Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 Lesbók 9FRAMTÍÐARFÓLKIÐ
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Æ
, ég get ekki lýst því hvernig píanó-
leikari ég er. Ég veit það ekki. Ég
tók mig aldrei neitt sérstaklega al-
varlega vegna þess að ég hætti oft
að spila á píanó, var í hljómsveit, lærði trommur
og fannst ég aldrei vera þessi klassíska týpa. Þó
fór ég á hverja einustu sinfóníutónleika þegar
ég var unglingur, en mér fannst ég vera þar af
öðrum ástæðum. Kannski hafði ég sömu rang-
hugmynd sem mér finnst margir hafa, að klass-
ísk tónlist væri bara fyrir einhverja sérstaka
tegund af fólki. Ég hef haft djúpa ástríðu fyrir
tónlist frá því ég man eftir mér. Um daginn vor-
um við maðurinn minn að hlusta á aðra sinfóníu
Mahlers, sem rúmar allan heiminn, og ég get
ekki ímyndað mér að breyti ekki lífi allra sem
hlusta á hana. Og þá sagði maðurinn minn:
„Hugsaðu þér, sumum finnst þetta vera snobb!“
Já, ég reyndi oft að hætta að spila á píanóið,
en byrjaði alltaf aftur. Ég bara varð að halda
áfram þótt mér þætti þetta svona erfitt. Ég þjá-
ist alveg ótrúlega mikið við píanóið en líka þegar
ég er fjarri því. Þetta þarf ekki að vera svona
mikið mál – alltaf upp á líf eða dauða þótt maður
sé kannski bara að spila undir með sönglagi í af-
mælisveislu. Ætli ég sé ekki bara svona drama-
tísk. Og jú, rómantísk líka.
Ég er búin í námi í bili og byrjaði að vinna við
meðleik og píanókennslu við Tónlistaskóla
Garðbæjar í haust. Ég lærði við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík og fór svo til Stuttgart í píanó-
kennaranám og útskrifaðist 2007. Þá langaði
mig að læra meira, en var komin með nóg af
Þýskalandi í bili. Ég var einn vetur heima; mað-
urinn minn var hér heima og við vorum búin að
vera aðskilin í tvö ár. Eftir veturinn fór ég til
Parísar, til kennara sem ég hafði kynnst á nám-
skeiði. Ég hafði áður farið í einn tíma hjá henni
og mér fannst hún ótrúlega andrík og góður
listamaður. Hún heitir Thérèse Dussaut. Ég fór
í nokkra tíma vorið 2008 og það var svo æðislegt
að ég spurði hvort ég mætti ekki vera hjá henni
um veturinn. Hún var til í það og ég var hjá
henni í einkatímum allan síðasta vetur. Af því að
þetta voru einkatímar bjó ég til mitt eigið loka-
próf. Það voru tónleikar í Salnum í sumar.
A
nnars finnst mér ég aldrei vera búin að
læra. Ég hlakkaði rosalega til að byrja að
kenna í haust og fannst ég algjörlega
tilbúin en ég er viðbúin því að ég eigi eftir að
fara aftur út í tíma og spila fyrir Thérèse. Já,
hún er mjög mikill listamaður, ótrúlega góður
píanóleikari og öðru vísi en aðrir kennarar sem
ég hef verið hjá. Það eru einhverjir fíngerðir og
göfugir essensar í spilamennsku hennar, mjög
franskir, en nálgunin er líka intellektúal.
Það var gaman í Þýskalandi að fara á tónleika
og í óperuna og hlusta á hljómsveitirnar þeirra.
