Morgunblaðið - 08.03.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.03.2009, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 8. MARS 2009 MORGUNBLAÐIÐ Kennarastaða við Þjórsárskóla Í Þjórsárskóla við Árnes vantar kennara til afleysinga næsta skólaár. Meðal kennslugreina er sérkennsla, íslenska á yngsta og miðstigi, myndmennt, smíði/tæknimennt og heimilis- fræði. Þjórsárskóli telur 54 nemendur í 1.-7. bekk og við skólann starfa 11 einstaklingar. Þjórsárskóli er grænn skóli með mikla áherslu á umhverfis- mennt, náttúruna og nærsamfélagið. Nýsköpunarkennsla hefur einnig fengið fastan sess í skólanum. Skólinn er lítill og hlýlegur og opinn fyrir nýjum hugmyndum. Það er góð aðstaða í skólanum og gott umhverfi. Leitað er eftir jákvæðum einstaklingi (kennara/þroskaþjálfa) sem er tilbúinn að vera með í þróun og mótun nýrra kennslu- og starfshátta í skólanum sem krefst samvinnu og samstarfs allra starfsmanna skólans. Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2009. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, 486 6000, 864 5481, skólastjori@skeidgnup.is Viltu hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf? Hjá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann starfa nú um 42 ráðgjafar við áfengis- og vímuefnameðferð á hinum ýmsu starfsstöðvum samtakanna: Sjúkrahúsi SÁÁ Vogi að Stórhöfða, Reykjavík Sambýlið að Viðarhöfða, Reykjavík Endurhæfingarheimili SÁÁ Vík Kjalarnesi Endurhæfingarheimili SÁÁ Staðarfelli Dalasýslu Göngudeild SÁÁ Von Efstaleiti Reykjavík Göngudeild SÁÁ Akureyri Sambýli SÁÁ Gunnarsbraut, Reykjavík Við viljum fjölga í þeim hópi og ætlum því að ráða nokkra einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna kvöld- og næturvaktir á Vogi og á sambýlinu að Viðarhöfða, samhliða því að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Um er að ræða áhugaverð störf, þar sem kennsla og starfsþjálfun fer fram samkvæmt reglugerð heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytis nr. 974/2006. Upplýsingar gefur Hjalti Björnsson dagskrárstjóri á Vogi, sími 824 7620, eða net- fang: hjalti@saa.is Umsóknareyðublöð fást hjá móttökuriturum á Vogi. Umsóknir berist SÁÁ, Stórhöfða 45, 112 Reykjavík í síðasta lagi 15. mars 2009. (Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar). Sveitarfélagið Árborg fram- lengir umsóknarfrest um starf hjá Fjölskyldumiðstöð Árborgar Sérfræðingur Fjölskyldumiðstöð Árborgar auglýsir eftir sérfræðingi á sviði félagslegrar ráðgjafar í 100% starf. Verkefni sviðsins er fyrst og fremst samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og barnaverndarlögum nr. 80/2002. Starfssvið: · Félagsleg ráðgjöf í einstaklings- og fjölskyldumálum · Fjárhagsaðstoð · Húsnæðismál · Barnavernd Menntun og hæfniskröfur: · Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða háskólamenntun á sviði félagsvísinda · Reynsla á sviði félagsþjónustu æskileg · Lipurð í mannlegum samskiptum · Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð · Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist skriflega til Annýjar Ingimarsdóttur, verkefnisstjóra félagslegrar ráðgjafar, Fjölskyldumiðstöð Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfoss, eigi síðar en 23. mars 2009. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anný Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri félagslegrar ráðgjafar, anny@arborg.is, eða í síma 480-1900. Fjölskyldumiðstöð Árborgar er eitt þriggja sviða í stjórn- sýslu Sveitarfélagsins Árborgar og veitir íbúum sveitar- félagsins þjónustu á sviði félags-, fræðslu-, íþrótta-, forvar- na- og menningarmála með það að markmiði að efla velferðarþjónustu sveitarfélagsins og skapa fjölskylduvænt samfélag. Umsækjendum er bent á að kynna sér heimasíðu sveitarfélagsins þar sem m.a. er að finna stefnu sveitarfélagins í málaflokkum sem tengjast fjölskyl- dunni með einum eða öðrum hætti. Staða skólastjóra við nýjan grunnskóla í Grindavík er laus til umsóknar Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að móta starf í nýjum grunnskóla sem tekur til starfa næsta haust. Í upphafi verða í skólanum u.