Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 2
Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ólafur hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik frá því að það vann silfurverðlaunin á Ólympíu- leikunum í Peking í ágúst. Um tíma var talið að hann myndi ekki gefa kost á sér á nýjan leik. Í upphafi ársins 2008 var fátt sem benti til þess að framundan væri sig- ursælasta ár þessa 35 ára gamla handknattleiksmanns. „Árið 2008 byrjaði illa hjá mér. Ég var með rif- inn vöðva í læri og gekk illa að fá mig góðan. Þar af leiðandi var ég með samviskubit gagnvart Alfreð [Gíslasyni þáverandi landsliðsþjálf- ara] þegar við voru á Evrópumótinu í Noregi í janúar. Mér leið ekki vel á EM og hafði það á tilfinningunni að ég væri að bregðast bæði Alfreð og liðinu, því var ég var ekki á mótinu aðeins fyrir mig. En þrátt fyrir að ekki hafi gengið eins og við óskuðum á EM þá lögðum við vissan grunn að því að ná keppnisrétti í forkeppni Ólympíuleikanna. Ólympíusaga íslenska landsliðsins var löng og hófst fyrir tveimur og hálfu ári þegar við lögðum Svía í forkeppni HM. Síðan leiddi eitt af öðru,“ segir Ólafur. Ólafur viðurkennir að hann hafi um tíma hugsað alvarlega um að Árið 2008 byrjaði illa en endaði vel  Gömul tannfylling hafði nærri bundið enda á feril Ólafs „ÉG er tilbúinn að gefa kost á mér í ís- lenska landsliðið á nýjan leik í haust, að loknu góðu sumarleyfi. Ég held að ég þurfi á góðu fríi að halda áður en ég stíg næstu skref með landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson, handknatt- leiksmaður sem í gærkvöldi var út- nefndur íþróttamaður ársins 2008. Þetta er í þriðja sinn sem hann hreppir hnossið. Næstur í kjörinu varð félagi Ólafs í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson. Topp hætta að leika með íslenska landslið- inu fyrir tveimur árum. Þá hafði Ólafur glímt við erfið meiðsli á vinstri öxl. „Ég dró ekki lengur á markið. Þetta voru mjög skrítin og langvinn meiðsli í öxlinni. En ég er alltaf leitandi og mjög óhefðbundinn og það skilaði sér virkilega þarna. Ég fór og lét taka úr mér gamla tannfyllingu eftir að hafa fengið ábendingu frá manni í Þýskalandi um að meinið kynni að liggja í henni. Og viti menn mér batnaði,“ segir Ólafur og bætir við að þetta hafi verið hreinlega ótrúlegur bati. „Á nokkrum dögum og vikum hurfu öll sárindi og ég komst hjá því að fara í skurðaðgerð á öxlinni,“ segir Ólafur. Ný áskorun í Þýskalandi Nýverið var greint frá því að Ólaf- ur myndi að öllum líkindum flytjast aftur til Þýskalands í sumar og ger- ast leikmaður Rhein Neckar Löwen, sem Guðjón Valur Sigurðsson leikur með. Ólafur lék með Wuppertal og Magdeburg í Þýskalandi frá 1996 til 2003 en hélt þaðan til Spánar hvar hann hefur verið öxull í firnasterku liði Ciudad Real sem unnið hefur allt sem hægt hefur verið að vinna síð- ustu ár. Um tíma í vetur stefndi í að Ólafur færi til dansks 3. deildar liðs- ins en þau áform runnu út í sandinn. Nú er það Þýskaland á ný. „Það eru 99% líkur á að ég fari til Rhein Neckar og það verður ný áskorun fyrir mig,“ segir Ólafur og við- urkennir að það verði stórt skref að taka að fara á aftur til Þýskalands. „Það er alveg ljóst að það verður erfitt að leika á ný í Þýskalandi. Á Spáni þekki ég orðið allt í kringum handknattleikinn. Þar spila ég að- eins minna en áður og handknatt- leikurinn er nokkuð frábrugðinn þeim sem er leikinn í Þýskalandi. Ég er að taka enn einni áskoruninni í lífinu. Í þær hef ég hinsvegar alltaf leitað. Eftir fimm til sex ár á sama stað finnst mér nauðsynlegt að tak- ast á við eitthvað nýtt og það kostar alltaf sínar þjáningar. Það gefur líf- inu gildi að „stuða“ sjálfan sig og takast á við breytingar. Takist mér að vera í efsta sæti í þýsku deildinni með Rehin Neckar eftir eitt ár, og hafa unnið allt með Ciudad Real í lok leiktíðar í vor og vera kominn í landsliðið á nýjan leik þá verð ég sáttur við mína stöðu að ári liðnu,“ segir Ólafur Stefánsson, íþróttamaður ársins 2008. 