Morgunblaðið - 05.01.2009, Blaðsíða 2
! " # $%$
'
Fasteignir Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang fasteignir@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ásgeir Ingvarsson, asgeir i@mbl. is , Auglýsingar sími 5691111 netfang
augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
Reykjavík | Þetta fallega og reisu-
lega einbýlishús í Gerðunum er til
sölu hjá fasteignasölunni Fold.
Skógi vaxinn Hákonargarður
liggur að lóðarmörkum og veitir
bæði næði og skjól, en lóðin sjálf
er vel gróin og vísar til suðurs.
Húsið var byggt árið 1954 og bíl-
skúrinn ári síðar, en síðan hefur
m.a. verið bætt við anddyrisbygg-
ingu, sólstofu og bætt við bílskúr-
inn.
Komið er inn í anddyri mið-
hæðar sem er flísalagt og með
fataskáp. Hol er teppalagt. Stofa
er einnig teppalögð og með glugg-
um er vísa út í suðurgarð. Á mið-
hæð er rúmgott eldhús með borð-
krók, innréttingu og plastparketi á
gólfi og nýleg Siemens eldavél
fylgir. Inn af eldhúsi er búr með
hillum.
Frá holi miðhæðar liggja tröpp-
ur upp á rishæð, stór gluggi er í
stigagangi með fallegu gler-
listaverki. Tvö svefnherbergi eru á
rishæð, annað þeirra með inn-
felldum fataskáp og geymslu undir
súð. Það sem áður var hugsað sem
þriðja svefnherbergið hefur verið
nýtt til að stækka baðherbergi sem
er innréttað með stórri skápainn-
réttingu, snyrtiborði og tveimur
handlaugum ásamt baðkeri. Að-
gangur að geymslulofti er frá bað-
herbergi.
Möguleikar í kjallaranum
Kjallara væri auðveldlega hægt
að útbúa sem aukaíbúð með mögu-
leika á leigutekjum. Sérinngangur
er frá vesturhlið en einnig er inn-
angengt. Vart hefur orðið við leka
við útidyrahurð. Lítið eldhús með
innréttingu og dúk á gólfi. Tvö
svefnherbergi eru í kjallara, nýta
mætti annað þeirra sem stofu.
Skápainnréttingar sem eru í her-
bergjunum fylgja. Stórt baðher-
bergi með innréttingu, sturtuklefa
og gufubaðsklefa. Tvær litlar
geymslur með inntökum eru í kjall-
ara. Frá öðru svefnherberginu er
aðgangur að sólstofu sem er flísa-
lögð og ekki í skráðum fermetrum
eignar (mælist um 20 ferm.), tvær
sjálfvirkar viftur eru í sólstofunni.
Innangengt er úr sólstofu inn í
bílskúr sem er með sjálfvirkum
hurðaropnara, gryfju í gólfi og
spónsugu sem fylgir. Aftast í bíl-
skúr eru tvær geymslur, önnur
geymslan er lek sökum þaks sem
hefur gefið sig en verið styrkt með
súlum.
Bakgarður snýr í suður og hefur
verið byggður pallur við sólstofu
þar sem er m.a. innbyggt rafmagns
útigrill. Við útipall er verkfæra-
geymsla. Fánastöng er við húsið að
framanverðu. Við inngang á vest-
urhlið að kjallara er köld geymsla.
Gluggar og tréverk að utan var
málað í fyrra ásamt þaki að sögn
seljanda.
Litlagerði 8
Notalegt Húsið er rúmgott og stendur á fallegri gróinni lóð. Meðal þæginda má nefna flísalagða sólstofu og stórt baðherbergi með gufubaðsklefa.
Blóm vikunnar óskar les-endum sínum árs ogfriðar. Þessi þáttur ersá fastaþáttur Morg-unblaðsins sem hefur
orðið hvað langlífastur eins og
númer þáttarins ber með sér. 682
þættir eru hreint
ekki svo lítið.
En sagan er
ekki öll sögð með
þessu; í raun og
veru eru þættirnir
orðnir 682 + 300.