þ.b. 90 nem- endur í 1. og 2. bekk en ráðgert er að í skólanum verði nemendur á yngsta stigi í nánustu framtíð. Menntunar- og hæfniskröfur:  Kennarapróf og kennslureynsla á grunnskólastigi  Viðbótarmenntun í stjórnun eða stjórnunarreynsla í grunnskóla  Frumkvæði og samstarfsvilji  Góðir skipulagshæfileikar  Hæfni í mannlegum samskiptum Umsókninni skal fylgja greinargerð um störf umsækjanda og menntun, stjórnunarreynslu og hver þau verkefni sem hann hefur unnið við og varpað geta ljósi á færni hans til að sinna skólastjórastarfi. Jafnframt fylgi umsókninni greinargerð þar sem reifaðar eru hugmyndir umsækjanda um starfið og þær áherslur sem hann vill leggja í skólastarfinu til framtíðar. Umsóknarfrestur er til 23. mars 2009. Viðkomandi þarf að geta hafið störf hinn 15. apríl 2009. Allar upplýsingar um stöðuna veita Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri, netfang: jonak@grindavik.is og Nökkvi Már Jónsson, skólamálafulltrúi, netfang: nmj@grindavik.is í síma 420 1100. Nordkyn Kraftlag AL er fyrirtæki sem framleiðir, selur og dreifir raforku. Fyrirtækið hefur 12 starfsmenn. Stjórn þess hefur aðsetur í Kjøllefjord í Norður-Noregi þar sem búa 1.150 manns. Strandferðaskip koma þangað daglega, þjóðvegur tengist staðnum og flugferðir eru um Mehamn-flugvöll. Á staðnum er fyrir hendi öll nauðsynleg þjónusta, svo og ýmis starfsemi og góðar aðstæður til útvistar allt árið um kring. Þeir sem búa á Finnmörku fá afslátt af náms- lánum, lægri skatta og hærri barnabætur. Rafveituvirki (Energimontør) Nordkyn Kraftlag AL vill ráða tvo rafveituvirkja Starfið: · Smíð, rekstur og viðhald háspennu- og lág- spennuvirkja, svo og ljósleiðara · Eftirlit með kerfum og búnaði Hæfniskröfur: · Sveinsbréf skv. A- eða H-flokki í Noregi eða sem rafveituvirki (háspennuvirki) · Ökuskírteini sem samsvarar a.m.k. B-flokki í Noregi · Þessi er krafist að umsækjandi geti tjáð sig á norsku eða dönsku Persónulegir eiginleikar: · Sveigjanleiki · Þjónustulund · Ábyrgð · Geta til að starfa sjálfstætt Við bjóðum upp á: · góða framtíðarmöguleika · samkeppnishæfar aðstæður · góð eftirlaun og tryggingar · áhugaverð og fjölbreytt verkefni við hlýlegar aðstæður · aðstoð við útvegun húsnæðis Nánari upplýsingar gefur Per-Kåre Langås í síma 0047 78 49 97 00 eða 0047 916 53 364. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2009. Skriflegar umsóknir sendist til: Nordkyn Kraftlag AL Strandveien 114 N-9790 KJØLLEFJORD Norge netfang: per@nordkyn-kraftlag.no The Norwegian Polar Institute is Norway’s main institution for research, monitoring and topographic mapping in the Norwegian polar regions. The institute also advises Norwegian authorities on matters concerning polar environmental management The Norwegian Polar Institute (NPI) in Tromsø, Norway, is seeking a DATABASE SPECIALIST to strengthen our data management capacity in a 3-year temporary position. The position is placed in the Environmental Data Section (EDS) in the Environment Management and Mapping Department. The candidate will mainly work within three areas: - develop databases and web-applications to support the collection and processing of scientific data - long-term storage of large data sets - establish service-oriented online access to data sets In developing databases, applications and services we use: - Oracle RDBMS, several programming languages, such as Java, Python, PHP and Ruby - Geographic Information Systems (GIS), OGC-services and clients - Technologies and protocols for data storage and to provide access to scientific data, such as THREDDS, NetCDF and OPenDAP Salary: Norwegian State salary code 1087, scale 51 – 57 (NOK 391.700 – 435.700). Further inquiries about the position may be directed to functioning Section Manager EDS Boele Ruurd Kuipers, cell phone: 0047 941 82 828, Data Manager EDS Bjørn Hjelle, phone: 0047 77 75 05 65, Personnel Manager Rita Brannfjell, phone: 0047 77 75 06 13, or e-mail: jobb@npolar.no. The application deadline is 27 March 2009. For more information and application details, see http://www.npolar.no. Java forritari Vegna mikilla verkefna óskar Point á Íslandi ehf. eftir því að ráða til sín reyndan Java forritara í framtíðarstarf. Við leitum að frískum einstaklingi sem þrífst vel í skemmtilegum hópi og er tilbúinn til þess að takast á við krefjandi verkefni í traustu fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til 18. mars. Vinsamleg- ast sendið umsóknir á elvar@point.is Point er hluti af traustri skandinavískri fyrirtækjasamsteypu sem sérhæfir sig m.a. í rafrænni greiðslumiðlun og forritun tengdri henni. Point þjónustar flest stærstu fyrirtæki landsins, auk þess að vinna náið með systurfyrirtækjum sínum á Norðurlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.