Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.2009, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2009 12 LesbókGAGNRÝNI Myndlist Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir Blik - Samsýning „Hringformið, sterkir litir, mynstur, speglun, samhverfa – allt eru þetta einkenni á verkum sýningarinnar. Formum, litum og tækni er markvisst beitt til að hafa áhrif á, bregða á leik með og blekkja skynjunina, eða til að virkja ályktunarhæfni skynfæranna. Litsterk, hringlaga form eru ráðandi í PopOp-verkum JBK Ransu þar sem skörun og hreyfing forma kveikja frásagnarlegar vísanir í hreyfingu plánetanna eða í fyrirbæri afþreyingarmenningar. Verk Helga Þorgils Friðjónssonar vekja vangaveltur um huglæga skynjun lita, sem og myndröð Ólafs Elíassonar sem orkar á tímakennd áhorfandans, t.d. kennd fyrir ferli dögunar, sólseturs, eða kólnunar.“ Anna Jóa Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús Yoshimoto Nara bbbmn „Persónan sem birtist á flestum myndum Nara er lítil stúlka í japönskum teiknimyndastíl, manga, með allt of stór augu og höfuð miðað við búkinn, líkamseinkenni sem við þekkjum orðið vel á vesturlöndum í gegnum leikfanga- iðnaðinn og víðtæk áhrif manga. En ólíkt slétt- um og felldum persónum teiknimyndasagna er stúlkan á myndum Nara ekki fullkomin. Enn fremur sjást stundum vinnubrögð listamannsins þar sem hann hefur strok- að út og breytt, en hvort tveggja undirstrikar ófullkomleika. Stúlkan spilar stundum rokk og ról, eða heldur á vopni. Hún sýnir af sér uppreisnarkennd tilþrif á sakleysislegan hátt, líkt og hún hermi kannski eftir þeim stóra heimi sem áhorfandinn veit að umlykur hana frekar en að Nara dragi hann beinlín- is fram í verkunum. Súrrealísk áhrif birtast í óvenjulegum samsetningum, tré eða hús vaxa t.d. stundum upp úr höfði persónanna. Stúlkan er greini- lega kvenkyns en kvenleikinn þjónar kannski einna helst þeim tilgangi að draga fram varnarleysi og sakleysi. Stórt málverk á endavegg er líkt og endapunktur sýningarinnar. Risavaxið andlit og stór augu stara á áhorfand- ann en í augunum ríkir óljós ringulreið, það er freistandi að lesa úr þeim ringulreið heimsins. “ Ragna Sigurðardóttir Leiklist Borgarleikhúsið - Harry og Heimir „Hér verður söguþráður leik- ritsins ekki rakinn enda skiptir hann í raun litlu máli. Það eru útúrdúrarnir sem eru aðal- atriðið og gera þetta leikrit að snjöllum hláturleik. Félagarnir Karl Ágúst, Sigurður og Örn fara á kostum í þessu verki sem er blanda af útvarpsleik- húsi og sviðsleikhúsi. Hljóð- maðurinn, Ólafur Örn, gegnir veigamiklu hlutverki enda eru hljóðbrellur mjög stór hluti sviðsmyndarinnar ef svo má að orði komast. Að sjálfsögðu notast þeir kappar einnig við sínar eigin„lifandi“ hljóð- brellur, eins og hurð með hengilás sem hristist, síma og síðast en ekki síst sínar eigin raddir. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi en þó fara þeir ansi langt í til- standi. Þarna eru augljósir atvinnumenn á ferð enda hafa þeir skemmt landsmönnum í langan tíma. Hver fimmaurabrandarinn af öðrum fær nýtt líf í meðförum leikaranna. Atburðarásin er gríðarlega hröð, eins og þeir séu að keppast við að koma öllu til skila á þeim tíma sem þeim er gefinn. Hvert tækifæri er nýtt til þess að koma með brandara eða sprell. Þó var eins og þeir félagar týndu þræðinum á stöku stað, svo hratt voru þeir komnir fram úr sjálfum sér, en kannski var um að kenna hláturrokunum úr salnum sem þurftu að dvína áður en haldið var áfram. Þeir fara úr einu hlutverkinu í ann- að og stundum verður þetta dálítið ruglandi. Ef fólk spyr hvort þarna sé Spaugstofan á ferð þá er svarið nei. Reyndar reyna nokkrar persónur úr þeim þætti að lauma sér þarna inn en þeim er komið fyrir kattarnef á svip- stundu. Þarna er annað á ferð, annars konar húmor sem einungis leiksviðið getur gert að veruleika. “ Ingibjörg Þórisdóttir Í GANGI Á sýningunni Lýðveldið: vatnið, fjörðurinn, lækurinn, í Kvos- inni í Mosfellsbæ má sjá verk eftir átta íslenskar listakonur sem allar hafa haslað sér völl í ís- lensku listalífi. Ólöf Oddgeirsdóttir sýnir hér málverksveggteppi af sjálfri fjallkonunni sem er orðin afar sorgmædd vegna ástands þjóð- arinnar, þar sem hún situr þó enn pikkföst í ímyndinni með hrafn á öxl- inni, bókrolluna í hendinni og kórónu íss og elda á höfði. Útsaumsmynstur formæðranna, sem Ólöf er þekktust fyrir að vinna með, leysist upp í bak- grunninum og blandast við fjallkon- una sem órofa viðbót við bak- grunnsímynd hennar. Arfur kynslóðanna leikur einnig stórt