Morgunblaðið - 02.03.2009, Blaðsíða 5
Íþróttir 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2009
AÐ skiptir engu máli hvað maður hefur unnið
arga titla áður, þegar komið er í svona leik er
essan ekkert meiri. Það er bara þessi leikur
m skiptir máli og hungrið er alltaf til staðar hjá
kur,“ sagði Kristín Jóhanna Clausen, fyrirliði
örnunnar, eftir að hafa lyft bikarnum á loft í
ugardalshöllinni á laugardag.
„Bikarúrslitaleikurinn er skemmtilegasti leik-
ársins og allt við þennan leik. Undirbúnings-
minn vikuna fyrir leik er virkilega skemmti-
gur og svo að koma í Laugardalshöllina með
lt af áhorfendum. Það gerir spenninginn líka
eiri. Spennan var einmitt of mikil hjá okkur í
rri hálfleik og í báðum liðum. Það tók alveg
rri hálfleikinn að losna við spennuna. Við lögð-
m upp með að stoppa Ragnhildi Rósu Guð-
undsdóttur og Hildi Þorgeirsdóttur. Það tókst
eð Hildi en ekki nógu vel með Ragnhildi. En
karinn er allavega okkar.“ thorkell@mbl.is
„Skemmtilegasti
eikur ársins“
„ÞETTA var erfitt hjá okkur í
byrjun. En við höfum svosem
oft lent í því að leikurinn sé
jafn eða við séum undir fyrstu
mínúturnar í leikjum. Við vit-
um bara að enginn leikur
vinnst á upphafsmínútunum
þannig að það var engin ör-
vænting hjá okkur,“ sagði Flo-
rentina Stanciu, markvörður
bikarmeistara Stjörnunnar.
Hin rúmenska Stanciu varði 20 skot í leiknum
og var hennar hlutverk í leiknum þýðingarmikið
fyrir Stjörnuna.
„Ég hafði engin persónuleg markmið í leikn-
um. Ég einbeiti mér bara að því sem ég er að
gera og hvernig ég ætla að gera það. Þetta er
bara eins og dyr sem þarf að halda lokuðum.“
thorkell@mbl.is
„Dyr sem þarf að
halda lokuðum“
Florentina Stanciu
„ÞAÐ fyrsta sem ég hugsaði þegar ég steig fram
úr rúminu var að ég ætlaði að lyfta bikarnum í
Höllinni,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, einn
besti leikmaður Stjörnunnar sem var jafnframt
markahæst með 8 mörk í leiknum.
„Þetta gekk upp hjá mér í dag, ég spilaði vel,
sem og allt liðið í heild sinni í seinni hálfleiknum.
Mér fannst þetta mjög skemmtilegur leikur. FH
sýndi mikla mótspyrnu og gerði leikinn skemmti-
legan, þannig að það var virkilega gaman að
vinna þennan titil,“ sagði Sólveig Lára.
„Undirbúningurinn fyrir leikinn var mjög
skemmtilegur. Við fórum í Mecca Spa og slök-
uðum á í pottinum. Svo var matur hjá Atla [Hilm-
arssyni] þjálfara, æfing í Laugardalshöllinni með
tónlistina í botni og borðað hjá Ingvari vini okkar
á Salatbarnum. Vikan í kringum bikarúrslitaleik-
inn er alltaf skemmtilegasta vika ársins.“
thorkell@mbl.is
„Ætlaði að lyfta
bikarnum“
„SÓKNARLEIKURINN í
seinni hálfleik var í heild
sinni afar lélegur hjá okkur,“
sagði Guðmundur Karlsson
þjálfari FH, vonsvikinn eftir
tapið gegn Stjörnunni.
„Við fórum illa með mörg
af þeim tækifæri sem við
fengum og það vantaði að
margir af mínum leik-
mönnum tækju af skarið og
stigu upp í leiknum. Við viss-
um að við þyrftum algjöran toppleik til að vinna
Stjörnuna, en náðum honum því miður ekki. Því
fór sem fór. Við verðum bara að kyngja þessu.
Ég er samt ákaflega stoltur af mínu liði að hafa
komist alla leiðina í bikarúrslitaleikinn og þær
stóðu sig líka vel í leiknum sjálfum.“
thorkell@mbl.is
„Afar lélegur
sóknarleikur“
Guðmundur
Karlsson
ir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
rkell@mbl.is
arnarleikurinn í seinni hálfleik
laði okkur sigrinum. Vörnin, mark-
rslan og hraðaupphlaupin gerðu
fumuninn. Við erum kannski ekki
ð besta sóknarlið landsins, en við
erum klárlega með bestu vörnina,“
sagði Atli Hilmarsson þjálfari Stjörn-
unnar kampakátur við Morgunblaðið
eftir leikinn.
