Morgunblaðið - 06.01.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
Jack Wilshereskrifaði í gær
undir atvinnu-
samning við
enska knatt-
spyrnufélagið
Arsenal en þessi
efnilegi leik-
maður varð 17
ára gamall á ný-
ársdag. Wilshere skráði nafn sitt í
sögubækur Arsenal á síðasta ári með
því að verða yngsti leikmaður í sögu
félagsins sem spilar með því í úrvals-
deildinni og í Evrópukeppninni.
Wilshere lék sinn fyrsta leik í úr-valsdeildinni gegn Blackburn
í nóvember þegar hann kom inn á
sem varamaður. Hann var í byrj-
unarliði í fyrsta sinn í leik gegn
Sheffield United í deildabikarnum
tíu dögum síðar og skoraði þar sitt
fyrsta mark. Þá hlaut Wilshere
eldskírn í Meistaradeildinni þegar
hann kom inná sem varamaður í leik
gegn Dynamo Kiev í lok nóvember.
Forráðamenn norska knatt-spyrnuliðsins Rosenborg hafa
á undanförnum dögum reynt að
koma í veg fyrir að snjóþekja á þaki
æfingahallar liðsins myndi skemma
þakið. Það tókst ekki og lagðist dúk-
urinn á Abrahallen saman um
helgina. Abrahallen er frábrugðin
mörgum knattspyrnumannvirkjum
þar sem þak og veggir hallarinnar
eru gerð úr dúk sem haldið er uppi
með vírum og heitu lofti.
KantmaðurinnStewart
Downing krafðist
þess í gær að
vera seldur frá
enska knatt-
spyrnufélaginu
Middlesbrough.
Síðdegis birtist
síðan tilkynning á
vef félagsins þar sem sagt var að
beiðninni hefði verið hafnað, sem og
nýju tilboði frá Tottenham.
Middlesbrough hafnaði 6 milljón
punda tilboði Tottenham í Downing
um helgina en samkvæmt Sky
Sports hækkaði Tottenham sig veru-
lega og bauð 10 milljónir punda í
leikmanninn.
Englendingurinn Phil Taylorsigraði á heimsmeistaramótinu
í pílukasti sem fram fór í Alexandra
Palace á Englandi um helgina. Tay-
lor hafði betur gegn Raymond van
Barnevald í úrslitaleiknum, 7:1.
Þetta er í 14. sinn sem Taylor fagnar
heimsmeistaratitlinum í greininni en
hann er 48 ára gamall og er frá
Stoke. Á ferlinum hefur Taylor unn-
ið sér inn meira en 1 milljón punda í
verðlaunafé og er hann fyrsti pílu-
kastarinn sem nær þeim áfanga.
Petter Vaagan Moen, liðsfélagifimm Íslendinga hjá norska
knattspyrnuliðinu Brann, byrjaði
árið ekki vel. Hann fótbrotnaði á
fyrstu æfingu liðsins á árinu í gær og
verður frá keppni fram á vorið.
Fólk sport@mbl.is
Gunnar Valgeirsson,
skrifar frá Bandaríkjunum.
gval@mbl.is
Óvæntir hlutir gerðust í deild-
arkeppninni í ár að venju. Besti
leikmaðurinn í deildinni, Tom
Brady, leikstjórnandi New England
Patriots, meiddist illa á hné eftir að
hafa leikið fáeinar mínútur í fyrsta
leik liðsins. Við það riðlaðist styrk-
leiki bestu liðanna, en Patriots eru
þessa dagana ávallt taldir sig-
urstranglegasta liðið í byrjun hvers
leiktímabils. Í Ameríkudeildinni
urðu meiðsl Bradys til þess að önn-
ur lið hugðu sér nú gott til glóð-
arinnar, enda erfitt fyrir flest liðin
að skipta inn jafngóðum nýjum leik-
stjórnendum fyrir stórstjörnur í
þessari stöðu.
Pittsburgh Steelers, New York
Giants, Tennessee Titans, Indiana-
polis Colts og San Diego Chargers
voru öll lið sem gerðu sér vonir um
gott gengi þegar keppnistímabilið
hófst, en þegar á hólminn kom voru
það Tennessee og Pittsburgh sem
sýndu besta leikinn og þessi lið eiga
bæði heimaleiki sem þau geta unnið
í annarri umferðinni.
New England sat eftir
Þrátt fyrir hetjulega baráttu New
England alla deildarkeppnina komst
liðið ekki í úrslitakeppnina, þrátt
fyrir að vinna ellefu af sextán leikj-
um sínum, en San Diego Chargers
laumaðist inn þrátt fyrir að vinna
aðeins átta af sínum sextán leikjum.
