Morgunblaðið - 08.03.2009, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 8. MARS 2009 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
# $
%
#
&
%
'% ())*)+,)-.
$ / 0 012
'% ())*)+,)-3
&
4
5
6/ ())*)+,)-+
'
0
6 1
6 ())*)+,)-(
1
/
1
6
7
7
())*)+,)--
0
/
&
/
18 '% ())*)+,)-)
9
&
/
18 '% ())*)+,))*
2 $
:6/ :6/ ())*)+,));
&
9
%
9
%
())*)+,))<
96
$/
%
'% ())*)+,))=
6
$/
%
'% ())*)+,)).
1
/
1
6
())*)+,))3
:
$
())*)+,))+
"/
8
/ 94 ())*)+,))(
>/
: /
())*)+,))-
Flugmálastjórn Íslands
óskar að ráða
deildarstjóra
í lofthæfi- og skrásetningardeild
Starfssvið deildarstjóra
Starfið felst í skipulagningu á starfsemi deildarinnar, samskiptum við erlenda og innlenda aðila
varðandi lofthæfimál svo og bein þátttaka í verkefnum deildarinnar. Meginverkefnin eru
heimildarveitingar varðandi viðhaldsstöðvar og viðhaldsstjórnun svo og eftirlit með lofthæfi
loftfara, tæknilegri starfssemi flugrekenda og skrásetningu loftfara.
Menntunar- og hæfniskröfur
Krafist er menntunar flugvéltæknis eða flugvélaverkfræðings og ítarlegrar þekkingar á vottun
loftfara, íhluta og rekstrareininga svo og viðhaldi og viðhaldsstjórnun. Umtalsverð reynsla
annaðhvort er varðar upphafslofthæfi eða viðvarandi lofthæfi og viðhaldsstjórnun er skilyrði
svo og a.m.k. fimm ára reynsla af úttektum og gæðakerfum. Nauðsynlegt er að viðkomandi
þekki vel til krafna EASA á sviði lofthæfi, gæðakerfa, úttekta og nútíma úttektaraðferða.
Viðkomandi þarf að hafa mjög góð tök á íslensku og ensku.
Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega fram-
komu og brennandi áhuga á flugöryggi. Hann þarf að sýna af sér frumkvæði í starfi og vera
skipulagður í verkum sínum. Hann þarf að geta unnið undir miklu álagi. Launakjör taka mið af
viðeigandi kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Í boði er áhugavert starf hjá Flugmálastjórn þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta
gilt í allt að sex mánuði.
Frekari upplýsingar um starfið gefur Einar Örn Héðinsson framkvæmdastjóri flugöryggissviðs
(sími 569-4187 og einarh@caa.is) og Halla S. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
(sími 569-4305 og hallas@caa.is).
Vinsamlegast sendið umsóknir til Flugmálastjórnar Íslands, Skógarhlíð 12, 105
Reykjavík fyrir 23. mars nk. merktar: „Flugmálastjórn – umsókn um starf deildar-
stjóra“.
Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun með u.þ.b. 40 starfsmenn. Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með stjórnsýslu á sviði flugmála inn-
anlands og á alþjóðavettvangi, hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og
utan. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.
ⓦ
Áhugasamir hafi
samband við Ólöfu í
síma: 899 5630.
Virka daga frá kl. 8 - 14
Óska eftir
blaðberum
í Súðavík
Blaðbera
vantar
Staða deildarstjóra
við ferðamáladeild Háskólans á Hólum
Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf við upp-
byggingu rannsókna og kennslu í ferðamála-
fræðum og þróun ört vaxandi greinar við
sérhæfðan háskóla á fjölsóttum ferðamannastað
Ábyrgðar- og starfssvið
Fagleg ábyrgð á innra starfi deildarinnar
sem og samstarfi við atvinnulíf, stoðkerfi
og fræðasvið ferðamála
Dagleg stjórnun ferðamáladeildar og
starfsmanna hennar
Ábyrgð á stefnu, áætlanagerð og rekstri
Þátttaka í yfirstjórn og stefnumótun
skólans
Kennsla og rannsóknir
Önnur tilfallandi verkefni við stjórnun
deildar og skóla
Hæfniskröfur
Framhaldsmenntun á sviði ferðamála-
fræði eða tengdum fræðasviðum
Reynsla af stjórnun, ferðamálum, kennslu,
rannsóknum og þróunarstarfi er
nauðsynleg
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Hæfni í mannlegum samskiptum
Góð tungumála- og tölvukunnátta
Starfið er 100% staða og laun samkvæmt
kjarasamningi ríkisins og BHM.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
1. maí næstkomandi.
Umsóknir sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur,
Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki
(sigurbjorg@holar.is)
Nánari upplýsingar veita Skúli Skúlason
(skuli@holar.is) eða Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
deildarstjóri (ggunn@holar.is) í s. 455 6300
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2009. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir.
Háskólinn á Hólum leggur áherslu á þróun skólans í anda
sjálfbærrar þróunar við nýtingu náttúruauð-linda, virkrar
byggðastefnu og nýsköpunar, jafnrétti og velferð starfsfólks.
Sjá nánar á www.holar.is
Fiskiveitingastaður á Vestlandet, Noregi óskar eftir
að ráða duglega matreiðslumenn og þjónustufólk yfir
háannatímann ´09, með möguleika á fastráðningu.
Þurfa að geta byrjað strax.
Sími: +47 577 96 900 eða +47 91 58 64 58
www.knutholmen.no
Netfang: post@knuholmen.no
Matreiðslumenn og
þjónustufólk