Morgunblaðið - 16.03.2009, Side 7

Morgunblaðið - 16.03.2009, Side 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. MARS 2009 GUÐJÓN Arnar Kristjánsson var endurkjörinn formaður Frjálslynda flokksins á landsþingi í Stykkis- hólmi á laugardag. Guðjón hlaut 83 atkvæði af 100 greiddum og Magn- ús Þór Hafsteinsson varaformaður fékk 15 atkvæði. Ásgerður Jóna Flosadóttir var kjörin varafor- maður flokksins með 51 atkvæði. Kolbrún Stefánsdóttir fékk 38 at- kvæði og Viðar Guðjohnsen 11 at- kvæði. Hanna Birna Jóhannsdóttir var réttkjörin ritari flokksins og formaður fjármálaráðs var kosinn Helgi Helgason, fékk hann 13 at- kvæðum meira en Sturla Jónsson. Guðjón endurkjörinn Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Ný stjórn Hanna Birna Jóhannsdóttir ritari, Guðjón A. Kristjánsson for- maður og Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaformaður Frjálslynda flokksins. ALÞJÓÐA hafrannsóknaráðið (ICES) hefur kynnt ráðgjöf sína um stofngerð karfa. Djúpkarfi við land- grunnshlíðar Grænlands, Íslands og Færeyja og úthafskarfi í Grænlands- hafi og nærliggjandi svæðum teljast til sömu tegundar. Djúpkarfinn við Ísland og í Græn- landshafi skiptist í þrjá líffræðilega aðgreinda stofna. Ráðgjafanefnd ICES hefur nú lagt til að stjórnunar- einingar í djúpkarfaveiðum verði þrjár, en ekki tvær eins og til þessa. Nýju svæðin verði Norðaustur- Grænlandshaf, Suðvestur-Græn- landshaf og svo veiðar í landgrunns- hlíðum Íslands, m.a. Reykjanes- hryggur. Vísindamenn Hafró hafa lengi talið að núverandi stjórnunar- einingar endurspegli ekki líffræðileg- ar stofneiningar karfans. Hingað til hefur stofnmat og veiðistjórnun mið- ast annars vegar við veiðar í Græn- landshafi og nærliggjandi hafsvæðum og hins vegar veiðar í landgrunnshlíð- um Grænlands, Íslands og Færeyja. Fallist á sjónarmið Íslendinga um karfann Svæðaskiptingunni hefur verið breytt ÁFRAM verður tekið á móti öllum nemendum 8., 9. og 10. bekkjar í grunnskóla Reykjavíkur sem skrá sig í Vinnu- skóla Reykjavík- ur en vinnutíminn verður styttur. Starfsáætlun skólans var kynnt í borgarráði nýverið. Búist er við miklum fjölda í vinnuskólann í sum- ar. Skólinn hefur verið vinsæll val- kostur og næsta sumar standa ekki eins mörg störf til boða í Reykjavík og oft áður. Veturinn 2008-2009 eru 4.500 nemendur skráðir í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík sem er 200 færri en voru á seinasta ári. Búist er við að um 80-90% þeirra skrái sig í vinnuskólann eða að þau verði tæp- lega 4.000 sem er umtalsvert meira sumarið 2008, en þá voru nemendur um 2.400. Öðrum starfsmönnum skólans verður ekki fjölgað. Guðrún Þórsdóttir skólastjóri Vinnuskólans undirstrikar að vinna nemenda er góð fjárfesting og for- vörn. Skráning í Vinnuskólann fer fram í apríl. Allir með í Vinnu- skólanum Vinna Vinna eflir hug og hönd. Tekið á móti umsókn- um 8. til 10. bekkjar DÖGG Pálsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, upplýsti það um helgina að hún hefði greitt fyrir viðtöl á Útvarpi Sögu og á sjónvarpsstöðinni ÍNN; um 53 þúsund krónur til Sögu og rúmar 74 þúsund til ÍNN. Í yfirlýsingu frá Ingva Hrafni Jónssyni, sjónvarps- stjóra ÍNN, segir að stöðin selji út- sendingartíma á 60 þúsund krónur hálftímann fyrir utan virð- isaukaskatt. Innifalið í verðinu sé klukkutíma upptaka í stúdíói og út- sending á besta dagskrártíma. Við- komandi ráði dagskrá, viðmæl- endum eða spyrlum og fái í eigin vasa allar tekjur af auglýsingum eða kostun sem þeir selja. Meðal slíkra þátta eru Leið til léttara lífs, Suðurnesjamagasín, maturinn og lífið, Skýjum ofar og fjölmargir aðilar eru í viðræðum við ÍNN um framleiðslu og útsendingu á fjölbreyttu efni, sem áhorfendur ÍNN fá að njóta í náinni framtíð. Öll- um frambjóðendum í prófkjörum hefur staðið þessi þjónusta til boða og kom það ÍNN á óvart hve fáir notfærðu sér þennan valkost í ljósi þess hve ódýr hann er í samanburði við aðrar auglýsingar. Greiddi fyr- ir viðtöl í fjölmiðlum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.