Blóm vikunnar
leit fyrst dagsins ljós á síðum Morg-
unblaðsins árið 1975 þegar Garð-
yrkjufélag Íslands var 90 ára, en fé-
lagar GÍ hafa alla tíð stýrt penna í
þessum þáttum. Í fyrstu lotu birti
Morgunblaðið 300 þætti. Síðan varð
nokkura ára hlé en þættirnir hafa
birst reglulega síðan 1986. Þá var
ákveðið að hefja talninguna að nýju
sem skýrir hvers vegna þessi þáttur
er „bara“ nr. 682.
Fyrir hönd GÍ vil ég þakka
Morgunblaðinu og starfsmönnum
þess langt og farsælt samstarf og
vona að við eigum langa samleið
fyrir höndum.
Nývöxtur í vanda
Um áramót líta menn gjarnan til
baka, hvað tókst vel á árinu og hvað
fór miður. Ég ætla mér ekki að
skrifa gróðursögu ársins og þá ekki
heldur gróðasögu, aðeins rifja upp
eitt minnisstætt atriði.
Á hverju vori er ég vön að klippa
skjólbeltin, klippa nývöxtinn niður
um helming til tvo þriðju. Tilgang-
urinn er að fá þéttan og þróttmik-
inn vöxt því skjólbelti eiga, eins og
heiti þeirra segir til um, að skýla og
það gera þau þeim mun betur sem
þau eru þéttari. Þessari venju hélt
ég s.l. vor og taldi mig þar með hafa
komist fyrir vind; ég ætti heldur að
segja mögulegt kal. En viti menn,
þegar öspin og hinar ýmsu víðiteg-
undir í ungu skjólbeltunum laufg-
uðust, kom í ljós að allur nývöxtur
ársins 2007 var dauður.
Of mikil sól
Ég bar mig upp við nokkra rækt-
unarfélaga og ekkert okkar minnt-
ist sérlega erfiðs haustveðurs eða
vorhrets. Sumarið 2007 hafði líka
verið með eindæmum sólríkt og
þurrkasamt og sprettan í ungtrjám
og skjólbeltum ótrúlega mikil. Loks
kom skýringin hjá skógfræðingi á
svæðinu; þetta mikla sólfar olli því
að ungar trjáplöntur uxu ein-
staklega vel. Rótarkerfi þeirra var
hins vegar ekki orðið nægjanlega
þroskað til að ná niður í grunn-
vatnið og þurrkurinn olli því að
plönturnar gengu of nærri sjálfum
sér, gátu ekki myndað nægjanlega
þroskaðan við og því fór sem fór.
Síðastliðið sumar var líka sólríkt
en á mínu svæði kom væta með
hæfilegu millibili. Runnarnir í vesa-
lings ungu skjólbeltunum mínum
uxu margir hverjir á annan metra
og nú bíð ég vorsins með óþreyju,
var vætan nægjanleg til að bjarga
skjólbeltunum?
Hollráð við klippingar
Klippingar vilja oft vefjast fyrir
okkur áhugafólki um trjárækt.
Hvernig á að klippa, hvað er hæfi-
legt, hvað er of mikið, get ég
skemmt eitthvað? Garðeigandi sem
er að stíga sín fyrstu skref í ræktun
ætti að leita ráða hjá reyndum
ræktanda og hafi hann eignast
gamlan garð mæli ég eindregið með
því að hafa samband við garðyrkju-
fræðing, láta hann koma með til-
lögur um hvað þurfi að grisja eða
jafnvel fella og fylgjast síðan vel
með vinnubrögðum sérfræðingsins
til að læra af. Flestir geta þó fjar-
lægt rótarskot á reyni eða lagfært
tvítoppa unggreni án mikillar til-
sagnar.
GÍ hefur stundum gengist fyrir
námskeiðum um klippingar trjáa
og runna. Þau eru alltaf auglýst á
heimasíðu félagsins www.gardur-
inn.is. Þar má finna fjölbreytan
fróðleik um ræktun. Að sjálfsögðu
má þar nálgast síðustu greinarnar
sem birst hafa í Blómi vikunnar,
þótt finna megi enn eldri greinar í
greinasafni Morgunblaðsins.
