Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
íþróttir
Draumur Guðlaugur Victor Pálsson tekur risastökk á ferlinum. Skrifar undir þriggja ára
samning við Liverpool. Unglingalandsliðsmaðurinn hefur haldið með Man. Utd í mörg ár 4
Íþróttir
mbl.is
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ég er að toppa núna sem íþrótta-
maður 35 ára gamall vegna þess að
fram kom hópur fullbúinna ein-
staklinga sem eru með mér í liði auk
þess sem þjálfarinn er frábær,“
sagði Ólafur og vísar þar til félaga
sinna í íslenska landsliðinu í hand-
knattleik og þjálfara þess, Guð-
mundar Þórðar Guðmundssonar,
sem á árinu unnu til silfurverðlauna í
handknattleikskeppni Ólympíu-
leikanna í Peking. Eftir því var tekið
að á meðan Ólafur var hylltur af
gestum, sem viðstaddir voru kjörið í
gær, vísaði hann út í salinn og benti
á samherja sína í íslenska landslið-
inu og forystumenn handknattleiks-
hreyfingarinnar sem þar sátu.
„Ég held að það sé alveg ljóst að
ég stæði ekki í þessum sporum, að
vera kjörinn íþróttamaður ársins, án
þess sem við unnum saman á Ólymp-
íuleikunum þótt ég hafi átt frábært
ár með félagsliði mínu. Þar af leið-
andi lít ég á mig sem fulltrúa þessa
hóps sem vann silfrið í Peking,“
sagði Ólafur spurður út í samherja
sína sem hann tileinkaði heiðurinn.
„Ég er svo glaður með að hafa
haldið áfram með landsliðinu, ekki
hætt og farið að fylgjast með úr fjar-
lægð. Um leið er ég þakklátur fyrir
að hafa verið virkur þátttakandi í
þessu ævintýri sem við skópum. Það
er hreint æðislegt að vera hluti af
þessum hóp. Þær minningar munu
ylja mér um ókomin ár.
Þessu til viðbótar koma síðan
„bónusar“ eins og sigur í meist-
aradeild Evrópu með Ciudad Real,
Spánarmeistaratitill og fleira.
Grunninn að því er maður að leggja
með æfingum tíu til ellefu mánuði á
ári hverju. Þannig að ég er mjög
glaður,“ sagði Ólafur og bætti við að
í upphafi ársins 2008 hafi ekki blásið
byrlega eftir þrálát meiðsli í læri
sem illa gekk að fá bót á. „En þegar
það lagaðist small allt saman,“ sagði
hann. Auk þess að vinna silfur-
verðlaun með landsliðinu á ÓL í
Peking í sumar var Ólafur í sigurliði
í meistaradeild Evrópu, markahæsti
maður meistaradeildar, Spán-
armeistari, bikarmeistari þar í landi
og í sigurliði í keppninni um risa-
bikar Evrópu á haustmánuðum.
Stæði ekki í þessum sporum
án félaga minna í landsliðinu
Handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins í þriðja sinn með fullu húsi stiga
„ÞETTA var ótrúlegt ár hjá mér, jafnt
líkamlega sem andlega og hreinlega
bara á öllum sviðum. Ég er afar þakk-
látur fyrir það,“ sagði Ólafur Stef-
ánsson handknattleiksmaður eftir að
hann var kjörinn Íþróttamaður ársins
2008 af Samtökum íþróttafréttamanna
í gærkvöldi. Þetta var í þriðja sinn sem
Ólafur hreppir hnossið en hann varð
einnig fyrir valinu 2002 og 2003. Að
þessu sinni hlaut Ólafur fullt hús stiga í
kjörinu, 480. Í öðru sæti varð Snorri
Steinn Guðjónsson, handknattleiks-
maður, og í þriðja sæti varð Margrét
Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona.
Morgunblaðið/Ómar