Sú staða kemur upp vegna þess að
sigurvegararnir í öllum átta riðl-
unum komast í úrslitakeppnina og
tvö þau lið sem bestan árangurinn
hafa að auki í deildunum tveimur.
Í leikjum helgarinnar í Am-
eríkudeildinni kom San Diego á
óvart á heimavelli gegn Indianapolis
Colts. Gestirnir voru taldir mun sig-
urstranglegri, enda með leikmann
deildarinnar, Payton Manning, sem
leikstjórnanda. Í æsispennandi leik
var það hinn ungi og knái bakvörð-
ur, Darren Sproles, sem skoraði sig-
ursnertimarkið í framlengingu
leiksins eftir að hafa ruðst 23 metra
með sporöskjulöguðu tuðruna í
endamark. Lokatölurnar urðu 23:17
fyrir San Diego, sem nú flýgur
þvert yfir heimsálfuna til Pitt-
sburgh til að tapa í annarri umferð-
inni.
Í hinum úrslitaleiknum í Am-
eríkudeildinni slökkti Baltimore Ra-
vens loks í spútnikliði Miami Dolph-
ins í baðstrandarborginni í
Suður-Flórída. Baltimore er lið sem
hefur styrkst með hverjum leik und-
anfarið, mest vegna frábærs leiks
varnarliðsins. Miami tapaði 15 af 16
leikjum sínum á síðasta keppn-
istímabili, en með nýjan þjálfara og
leikstjórnanda komust höfrungarnir
í úslitakeppnina eftir að hafa unnið
ellefu af sextán leikjum sínum og
þar með sigurinn í austurriðli Am-
eríkudeildarinnar. Gott braut-
argengi Miami í deildarkeppninni
var fyrst og fremst vegna góðs leiks
leikstjórnandans Chads Penn-
ingtons og agaðs leiks liðsins. Vörn
Baltimore gerði Pennington lífið
leitt og fimm sinnum tapaði Miami
boltanum til Baltimore, en Dolphins
hafði tapað knettinum sjaldnast
allra liða í deildarkeppninni. Yf-
irburðir Baltimore voru algerir og
27:9 sigur var sannfærandi. Balti-
more ferðast nú suður til kántrí-
borgarinnar Memphis og reynir að
slá út sterkt lið Tennessee Titans
um næstu helgi.
Vonbrigði hjá Giants
Í landsdeildinni var það New
York Giants sem var talið sig-
urstranglegast fyrir deildarkeppn-
ina og liðið olli ekki vonbrigðum.
Risarnir unnu sterkan austurrið-
ilinn sannfærandi með tólf sigra af
sextán mögulegum, en Carolina
Panthers vann suðurriðilinn með
sama árangri. Þessi tvö lið verða að
teljast sigurstrangleg í annarri um-
ferðinni um helgina.
Í fyrstu umferð landsdeildarinnar
vann Arizona Cardinals loksins sig-
ur í úrslitakeppninni í Phoenixborg
eftir góðan sigur á Atlanta Falcons,
en liðið hafði ekki náð heimaleik í
úrslitakeppninni í 61 ár! Spútniklið
landsdeildarinnar í ár var Atlanta,
en það hefur nú vaknað af langvar-
andi dvala eftir að hafa fengið leik-
stjórnandann Matt Ryan í háskóla-
valinu síðastliðið sumar. Ryan
virðist framtíðarstjarna fyrir Atl-
anta, en heimamenn komust inn í
tvær sendingar hans í leiknum og
það gerði útslagið í leiknum, sem
Arizona vann 30:24. Fæstir sérfræð-
ingar bjuggust við þessum sigri Ari-
zona, en liðið tapaði fjórum af síð-
ustu sex deildarleikjum sínum. „Við
heyrðum frá sérfræðingum að við
værum versta lið sem nokkurn tíma
hefði komist í úrslitakeppnina og við
notuðum það sem lyftistöng í leikn-
um,“ sagði Ken Whisenhunt, þjálf-
ari Arizona, í leikslok.
Westbrook þræddi vörnina
Í hinum úrslitaleik landsdeild-
arinnar tóku Víkingarnir í Minne-
sota á móti Philadelphia Eagles á
sunnudag. Eftir hnífjafnan leik
lengst af sendi Donavan McNab,
hinn leikreyndi leikstjórnandi Eag-
les, góða sendingu á bakvörðinn
snjalla Brian Westbrook, sem
þræddi í gegnum varnarmúr Vík-
inganna 71 metra í mark um miðjan
lokaleikhlutann og gerði þar með út
um leikinn, sem Philadelphia vann
sannfærandi, 26:14, í lokin.
Það verður því Philadelphia sem
sækir meistarana New York Giants
heim og Arizona sem heimsækir
Carolina Panthers í undanúrslitum
landsdeildarinnar um helgina.
