Morgunblaðið - 06.01.2009, Qupperneq 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
GunnleifurGunn-
leifsson, lands-
liðsmarkvörður í
knattspyrnu úr
HK, og Linda
Björk Lár-
usdóttir, frjáls-
íþróttakona úr
Breiðabliki, voru
í gærkvöld útnefnd íþróttamaður og
íþróttakona ársins 2008 í Kópavogi.
Gunnleifur var í hópi bestu leik-
manna Íslandsmótsins 2008 og vann
sér sæti í landsliði Íslands um
haustið. Linda er einn albesti
sprett- og grindahlaupari landsins
og á fast sæti í landsliði Íslands.
Hún varð Íslands- og bikarmeistari
í alls sjö greinum utan- og innan-
húss á árinu.
Þorsteinn Gunnlaugsson hefurgengið til liðs við Breiðablik á
ný eftir eins og hálfs árs fjarveru og
mun hann leika með úrvalsdeild-
arliði félagsins í körfuknattleik út
leiktíðina. Þorsteinn er framherji og
hóf hann leiktíðina í herbúðum
Skallagríms í Borgarnesi.
Sævar ÞórGíslason
knattspyrnumað-
ur úr Selfossi og
Katrín Ösp Jón-
asdóttir, fim-
leikakona úr Sel-
fossi, voru
útnefnd íþrótta-
maður og íþrótta-
kona Árborgar 2008. Sævar varð
markakóngur 1. deildar og átti
drjúgan þátt í óvæntri velgengni
Selfyssinga. Katrín var í lykilhlut-
verki í hópfimleikaliði Selfoss sem
stóð sig mjög vel á Íslandsmótinu og
varð í níunda sæti í Evrópukeppni.
Daði Berg Grétarsson er geng-inn til liðs við ÍR í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik, en hann hefur
síðasta eitt og hálft árið leikið með
FSu. Daði Berg er ÍR-ingur að upp-
runa og er því kominn á æskuslóðir
á nýjan leik. Hann lék um tíma með
Fjölni áður en hann gekk í raðir
FSu.
Þórarinn Ingi Valdimarsson, 18ára gamall knattspyrnumaður
úr ÍBV, er þessa dagana á æfingum
með belgíska liðinu Mechelen sem
er í æfingaferð í Tyrklandi. Að því
er fram kemur á heimasíðu ÍBV
buðu forráðamenn Mechelen Þór-
arni með í ferðina en þeir hrifust af
honum þegar hann var til reynslu
hjá félaginu síðastliðið haust. Þór-
arinn lék 19 leiki með Eyjamönnum
í 1. deildinni á síðustu leiktíð og
skoraði í þeim 2 mörk, og hann hef-
ur spilað með yngri landsliðum Ís-
lands.
Haukur Pálsson, körfuknatt-leiksmaður úr Fjölni, stóð sig
mjög vel með ítalska liðinu Stella
Azzurra í Junior Euroleague-
mótinu sem fram fór í Róm á Ítalíu
milli hátíðanna. Haukur var í byrj-
unarliði í öllum fjórum leikjum liðs-
ins, sem endaði í fimmta sæti. Hann
var besti maður vallarins í leiknum
um fimmta sætið og átti fína leiki
fyrir ítalska liðið. Hann kom í fyrsta
leikinn beint af flugvellinum, sneri
sig aðeins á ökkla í þeim leik en lét
það ekki aftra sér frá því að leika
hina þrjá leikina, enda kominn alla
leið frá Íslandi til
að sýna sig.
Emiliano In-súa, 19 ára
leikmaður Liver-
pool, verður frá
keppni næsta
mánuðinn, þar
sem hann leikur
með U20 ára landsliði Argentínu á
næstu vikum.
Fólk sport@mbl.is
ÓLAFUR Stefánsson, landsliðs-
maður í handknattleik, hugsaði sig
óvenju vel um áður en hann svaraði
spurningum fréttamanna eftir kjörið
á íþróttamanni ársins sl. föstudag.
Hann ætlaði sér ekki að fara á flug
líkt og í eftirminnilegu sjónvarps-
viðtali við kappann í þætti Evu Mar-
íu á RÚV. Ólafur hitti að mínu mati
naglann á höfuðið þegar hann hvatti
unga íslenska afreksmenn til þess
að leggja allt í sölurnar til að ná ár-
angri í stað þess að eyða tímanum í
vinnu við að standa í skilum með
bílalánið eða aðra slíka hluti. Ólafur
hvatti ungt afreksfólk til þess að
setja sér háleit markmið og hafa þor
til þess að vera „egóistar“ og hugsa
vel um líkama sinn sem gæti orðið
þeirra „fyrirtæki“ í nánustu framtíð.
