Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009
8 LesbókÍSLENSKT MÁL
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
É
g lærði snemma að lesa og las mik-
ið sem krakki. Ég var heppinn í
skóla að hafa góða kennara í Aust-
urbæjarskólanum; í barnaskóla,
Önnu Konráðsdóttur og í gagn-
fræðaskóla, Helga Þorláksson og
Guðrúnu P. Helgadóttur. Í menntaskóla hafði
ég líka góða íslenskukennara. Ég held að
móðurmálskennsla hafi verið mjög góð í flest-
um skólum. Þetta, með öðru, vakti áhuga
minn á móðurmálinu,“ segir Eiður. En þótt
formlegu íslenskunámi væri lokið, var enn
hægt að læra.
„Seinna fór ég að vinna sem blaðamaður,
og svo sem sjónvarpsfréttamaður, og þá kom
það af sjálfu sér að maður þurfti að hugsa
um það sem maður skrifaði og sagði. Emil
Björnsson fréttastjóri í Sjónvarpinu var af-
skaplega kröfuharður um vandað mál og las
allar fréttir yfir áður en þær voru lesnar í
fréttatímanum, leiðrétti og krotaði í. Auðvitað
lagði maður sig allan fram, og það gerðu held
ég allir sem undir hans stjórn unnu. Það var
góður skóli að vinna undir hans stjórn, því
hann var smekkmaður á íslenskt mál.“
Eiður hlær þegar talið berst að málfar-
spistlunum og kveðst gera ráð fyrir að hann
sé ekki með allra vinsælustu mönnum á rit-
stjórnum fjölmiðlanna.
Minni áhersla á öllum skólastigum
„Ég byrjaði á þessu af rælni. Mér ofbauð oft
hvað kunnáttu þeirra sem skrifa fréttir virt-
ist vera ábótavant. Það á sér margar skýr-
ingar. Ég held, þótt ég geti ekki stutt það
beinum rökum, að ekki sé eins mikil áhersla
lögð á íslenskukennslu og áður. Það á við um
öll skólastig. Háskólaprófessorar kvarta yfir
því að þeir sem þangað koma úr framhalds-
skólunum séu illa skrifandi. Það kemur mér
ekki á óvart.
Fyrir um þrjátíu árum tók ég að mér það
verkefni í aukavinnu að þýða prófúrlausnir
nemenda í stjórnmálafræði, sem þá var ný-
byrjað að kenna í Háskólanum, yfir á ensku,
til þess að prófessorinn, sem var breskur eða
amerískur, gæti metið þær. Það kom mér
mjög á óvart, þrátt fyrir að sumt væri mjög
gott, að annað var mjög slæmt og erfitt að
þýða, vegna þess að stundum var ekki heil
brú í hugsuninni í íslensku setningunni. Það
er ekki hægt að þýða slíkan texta, því ekki
gat ég farið að bæta hann eða geta í eyð-
urnar.
Það eru fimmtíu ár síðan ég varð stúdent.
Í máladeild Menntaskólans í Reykjavík lærði
maður dönsku, ensku, þýsku, frönsku og lat-
ínu, mismikið í hverju máli. Í þá daga var
mikil áhersla lögð á þýðingar af erlenda mál-
inu yfir á íslensku. Þannig vorum við stöðugt
að læra tvö mál í einu; erlenda málið og ís-
lenskuna. Ég man að margir kennarar voru
kröfuharðir um það að við þýddum ekki bara
einhvern veginn og eftir orðanna hljóðan,
heldur yfir á vandaða íslensku. Þetta viðhorf
til tungumálanámsins var gagnrýnt og sagt
að það væri allt of mikið þýðingastagl. Fólk
yrði að geta pantað sér bjór og steik og geta
talað erlenda málið. Þá held ég að áhersl-
unum hafi verið snúið við.
Eftir stúdentspróf var ég í ár við nám í
Bandaríkjunum. Þá uppgötvaði ég að eftir
mitt menntaskólanám, hafði ég meiri orða-
forða en margir bandarískir samnemendur
mínir. Það hjálpaði til að hafa lært latínu og
önnur mál. Ég fann að sú grunnmenntun sem
ég hafði fengið heima, var góð. Ég finn enn
að ég stend í þakkarskuld við lærimeistara
mína á þessum árum, ekki síst í íslensku.
Tímarnir hjá Jóni S. Guðmundssyni og Guð-
rúnu Helgadóttur voru ógleymanlegir og
opnuðu manni nýja heima.“
Eiður segir marga halda því fram að eðli-
legt sé að tungan breytist og að lítið sé við
því að gera. Þeir séu stundum kallaðir „reið-
areksmenn“, fyrir það að vilja láta reka á
reiðanum í verndun tungunnar. Eiður er ekki
reiðareksmaður. Hann kann fleiri skýringar á
því hvers vegna málvitund Íslendinga hefur
hrakað. Og í skýringunni felst að sama skapi
leið til úrbóta.
