Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 3
Morgunblaðið/Ómar
pmenn Tveir efstu menn í kjöri Íþróttamanns ársins, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson, samherjar í íslenska landsliðinu í handknattleik.
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
Fjölmargirleikir fara
fram í dag í 3.
umferð ensku
bikarkeppninnar
í knattspyrnu. Án
efa verður fylgst
vel með því
hvernig Steven
Gerrard, fyrirliði
Liverpool, mun leika gegn Preston.
Gerrard var handtekinn aðfaranótt
29. desember vegna líkamsárásar á
skemmtistað í nágrenni við Liver-
pool.
Fernando Torres verður í leik-
mannahóp Liverpool en hann hefur
ekkert leikið með liðinu vegna
meiðsla undanfarnar vikur.
Carlos Boozer, framherji UtahJazz í NBA-deildinni, fer í að-
gerð á hné á allra næstu dögum.
Boozer hefur skorað 20,5 stig að
meðaltali í vetur og tekið 12 fráköst
en hann hefur misst af síðustu 20
leikjum liðsins vegna meiðsla. Gert
er ráð fyrir að Boozer verði klár í
slaginn eftir 4-6 vikur.
Charles Bark-ley var
handtekinn dag-
inn fyrir gaml-
ársdag en Bark-
ley er grunaður
um ölvunarakstur
í Phoenix. „Ég er
vonsvikinn að
hafa komið mér í
þessa aðstöðu, lögreglan í Scottsdale
er frábær og ég mun ekki tjá mig um
þetta mál frekar,“ sagði Barkley í yf-
irlýsingu sem hann sendi frá sér í
gær. Málið verður tekið fyrir hjá
dómara síðar þegar niðurstöður úr
blóðprufu sem tekin var af Barkley
liggja fyrir. Barkley er 45 ára gamall
og starfar sem körfuboltasérfræð-
ingur í sjónvarpi en hann var á sín-
um tíma í fremstu röð í NBA-
deildinni. Hann lék í 16 ár í deildinni
fyrir Philadelphia, Phoenix og Hou-
ston. Hann keppti tvívegis með
bandaríska landsliðinu á Ólympíu-
leikum og árið 1993 var hann valinn
besti leikmaður NBA-deildarinnar.
Ásgeir ÖrnHall-
grímsson er
markahæstur ís-
lensku hand-
knattleiksmann-
anna sem leika í
dönsku úrvals-
deildinni í hand-
knattleik. Ásgeir
Örn, sem leikur með GOG, er í 32.
sæti með 60 mörk í 15 leikjum, sem
gerir fjögur mörk að meðaltali.
Arnór Atlason er litlu neðar álistanum en hefur misst úr sjö
leiki með FCK og er það skýringin á
að hann er ekki hærri. Arnór hefur
skorað 57 mörk í 11 leikjum eða rétt
rúm fimm mörk að jafnaði í leik.
Samkvæmt frétt BBC í gær hafaManchester City og Chelsea
komist að samkomulagi um kaup-
verðið á Wayne Bridge. Enski
landsliðsmaðurinn hefur ekki náð að
festa sig í sessi hjá Chelsea í vinstri
bakvarðarstöðunni. Talið er að Man
City sé tilbúið að greiða 12 milljónir
punda fyrir Bridge eða 2,1 milljarð
kr. Chelsea keypti hann frá South-
ampton á 7 milljónir punda árið 2003
eða tæplega 1,3 milljarða kr.
Slaven Bilic, landsliðsþjálfariKróatíu í knattspyrnu karla,
hefur ákveðið að hætta með liðið
þegar riðlakeppni heimsmeist-
aramótsins lýkur í nóvember á þessu
ári. Bilic er fertugur og lék hann á
sínum tíma með Everton og West
Ham. Samkvæmt netmiðlum hafa lið
á Englandi áhuga á að fá hann til
starfa.
Fólk sport@mbl.is
ferð á föstudaginn 9. júní í Skjern. Daginn eftir
glímir það við Evrópumeistara Dana í Silkeborg
og loks verður leikið við Bosníu/Hersegóvínu
sunnudaginn 11. janúar í Randers. Verður það í
fyrsta sinn með Ísland mætir Bosníu/Hersegóvínu
í landsleik í karlaflokki í handknattleik.
Mótið er haldið á vegum sænska handknattleiks-
sambandsins sem er kennt við Staffan Holmqvist,
fyrrverandi formann sænska handknattleiks-
sambandsins og fyrsta forseta Handknattleiks-
sambands Evrópu, (EHF), sem lést í júní 2007, 64
ára gamall. Holmqvist var formaður sænska hand-
knattleikssambandsins frá 1979 til 1992, forseti
EHF frá 1991-2003 og varaforseti Alþjóða hand-
knattleikssambandsins frá 2000 og til dauðadags.
iben@mbl.is
ptum í Kristianstad
HERMANN Hreiðarsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins í knattspyrnu, er orðaður við skoska
úrvalsdeildarliðið Rangers sem og ensku 1.
deildar liðin Reading og Ipswich.
Eins og Hermann greindi frá í samtali við
Morgunblaðið á gamlársdag vill hann komst í
burtu frá Portsmouth og mun félagið ekki standa
í vegi fyrir honum fara en Eyjamaðurinn öflugi
hefur lítið fengið að spreyta sig með bikarmeist-
urunum á yfirstandandi leiktíð.
Rangers er í öðru sæti deildarinnar með 43
stig að loknum 20 umferðum en grannaliðið frá
Glasgow, Celtic, er í efsta sæti með 50 stig.
Hermann þekkir vel til hjá Ipswich en þar lék
hann í þrjú tímabil, 2000-2003. Fyrstu tvö tíma-
bilin í efstu deild en liðið féll úr úrvalsdeild vorið
2003. Ipswich er sem stendur
í 10. sæti deildarinnar með 35
stig. Hermann verður 35 ára
gamall í júlí á þessu ári en
hann hefur leikið með 6 liðum
á Englandi. Crystal Palace,
Brentford, Wimbledon, Ips-
wich, Charlton og Portsmo-
uth.
Hjá Reading eru þrír ís-
lenskir leikmenn. Ívar Ingi-
mundarson og Brynjar Björn
Gunnarsson hafa leikið stórt hlutverk með að-
alliðinu á undanförnum misserum en Gylfi Sig-
urðsson hefur leikið með vara- og unglingaliði
Reading. gummih@mbl.is
Hermann orðaður við Rangers
Hermann
Hreiðarsson