Það var öðru vísi þegar ég kom til Parísar. Þar
var ég í miðju hruni og hafði ekki efni á að fara á
tónleika eða í óperuna. Ég fékk engin námslán,
en bjó frítt gegn því að passa litla íslenska
stelpu. Ég fékk litla einstaklingsíbúð fyrir pöss-
unina. Ég átti sjálf smápening og mamma sendi
mér pening. Ég var algjör bóhem, borðaði bara
baguette, drakk kaffi og æfði mig. Ég hafði ekki
efni á neinu öðru. En í París er það allt í lagi
vegna þess að það er svo rosalega gaman bara
að ganga um göturnar. Jú, ég leyfði mér að fara
á örfáa tónleika; bæði með Grigori Sokolov og
svo með Önnu Sofiu von Otter. En ég fór aldrei í
óperuna og það er auðvitað skandall. Í Þýska-
landi var ég í skóla og fékk námsmannaverð; tíu
evrur á fremsta bekk á allar óperusýningar og á
tónleika með stærstu einleikurum og einsöngv-
urum í dag. Það var geggjað. Þar fór ég stund-
um oft í viku í óperuna. Jú, auðvitað; ég held að
píanóleikari læri heilmikið af því að hlusta á
söng og annars konar tónlist. Söngurinn er fyr-
irmyndin að svo mörgu. Þótt píanóið sé ótrúlega
ósönglegt hljóðfæri er maður alltaf að herma
eftir söngnum þegar maður spilar laglínu, öllum
litunum og blæbrigðunum. Mér finnst ópera
vera krúna tónlistarinnar. Ef ég væri tónskáld
myndi ég semja óperur.
M
aður er ekkert endilega bestur í því að
spila þá tónlist sem maður elskar mest.
Þegar ég fer á píanótónleika elska ég að
hlusta á Schubert, langar Schubert-sónötur,
Sriabin eða Beethoven. En það er ekki endilega
það sem liggur best fyrir mér að spila. Mér er
sagt að frönsk tónlist liggi vel fyrir mér og mér
hefur alltaf þótt æðislegt að spila Mozart, sér-
staklega á Íslandi. Ég var að hugsa um þetta
þegar ég kom heim í sumar. Mér fannst svo
geggjað á sínum tíma að komast til Þýskalands,
inn í þessa hefð þar sem alltaf er fullt á tón-
leikum og allir hafa vit á tónlistinni og eru alvar-
legir á svipinn – vita ef eitthvað er gott og vita ef
eitthvað er vont. Það er líka magnað að sitja í
tónleikasölum þar sem maður veit að öll stóru
tónskáldin hafa verið. Stundum fannst mér fólk
samt heft og í fjötrum hefðarinnar. Þar er fólk
að pæla í því að þarna hafi nú verið Mannheim
crescendo en gleymir kannski að „njóta tónlist-
arinnar“. Mér fannst ég vera mjög frumstæður
tónlistarmaður þegar ég kom út, að skilja ekki
allt sem lægi að baki hefðinni. Þar snýst allt um
manninn og eðli hans, menninguna, tónlistina,
bókmenntirnar og söguna.
Svo kom ég heim. Var bara að labba heiman
frá mér á Grenimel og niður í bæ. Ég varð upp-
numin af því að hér væri sannleikurinn sem
væri ofar manninum og menningunni. Þess
vegna er svo gott að spila á Íslandi. Maður spil-
ar allt öðru vísi hér. Já, þetta hefur allt með
náttúruna að gera, þögnina og þetta kúltúrleysi.
Þá meina ég ekki að hér sé ekki menning; held-
ur erum við ekki föst í hefð. Hér er hefðin svo
ung og maður er frjálsari. Ég er alltaf að fanta-
sera um tónlistarhátíð, helst uppi á hálendi. Ef
ég, litli listamaðurinn, fæ svona ótrúlega mikinn
innblástur í íslensku náttúrunni og verð fyrir
svo miklum áhrifum fyndist mér forvitnilegt að
vita hvernig stóru listamennirnir, þessir heims-
þekktu, myndu upplifa hana. Það er eitthvað
hérna. Ég held að tónleikar á Íslandi séu sér-
stakir og að hér spili fólk á sérstakan hátt.
Þess vegna er auðveldara að spila Mozart á
Íslandi. Mozart er eins og lækur. En ef maður
er stöðugt að hugsa um hvernig á að spila Moz-
art, svona sé hefðin, þessi spili svona og svona
og hinn öðruvísi, svo komi þessi píanó til sög-
unnar og þá eigi áslátturinn að vera hinsegin –
þetta er auðvitað allt gott og gilt – en þá vantar
eitthvað. Þetta er allt saman í okkur ef við erum
eins og Mozart. Mozart er ást og ef við höfum
hana í okkur gerum við hlutina rétt.
Já, auðvitað er það ógnvekjandi að vera kom-
in í fulla vinnu en það er samt mjög spennandi.