2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin, 3. umferð. Tottenham – Wigan..................................3:1 Roman Pavlyuchenko (víti) 52., 90., Luka Modric 76. – Henri Camara 88. um helgina Laugardagur ÍSHOKKÍ Konur: Akureyri: SA – Björninn ......................18.00 Sunnudagur SUND  Nýárssundmót íþróttafélags fatlaðra fer fram í Laugardalslauginni. Mótið hefst kl. 15 og áætluð mótslok eru kl. 17. HEIÐAR Helguson hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við enska 1. deildarliðið QPR en eins og Heiðar greindi frá í Morgunblaðinu á gaml- ársdag stefndi allt í að samningar tækjust á milli Bolton og QPR um kaupin. Heiðar var lánaður til QPR frá Bolton um miðjan mánuð og gilti láns- samningurinn til áramóta en forráðamenn QPR vildu ólmir kaupa Heiðar eftir vasklega framgöngu hans með liðinu. Heiðar hefur skorað 3 mörk í fimm leikjum með Lundúnaliðinu sem er í 9. sæti ensku 1. deildarinnar og er í baráttu um að komast í aukakeppni um laust sæti í úrvalsdeildinni. Paolo Sousa knattspyrnustjóri QPR segist afar ánægður með að vera búinn að tryggja sér þjónustu Heiðars. ,,Heiðar hefur komið mjög sterkur inn í okkar leik- mannahóp og ég er mjög ánægð- ur með að við erum búnir að semja við hann til frambúðar. Hann er ekta markaskorari og það er ekki spurning að stuðn- ingsmenn félagsins munu taka honum vel,“ segir Sousa á vef QPR. Heiðar og félagar verða í eld- línunni í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Um Íslendingaslag verður að ræða en QPR fær Jó- hannes Karl Guðjónsson og samherja hans í Burn- ley í heimsókn á Loftus Road. gummih@mbl.is Heiðar Helguson samdi við QPR Heiðar Helguson ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik hélt utan í morgun til Svíþjóðar hvar það tekur þátt í al- þjóðlegu handknattleiksmóti sem hefst á morgun. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins í mótinu verður við B-landslið Svía en á þriðjudaginn verður leikið við Egypta. Á miðvikudag verður síðan leikið um sæti en einnig tekur A-landslið Svía þátt í mótinu, svo og landslið Túnis og Kúveit. Leikirnir fara fram í Kristianstad og Malmö. Allar viðureignir ís- lenska landsliðsins í mótinu verða sýndar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strax að mótinu í Svíþjóð loknu bregður ís- lenska landsliðið sér yfir sundið til Danmerkur þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða alþjóðlegu handknattleiksmóti sem fram fer á Jótlandi. Þar mætir íslenska landsliðið Rúmenum í fyrstu um- Mætir Svíum og Egyp Knattspyrnumennirnir voru flestir, átta talsins, sjö handboltamenn, tveir frjálsíþróttamenn, tveir körfuboltamenn, tveir sundmenn og einn úr golfi, júdó, fimleikum og badminton. Atkvæðagreiðslan er leynileg og allir 24 félagsmenn í Samtökum íþrótta- fréttamanna nýttu atkvæðisrétt sinn. Hver og einn raðar tíu íþróttamönnum niður og fær sá sem settur er í fyrsta sæti 20 stig, sá sem kemur næstur 15, sá þriðji 10, sá sem lendir í fjórða sæti fær 7 stig, sá í fimmta 6 og svo koll af kolli þannig að sá sem settur er í tíunda sæti fær 1 stig. Mest var hægt að fá 480 stig. Þeir sem fengu atkvæði í kjörinu voru: Ólafur Stefánsson, handknattleikur..................................................................... 480 Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleikur ......................................................... 287 Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna................................................................ 210 Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur ........................................................... 194 Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna.................................................................. 124 Hermann Hreiðarsson, knattspyrna....................................................................... 