Morgunblaðið - 08.03.2009, Page 12

Morgunblaðið - 08.03.2009, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 8. MARS 2009 MORGUNBLAÐIÐ I.O.O.F. 3  190398  Kk. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Kristniboðssamkoma kl. 17.00. ,,Farið og gjörið...” Ræðumaður Elisabeth Lowe. Lofgjörð og fyrirbæn. Barnastarf. Allir velkomnir. Samkoma í dag kl. 20. Umsjón: Mótorhjólaklúbburinn Salvation Riders. Söngur: Kafteinn Sigurður Ingimars Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Samkoma fimmtudag kl. 20- Umsjón: Pálína I. og Hilmar S. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opin alla virka daga kl. 13-18. Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla og söngur fyrir alla krakka! Almenn samkoma kl. 14 þar sem engin eiginleg prédikun verður en kirkjugestum boðið að lesa texta sem þeir hafa valið úr Biblíunni. Lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag. Allir velkomnir! Fríkirkjan Kefas Fagraþingi 2a v/Vatnsendaveg www.kefas.is Íslenska Kristskirkjan, Fossaleyni 14. Sunnudagur: Kl.11. Fjölbreytt barnastarf. Fræðsla fyrir full- orðna. Ágúst Valgarð Ólafsson kennir. Samkoma kl. 20 Friðrik Schram predikar. Þriðjudagur: Kl. 19. Alfa námskeið. Fimmtudagur: Kl. 13. Bænastund fyrir innsendum bænaefnum. Föstudagur: kl. 20 Samkoma fyrir ungt fólk. www.kristur.is Samkoma í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00. Jeff Garvin. Miðvikud. Bænastund kl. 20.00. Fimmtud. Unglingar. Laugard. LOGOS námskeið um síðustu tíma frá 10.30 til 14.30. Samk. kl. 20.30. www.krossinn.is Kennsla Félagslíf Akurinn kristið samfélag, Núpalind 1, Kópavogi. Samkoma næstkomandi sunnudag 8. mars kl. 14.00. Ólafur Sverrisson kynnir Gídeonfélagið og flytur hug- vekju. Einsöngur fluttur af Magdalenu frá Póllandi. Verið velkomin. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Anna Carla Ingvadóttir, Símon Bacon Ragnhildur Filippusdóttir, og Guðríður Hannesdóttir kris- talsheilari auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rann- sóknir og útgáfur, einkatíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR neikvæð og fimm sem hvorki segja af né á. Á að taka langan hádeg- ismat? Er tímabært að taka 18 holur með félögunum? – Töfrakúlan er með svarið. Láttu kúluna um erfiðu ákvarðanirnar Töfrakúlan fæst m.a. á Amazon og kostar rétt tæplega 8 dollara. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „NÁMSKEIÐIÐ er ætlað þeim sem vilja hámarka afköst sín við meðhöndlun gagna í Excel,“ útskýrir Eðvald Möller en hann er umsjónarmaður námskeiðsins Excel II – fjármál og rekstur sem hefst hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands á þriðju- dag. Öflugt verkfæri „Excel er mjög van- nýtt forrit í rekstri í dag, sérstaklega í minni og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta er eitt besta verkfæri sem völ er á til að auka framleiðni í rekstri og hægt að nota á öllum sviðum fyrirtækisins, en almennt virðist fólk ekki nýta sér nema hluta þeirra möguleika sem Excel hefur upp á að bjóða,“ segir hann. „Með Excel verður allur útreikningur og úrvinnsla gagna einfaldari og sjálfvirkari og fólk getur aukið afköst sín verulega með því að kunna að nota forritið rétt.“ Eins og yfirskriftin gefur til kynna er um framhaldsnámskeið að ræða, en þó er ekki nauðsynlegt að hafa annan grunn en að þekkja einföldustu aðgerðir í forritinu: „Náminu er sérstaklega ætlað að gagnast þeim sem vinna með gögn og þurfa að setja upp líkön, til dæmis við bókhald, vörustjórnun og fjármál,“ segir Eðvald og bætir við að námskeiðið sé ekki síður hugsað fyrir þá sem þegar hafa lært á þessi helstu verkfæri í Excel en þurfa á upprifjun að halda. „Nemendur ráða nokkuð hraðanum, en okkur gefst þó góð- ur tími til að læra svo vel á forritið að allir útskrifast með mjög góða þekkingu og eru færir um að geta fótað sig vel í Excel. Jafnframt fá allir bókina Excel handbók viðskiptamannsins og tengingu við heimasíðu námskeiðsins þar sem hægt er að nálgast rekstrarlíkön sem spanna margvíslega notkun í Excel.“ Föll og formúlur Námskeiðið er haldið í þrjá daga í mars, frá 12.15 til 16.15 í hvert skipti: „Við skoðum meðal annars bestun með notkun Solver-skipunarinnar, en hún gerir kleift á einfaldan hátt að finna hag- kvæmustu lausn t.d. um forsendur eins og magn eða verð,“ útskýrir Eðvald. „Við förum síðan í innbyggð föll í Excel, og hvernig þau geta hjálpað okkur við og einfaldað allan útreikning. Nemendur læra svo líka að búa til ný föll fyrir ólík viðfangsefni.“ Á námskeiðinu mun Eðvald einnig leiða nemendur í allan sannleika um notkun Scenario Manager: „Sú skipun hjálpar t.d. við að fá spá miðað við breyti- legar forsendur,“ segir hann. „Einnig lærum við uppbyggingu fjölva (macro) og notkun þeirra, en fjölvar nýtast m.a. til að sækja gögn með sjálfvirkum hætti í gagnagrunna, jafnt innan fyrirtækja sem utan, og laga niðurstöðurnar að þörfum notandans til hvers kyns úrvinnslu. En þetta er aðeins brot af því sem komið er inn á í námskeiðinu.“ Að vera flinkur í Excel eykur framleiðni  Endurmenntun HÍ heldur námskeið þar sem kafað er dýpra ofan í möguleika Excel-töflureiknisins  Öflugt tæki en vannýtt í minni og meðalstórum fyrirtækjum og stofnunum, segir kennarinn Eðvald Möller Morgunblaðið/Golli Þarfaþing Excel getur margt fleira en að búa til töflur og halda utan um heim- ilisbókhaldið. Með því að þekkja möguleika forritsins vel má spara vinnu og tíma. Nánari upplýsingar og skráning eru á heimasíðu EHÍ á slóðinni www.end- urmenntun.is Skrifstofuleikfangið ÞAÐ er ekki tekið út með sældinni að bera ábyrgð og þurfa endalaust að vera að taka ákvarð- anir. Þeir sem eru orðnir þreyttir á að þurfa að reyna að botna í mögu- leikum og erf- iðleikum tilver- unnar geta blessunarlega alltaf leitað á náðir töfrakúl- unnar, eða Magic 8-Ball eins og hún heitir á ensku. Sögu þessarar skemmti- legu uppfinningar má rekja aftur til ársins 1946 og er það leikfangaframleiðand- inn Mattel sem í dag dælir kúlunni vinsælu út á mark- aðinn. Kúlan gefur 20 mismun- andi svarmöguleika, en þar af eru tíu svör jákvæð, fimm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.