Atli var að leiða lið til sigurs í bik-
arkeppni í fyrsta skipti, en hann tók
við liði Stjörnunnar í haust eftir
nokkurra ára hlé frá þjálfun.
Sjötti bikarmeistaratitillinn
Það er þó langur vegur frá því að
Stjarnan hafi verið að vinna sinn
fyrsta bikarmeistaratitil. Liðið varð
síðast bikarmeistari í fyrra eftir að
hafa þá lagt Fylki að velli í úrslitum
og bikarmeistaratitillinn á laugardag
sá sjötti hjá kvennaliði félagsins. Er
Stjarnan einnig aðeins annað félagið
sem tekst að verja bikarmeistaratitil
sinn í kvennaflokki. Aðeins Fram hef-
ur tekist það, og raunar oftar en einu
sinni. Fram hefur oftast hampað bik-
arnum, eða 12 sinnum alls.
Rík sigurhefð
Þó leikmannahópur Stjörnunnar
hafi breyst talsvert frá því á síðustu
leiktíð virðist það litlu skipta, því það
hefur gengið ákaflega vel hjá liðinu
að landa þeim titlum sem í boði eru.
Er Stjarnan núna tvöfaldur Íslands-
meistari, tvöfaldur bikarmeistari,
handhafi deildabikarsins og vann
meistarakeppni HSÍ einnig síðasta
haust.
Má því segja að kjarninn í þessu
Stjörnuliði sé búinn að skapa mikla
sigurhefð sem smitar út frá sér til
annarra leikmanna. Elísabet Gunn-
arsdóttir, Harpa Sif Eyjólfsdóttir,
Kristín Jóhanna Clausen og Sólveig
Lára Kjærnested eru allar hluti af
þessum kjarna og sem dæmi voru
þær þrjár fyrstnefndu allar í liði
Stjörnunnar sem varð bikarmeistari
árið 2005.
Einn besti sóknarmaður deild-
arinnar og markahæsti leikmaður
Stjörnunnar í vetur, Alina Petrache,
náði sér aldrei á strik í leiknum og
skoraði aðeins 5 mörk, þar af 3 úr vít-
um. Það kom þó ekki að sök fyrir
Stjörnuna því Sólveig Lára Kjærne-
sted og Harpa Sif Eyjólfsdóttir áttu
góðan dag í sókninni.
Hjá FH voru það hins vegar Ragn-
hildur Rósa Guðmundsdóttir, Ingi-
björg Pálmadóttir og Guðrún
Tryggvadóttir sem voru atkvæða-
mestar.
Morgunblaðið/Ómar
star Stjörnukonur lyftu Eimskipsbikarnum á loft í Laugardalshöllinni á laugardag í annað skipti á jafnmörgum árum. Liðið er handhafi allra titla sem eru í boði á Íslandi þessa stundina.
Stjarnan er handhafi allra titla
Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn með sigri á FH, 27:22 í úrslitum Sjötti bikarmeistaratitill
arðabæjarfélagsins í kvennaflokki Annað félagið í Íslandssögunni til að verja bikarmeistaratitil sinn
ENNALIÐ Stjörnunnar sýndi enn eina
ðina úr hverju það er gert þegar liðið
ði bikarmeistaratitil sinn í hand-
attleik á laugardag. Lagði Stjarnan
FH að velli, 27:22. Leikurinn var jafn
spennandi allan fyrri hálfleikinn og
ptust liðin á að hafa forystu. Hafði
arnan lítið forskot í hálfleik, 14:13.
strax í upphafi síðari hálfleiks fóru
örnukonur langt á reynslunni og
yrðu yfir FH-liðið.
FH – Stjarnan 22:27
Úúrslitaleikur bikarkeppni HSÍ, Eimskips-
bikar í kvennaflokki, laugard. 28. feb. 2009.
Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 6:3, 8:7, 8:10, 10:12,
12:12, 13:14, 13:17, 16:22, 17:25, 20:26, 22:27.
Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir
7/3, Ingibjörg Pálmadóttir 5, Guðrún
Tryggvadóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 2,
Hafdís Inga Hinriksdóttir 2, Gunnur Sveins-
dóttir 1, Arnheiður Guðmundsdóttir 1. Krist-
ina Kvedariene varði 15 kot (þar af 4 skot aft-
ur til mótherja).
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested
8, Alina Petrache 5/3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir
5, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Þórhildur Gunn-
arsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Að-
alheiður Hreinsdóttir 1, Florentina Stanciu 1.
Florentina Stanciu varði 20 skot (þar af 7 skot
aftur til mótherja).
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur
Leifsson, góðir. Áhorfendur: Um 1.000.