Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Side 5
hug Syndaflóðið í Gamla testamentinu. Myndin 2012, hefst þegar bandarískur vís- indamaður uppgötvar að hrikalegir sólstormar ríkja á þessari elskuðu undirstöðu alls lífs á Jörðu hér. Hann veit hversu alvarlegar afleið- ingar slíks ofviðris geta haft á Móðir Jörð og nær sambandi við vísindamenn sem eru ráðgjafar í Hvíta húsinu. En yfirmaður ráðgjafanna setur sig á háan hest og meinar vísindamanninum að hafa samband við forsetann. Heilt ár líður og nú er farið að hitna í kolunum og hættan er að verða opinber. Forsetinn kallar saman alla helstu þjóðhöfðingja heims og býður á sinn fund í Washington. Íbúar Jarðar eru á hinn bóginn nánast ekkert upplýstir um skelf- inguna sem lúrir innan seilingar, hrikalegustu náttúrhamfarir sögunnar sem engu munu eira. Í upphafi árs 2012, fer að bera á fyrstu merkjum um væntanleg Ragnrök. Ofsafengnir jarð- skjálftar skekja vesturströnd Bandaríkjanna, ógnvænleg eldsumbrot fara um höf og álfur með tilheyrandi skjálftum og sprungumyndunum. Síðan skiptir myndin um gír, áherslan flutt á herðar söguhetjunnar (John Cusack), og fjöl- skyldu hans. Hann ekur glæsivagni í vinnutím- anum en fæst við skriftir í frístundum. Þær ger- ast stopular því jarðskjálftar hrista Los Angeles eins og jólatré, Jörðin rymur þunglega og sendir frá sér ösku og eimyrju; Súrt regn og flóðbylgjur hellast yfir lýðinn. Ekillinn kemst fljótlega að því að leiðtogar heims hafa sett á laggirnar leynd- ardómsfulla áætlun sem á að bjarga broddborg- urum Jarðar og veita þeim síðar tækifæri til að koma á siðmenningunni að nýju. En spurningin er sú, geymir þessi nýja Örk þriðja árþúsundsins nokkuð rými fyrir óbreytta borgara? sae- bjorn@heimsnet.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 5 Í bókaherberginu Gröndal heima á Vestugötu. S undurgerðarmenn hafa Íslendingar ætíð verið, og ávallt verið meira fyrir að „sýnast“ en „að vera“; og þessum skrautmannahópum mætir maður þrá- faldlega á götum bæjarins. – Þar kemur nú einn hópurinn með reglustikur og teikniborð og kortarollur svo langar, að þær ná yfir götuna – það eru skipstjóraefni frá Sjómannaskólanum, allir þrútnir af matematík og hugsandi um „pólí- hæðina“; þeir heilsa ekki, þeir vita hvejir þeir eru, kallarnir! Þeir eru tvö ár á skólanum og eru þá útlærðir, og fá jafnhá laun og héraðslækn- irinn og hærri en aukalæknarnir, sem hafa verið tólf ár að læra. Svo mætum við kannske vatns- karli með járnvagn og járntunnu, sem vatnið gusar og vellur upp úr og út um alla götuna, en ekki heyrist mannins mál fyrir glamrinu. – Þar kemur einn ríðandi og ríður of hart – en Póli er þar eins og elding og tekur í taumana og sektar þann brotlega syndara. Þá eru stúlkur með barnavagna, aðrar með brauðkarfir, eða sumar með fisk – eða reiðhjólin þjóta með stígandi læralyftingum eins og örskot fram hjá stein- hissa ferðamönnum; – því skyldi manni ekki detta í hug, það sem Jón bóndi sagði, þegar hann kom á Austurgötu í Kaupmannahöfn: „Á hverju lifir allt þetta fólk?“ Eða þá að stundum sést mannþyrping, sem er að hlusta á einhvern guðsmann eða syndaprédikara, sem þrumar um sitt eigið fyllirí og hvernig máttugir andar hafa snúið honum frá villu hans vegar og keyrt hann af afli inn í heilagleikann, og svo heimtar hann með hótunum um helvíti og kvalirnar, að allir verði heilagir. Reykjavík um aldamótin 1900 er kunn grein eftir skáldið og myndlistar- manninn Benedikt Gröndal (1826-1907), þar sem hann lýsir bæjarbragnum. Á hverju lifir þetta fólk? S pánar kóngurinn. Ástarsaga eftir Sigurð Gylfa Magn- ússon er níunda bókin í Nafnlausu ritröðinni sem Miðstöð einsögurannsókna gefur út. Sig- urður Gylfi skrifaði árið 2006 bók- ina Næturnar hafa augu, fyrir ástina sína. Ári síðar kom út bókin And- ardráttur þinn er tungu- málið mitt og var sú bók einnig rituð