Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 fasteignir Snyrting Ágætt er að leita ráð- gjafar við klippingu trjáa » 2 Fasteignir mbl.is Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „BORIÐ saman við fyrri aðferðir felst í þessu meira en helmings kostnaðarábati fyrir húseigendur,“ segir Svavar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Proline á Íslandi, en fyrirtækið sérhæfir sig í húðun frá- rennslis- og skólpröra. Fyrirtækið hóf starfsemi fyrir ári og byggir á tækni sem þróuð var í Svíþjóð fyrir röskum áratug. „Fram að því hefur hefðbundna aðferðin við að gera við skemmd rör verið að brjóta veggi og gólf til að endurnýja lögnina. Proline notar hins vegar sér- stakt tæki til að húða lögnina að inn- an með 3 mm þykku plastlagi, og er því í raun búið til nýtt rör innan í því gamla.“ Trufla aðeins í hálfan dag Auk þess að vera ódýrari lausn við frárennslisviðgerðir segir Svavar að aðferðir Proline valdi mun minni röskun á heimilislífinu: „Það var ekki óeðlilegt að heimilismenn flyttu úr íbúðum í allt að 3 vikur á meðan lagnaviðgerðir stóðu yfir og gömlu að- ferðinni fylgdi ryk, óhreinindi og um- stang,“ segir Svavar. „Með Proline er hægt að húða frárennsli fyrir allt að tvær íbúðir á dag og raskið sem heim- ilisfólkið verður fyrir er bara rétt á meðan, eða um hálfan dag.“ Farið er inn í frárennslislagnirnar gegnum klósett og niðurföll en myndavél gerir kleift að sjá ástand lagnanna jafnóðum. Hver lögn er húðuð út að fallstamma, eins og það heitir á fagmáli, og síðan fallstamm- urinn fóðraður niður undir plötu þar sem hann sameinast stofnlögn. Loks er skólplögnin undir plötu hússins fóðruð. Von á skemmdum í eldri húsum Að sögn Svavars má ganga út frá því að í húsum 40 ára og eldri séu komnar skemmdir í frárennslisrör. Fyrstu greinanlegu merkin um skemmdir eru yfirleitt rakablettir í veggjum og gólfi, lykt upp úr nið- urföllum og vöskum, og bólgnun í parketi. „Fyrir þá sem þekkja er kostnaður alveg ofboðslegur þegar þessar skemmdir verða,“ segir Svav- ar og bætir við að ekki þurfi að bíða þangað til skaðinn er skeður til að húða lögnina, heldur getur Proline- húðun verið fyrirbyggjandi. Ending- in á húðunarefninu er áætluð 50 ár samkvæmt úttektum rannsóknar- stofnana í Svíþjóð. Hugmyndin frá Lagnafréttum Gaman er að segja frá því að hug- myndin að því að bjóða Proline-húð- un á Íslandi vaknaði eftir lestur Svavars og Stefáns á Lagnafrétta- pistli í Fasteignablaði Morgun- blaðsins. Svavar var þá í Frumkvöðlanámi við Háskólann á Bifröst, útbjó við- skiptaætlun út frá því sem hann lærði þar og hafði samband við sænska framleiðandann. Í Svíþjóð voru móttökurnar svo góðar að Proline í Svíþjóð stóð straum af öllum stofnkostnaði og keypti hlut í íslenska fyrirtækinu, og mun nota viðskiptaáætlun Svav- ars til sóknar á fleiri markaði. Húðun í stað brota og bramls Morgunblaðið/Ómar Góð lausn Svavar Benediktsson sýnir með mági sínum Stefáni Ólafssyni (t.v.) hvernig rörin eru eftir húðun en þeir reka fyrirtækið saman. Svavar segir Proline sannkallaða byltingu í frárennslisviðgerðum hér á landi. Íslenskir frum- kvöðlar stofnuðu frárennslisvið- gerðafyrirtæki eftir lestur grein- ar í Fasteigna- blaðinu BÆKUR eru ekki aðeins góðar til lestrar held- ur einnig skemmtilegt skraut á heimilinu. Vandaðar innbundnar bækur ljá heimilinu viss- an blæ, og fallegar bækur um sérhæft efni segja til um áhugamál og persónuleika eigand- ans. Það hentar ekki alltaf að koma fyrir bóka- skáp, og að festa sérstakar hillur upp á vegg getur verið vandasamt verk, og komið misvel út. Hjá Tekk vöruhúsi má hins vegar fá ósýni- legu bókahilluna frá Umbra sem býður upp á spennandi lausnir fyrir þá sem vilja hafa bæk- urnar sínar til sýnis og innan seilingar. Hönnunin er í raun ósköp einföld þegar að er gáð, en útkoman er þannig að ekki sést í neitt nema fallegar bækurnar. Uppsetningin er líka með einfaldasta móti, þar sem bara þarf að skrúfa hilluna fasta á vegginn með tveimur skrúfum. Ósýnilegu bókahillurnar Frumleg uppstilling Svona er lokaútkoman og virðist sem bækurnar loði við veginn. Einföld lausn Hér má sjá hvernig hillan virkar. Kápan hvílir á örsmáum pinnum sem vart sjást.                                                                         !"        #  #  #  #                  %                    &' ()(  *              !"     ++   +  + # $    %   , && -  . / 0 %+ & - / 0. ,- &%'       (  )        )              +  +  %+ 12 ) ,     ' 3 45 678' ( 93 3 ( :45 ,3/ 3    ; < # $  *!% ,%'  ; < # $  *!% -". /$$ ; < # $  *!% Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.