Í átta liða úrslitunum verða
heimaliðin að teljast mun sig-
urstranglegri, en Tennessee gæti
átt í erfiðleikum með Baltimore,
sem er með besta varnarliðið í deild-
inni.
Átta lið eftir í baráttunni
Meiðsli Toms Bradys, leikstjórnanda New England Patriots, settu áætlanir liðsins
úr skorðum í NFL-deildinni Atlanta spútnikliðið Giants hefur titil að verja
ÁTTA lið berjast nú um meistaratitil
NFL-ruðningsdeildarinnar eftir lok
fyrstu umferðar úrslitakeppninnar
um helgina. Tvö bestu lið hvorrar
deildar sitja hjá í fyrstu umferðinni,
þannig að fjörið í úrslitakeppninni
byrjar venjulega ekki fyrr en í annarri
umferð sem fer fram um næstu helgi.
New York Giants hefur titil að verja í
keppninni en liðið hafði betur, 17:14,
gegn New England Patriots í Of-
urskálarleiknum í fyrra.
AP
Tilþrif Jared Allen, t.v., varnarmaður Minnesota Vikings, stöðvar hér Donovan McNabb, leikstjórnanda Phila-
delphia Eagles, í viðureign þeirra 4. janúar í Minneapolis. Eagles hafði betur 26:14.
Í HNOTSKURN
»Það eru 32 lið í NFL-deildinni, 16 lið í Am-
eríkudeildinni og 16 lið í
landsdeildinni.
»Deildunum tveimur er síð-an skipt upp í fjóra riðla
þar sem fjögur lið eru í hverj-
um riðli.
»Ofurskálarleikurinn ferfram í Tampa Bay hinn 1.
febrúar. Sigurliðið úr þeim
leik er meistari NFL-
deildarinnar.
KEVIN Garnett, lyk-
ilmaður meistaraliðs
Boston Celtics, var ekki
sáttur eftir 100:88-tap
liðsins gegn New York
Knicks í NBA-deildinni í
fyrrinótt. Garnett telur
að Boston þurfi að
styrkja sig í titilvörninni
og sagði miðherjinn að
hann gæti vel hugsað sér
að fá tækifæri til þess að leika með Steph-
on Marbury á ný. Marbury er launahæsti
leikmaður New York en hann hefur ekkert
leikið með liðinu á undanförnum mánuðum
vegna deilna við forsvarsmenn og þjálfara
liðsins. Garnett og Marbury voru liðs-
félagar í Minnesota Timberwolves í hálft
þriðja tímabil áður en Marbury var sendur
til New Jersey Nets.
„Ef það hjálpar liðinu til að verða betra
að fá Marbury þá er ég samþykkur því. All-
ir leikmenn eru velkomnir ef þeir skilja
það sem við erum að gera saman sem lið
og ef þeir gera liðið betra,“ sagði Garnett.
Marbury hefur á undanförnum misserum
deilt harkalega á þjálfara New York
Knicks og nú er svo komið að Mike D’An-
toni, þjálfari liðsins, hefur ekki áhuga á að
vera með hann í liðinu. seth@mbl.is
Garnett og Marbury samherjar á ný?
Kevin Garnett
GUÐJÓN Þórðarson stjórn-
ar liði Crewe í fyrsta sinn í
ensku 2. deildinni í kvöld
þegar liðið tekur á móti Bri-
stol Rovers. Guðjón var í
fyrsta sinn við stjórnvölinn
hjá Crewe á laugardaginn
þegar liðið gerði 2:2 jafntefli
við Millwall á útivelli í 3. um-
ferð ensku bikarkeppninnar
og liðin mætast að nýju á
Alexandra Stadium, heima-
velli Crewe, í næstu viku. Sigurliðið úr þeim
leik mætir annað hvort Newcastle eða Hull á
útivelli í fjórðu umferðinni.
Crewe situr á botni 2. deildarinnar með 16
stig úr 23 leikjum en Bristol Rovers er með 26
stig og er í 16. sætinu. Með sigri í kvöld næði
Crewe að komast úr neðsta sætinu en fjögur
neðstu liðin falla og liðið er sjö stigum á eftir
fimmta neðsta liðinu, Swindon Town.
Guðjón var ánægður með leik sinna manna
gegn Millwall sem er í þriðja sæti 2. deild-
arinnar. Hann sagði á vef félagsins í gær að lið
sitt yrði líklega óbreytt fyrir leikinn í kvöld,
enda hefðu allir staðið sig vel. Ellefu leikmenn
vantaði vegna meiðsla og veikinda þegar hann
fór með liðið í leikinn við Millwall og fjórir
þeirra voru í gær sagðir leikfærir á nýjan leik.
gummih@mbl.is
Fyrsti deildaleikur Guðjóns í Crewe
Guðjón
Þórðarson