fyrir hana. Báðar þær bækur komu út í aðeins tveimur eintökum og segir höfundur þær hafa verið bókverk eða fag- urfræðilegan gjörning. Spánar kónginum lýsir höfundurinn sem sjálfstæðu verki, í framhaldi af fyrri bókunum tveimur, en kallast á við efni þeirra. Verkinu má lýsa sem ástarsögu, skáldævisögu, ljóðabók, sjálfs- ævisögu, safni örsagna eða einfald- lega texta um ástina. Bókin er í níu hlutum þar sem ólíkir textar birtast, endur- minningar og hugleiðingar, textaflæði og meitluð ljóð. Í „Valkreppa fangans“ er sannfærandi játning: „Ást- in er hættuleg og ég er í hættu. Ég játa strax!“ Höfundur gengst við kenndum og minn- ingum, á brotakenndan hátt. Sigurður Gylfi Magnússon | Spánar kóngurinn „Ástin er hættuleg“ Þ að vekur óskipta athygli þeg- ar heimildarmyndagerðar- maðurinn Moore, frumsýnir nýja ádrepu á bandarískt auðvalds- þjóðfélag, Capitalism: A Love Story, er engin undantekning, en hún er sýnd á 20 ára afmæli Roger and Me, hans fyrstu og að margra áliti, bestu myndar. Moore hefur sjálfur verið gagnrýndur fyrir að skirrast ekki við að lifa í vellyst- ingum praktuglega fyrir umtals- verðan hagnað áleitinna verka sinna og verður sannarlega for- vitnilegt að sjá hvernig Ástarsagan um auðvaldið lítur út í allri sinni reisn. Hún er fjármögnuð af John Malone, fjölmiðlakónginum sem var sektaður í sumar af Dómsmála- ráðuneytinu fyrir að komast á ólöglegan hátt yfir hlutabréf. Það gerir myndina aðeins forvitnilegri, en hún fjallar um málefni sem hef- ur verið kvikmyndagerðarmann- inum hugleikið í gegnum árin: Þau átakanlegu áhrif sem stórfyrirtæki hafa á daglegt líf Bandaríkja- manna. Capitalism: A Love Story (2009) | Michael Moore Ástarsaga auðs og valda L esendur eignuðust nýjan Nóbelshöfund á fimmtudaginn var. Í tilkynningu sænsku akademíunnar segir að þýski rithöfundurinn Herta Müller hljóti verðlaunin en hún hafi „dregið upp mynd af landslagi hinna landlausu með einbeitni ljóðs- ins og hreinskilni hins lausa máls.“ Síðustu daga og vikur hafa ýmsir spádómar birst, þar sem fólk velti fyrir sér hver hneppti hnossið. Þetta er eins og hver önnur íþrótta- keppni þar sem áhorfendur styðja sína menn; mörg nöfn voru nefnd en Herta Müller var ekki ofarlega á listum, þótt það glitti í nafnið einhversstaðar. Nóbelsverðlaunin varpa stundum kastljósinu á höfunda sem fáir þekkja utan heimalandsins, Müller hlýtur að teljast til þeirra. En hún á reyndar tvö heimalönd – eða er landlaus. Hver er þessi kona? Herta Müller fæddist í Rúmeníu árið 1953 og flutti til Þýskalands árið 1987. Hún ólst reyndar upp í þýskumælandi hluta Rúmeníu. Faðir hennar var í SS-sveitum þýska hersins og árið 1945 var móðir hennar send í sovéskar vinnubúðir þar sem henni var haldið í fimm ár. Fjölskyldan á sér því fortíð. Þegar Müller flutti til Þýskalands hafði hún sótt ofsóknum og ritskoðun í Rúmeníu, en hún hafði mótmælt alræðisstjórn Ceausescus og unnið með hópi andófshöfunda. Müller hefur sent frá sér um tuttugu bækur; skáldsögur, smásögur, ljóð og greinar, en sú fyrsta, sagnasafnið Niederungen, kom út árið 1982. Bókin var ritskoðuð og Müller að auki rekin úr vinnu sem túlkur, fyrir að neita að gerast uppljóstrari leynilögreglunnar. Fyrstu bækur hennar lýsa lífinu í þorpi þar sem kúgun ríkir, og kúgun er þema sem hún hefur unnið með aftur og aftur. Höfuðverk hennar telja margir vera skáldsöguna Der Fuchs war damals schon der Jäger, en það er eina bók Müllers sem hefur verið þýdd á ís- lensku. Hún kom út hjá Ormstungu árið 1995, í þýðingu Franz Gíslasonar, og nefnist Ennis- lokkur einvaldsins. Ekki munu margra bóka Müllers hafa verið þýddar á hinar stærri tung- ur, til að mynda eru aðeins fimm þeirra til á ensku – en á því verður eflaust breyting nú. Töfrar miðevrópskrar sagnalistar Müller er fyrsti þýski rithöfundurinn til að vinna Nóbelsverðlaunin síðan þau féllu Günter Grass í skaut árið 1999 en hún er 13. þýski höf- undurinn sem fær þau, og 12. konan í sögu verðlaunanna sem voru fyrst veitt árið 1901. Gagnrýnandi Frankfurter Allgemeine- dagblaðsins sagði á fimmtudaginn að jafnvel í Þýskalandi væri Müller ekki vel þekkt. „Hún er ekki einn af þessum áberandi trompetleik- urum – eða trommuleikurum, eins og Grass,“ sagði hann. „Hún er hófstilltari.