97 Katrín Jónsdóttir, knattspyrna ............................................................................... 61 Alexander Petersson, handknattleikur................................................................... 56 Þormóður Jónsson, júdó ........................................................................................ 51 Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur................................................................. 39 Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur.................................................................... 33 Veigar Páll Gunnarsson, knattspyrna..................................................................... 26 Dóra María Lárusdóttir, knattspyrna...................................................................... 25 Bergur Ingi Pétursson, frjálsar íþróttir ................................................................... 10 Grétar Rafn Steinsson, knattspyrna....................................................................... 10 Björgvin Páll Gústavsson, handknattleikur............................................................. 10 Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna .................................................................... 9 Viktor Kristmannsson, fimleikar............................................................................... 7 Róbert Gunnarsson, handknattleikur....................................................................... 6 Arnór Atlason, handknattleikur................................................................................ 5 Ragna Ingólfsdóttir, badminton ............................................................................... 4 Örn Arnarson, sund ................................................................................................. 4 Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsar íþróttir .......................................................................... 2 Ólöf María Jónsdóttir, golf ........................................................................................ 1 Eyþór Þrastarson, sund fatlaðra............................................................................... 1 Ólafur fékk fullt hús stiga  25 íþróttamenn úr níu greinum fengu atkvæði  Eiður fékk fullt hús 2005 ÓLAFUR Stefánsson hlaut fullt hús stiga í kjörinu um íþróttamann ársins og lék þar með sama leik og Eiður Smári Guðjohnen þegar hann var kjörinn íþróttamaður ársins 2005. Alls fengu 25 íþróttamenn úr 9 íþróttagreinum at- kvæði í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra afhenti í gær íslensku landsliðsmönnunum í hand- knattleik viðurkenningar Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC. IOC veitir öllum verðlaunahöfum á Ólympíuleikum sér- staka viðurkenningu vegna árangurs þeirra. Viðurkenn- ingin er í formi tölusetts barmmerkis. Hvert númer er ætlað ákveðnum íþróttamanni og þannig skráð í gögnum hjá IOC. Viðstaddur afhendinguna var Patrick Hickey, forseti Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) og meðlimur í Al- þjóða ólympíunefndinni (IOC). Frá vinstri: Sturla Ásgeirsson, Ingimundur Ingimund- arson, Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Hreiðar Levy Guðmunds- son, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, og Patrick Hickey.Morgunblaðið/Kristinn Viðurkenning frá IOC Ólafur sá fjórði sem er kjörinn í þriðja sinn ÓLAFUR Stefánsson er fjórði íþróttamaðurinn sem er útnefndur íþróttamaður ársins í þriðja sinn en hann varð einnig fyrir valinu árin 2002 og 2003. Aðrir sem hafa fengið nafnbótina íþróttamaður ársins í þrjú skipti eru Hreinn Halldórsson (1976, 1977, 1979), Einar Vil- hjálmsson (1983, 1985, 1988) og Örn Arnarson (1998, 1999, 2001). Vilhjálmur Einarsson hefur hins vegar oftast verið kjörinn íþrótta- maður ársins, eða fimm sinnum (1956, 1957, 1958, 1960, 1961).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.