eins konar
sýnisbók yfir það „repertoir“ sem
söngvari á borð við Carestini hafði á
valdi sínu.
Þótt Jaroussky, eins og
Cecilia Bartoli, beini athygl-
inni að öðrum söngvurum,
geldingunum, með efnis-
valinu, þá er það með
hann eins og hana, að
hans eigin fagri söngur er
það sem stendur uppúr.
Óvænt og sérstaklega
ánægjuleg upplifun að
heyra þessa rödd.
Carestini | Philippe Jaroussky
Í sporum geldings
Botnlaus
fegurð
POPPKLASSÍK
ARNAR EGGERT THORODDSEN
Þ
að er leitun að jafn bölsýnu og
miskunnarlausu verki í gervallri rokk-
sögunni og reyndin er með aðra plötu
Alice in Chains, Dirt. Einkum þegar
tillit er tekið til þess að platan „sló“ í gegn, náði
inn á vinsældalista og lög af henni
glumdu reglubundið í
útvarpi. Og gera
enn.
Platan kom út árið
1992 og er eitt af
helstu þrekvirkjum
gruggrokksins, er
hægt að setja í flokk
með Nevermind (Nirv-
ana), Ten (Pearl Jam)
og Badmotorfinger (So-
undgarden). Allar komu þessar sveitir með
ólík föng að borði; Nirvana einbeitti sér að ní-
hílísku, pönkskotnu gruggi á meðan Pearl Jam
sigldi um á klassískari rokkmiðum, voru undir
áhrifum frá Rolling Stones og leikvangarokki
áttunda áratugarins. Soundgarden uppfærðu
hins vegar hljóm Led Zeppelin og Black Sab-
bath fyrir X-kynslóðina. En hvar standa Alice
in Chains þá? Af öllum þessum sveitum er hún
sú langmyrkasta – en sá einkennandi þáttur
stafar af textunum sem fjalla allir sem einn um
eymd, svartnætti, sársauka og almenna öm-
urð. Söngvarinn, Layne Staley, stríddi við
heróínfíkn sem átti síðar eftir að draga hann til
dauða og spil eru lögð miskunnarlaust á borð.
Tónlistin er dúndrandi þungarokk, með kaldr-
analegum, tíunda áratugs blæ en á sama tíma
gat hún dottið niður í viðkæmnislegt og ægi-
fagurt kassagítarplokk. Þessar andstæður
byggja undir töfra sveitarinnar, Stayle gat
t.a.m. rekið upp rífandi org á milli þess sem
hann og Jerry Cantrell, hinn helmingurinn af
öxlinum, sungu engilblíðan og náin samsöng.
Platan ber með sér sterkan heildarsvip og yfir
henni liggur nokkurs konar dauðaára. Þetta
rokkar, þetta er fallegt en þetta er ekki beint ...
stuð? Tékkið á hinu ótrúlega „Down in a Hole“
ef þið viljið taka stikkprufu. Tildrög þessara
skrifa er að undanfarið hafa verið haldin heiðr-
unarkvöld til handa sveitinni hér á landi við
ótrúlegar undirtektir. Sódóma Reykjavík hef-
ur verið stappfull af fólki sem hefur sungið
með í hverju einasta lagi. Síðast í gær fór slíkt
kvöld fram og þessi „uppgötvun“ mætti segja,
því að ég átti hreinlega ekki von á því að sveitin
hefði jafn víða skírskotun og raun er, hvatti
mig til skrifa. En auk þess ætlaði ég að vera
löngu búinn að setja niður nokkur vel valin orð
um þetta magnaða verk. arnart@mbl.is
Í
hrifningu minni á nýuppgötv-
uðum Jaroussky langar mig að
benda á aðra plötu hans sem er
ekki síður heillandi. Hún heitir Opi-
um, og hefur að geyma lög eftir
meistara franska ljóðasöngsins,
Fauré, Chausson, Reynaldo Hahn,
Debussy og fleiri. Þarna eru perlur
eins og Nell og
Automne eftir
Fauré, Le temps de
lilas eftir Chausson
og Violons dans le
soir eftir Saint-Saëns
með þar sem fiðla fær
unaðslegan mótleik
við söngvara og píanó.
Stóra spurningin er
auðvitað sú hvort þessi mergjaða
tónlist sé eitthvað sem kontraten-
orar ráði við. Ó jú, Philippe
Jaroussky syngur þessi lög und-
urvel. Ekki skemmir að á plötunni
eru mörg lög sem sjaldan heyrast í
bland við þau þekktu.
Philippe Jaroussky hef-
ur sannarlega komið mér
á óvart í þessari viku.
Hann útskrifaðist með
láði og verðlaunum í
fiðluleik frá tónlistar-
skólanum í Versölum,
en sneri sér svo að pí-
anóinu áður en hann
fann sinn augljóslega
rétta stað, í söngnum.
Opium, melodies françaises | Philippe Jaroussky
Franskar fínessur
Tónlist