“ Á blaðamannafundi í kjaftfullum höfuð- stöðvum þýskra útgefenda á fimmtudag, talaði Müller um árin 30 sem bjó í einræðisríki og um vinina sem lifðu það ekki af. Hún sagði hvern morgunn hafa einkennst af óttanum um að vera ekki á lífi um kvöldið. Í umsögn um Ennislokk einvaldins í Morg- unblaðinu árið 1995 skrifar Kristján B. Jón- asson að Müller hafi um áraraðir „verið í hópi athyglisverðustu rithöfunda þýskrar tungu.“ Hann segir bókina áhrifamikla og vonar að hún opni „augu einhverra fyrir hinum ísmeygi- legu töfrum miðevrópskrar frásagnalistar..“ Ef eitthvað opnar augu lesenda þá eru það Nóbelsverðlaun – nafn Hertu Müller er kunn- ara í dag en á fimmtudagsmorgunn; einhverjir hljóta að lesa verkin. efi@mbl.is Þýski rithöfundurinn Herta Müller hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Er ekki einn af trommuleikurunum REUTERS Lukkulegur höfundur Herta Müller fagnaði Nób- elsverðlaununum á blaðamannafundi. BÆKUR EINAR FALUR INGÓLFSSON L íf mitt með Mozart nefnist bók eftir franska rithöfund- inn Eric-Emmanuel Schmitt sem Sigurður Pálsson skáld hefur þýtt og Lafleur gefur út. Schmitt lýsir í bókinni andlegu sambandi sínu við tónskáldið á persónulegan og næman hátt. Schitt segir sam- band þeirra hafa hafist þegar hann var 15 ára og hugðist fyrirfara sér í þunglyndiskasti. Mozart afstýrði því - eða tónlist hans. Síðan hefur Mozart verið viðstaddur á mik- ilvægum stundum í lífi rit- höfundarins. Frásögnin í Líf mitt með Mozart er samofin tónverkum tón- skáldins, ekki bara í textanum því bókinni fylgir geisladiskur og er merkt við á síðunum hvaða verk skal hlýða á um leið og lesið er. Eric-Emmanuel Schmitt er einn virtasti samtímahöfundur Frakka. Hér hafa áður verið gefnar út sögur hans um trúar- brögðin, Óskar og bleik- klædda konan, Herra Ibra- him og blóm Kóransins og Milarepa (Þríleikur um það sem enginn sér). Þá hafa leikverk eftir hann verið sett á svið hér, þar á meðal Abel Snorko býr einn og Gesturinn. Eric-Emmanuel Schmitt | Líf mitt með Mozart Lesið og hlustað R oman Polanski er enn og aft- ur í fréttum, ekki fyrir afrek á kvikmyndasviðinu, því miður, heldur féll hann í gildru bandarískra lögregluyfirvalda er hann kom til Sviss í síðasta mán- uði að þiggja heiðursverðlaun. FBI hefur reynt að fá hann framseldan í 40 ár vegna kynferðisafbrota- máls sem hann var dæmdur í í Kaliforníu á hátindi frægðar sinn- ar, hafði nýlokið við tvenn af sín- um þekktustu verkum, China- town og Ro- semary’s Baby. Sú síðarnefnda fjallar um þungaða eigin- konu sem kemst að því að ekki er allt sem skyldi í fjölbýlishúsinu sem þau eru nýflutt í. Rose- mary verður ljóst að bóndi hennar, leik- arinn, hefur selt sál sína djöflinum fyrir vel- gengni í starfi. Launin: Barnið sem hún ber undir belti. Þessi minnis- stæða og áhrifaríka mynd um ein- angrun og ofsóknir minnir á líf þessa ólánssama leikstjóra í einkalífinu. Gyðingaofsóknir nas- ista sem útrýmdu foreldrum hans og ættgarði, sjálfur slapp hann við illan leik á flækingi um Mið-Evrópu á stríðsárunum. Morðið á Sharon Tate, óléttri eiginkonu hans, þegar lífið virtist loks brosa við þess- um frábæra listamanni, síð- an níðings- verkið sem hann framdi fyr- ir öllum þessum árum og virðist nú loksins vera búið að elta hann uppi. Þvílkir hæfi- leikar og ógæfa sem hafa fylgt þessari 76 ára goðsögn í gegn- um lífið. Rosemary’s Baby (1968) | Roman Polanski Ásókn eða ímyndun? Bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.