Morgunblaðið - 08.03.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 08.03.2009, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 8. MARS 2009 MORGUNBLAÐIÐ Sölumaður Innflutningsfyrirtæki í byggingarvörum óskar eftir sölumanni. Hæfniskröfur: Umsækjendur hafi góða þekkingu á byggingarvörum og reynslu í sölu á byggingarvörum. Góð íslensku- og ensku- kunnátta í tali og riti. Áhersla er lögð á fagmennsku, skilvísi í vinnu- brögðum, þjónustulipurð, mannleg samskipti og metnað til árangurs í starfi. Umsóknir sendist á innfluttningur@gmail.com Rannsóknarstöður við Háskólasetur Háskólans á Hólum á Blönduósi Sérfræðingur á sviði strandmenningar og hafíss á Norðurslóðum Sérfræðingnum er ætlað að sinna rann- sóknum í nánum tengslum við Hafíssetrið á Blönduósi og önnur fræðasetur á svæðinu. Því er lögð áhersla á rannsóknir á sviði vistfræði og lífríkis Norðurslóða. Umsækjandi skal hafa lokið meistara- eða doktorsprófi á sviði náttúru- og/eða um- hverfisvísinda. Nauðsynlegt er að umsækjandi sé framtakssamur, hafi góða samstarfshæfileika og sé líklegur til að geta stuðlað að framgangi Háskólaseturs á Blönduósi og Hafísseturs. Stefnt er að því að sérfræðingurinn muni fljótlega taka að sér að leiðbeina nemendum á háskólastigi og væri því æskilegt að umsækjandi hefði nokkra reynslu af kennslu. Sérfræðingur á sviði textílfræða Sérfræðingnum er ætlað að sinna rannsóknum á sviði textílfræða, íslensks heimilisiðnaðar og textílhefðar í nánum tengslum við fræðasetur á svæðinu. Umsækjandi skal hafa lokið meistara- eða doktorsprófi í sérgrein sinni og helst hafa sérhæft sig í rannsóknarefnum er lúta að textílfræðum og með góða þekkingu á íslenskri textílhefð og textíllistum. Nauðsynlegt er að umsækjandi sé framtaks- samur, hafi góða samstarfshæfileika og sé líklegur til að geta stuðlað að framgangi Háskólaseturs á Blönduósi og vinni í nánum tengslum við fræðasetur á svæðinu. Stefnt er að því að sérfræðingurinn muni fljótlega taka að sér að leiðbeina nemendum á háskólastigi og væri því æskilegt að umsækjandi hefði nokkra reynslu af kennslu. Störfin eru bæði staðsett á Blönduósi. Ráðningin er til þriggja ára með möguleika á fastráðningu. Fyrstu sex mánuðir í starfi skoðast sem gagnkvæmur reynslutími. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og vottorð um námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að metin verði. Að auki má senda umsagnir tveggja eða þriggja dómbærra manna á vísindasviði umsækjanda. Einnig er nauð- synlegt að í umsókn komi fram hvaða verk- efnum umsækjendur hafa unnið að og hverju þeir vinna að núna. Laun eru samkvæmt kjarasamningi BHM við Háskólann á Hólum. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2009 og skal umsóknum og umsóknargögnum skilað í þremur eintökum til Háskólans á Hólum, Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur eða í tölvupósti (skuli@holar.is). Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir rektor Háskólans á Hólum, Skúli Skúlason, skuli@holar.is Starf á rannsóknarstofu Málning óskar að ráða starfsmann á rannsóknarstofu Starfssvið: Prófanir af ýmsu tagi einkum tengdar vöruþróun, framleiðslueftirliti o.fl. Um fjölbreytt starf er að ræða. Hæfniskröfur: Stúdentspróf af raungreina- braut, reynsla af hliðstæðum störfum æskileg. Vinsamlegast sendið umsóknir á netfang jon@malning.is fyrir 11. mars næstkomandi. Málning hf. Dalvegi 18, 201 Kópavogi. www.malning.is Yfirlæknir Hrafnista í Hafnarfirði Hrafnista Hafnarfirði auglýsir stöðu yfirlæknis lausa til umsóknar. Leitað er að metnaðar- fullum einstaklingi sem hefur áhuga á málefnum aldraðra. Jafnframt þarf viðkomandi að hafa mjög góða stjórnunar- og samskipta- hæfileika. Um er að ræða 45% starf sem er laust frá 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræði- menntun í öldrunarlækningum, heimilis- lækningum eða almennum lyflækningum. Nánari upplýsingar veitir Kristján Sigurðsson í síma 585-9501 / 693-9501. Umsóknarfrestur er til 20 mars nk. og skal umsóknum skilað til Hrafnistu Laugarási, 104 Reykjavík. Frekari upplýsingar um Hrafnistuheimilin má finna á: http://www.hrafnista.is Skrifstofustjóri/ fjármálastjóri og námsráðgjafi Laus er til umsóknar staða skrifstofu- stjóra/fjármálastjóra við Framhalds- skólann í Mosfellsbæ. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í viðskiptafræðum eða sambærilega mennt- un. Einnig er æskilegt að umsækjendur hafi reynslu af fjármálastjórn.  Laun greiðast samkvæmt gildandi kjara- samningi viðkomandi stéttarfélags. Einnig er laus til umsóknar 50% staða námsráðgjafa við skólann. Umsækjendur skulu hafa lokið minnst fjögurra ára háskólanámi og þar af eins árs námi í náms- og starfsráðgjöf.  Laun greiðast samkvæmt gildandi kjara- samningi Kennarasambands Íslands og stofnanasamningi skólans. Leitað er að starfsmönnum sem eru leiknir í mannlegum samskiptum og sjálfstæðir í vinnubrögðum. Ráðið verður í stöðurnar frá 15. maí 2009. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ kennir sig við auðlindir og um- hverfi í víðum skilningi. Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði verða stúdentsbrautir, styttri starfsnámsbrautir og almennar brautir. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans verða fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og margs konar námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat. Skólinn tekur til starfa í ágúst 2009. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara í netfangið gudbjorg@fmos.is eða í pósti: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ í síðasta lagi 24. mars 2009. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 864 9729. Skólameistari. Forsætisráðuneytið auglýsir embætti seðlabankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra Seðlabanka Íslands til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Aðeins er hægt að skipa sama mann seðlabankastjóra tvisvar sinnum. Seðlabankastjóri skal fullnægja almenn- um starfsgengisskilyrðum skv. 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Seðlabankastjóri stýrir Seðlabanka Íslands og ber ábyrgð á rekstri hans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru falin öðrum samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peninga- málum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Við skipun í embættið mun forsætisráðherra, skv. 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, skipa þriggja manna nefnd er hefur það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda um stöðuna. Verður einn nefndar- maður skipaður samkvæmt tilnefningu sam- starfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og er hann formaður nefndarinnar. Í umsókn um embættið skal greina frá nafni, kennitölu og heimilisfangi umsækjanda auk þess sem veita skal ítarlegar upplýsingar um menntun viðkomandi, starfsferil og reynslu. Um laun og önnur starfskjör fer eftir ákvörðun bankaráðs Seðlabanka Íslands, sbr. b- lið 28. gr. laga um Seðlabanka Íslands 36/2001, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2009. Vinsamlega sendið umsóknir og starfsferilskrár til forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eða á netfang ráðuneytisins postur@for.stjr.is. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Í forsætisráðuneytinu, 5. mars 2009.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.