Ég vona að ég standi mig. Ég hef haft svo ótrú-
lega kennara og hef alltaf hlakkað til að fara
sjálf að kenna og finnst það rosalega gaman.
Það er það sem mig langar að gera. En ég stefni
líka á að að geta spilað mikið og haldið tónleika.
Ég sá aldrei fyrir mér að ég yrði píanóleikari;
ég var bara að mennta mig í tónlist. Ég hefði al-
veg eins viljað læra á fiðlu eða selló. Helst vildi
ég vera óperusöngkona ef ég hefði rödd. Ég
held að ég hafi allt í það að vera frábær óp-
erusöngkona – nema röddina. Annars vil ég
bara fyrst og fremst vera í tónlist og píanóið er
frábært hljóðfæri til þess; það á fleiri meist-
araverk en maður kemst yfir að spila um ævina
og tónskáldin eru oft einlægust í píanótónlist-
inni. Þar eru þau sjálf að spila.
É
g heyrði einu sinni þátt um Manuelu Wies-
ler. Einn góðan veðurdag hætti hún alveg
að spila og spilaði aldrei aftur. Hún sagði
að það væri sama hvað maður gerði, legði mikið
á sig og fengi mikið hrós fyrir, þá væri maður
aldrei nógu nálægt fullkomnuninni og færi jafn-
vel fjær og fjær. Það er klisja að segja að því
meira sem maður læri því lengra sé í full-
komnun, en mér finnst það samt áþreifanlegt.
Maður veit alltaf minna og minna.
Ég æfi mig fjóra tíma á dag, það er lágmark,
en er alltaf með samviskubit því mér finnst að
ég ætti að æfa mig meira. En svo gerist auðvit-
að ýmislegt þegar maður situr ekki við píanóið.
Maður hugsar og syngur inni í sér, allan daginn,
og stundum á nóttunni líka. Það er svo margt
sem mig langar að spila. Núna langar mig að
spila Schubert-sónötur og Debussy. Mig langar
líka að spila konsert með Sinfóníuhljómsveitinni
og hver veit nema það gerist. Ég hef aldrei spil-
að með hljómsveit. Ég tók próf á Facebook og
þar var ég Grieg-konsertinn.
Morgunblaðið/Kristinn
Guðrún Dalía Salómonsdóttir „Það er klisja að segja að því meira sem maður læri því lengra sé í fullkomnun, en mér finnst það samt áþreifanlegt.“
Mozart er ást
Hún þjáist við píanóið en þjáist líka þegar hún er fjarri því. Og þó að Guðrún
Dalía Salómonsdóttir hafi oft hætt að spila byrjaði hún oftar aftur.
Ég held ég hafi allt í það
að vera frábær óperu-
söngkona – nema röddina.
„Ef maður er í vafa, þá flettir maður upp.
Íslensk orðabók, Mergur málsins eftir dr.
Jón Gunnar Friðjónsson og fleiri handbækur
eru mjög gagnleg hjálpartæki.
Ég talaði eitt sinn við mann sem hafði náð
mjög langt í viðskiptalífinu, en var ekki lang-
skólagenginn. Hann efaðist um hæfileika sína
til þess að tjá sig í skrifuðu máli. Ég sagði
honum að ég væri alltaf með orðabók. Hann
varð steinhissa og spurði hvort það væri
virkilega rétt. Ég sagði honum að ég notaði
orðabók á hverjum einasta degi og stundum
oft. Það er ótalmargt sem maður velkist í
vafa um. Þetta er eins og að vitna í ljóð sem
menn halda að þeir kunni. Svo sjá þeir að eitt
orð er ekki eins og það á að vera, og vildu að
þeir hefðu flett ljóðinu upp. Þetta henti mig
nýlega. Ég fór rangt með ferskeytlu eftir Pál
Ólafsson sem ég hélt ég kynni.“
Enskan í íslenskunni
Eiður nefndi enskuslettur sem viðgangast
víða í verslun og viðskiptum. Sjálfur er hann
mikill enskumaður og segir ensku hafa verið
sína eftirlætisnámsgrein í menntaskóla. Hann
fékk verðlaun úr minningarsjóði Boga Ólafs-
sonar fyrir frammistöðu í ensku á stúdents-
prófi, en hafði þá aldrei farið til útlanda. Eft-
ir stúdentspróf lauk hann BA-prófi í ensku.