Grænmetisuppskriftir eru margar
og skoðanaskipti félagsmanna
áhugaverð, eins er skýrt frá starfi sérklúbba félagsins
og væntanlegum fræðslufundum.
Litið um öxl
Á nýju ári er hefð fyrir birtingu lista yfir Blóm vik-
unnar á síðasta ári, þeirri venju fylgjum við.
641 7.1. Gjafatré – tré vetrarins og listi 2007 Sigr.
Hjartar
642 14.1. Segðu það með blómum Valborg Einarsd.
643 21.1. Snjóskemmdir Guðríður Helgad.
644 28.1. Fjallaþöll – marþöll Sigr. Hjartar
645 4.2. Valkvíði Guðríður Helgad.
646 11.2. Stafafura og skógarfura Sigr. Hjartar
647 18.2. Bóndarósir – gleymir nokkur þessum dýr-
gripum Kristín Hallgrímsd.
648 25.2. Forræktun vorlauka Sigr. Hjartar
649 3.3. Stefnumótun Garðyrkjufélags Íslands Guð-
ríður Helgad.
650 10.3. Hann sáði – hann sáði Sigr. Hjartar
651 17.3. Páskablómin Valborg Einarsd.
652 25.3. Fermingarblómin og borðskreytingar Val-
borg Einarsd.
653 31.3. Það er alls staðar pláss fyrir fallegar plöntur
Kristín Hallgrímsd.
654 7.4. Trygglyndir boðberar vorsins Sigr. Hjartar
655 14.4. Vorverk Guðríður Helgad.
656 21.4. Töfratré – undur vorsins Sigr. Hjartar
657 28.4. Síðasti garðurinn Guðríður Helgad.
658 13.5. Í túninu heima Kristín Hallgrímsd.
659 19.5. Mjallhvít og snjómaðurinn ógurlegi Sigr.
Hjartar
660 26.5. Salatið sem við getum ekki verið án Kristín
Hallgrímsd.
661 9.6. Val á sígrænum plöntum Guðríður Helgad.
662 16.6. Reynir – hið helga tré Íslands Sigr. Hjartar
663 23.6. Næring plantna Guðríður Helgad.
664 30.6. Plöntur sem brjóta steina Sigr. Hjartar
665 7.7. Óboðnir gestir ígarðinum – fyrri hluti Guð-
ríður helgad.
666 14.7. Snjóboltar í júlí Kristín Hallgrímsd.
667 21.7. Steinbrjótar í görðum Sigr. Hjartar
668 28.7. Óboðnir gestir í garðinum – seinni hluti Guð-
ríður Helgad.
669 5.8. Jarðarber – leitin að “rétta“ yrkinu Sigr.
Hjartar
670 11.8. Fingurbjörg – lífsins björg Sigr. Hjartar
671 25.8. Sveppavertíðin mikla Sigr. Hjartar.
672 8.9. Gulrætur á hausti Sigr. Hjartar
673 15.9. Stikilsber – vannýttur berjarunni Sigr. Hjart-
ar
674 29.9. Fræsöfnun að hausti Sigr. Hjartar
675 6.10. Rauðrófur með tilbrigðum Sigr. Hjartar
676 13.10. Ástarepli – tómatar Kristín Hallgrímsd.
677 20.10. Saltskemmdir á plöntum Guðríður Helgad.
678 27.10. Bóndarósir Sigurður Þórðars.
679 10.11. Grænar gersemar Sigr. Hjartar
680 24.11. Lyngrósir Sigurður Þórðars.
681 15.12. Vetrarskýling sígrænna plantna Guðríður
Helgad.
Um áramót
Óklipptur reynikústur Hér hefði mátt fjarlægja rótarskot fyrir hálfri öld eða svo.
BLÓM VIKUNNAR
Sigríður Hjartar
682. þáttur
2 F MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/S.Hj.