Lærdómur að lesa góðan texta
„Ungt fólk les miklu minna en áður. Maður
lærir mikið af því að lesa góðan texta. Meðan
ég var í fréttamennsku reyndi ég í nokkur ár
að lesa eina Íslendingasögu á ári. Það síast
obsson gekk um Pósthússtræti með konu
sem hét Petra Pétursdóttir. Hún talaði svo
fallegt mál, að það var næstum nautn að
hlusta á hana. Það voru hvergi nein hikorð
eða óþarfi; hún talaði einstaklega vandað
mál.“
„Auðvitað er fullt af fólki á fjölmiðlunum
sem talar vandað mál,“ segir Eiður íhugull og
bætir því við, að sennilega hafi aldrei verið
jafn margt fjölmenntað fólk á íslenskum fjöl-
miðlum og í dag. „Ég átti leið upp í Efstaleiti
á dögunum, þegar mikið var um að vera í
pólitíkinni. Þar var einn fréttamaður að ræða
við ítalska sjónvarpsmenn á ítölsku og annar
að ræða við þýska blaðamenn á þýsku. Fyrir
þrjátíu, fjörutíu árum hefði þetta ekki gerst.
Þá var það bærilegt ef menn voru þokkalegir
í ensku og gátu bjargað sér á einu Norð-
urlandamáli.“
Óvandað mál í auglýsingum
Móðurmálið hefur orðið hornreka, að mati
Eiðs, og hann dregur fleiri til ábyrgðar en
fjölmiðlamenn. „Það er mikið um óvandað
mál í auglýsingum og mikið um enskuslettur.
Tískuorðið sem gengur um allan bæ núna er
„Outlet“, sem er bara hrein enska. Sumir
hafa þó burði til að kalla fyrirbærið það sem
það er, lagersölu. Það er eitt „outlet“ í vest-
urbænum, tvö í Skeifunni; – ég veit ekki
hvers konar della þetta er. Svo auglýsa fyr-
irtæki „tax-free“ af hinu og þessu. Það kem-
ur mér á óvart að sömu villurnar endurtaka
sig oft. Fólk misskilur, kann ekki orðatiltæki,
beygir rangt. Þegar það kemur að punkti
man það ekki hvaðan það lagði af stað, þann-
ig að samhengið í setninguna vantar. Próf-
arkalestur virðist vera minni en áður. Eðli
vinnunnar hefur breyst með tækninni, og ég
veit af eigin raun að það er vont að lesa próf-
örk af skjá. Þess vegna slæðast líka villur í
pistlana mína. Þá fæ ég að heyra það í at-
hugasemdum, og það er í góðu lagi.“
Orðabókin alltaf innan seilingar
Eiður segir að ef til vill séu ekki gerðar nógu
miklar kröfur um íslenskukunnáttu þeirra
sem ráðnir eru til fjölmiðlanna. Hann segir
fjölmiðlamenn heldur ekki nógu duglega að
gera það sem einfaldast er, að fletta því upp
sem þeir eru ekki vissir um.
Eiður er ekki reiðareksmaður
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Eiður Guðnason á að
baki farsælan feril sem
sendiherra, alþingis-
maður og sjónvarps-
fréttamaður. Hann var
umhverfisráðherra og
norrænn samstarfs-
ráðherra 1991 til 1993
og hlaut árið 1974 Móð-
urmálsverðlaun úr verð-
launasjóði Björns Jóns-
sonar ritstjóra. Að
undanförnu hafa málfar-
spistlar hans á blogginu
esgesg.blog.is, vakið
mikla eftirtekt, en þar
beinir hann sjónum að
því sem betur má fara í
máli fjölmiðlafólks.
Það er heldur óviðkunnanlegt að hlusta
á alþingismann segja (08.10.2009): Al-
þjóða gjaldeyrissjóðurinn er ekki að henta
okkur núna. Betra hefði verið: Okkur hent-
ar ekki atbeini, eða aðstoð, Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins núna. Í íþróttafrétt á Vefdv
segir (08.10.2009): Við erum ekki að spila
vel í vörninni og ég er ekki að spila vel per-
sónulega. Smitandi veiki þessi talsháttur.
Blóð á vettvangi innbrots, segir
(05.10.2009) í fyrirsögn í Fréttablaðinu.
Hversvegna ekki: Blóð á innbrotsstað?
Fréttin hefst á þessum orðum: Talsvert
blóð fannst á vettvangi innbrots í Garði.
Vettvangur og aðilar koma mjög við sögu í
lögregluskýrslum. Það er algjör óþarfi fyrir
blaðamenn að taka orðrétt upp úr vinnu-
plöggum lögreglu, þegar þeir eru að skrifa
texta fyrir lesendur.
Eftirfarandi stendur í Vefdv
(29.09.2009): Þær höfðu sætt ofsókna í
tíu ár. Undarleg og illskýranleg ambaga.
Þær höfðu sætt ofsóknum í tíu ár. Meira úr
Vefdv: ...eyddi að minnsta kosti 331 dag í
að skoða klám á tölvunni ... Rétt væri :
...eyddi að minnsta kosti 331 degi í að...
Úr bloggi Eiðs
Málfar og miðlar
inn. Fólk á að lesa góða texta, ekki endilega
Þórberg eða Laxness, þessa stóru höfunda.
Ég nefni til dæmis ýmsar æviminningar
manna sem höfðu litla skólagöngu en voru
samt menntaðir og skrifuðu einstaklega góð-
an texta. Ég er nýbúinn að lesa bók sem Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur og
blaðamaður skráði og heitir Kaldur á köflum,
það er lífshlaup Eyjólfs á Dröngum. Vil-
hjálmur sagði að hann hefði aldrei þurft að
hnika til orði, hann hefði bara skrifað beint
upp eftir Eyjólfi. Önnur æviminningabók sem
ég man eftir, og er afar vel skrifuð, er Undir
tindum, eftir Böðvar Magnússon á Laugar-
vatni. Um daginn heyrði ég endurtekinn þátt
í útvarpinu, Gatan mín, þar sem Jökull Jak-