Það er lag fyrir foreldra „afrek-
sunglinga“ að íhuga þessi orð
íþróttamanns ársins 2008 og koma
þeim áleiðis til barna sinna.
Á dögunum var haldin ágæt ráð-
stefna á vegum ÍSÍ þar sem fjármál
hreyfingarinnar voru rædd. Gunnar
Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar,
hélt þar fyrirlestur.
Í máli Gunnars kom m.a. fram að
„efnahagslægðir“ fyrri ára hefðu al-
ið af sér afreksfólk í íþróttum og
rannsóknir bentu til þess að vilji
íþróttamanna til þess að komast út
úr því ástandi væri meiri þegar
kreppti að. Vésteinn Hafsteinsson
frjálsíþróttaþjálfari sagði í viðtali
við Morgunblaðið hinn 29. desember
að það sem væri mikilvægast til
þess að ná árangri væri að hafa vilja
til að komast í fremstu röð. Vésteinn
var á sínum tíma í fremstu röð í
heiminum í kringlukasti og á ÓL í
Peking fagnaði hann gullverðlaun-
um með lærisveini sínum, Gerd
Kanter frá Eistlandi, í kringlukast-
inu. Vésteinn var spurður hvort
hann hefði einhverja skýringu á því
hvers vegna Íslendingar ættu ekki
kastara í fremstu röð líkt og áður.
Hann svaraði því til að líklegasta
skýringin væri sú að bætt lífskjör á
Íslandi hefði leitt til þess að ungt
fólk fór að leggja meiri áherslu á
aðra hluti en að æfa íþróttir.
Viljinn til þess að ná árangri er
mikilvægasti þátturinn í fari afreks-
íþróttamannsins. Bílalánið má bíða.
seth@mbl.is
Bílalán eða vilji til þess að ná árangri?
Á VELLINUM
Sigurður Elvar Þórólfsson
31:29, þegar 50 sekúndur voru til leiksloka. Andy
Schmid náði að skora tvívegis í lokin og jafna fyrir
Sviss en það var ekki nóg til að ná efsta sæti móts-
ins.
Makedónía er á meðal þátttökuliða í úr-
slitakeppni HM sem hefst í Króatíu 16. janúar en
liðið sló Ísland einmitt út í umspilinu síðasta sum-
ar. Liðið er í riðli með Þýskalandi, Póllandi, Rúss-
landi, Túnis og Alsír og á því erfiðan slag fyrir
höndum. Sádi-Arabar eru einnig með á HM í Kró-
atíu en þeir virðast á uppleið miðað við úrslitin á
mótinu. Þeir eru í riðli með Danmörku, Noregi,
Egyptalandi, Brasilíu og Serbíu.
Næsti leikur Íslands í undankeppni EM er ein-
mitt í Makedóníu, 18. eða 19. mars, en liðin mætast
síðan hér á landi 17. eða 18. júní í sumar. vs@mbl.is
á móti í Sviss
CHRIS Coleman, knattspyrnustjóri enska 1. deild-
arliðsins Coventry, segir að nokkrir efnilegir leik-
menn úr sínu liði verði undir smásjá liða úr ensku
úrvalsdeildinni og þeirra á meðal sé íslenski lands-
liðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson.
,,Aron Gunnarsson, Keiren Westwood, Dan Fox
og Scott Dann munu verða orðaðir við stór félög.
Þetta er mjög góðir leikmenn og verða betri og
betri. En við munum ekki selja þá heldur erum við
að byggja lið til framtíðar,“ sagði Coleman við
BBC útvarpið í gær.
Aron Einar, sem verður tvítugur í vor, gekk í
raðir Coventry frá hollenska liðinu AZ Alkmaar í
júní í fyrra. Hann hefur verið fastamaður í Cov-
entry-liðinu á leiktíðinni og hefur spilað 26 leiki
með liðinu í öllum mótum, þar af 25 leiki í byrj-
unarliðinu. Aron hefur ekki náð
að skora enn sem komið er en
hann leikur oftast í stöðu varn-
artengiliðs, einnig af og til sem
hægri bakvörður, og hefur látið
mikið til sín taka.
Coventry er í 14. sæti af 24
liðum í ensku 1. deildinni og
virðist því ætla að sigla þar
nokkuð lygnan sjó í vetur.