Þrátt fyrir dálæti á tungu engla og saxa geld-
ur hann varhug við þeim sterku áhrifum sem
enska hefur á öllum sviðum íslensks máls.
„Það er skaðlegt þegar maður sér enskuna
í íslenskunni. Maður sér enskuna líka í ýmiss
konar aulaþýðingum. Ég vitna oft til þess
sem David Gíslason bóndi á Svaðastöðum í
Manitoba sagði, að móðir hans hefði sagt
þeim bræðrum, að þeir yrðu að tala bæði ís-
lensku og ensku, en ekki samtímis. Það þarf
að halda málunum aðskildum. Fyrir langa-
löngu skrifaði ég Rabb í Lesbókina um það
hvað enskan er lævís og lipur. Við heyrum
aftur og aftur sagt: „síðasta haust“ og „síð-
asta föstudag“, en ekki „í fyrrahaust“ og
„föstudaginn var“. Annað dæmi er nútíðar-
nafnháttarsýkin: „við erum að sjá“ og „ég er
ekki að skilja þetta“, í stað: „við sjáum“ og
„ég skil þetta ekki“. Þetta hefur breiðst ótrú-
lega hratt út, jafnvel inn á þing. Þegar svona
vitleysur komast á kreik geta þær breiðst út
eins og eldur í sinu. Ólafur Jóhannesson sem
var forsætisráðherra fyrir langalöngu talaði
gott mál, en átti það til að flytja áherslur af
fyrsta atkvæði yfir á önnur. Þetta breiddist
út, þannig að fleiri stjórnmálamenn voru
farnir að tileinka sér þann framburð. Þetta
hefur horfið aftur og maður heyrir því afar
sjaldan bregða fyrir nú.“
Tískuorð og -orðatiltæki gera ekki manna-
mun, og stjórnmálamenn rétt eins og aðrir
eru fórnarlömb þeirra. „Með einum eða öðr-
um hætti“ er sennilega eitt algengasta
orðasambandið sem stjórnmálamenn nota,
þegar þeir gætu hæglega sýnt hagkvæmni og
notað betri orð, eins og „á einhvern máta“,
„einhvern veginn“ eða „á ýmsa lund“, allt eft-
ir aðstæðum og samhengi. Eiður segir sum
þessara tísku-orðasambanda skammlíf, en
önnur festist. Hann nefnir það sem við köll-
um stofnanamál, og dæmið: „fjöldi ferða-
manna stigmagnast“ þar sem réttara væri að
segja einfaldlega: „ferðamönnum fjölgar“.
„Þetta er bullmál,“ segir hann.
Fleiri ánægðir
Eiður segir að málfarspistlum hans hafi verið
mun betur tekið en hann átti von á, og að
undirtektirnar hafi að langmestu leyti verið
jákvæðar. Sumir líti á þetta sem nöldur og
sparðatíning, en þeir séu ánægjulega miklu
fleiri sem þakki honum fyrir.
„Sumum finnst ég of dómharður og það
getur vel verið að ég sé það. Ég er ekki ís-
lenskufræðingur og hef enga menntun í ís-
lensku aðra en minn menntaskóla. Ég er ekki
óskeikull og mér verður á í messunni eins og
öðrum. Þegar Sjónvarpið var að byrja voru
menn oft hræddir um að mismæla sig í við-
tölum eða umræðuþáttum. Ég sagði þeim að
hafa engar áhyggjur af því. Það er eðlilegasti
hlutur í heimi að mismæla sig, maður leið-
réttir sig bara og heldur áfram,“ segir Eiður
Guðnason. Hann saknar þess Morgunblaðið
skuli ekki birta lengur pistla um íslenskt mál.
„Lengi vel skrifaði Gísli Jónsson mennta-
skólakennari þessa pistla, seinna Jón G. Frið-
jónsson prófessor. Ég sakna þess að blaðið
skuli ekki hafa vikulegan dálk eða pistil um
mál og málnotkun. Ég er næsta viss um að
ég er ekki sá eini sem sakna þessa efnis.“