Morgunblaðið - 08.03.2009, Side 1

Morgunblaðið - 08.03.2009, Side 1
SUNNUDAGUR 8. MARS 2009 atvinna Gestir í vikunni 10.057 » Innlit 18.278 » Flettingar 138.301 » Heimild: Samræmd vefmæling Atvinna mbl.is Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði Hjúkrunarfræðingar - ljósmóðir Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði auglýsir laus- ar stöður hjúkrunarfræðinga og ljósmóður á Patreksfirði. Við leitum eftir starfsfólki sem getur unnið sjálfstætt og er tilbúið að takast á við fjölþætt verkefni. Um er ræða störf á heilsugæslu- og sjúkrasviði og gengið er út frá því að viðkomandi vinni á báðum sviðum og taki bakvaktir. Umsóknarfrestur í stöðurnar er til 24. mars 2009. Til upplýsingar Þjónustusvæði HSP er Vestur- Barðastrandarsýsla og íbúarnir eru um 1210 í þremur byggðarkjörnum (180) Bíldudal, (300)Tálknafirði, (640) Patreksfirði og (90) aðliggjandi sveitum. Á þjónustusvæðinu er rekin fjölbreytt opinber þjónusta: leikskólar, grunnskólar, framhaldsdeild og tónskólar. Góð aðstaða er til íþróttaiðkana: íþróttahús, íþróttavellir, sundlaugar og golfvellir. Samgöngur eru að mestu í góðu lagi: flug 6 daga vikunnar Rvík- Bíld. – ferjusamgöngur alla daga yfir Breiðafjörð, Brjánslækur- Stykkis- hólmur en þjóðvegurinn landleiðina mætti vera betri. Veðurfar er svipað því sem gerist á Vesturlandi. Landslag og náttúra svæðisins fangar flesta enda er fjölbreytnin mikil. Upplýsingar um störfin veita Sigríður Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri, siggak@hsp.is, gsm 893-4186 eða Úlfar B.Thoroddsen, ulfar@hsp.is, sími 450 2000. Forsætisráðuneytið auglýsir embætti aðstoðarseðlabankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar Forsætisráðherra skipar aðstoðarseðla- bankastjóra Seðlabanka Íslands til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Við skipun í embættið nú skal forsætisráðherra þó, sbr. 1. mgr. ákvæðis III til bráðabirgða í lögum nr. 5/2009, skipa aðstoðarseðlabankastjóra til fjögurra ára. Aðeins er hægt að skipa sama mann aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Aðstoðarseðlabankastjóri skal fullnægja al- mennum starfsgengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins. Aðstoðarseðlabankastjóri er staðgengill seðlabankastjóra. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peninga- málum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Við skipun í embættið mun forsætisráðherra, skv. 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, skipa þriggja manna nefnd er hefur það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda um stöðuna. Verður einn nefndar- maður skipaður samkvæmt tilnefningu sam- starfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og er hann formaður nefndarinnar. Í umsókn um embættið skal greina frá nafni, kennitölu og heimilisfangi umsækjanda auk þess sem veita skal ítarlegar upplýsingar um menntun viðkomandi, starfsferil og reynslu. Um laun og önnur starfskjör fer eftir ákvörðun bankaráðs Seðlabanka Íslands, sbr. b- lið 28. gr. laga um Seðlabanka Íslands 36/2001, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2009. Vinsamlega sendið umsóknir og starfsferilskrár til forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eða á netfang ráðuneytisins postur@for.stjr.is. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Í forsætisráðuneytinu, 5. mars 2009. MÁLFARSRÁÐUNAUTUR Ríkisútvarpið ohf. auglýsir starf málfarsráðunauts laust til umsóknar. • Áskilið er að umsækjendur hafi meistarapróf í íslensku eða sambærilega sérþekkingu á málinu. • Reynsla við fjölmiðla, útgáfu- eða kennslustörf er áskilin. • Helstu verkefni málfarsráðunauts eru ráðgjöf um málfar, yfirlestur ritaðs máls, faglegt eftirlit, fræðsla og þjálfun starfs- manna í meðferð móðurmálsins. Nánari upplýsingar veita Bjarni Guðmundsson og Óðinn Jónsson í síma 515 3000. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist skrifstofu útvarpsstjóra, Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1, 103 Reykjavík eða á netfangið starfsumsoknir@ruv.is fyrir 20. mars nk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.