Deildin er hinsvegar jöfn og að-
eins átta stig uppí 6. sætið, sem
gefur rétt til að leika í umspili í vor, og þá eru níu
stig niður í fallsæti deildarinnar. Þá er Coventry
komið í 4. umferð bikarkeppninnar og dróst þar
gegn utandeildaliðinu Torquay. gummih@mbl.is
Coleman býst við ásókn í Aron Einar
Aron Einar
Gunnarsson
,,Ég vil óska ykkur til hamingju og
það sem þið hafið gert á tímabilinu
hefur fengið alla til að hafa gaman af
fótbolta,“ sagði Maradona við leik-
menn Katalóníuliðsins á æfingasvæð-
inu en Maradona lék 58 leiki með
Börsungum á árunum 1982 til 1984.
Hann fór í fússi frá Barcelona og hafði
ekki komið á Camp Nou síðan hann
yfirgaf félagið fyrir 25 árum.
,,Barcelona-liðið er stórfenglegt.
Það er að mínu mati besta liðið í heim-
inum í dag og það spilar fótbolta að
mínu skapi,“ sagði Maradona við
Barcelona sjónvarpsstöðina.
Eiður hvíldur gegn
Atlético Madrid
Barcelona hefur nú 11 stiga forskot
á toppi spænsku 1. deildarinanr og
byrjun liðsins í deildinni er sú besta í
sögu félagsins. Í 17 leikjum hafa Börs-
ungar unnið 14 leiki, gert 2 jafntefli og
aðeins tapað einum leik.
Börsungar verða í eldínunni á Vi-
cente Calderón vellinum í Madrid í
kvöld þegar liðið etur kappi við Atlé-
tico Madrid í fyrri viðureign liðanna í
átta liða úrslitum spænsku bik-
arkeppninnar.
Pepe Guardiola þjálfari Barcelona
gerir töluverðar breytingar á leik-
mannahópnum en sjö af þeim leik-
mönnum sem byrjuðu inná gegn Mal-
lorca verða ekki í hópnum í kvöld.
Markvörðurinn Victor Valdés, Xavi,
Eiður Smári og Samuel Eto’o verða
hvíldir og þá eru Carles Puyol, Rafael
Márquez og Aliaksandr Hleb allir
meiddir. gummih@mbl.is
Reuters
Tveir góðir Þeir Diego Maradona og Johan Cruyff voru á meðal áhorfenda á
leik Barcelona og Mallorca og eru hér að fá sér sæti. Þeir voru báðir í hópi
bestu knattspyrnumanna heims á sínum tíma, báðir spiluðu með Barcelona,
Cruyff 1973-1978 og Maradona 1982-1984, og Cruyff þjálfaði liðið í átta ár.
Maradona yfir sig hrifinn af liðinu
Mætti á leik og æfingu Barcelona
,,EF þið haldið áfram á þessari braut þá
verðið þið meistarar,“ sagði Diego
Maradona, argentínska goðsögnin sem
nú stýrir landsliði Argentínu, við leik-
menn Barcelona á æfingu liðsins á
sunnudaginn en Maradona var á meðal
áhorfenda á Camp Nou og sá Eið
Smára Guðjohnsen leggja upp eitt
mark í 3:1 sigri á Mallorca.
„Barcelona
er besta
lið í heimi“
ÞAÐ verða Þór frá Akureyri og
Magni frá Grenivík sem mætast í
fyrsta mótsleik nýs keppnistímabils í
knattspyrnunni á föstudaginn kem-
ur. Það er fyrsti leikurinn í Norður-
landsmótinu, eða Soccerademótinu
eins og það heitir ár, og er hann leik-
inn í Boganum á Akureyri eins og all-
ir aðrir leikir mótsins.
Akureyrarliðin KA og Þór hafa
unnið mótið þrisvar hvort á þeim sex
árum sem það hefur verið haldið. KA
sigraði síðasta vetur, á betri marka-
tölu en Þór og KS/Leiftur en liðin
þrjú urðu öll jöfn að stigum.
Tíu lið taka þátt í mótinu og hafa
aldrei verið fleiri en þeim er skipt í
tvo riðla sem eru þannig skipaðir:
A-riðill: Þór, Magni, KS/Leiftur,
Tindastóll og KA 2.
B-riðill: KA, Dalvík/Reynir,
Draupnir, Völsungur, Þór 2.
Riðlakeppninni á að ljúka 8. febr-
úar en dagana 13.-15. febrúar verður
leikið til úrslita um öll sæti.
vs@mbl.is
Fótboltinn af stað á föstudag