hlut- verk í innsetningu Guðbjargar Lind- ar þar sem hún endurvinnur á fal- legan hátt bernskuendurminningu tengdri gömlum myndum og texta- brotum ömmu sinnar. Slík vinnu- brögð verða æ algengari hjá íslensk- um listakonum og vitna um sterka löngun til að halda í dýrmætar minn- ingar um persónulegan en um leið sameiginlegan menningararf. Móðurímyndin blandast á vissan hátt ímynd hinna sterku og jafnvel fjölkunnugu íslensku nútíma forn- konu í verki Hildar Margrétardóttur Draumagildrur. Verkinu er ætlað að fanga martröð þjóðarinnar á þessum umbrotatímum um leið og þurrkaðir þorskhausar vísa okkur leiðina til baka inn í framtíðina og fjaðraskúfar kallast á við hrafn fjallkonunnar. Kostulegt myndbandsverk Hlífar Ás- grímsdóttur í samvinnu við Ólöfu sýna líknandi hendur draga enda- laust magn af plastdræsum upp úr mjúkum og blautum, sóleyjum vöxn- um mýrarjarðvegi. Aðgerðin minnir á uppskurð, þar sem gleymdir gúmmí- hanskar eru dregnir upp úr kvið- arholi, nema hvað hér ætlar aðgerðin engan enda að taka og plasthaug- urinn stækkar út í hið óendanlega. Bókrollur fjallkonunnar endurtaka sig í upprúlluðum og sléttum mál- uðum pergamentlíkum blöðum Krist- ínar Geirsdóttur sem draga fram feg- urð tilviljana sem urðu til við gerð þeirra. Vallarmál Önnu Jóa vísa í samsett minningarbrot sem tengjast hinum helgu stöðum lýðveldisins, Þingvöllum og Alþingi Íslendinga í Reykjavík. Sjónrænt áleitinn og vel heppnaður lýðveldisgjörningur Bryn- dísar Jónsdóttur frá árinu 2004 dreg- ur fram hvernig sjálfstæðisímynd þjóðarinnar er bókstaflega máluð á landið sjálft og samlagast vatninu í ánum, sem Kristín frá Munkaþverá líkir við æðakerfi landsins en draum- kennt vatnslitaverk hennar sýna ein- mitt yfirlitsmynd af hinum mörgu vötnum Íslands um leið og þau vísa til úrhellisins á Þingvöllum 17. Júní 1944. Í sýningunni má lesa vissa sorg, gagnrýni og umhyggju fyrir þjóðinni á ósvissutímum þegar hriktir í und- irstöðum sjálfstæðis okkar og lýð- veldið sjálft er orðin ruglingsleg táknmynd. Listakonurnar virðast tjá sig með hinni arfbornu sameiginlegu röddu sem við drukkum með móð- urmjólkinni þar sem sjálflægni okkar finnur sér helst útrás í samsvörun okkar við móður jörð. Verndun nátt- úrunnar verður þannig hinn löglegi pólitíski vettvangur allra kvenna (og karla að sjálfsögðu líka á tímum jafn- réttis). Vettvangurinn er táknmynd um leið og náttúra, siðfræði og menning renna í eitt og blandast hinni sameiginlegu sjálfsmynd. Sjálfsmynd og gildi íslenskra kvenna í líki fjallkonunnar var mótuðum leið og sjálfsmynd þjóðarinnar og lýð- veldið sjálft og sýningin bergmálar ákveðinn söknuð eða samviskubit sem tekur á sig örlítið mærðarlega mynd á köflum. Getur verið að fjall- konan sjálf, íslenskar konur, hafi brugðist, hún hafi sofnað á siðferð- isvaktinni? Er tími til komin að hún vakni og taki upp sitt áskapaða eðl- islæga hlutverk eða er kominn tími til að endurskoða gildi hennar og hlutverk, t.d. kynna hana í fleirtölu? Frá mínum sjónarhóli er sýningin ákaflega áhugaverð í því femíníska samhengi sem ég les í hana. Sýningin gefur sig þó alls ekki út fyrir að fjalla um ímynd kvenna sérstaklega heldur hverfist um lýðræðið og hefur eflaust samfélagslegar og listrænar skírskotanir sem gefa möguleika á miklu víðari umræðu en hér er sett fram. Fósturlandsins Freyja Morgunblaðið/Kristinn Fjallkonan „...orðin afar sorgmædd vegna ástands þjóðarinnar, þar sem hún situr þó enn pikk- föst í ímyndinni með hrafn á öxlinni, bókrolluna í hendinni og kórónu íss og elda á höfði.“ MYNDLIST LISTASALURINN ÞRÚÐVANGUR, KVOSINNI MOSFELLSBÆ | Samsýning, Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ás- grímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirs- dóttir. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Stendur til 11. október. bbbnn Getur verið að fjall- konan sjálf, íslenskar konur, hafi brugðist, hún hafi sofnað á siðferðisvaktinni? ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR Raddir frá Kúbu Smásagnasafn með fjórtán sögum eftir konur frá Kúbu. Erla Erlendsdóttir tók saman og þýddi Saga viðskipta- ráðuneytisins 1939-1994 Hugrún Ösp Reynisdóttir H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N Auðginnt er barn í bernsku sinni Afnám fyrningar alvarlegra kynferðisbrota gegn börnum Svala Ísfeld Ólafsdóttir Vegur minn til þín Ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen Svartbók kommúnismans Glæpir – ofsóknir – kúgun Hannes Hólmsteinn Gissurarson þýddi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.